Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 1

Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 125. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Semur Botha um ratsjár- flugvélar? London, 2. júní. AP. P. W. BOTHA, forsætisráð- herra Suður-Afríku, kora til Lundúna í dag frá Sviss til við- ræðna við Margréti Thatcher, forsætisráðherra, Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra, og Malcolm Rifkind, aðstoðarut- anríkisráðherra, sem hefur með málefni Afríku að gera. Er þetta fyrsta heimsókn leiðtoga S-Afríku til Bretlands í 23 ár, eða frá því S-Afríkumenn sögðu sig úr brezka samveld- inu. Mikil öryggisgæsla var við- höfð vegna komu Botha vegna hugsanlegra mótmælaaðgerða. Frá Heathrow flaug Botha í sérstakri þyrlu til sveitaseturs Thatcher, þar sem viðræður hans við ráðamenn fóru fram. Þaðan átti hann að halda aftur til Heathrow með þyrlu sex stundum síðar. Thatcher sagði að með heim- sókn Botha fengist tækifæri til að létta á spennu í suðurhluta Afríku. Búist var við að ástand- ið í S-Afríku og samskipti landsins við grannríkin yrðu aðalefni fundar leiðtoganna, og að Thatcher mundi leggja hart að Botha að taka tillit til óska þeldökkra S-Afríkubúa um full pólitísk réttindi. Botha reynir í heimsókninni að fá Breta til að selja S-Afríku allt að átta fullkomnar breskar eftirlitsflugvélar til strand- gæslu, þar sem brýnt er að endurnýja úreltar gamlar Shackleton-flugvélar. Talið er ólíklegt að Bretar samþykki þá málaleitan, þar sem slíkar flugvélar flokkast undir her- gögn. Til hamingju með daginn, sjómenn Vilja íranir frið? Manama, Bahrain, 2. júní. AP. ÍRANIH hafa í fvrsla sinn gefiö í skyn, aö hugsanlega megi binda endi á Persaflóastríðið með samningum. Samtímis hafa þeir uppi stór orð um að vinna skcmmdarverk á herstöðv- um Bandaríkjamanna um heim allan ef þeir hafa bein afskipti af stríðinu. I yfirlýsingu frá Hashemi Rafs- anjani, talsmanni íranska þingsins, kveður við nokkuð sáttfúsan tón en þar segir hann, að íranir hafi ekki áhuga á „stórslysi við Persaflóa" og vilji forðast það með viðræðum og samningum. Ber öllum saman um, að þetta sé fyrsta vísbendingin um að íranir séu ekki fráhverfir frið- arviðræðum, en hingað til hafa þeir krafist mikilla stríðsskaðabóta .af Hussein, Iraksforseta, og helst að hann færi frá. Helstu frammámenn byltingar- varðanna írönsku komu saman til fundar í gær og samþykktu þar að „vara erkisatan, hin glæpsamlegu Bandaríki og þá, sem eru í ráða- bruggi með þeim, við því að blanda sér í Persaflóastríðið". Að öðrum kosti sögðu þeir, að ráðist yrði á herstöðvar Bandarikjamanna um allan heim. MORGUNBLAÐIÐ í dag er að mestu helgað sjómönnum, þar sem rætt er við tugi sjómanna um allt land. Blaðamenn Mbl. fóru m.a. til Vcstmannaeyja, Grindavíkur, Sandg"-ðis, Þorlákshafnar, Eyr- arbab , Stokkseyrar, Neskaup- staðar, Ólafsfjarðar og Akraness auk Reykjavíkur til þess að ræða við sjómenn um líðandi stund. Vegna góðs „af1a“ í efnisöflun sprakk „lestarrýmið" á síðum blaðsins í dag og hluti efnisins kemur því á næstu dögum. í blað- inu eru einnig lúkarssögur úr ýms- um áttum. Myndin er af Björgu VE 5 að sigla til hafnar í Vestmannaeyjum. UjosmyndiKrióþjofur llelgason. Er Sakharov lif- andi eða látinn? Dularfullt sím- tal til Flórens Rómaborg, 2. júní. AP. KONA NOKKUR í Flórens telur að eiginkona Andrei Sakharovs, Yelena Bonner, hafi hringt í sig í gærmorgun og tjáð sér að Sakharov væri látinn og beðið um hjálp, að sögn blaðsins La Citta í Flórens. La Citta segir Yelenu hafa hringt í Giovanna Giubelli árla á föstudag og tjáð henni í hálfrar mínútna samtali, þar sem hún brá fyrir sig frönsku, ítölsku og ensku, að „hjúkrunarfræðingur á sjúkra- húsinu segði sér að maður sinn væri látinn". Giubelli kveðst ekki vita hvort Yelena Bonner hringdi frá Moskvu eða Gorki, en kvaðst sannfærð um að það hefði verið Bonner sem hringdi, segist þekkja rödd hennar frá tveimur fundum þeirra 1975 og 1977 í Flórens. Sagði Giubelli, sem er tungumálakennari og höfundur greina sem birst hafa í blöðum í Flórens, að Yelena Bonner hefði árangurslaust reynt að hringja i þrjá aðra aðila í Flórens áður. Kvaðst Giubelli eigi heldur vita hvernig Bonner hefði komist yfir. símanúmer sitt, sem hefði verið breytt 1980. Læknir í Flórens og vinur Bonn- er um langt skeið, Nina Harkavich, kvaðst aldrei hafa hitt Giubelli og dró í efa sannleiksgildi frásagnar hennar. „Yelena dvaldi hjá mér Andrei Sakharov 1975, 1977 og 1978, og ég hef aldrei séð eða heyrt um frú Giubelli. Og er það ekki undarlegt að hún bíði með það daglangt að skýra um- heiminum frá samtalinu?" Sjá Reykjavíkurbréf um Sakhar ovhjónin á miðopnu. Ferð Shultz til Nicaragua: Fleiri fundir med fuUtrúum Managua, 2. júní. AP. GEORGE P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fór óvænta ferð til Nicaragua í gær, fostudag, og ræddi þar við leiðtoga herstjórnarinn- ar, Daniel Ortega. Urðu þeir sammála um að eiga fleiri fundi í þeim tilgangi að draga úr spennu í Mið-Ameríku. Ortega lét í Ijós ósk um að fara til Bandaríkjanna til fundar við Reagan forseta. Á fréttamannafundi, sem efnt var til að fundinum loknum, sagði Shultz, að vonandi yrði hann til að draga úr tortryggni milli stjórn- valda í ríkjunum báðum en lagði jafnframt áherslu á, að Bandaríkja- stjórn myndi áfram styðja skæru- liða í Nicaragua. Sagði Shultz, að á næstunni myndi Harry Schlaude- ríkjanna mann, sérlegur sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Rómönsku-Ameríku, eiga fundi með fulltrúa herstjórn- arinnar í Nicaragua, sem ekki var tilgreindur. Shultz fór ásamt föru- neyti sínu til Washington í gær- kvöldi. Haft er eftir ónefndum, banda- rískum embættismanni, að skilyrð- in fyrir bættum samskiptum stjórnanna í Washington og Man- agua séu af hálfu Bandaríkjastjórn- ar þau, að sandinistar í Nicaragua hætti að styðja skæruliða í öðrum Mið-Ameríkuríkjum, að sovéskir hernaðarráðgjafar verði látnir fara á brott, að fækkað verði í heraflan- um í landinu og að staðið verði við fyrri heit um lýðræði og full . mannréttindi í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.