Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 22
.MQgGUNBL^Dffl, » Júyf 1984
t/22
Akranes
„Einstaka maöur vill halda
því fram að það sé fullur
sjór af þessum kvikindum “
ÞAÐ var dumbungsveður og
skúraleiöingar þegar við
Morgunblaðsmenn lögðum
leið okkar upp á Akranes í
byrjun vikunnar í því augna-
miði að ræða við sjómenn í
tilefni sjómannadagsins.
Það var ekki mikið um að vera á
bryggjunni á Akranesi um hádeg-
isverðarleytið og fátt sjómanna
þar að sjá. Þó var Krossvíkin ný-
lega lögst að bryggju eftir níu
daga veiðitúr með milli 120—130
tonn af blönduðum afla, þorski og
karfa, og unnið að því að landa
aflanum úr henni. Það var þó ekki
áhöfnin á Krossvíkinni sem að þvf
starfaði, heldur menn úr landi,
sjómennirnir höfðu drifið sig heim
strax og að landi var komið.
Óþénugar tekjur
sem teknar eru
á stuttum tíma.
út úr matinu. „Á þessum bát hafa
þeir dregið upp á hvern einasta
dag, verið mjög harðir við að
sækja hvernig sem viðraði, en
matið þrátt fyrir það daprast mik-
ið miðað við undangengin ár.
Hann sagðist ekki hafa heyrt
mikið talað um kvótafyrirkomu-
lagið á Akranesi, menn virtust
vera her rólegir yfir kvótanum.
Veiða meiri loðnu á haustin
„Það var byrjað allt of seint á
loðnuveiðunum í vetur,“ sagði
Guðjón, er hann var spurður um
hvað honum fyndist um síðustu
vertíð þegar ekki tókst að veiða
allt sem leyft var að veiða. „Það á
að veiða miklu meira á haustin,
þegar hægt er að fá gott verð fyrir
loðnuna og gefa henni frekar frið
yfir hrygninguna. Það hlýtur að
vera hægt að átta sig fyrr á því
hvað má veiða, en kannski setur
samningur okkar við Norðmenn
þarna strik í reikninginn."
— Er nóg til af loðnu?
„Ég held ekki. Það eru einstaka
menn sem vilja halda því fram að
það sé fullur sjór af þessum kvik-
indum. Við höfum ekki séð það
magn sem þeir hafa séð, en það
getur verið að við séum með lé-
legri tæki en þeir. En það var
óvenju mikið magn á ferðinni í
vetur eftir áramót. Það verður
bara að koma í ljós hvernig geng-
ur í framtíðinni og hvað það verð-
ur mikið um loðnu, þetta er happ-
drætti allt saman," sagði Guðjón
Valgeirsson að lokum.
Langskemmti-
legasta sjó-
mennskan
Guðmundur Daði og Viktor Pét-
urssynir unnu við grásleppunet um
borð f trillu sinni. Þeir sögðu að
mjög vel hefði gengið á gráslepp-
unni, en leyfilegt var að byrja 18.
apríl og sögðust þeir myndu vera
að fram um 20. júní og eftir það
Viktor og Guðmundur Daði Péturssynir um borð í triliu sinni í Akraneshöfn.
Um borð í einum bátnum sem lá
í höfninni var unnið við viðgerð á
ljósrofa. Þar hittum við að máli
Guðjón Valgeirsson, vélstjóra á
loðnuskipinu Víkingi. „Víkingur
liggur alltaf á sumrin og þetta er
sjálfkrafa dauður tími. Hann
verður ekki hreyfður fyrr en í
haust þegar farið verður á síld eða
loðnu og á meðan er unnið við að
ditta að honum og það eru einung-
is yfirmennirnir sem haldið er á
launum árið um kring,“ sagði
Guðjón.
Aðspurður um síðustu loðnu-
vertíð og hvernig Víkingur hefði
aflað kvaðst Guðjón ekki hafa það
nákvæmlega á reiðum höndum, en
þeir hefðu eitthvað farið framyfir
kvótann. Hann vildi Iítið segja um
þénustuna á loðnunni, og sagði að
„það væru alltaf óþénugar tekjur
sem væru teknar á stuttum tíma“.
Guðjón kvaðst hafa verið á Vík-
ingi frá því honum var breytt, en
það var gert 1977. Aðspurður um
hvort tekjurnar hefðu ekki dregist
saman á þessum tíma kvað hann
það tvímælalaust en það væri þó
erfitt að gera sér grein fyrir hve
mikið, því það væri búin að vera
svo mikil verðbólga.
Allt dregist saman sem
að sjómennskunni snýr
„Mér finnst að allt hafi dregist
saman, sem að sjómennskunni
snýr hér á Akranesi," sagði Guð-
jón. Hann kvað vertíðina þó hafa
verið sæmilega eftir því sem hann
best vissi, en bátarnir komið illa
Siglt inn.
færu þeir á skak. „Þetta er lang-
skemmtilegasta sjómennskan sem
ég hef stundað, ég líki því ekki
saman. 1 góðu veðri er þetta engu
líkt,“ sagði Guðmundur, en hann
hefur verið á togaranum óskari
Magnússyni. Hann sagðist hafa
fengið frí á honum í sumar. Á
tímabili í vetur hefði hann legið
við bryggju vegna erfiðleika út-
gerðarinnar, en talsvert væri síð-
an Óskar hefði farið til veiða á ný
og ástandið væri eitthvað að
skána.
„Alltaf verið að hækka fisk
sem ekki er til“
Þeir .félagar sögðust hafa sótt
grásleppuna óvenjulangt miðað
við aðra og væru nýbúnir að færa
netin nær. Þeir hefðu eytt alltof
miklum tíma utarlega og þetta
væri fljótt að koma ef vel gengi.
Aðspurðir sögðu þeir fremur
þungt hljóð í sjómönnum á Akra-
nesi. Þar kæmi bæði til kvótakerf-
ið og svo væri fiskverðið alltof
lágt. Miklar tekjur sjómanna
væru liðin tíð. „1977 keypti ég íbúð
á byggingarstigi og gat auðveld-
lega klofið það með því að vera í
fríi fjórða hvern túr og var þó
aldrei blankur. Nú þyrfti ég
ábyggilega að vera á tveimur tog-
urum í einu til þess að kljúfa það
sama. Það er alltaf verið að hækka
fisk sem ekki er til og lækka fisk
sem er til, eins og karfann til
dæmis,“ sagði Guðmundur Daði.
Goðjón Valgeirsson á bryggjunni i Akranesi. Stund milli striða.