Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 7

Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984 7 ÆUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar ólafsson Erindrekar Krists? ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IDSKIPTANNK Heimsins besta ávöxtun? 6. sunnudagur eftir páska Þá er nú búið að slíta Alþingi í þetta sinn, eftir harla anna- sama tíð í lokin, að sögn. HEill til handa forseta, landi og lýð var undirstrikuð með húrra- hrópum að venju og síðan hélt vísast hver til síns heima með þá góðu samvisku að hafa gert vel fyrir þegna og kjósendur í þingtíðinni. Og kannski hugsar einhver til téðra fulltrúa okkar með álíka skoðun og kínverski spekingurinn átti á sinni tíð, er mælti: „Hinn vitri starfar, en krefst einskis handa sjálfum sér, hann framkvæmir sín góðu verk, en telur sér það ekki til gildis. Hann óskar ekki að sýn- ast öðrum fremri." Líklega tekst þó fáum að setja samasemmerki í huganum á milli þessara orða og þeirra sem veljast til þingstarfa. Ekki segi ég þetta með óvirðingu í huga, því ég dreg ekki í efa góðan vilja þeirra, sem þar vinna, en ætli það gildi ekki hvarvetna, þar sem við festum fingur á, að fátt er um slík ofurmenni í kringum okkur, sem gleyma sjálfum sér fyrir skyldunum við fólkið og að þingmenn eru sem flestir aðrir hópar eins og þverskurður af þjóðinni, bæði liðtækir og mis- tækir, svona upp og ofan eins og við ölí. Og þó að það sé sjálfsagt og réttmætt að finna að verkum þeirra og gera til þeirra miklar kröfur, þá væri það kannski far- sælla og frekar til þess fallið að bæta stjórnun og hjálpa til vit- urlegra lagasetninga, að við legðum þingmönnum til fleiri góð orð, nytsamleg og uppbyggj- andi og reyndum að greina það sem vel er gert, heldur en að ætlast til fullkomleika um of, sem við höfum ekki sjálf til að bera á nokkurn hátt. En guðspjall þessa sunnudags segir okkur sitthvað um aðra jfulltrúa einnig, kjörna eða kall- iaða, sem hafa það hlutverk að vera í þjónustu málstaðar, sem mörgum hefur reynst erfitt að rísa undir, svo að stoð væri að. Þessir fulltúar eru kallaðir til þess að bera sannleikanum vitni og það hefur ýmsum skrikað fót- ur á þjálli braut en þeirri. Þessir fulltrúar eru kvaddir til að helga alla hugsun, athöfn og mál þeim húsbónda, sem þeir hafa vígst: „Þér skuluð og vitni bera.“ Er nú presturinn að skensa prestana? Já og nei, ekki á ég aðeins við þá. I þessum hópi eru bæði þingmaðurinn og kjós- endur, við erum þar innanborðs í einni lest, sem höfum fengið kristið merki á enni og brjóst í heilagri skírn. Stórt embætti gerir tæpast smáan mann stóran, né heldur viðurhlutalítið verk stóra mann- eskju litla. Spurningin um trú- leika í því að vera til, er hið eina sem sker úr um hvernig þeim sannleika er sinnt, sem Guð vill eiga votta að. Kristinn vitnis- burður í lífinu kemur af því að vera með Kristi, svo að notuð séu orð hans sjálfs. Slíkur vott- ur segir: Þetta er sannleikur, ég veit það. Að vita slíkt kemur af innri sannfæringu. í annan stað fylgir eftir hinn ytri vitnisburður, því ekki er nóg að vita, heldur verð- ur maður að vera þess viðbúinn að játa, að maður viti. í þriðja lagi kemur svo löngun til þess að aðrir menn viti einnig. En er nema von að við spyrj- um stundum hversvegna þetta fulltrúastarf okkar er rækt svo oft bæði á deigan máta og dof- inn, hversvegna liðsafli kirkj- unnar hefur ekki skilað sam- ræmdara og óeigingjarnara starfi en raun ber vitni. Um svör er fátt að leita, nema í eigin barm og skilji maður ekki þá, skilur maður aldrei, hversvegna smærra vinnst en ætti. Maður mætti minnast þess að „þing- haldi" kristins manns er aldrei lokið, engin húrrahróp, sem senda heim í leyfi eftir vel lukk- að starf. Vottur Drottins er vottur á meðan hann dregur andann, hvort sem hann er sí og æ að falla á því prófi eða ekki. Upplag okkar er misjafnt, enda líklega næsta gagnlegt að svo sé. í hugsun og háttum hneigjumst við oftast nokkuð sitt til hverrar áttar og það er tæpast harms- efni enda frumleiki í lausnum og lífsháttum varla happadrjúgur né skemmtilegur, ef allir væru steyptir í sama mótið. Fjöl- breytni og blæbrigði eru nauð- syn til hollrar framvindu á með- an slíkt er óafskræmt þó að aft- urhaldið sem nýjabrumið geti flestu spillt birtist það í óheil- brigðri mynd. Fylgdin við Jesúm Krist gefur okkur ekki forskrift lögmálsins í einstökum atvikum, heldur lætur eftir í brjóstinu frelsi til að breyta og boða eftir þeim grundvallarviðhorfum, sem Orðið boðar upplýst af anda Krists. Auðvitað getur það verið meira en erfitt á hverri tíð að greina hvað það merkir að vera vottur Krists, því að hver tími hefur sín sérkenni, sín hlustun- arskilyrði, sinn hljómgrunn. Vandinn er að varðveita og ávaxta hið óbrigðula í síbreyti- legum aðstæðum. Það var ekki ómerkur maður, heldur virtur einstaklingur og víðkunnur með sinni þjóð, er eitt sinn skrifaði: „Þegar ég sé fyrir mér það sem kristnir menn gera, þar sem hvert rekur sig á annars horn. Þá furðar mig mjög að hver kynslóðin eftir aðra skuli samt vilja feta í fótspor Krists. Liklega er skýringin sú að menn skilja að Drottinn bregst ekki þó að fylgjendur falli og á hinn bóginn að þann dag, sem þú hættir að reyna að verða betri, ertu hættur að vera góð- ur.“ Er þetta ekki eitthvað sem við getum tekið undir. Við leggjum ekki Alþingi niður og förum þess á leit að húsið verði rifið þó að þingmenn séu ófullkomnir, heldur kjósum aftur og ætíð í þeirri von að næsta þing, næsta frumvarp, skili svo verðmætum að heill skapi. Fylgdin við Krist, vitnisburðurinn, sem allt veltur á, hann mun ævinlega bera blæ af fallinni manneskju, sem bregst bæði ótt og títt í straumbrigðum daganna, en eitt stendur fast og víst: Þér skuluð vitni bera. Kirkjan fæddist af þeirri skipun og á þeirri hátíð, sem við horfum til næsta sunnu- dag. Og hún er enn og æ að fæð- ast með hverri kynslóð, sem tek- ur við sömu boðum og í sama anda og hinir fyrstu lærisveinar í árdaga kirkjunnar. Og í dag, þegar sjómenn halda sinn hátíðisdag, þá er gott að minna sig á að kirkjunni hefur stundum verið líkt við farkost á hafinu og það voru reyndar fiskimenn, sem áttu upphafs- verkin í fylgdinni við Jesúm Krist. Það er gjarnan ágjöf I þessari fylgd, fjarri því að lognværan vaggi ævinlega og ekki sýnast heldur vera oft upp- grip til innleggs og tekna þegar litið er um öxl í það sem af er ferðinni. En þó að aflinn sé stundum rýr á sjónum og þó að Alþingi sé ekki ævinlega sú stofnun, þar sem menn vinna verkin öll svo hverjum líki, þá er áfram róið og áfram þingað. Og þó að okkur finnist trúarljósið okkar stundum eins og blakt- andi skar, verkin góðu smá og afraksturinn í boðuninni næsta oft ósýnilegur, þá þiggjum við loga á lítið ker af ljósinu Hans sem ber uppi allt, sem bjart er á þessari jörð. Hann sagði: „Þér eruð ljós heimsins." Eftir þeirri ómælanlega miklu hvatningu megum við starfa fyrir ríkið hans og treysta því að uppsker- an verði meiri í höndum hans en ætla mætti. Hann sagði: „Verið í mér, af mínu skuluð þér taka.“ Eftir því sem við tökum þessi orð gild og breytum samkvæmt þeim, mun líf okkar verða vitn- isburður um nálægð Drottins og ljós hans í heiminum. pfofgitstMafrifr Áskriftarsíminn er 83033 þér eju r Samanburður á ávöxtun Maí 1984 Ávöxtun é ári m/v mitm. verðbólguforsendur Tegund Bindi- Art- 15% 17,5% 20% fjártestingar tími ávöxtun veröbólga veróbólga veröbólga Verötr. veöskuldabr. 1—10 ár 10-12,00*4+ verötr. 28,8% 31,6% 34,4*4 Ðdri spariskírt. 3 m—4 ár 5,30*4 + verðtr. 21,1% 23,7% 26,4% Happdr.sk uldabr. 7 m—3 ár 5,50*4 + verðtr. 21,3% 24,0% 26,6% Ný spariskírt. 3 ár 5,08*4 + verðtr. 20,8% 23,5% 26,1% Gengistr. sparisk. 5 ár 9,00*4 + gengistr 7 ? 7 Ríkisvíxlar 3 m 25,95*4 26,0% 26,0% 26,0% Banka + sparisj.skírt. 6 m 22,10% 22,1% 22,1% 22,1% lönaöarb. + bónus 6 m 21,60*4 21,6% 21,6% 21,6% Sparisj.reikn. 3m 17,70*4 17,7% 17,7% 17,7% Alm. sparisj.bók 0 15,00*4 15,0*4 15,0% 15,0% SÖLUGENGIVERDBRÉFA 4. júní 1984 Spariskírteini 09 happdrattislán ríkissjóði Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl d 1970-2 17.415,64 Innlv. í Seölab. 5.02.84 1971-1 15.721,63 5,30% 1 ár 101 d. 1972-1 14.199,08 5,30% 1 ár 231 d. 1972-2 11.695,05 5,30% 2 ár 101 d. 1973-1 8.892,94 5,30% 3 ár 101 d. 1973-2 8.457,66 5,30% 3 ár 231 d 1974-1 5.584,40 5.30% 4 ár 101 d. 1975-1 4.189.90 5,30% 216 d. 1975-2 3.132,96 5,30 231 d. 1976-1 2.877,97 Innlv. i Seölab. 10.03.84 1976-2 2.345,30 5,30% 231 d. 1977-1 2.122,16 Innlv. i Seölab 25.03.84 1977-2 1.789,76 5,30% 96 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. I Seölab. 25.03.84 1978-2 1.143,39 5,30% 96 d. 1979-1 951,45 Innlv. I Seðlab. 25.02.84 1979-2 743,17 5,30% 101 d. 1980-1 637,54 5,30% 311 d. 1980-2 491,37 5,30% 1 ár 141 d. 1981-1 420,55 5,30% 1 ár 231 d. 1981-2 311,15 5,30% 2 ár 131 d. 1982-1 292,88 5,30% 267 d. 1982-2 217,00 5,30% 1 ár 117 d. 1983-1 167,30 5,30% 1 ár 267 d. 1983-2 108,43 5,30% 1 ár 177 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. I S eðlab. 1984 1974-E 3.779,20 5,50% 177 d. 1974-F 3.779,20 5,50% 177 d. 1975-G 2.474,40 5,50% 1 ár 177 d. 1976-H 2.305,04 5,50% 1 ár 296 d. 1976-1 1 786,98 5,50% 2 ár 176 d. 1977-J 1.622,81 5,50% 2 ár 297 d. 1981-1. fl. 334,66 5,50% 1 ár 327 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verðtr. 1 ár 95,78 4% 10,25% 2 ár 93,06 4% 10,38% 3 ár 91,95 5% 10,50% 4 ár 89,77 5% 10,62% 5 ár 87,63 5% 10,75% 6 ár 85,56 5% 10,87% 7 ár 83,53 5% 11,00% 8 ár 81.59 5% 11,12% 9 ár 79,68 5% 11,25% 10 ár 77.85 5% 11,37% 11 ár 76,07 5% 11,50% 12 ár 74.37 5% 11,62% 13 ár 72,70 5% 11,75% 14 ár 71.12 5% 11,87% 15 ár 69,60 5% 11,99% 16 ár 68,11 5% 12,12% 17 ár 66,71 5% 12,24% 18 ár 65,33 5% 12,37% 19 ár 64,03 5% 12,49% 20 ár 62,75 5% 12,62% Veðskuldabréf óverðtryggð Sðjuflm/v 14% 16% 1g% 1 aTp. a ari 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár Sár 20% (ÍW 21% Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboössölu. Daglegur gengisútreikningur Vcrðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavík lönaóarbankahúsinu Simi 28666

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.