Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 27
MQRgHNgLAPIÐ, SUWUDA(HJ,ft 3«.JtjNtM84 .27 Á degi aldraðra sl. fimmtudag datt bréf inn um bréfalúguna. Reyndist vera frá 79 ára gamalli enskri konu. Beiðni um að koma þakklæti á framfæri við alla þá góðu íslendinga, sem höfðu skipt sér af henni í vikuferð hér á landi í maímánuði. Og þeir voru ekki fáir. Gaman að geta sagt frá því. Ekki síst þar sem við- mælendum okkar blaðamanna er kannski tamara að hnippa í okkur þegar eitthvað fer aflaga. Þar eð bréfið kom einmitt dag- inn sem kirkjan á íslandi helgar öldruðum og fögur orð í garð gamla fólksins drupu úr fjöl- miðlum og predikunarstólum, þá gáruðu sinnið orð þessarar nær áttræðu bresku konu, Mary Dav- ies: Allir hafa gefið sig að mér og það skiptir mestu máli, góða mín, þegar maður er orðinn gamall! Hún lagði áherslu á orð- ið „það“. Sannarlega gaf fólk sig að Mary Davies í íslandsförinni. Það var mikið og djarft ævintýri fyrir 79 ára gamla konu, sem aldrei hafði ferðast neitt, að leggja ein upp frá heimabæ sín- um í leigubíl til London og áfram til ókunns lands í flugvél, en slíkt farartæki hafði hún ekki fyrr nýtt. Strax á flugvellinum gaf sig að henni fólk og í flugvél- inni veitti alúðleg flugfreyja því strax athygli að hún var dálítið hrædd og settist hjá henni í flugtaki. Fleiri viku sér að henni þegar komið var til íslands um hánótt, eins og fram kom í stuttu viðtali við hana hér í blað- inu. Þegar svo lesendur sátu með blaðið sitt á sunnudagsmorgni í ausrigningu og kalsa, og lásu um konuna sem komin var til að kynnast landi okkar á ferða- mannatímanum í maí, sam- kvæmt upplýsingum ferða- skrifstofanna, þá létu þeir hana ekki afskiptalausa. Fleiri en einn lét sig varða um hana. Kona ein kom á gistiheimilið og bauð henni heim, henni var boðið í bíltúr austur fyrir fjall, ein kom og gaf henni litmyndir af fögr- um stöðum á landinu o.s.frv. Og jafnvel þegar hún fór með flug- vélinni aftur heim til Bretlands að viku liðinni, þá gaf sig að henni góð_,^manneskja, sem þekkti hana af blaðamyndinni. í íslandsferðinni fékk þessi áttræða breska kona því það sem var henni dýrmætast, lifandi samband við fólkið sem á vegi hennar varð. Og það að frum- kvæði íslendinga, sem sagðir eru heldur þungir á bárunni og fá- skiptnir við ókunnuga. Mary Davies, sem hafði í mörg ár setið ein í ruggustólnum sínum við ar- ininn í húsinu sínu í Lowestoft eftir að maður hennar dó — ekki farið illa um hana, mikil ósköp — hafði í Islandsreisu sem þótti hreinasta glapræði, fundið það sem er henni dýrmætast, hlýlegt viðmót og snertingu við fólkið í kring um hana. Heima í Bret- landi er hún enginn einstæðing- ur, eins og e.t.v. mætti skilja á þessu. Hún á tvö ágæt börn og 11 barnabörn, meira að segja barnabarnabarn. Þau eru bara dreifð fjarri henni og allir önnum kafnir við sitt, eins og gengur. Enginn til að vera í daglegri snertingu við eftir að maður hennar dó og vinkonan flutti í burtu. Fólkið í borginni hennar lætur aðra yfirleitt af- skiptalausa, sagði hún og hún er þar ekki uppalin. Flutti þangað með seinni manni sfnum. Þekkti því fáa. En nú kveðst hún sann- arlega eiga minningar frá Is- landi til að ylja sér við í mörg ár þar sem hún situr í ruggustóln- um sínum. Lýkur svo sögunni af gömlu konunni bresku, sem ákvað að sitja ekki bara við sjón- varpið sitt ein heldur gera eitthvað í málinu og hélt til ís- lands. Sem ég sat þarna með elsku- legt bréf Mary hinnar bresku í hendinni á degi aldraðra á Is- landi, rígmontin af löndum mín- um, skaut upp áleitinni spurn- ingu: nú þegar gamla konan breska er farin sæl til síns heima, kynni ekki að vera ein- hver á hennar aldri í landinu, sem bíður þess eins að einhver láti hann ekki afskiptalausan, þótt lítið sé orðið um ferðastjáið, eins og Bólu-Hjálmar orðaði það á sínum tíma: Finnst mér oriið fremur stirt um ferðastjáii. Allt af blaktir ýlustráið Ekki getur Hjálmar dáið. Ferðalag Mary hinnar bresku hratt af stað öðrum vanga- veltum. Ferðaskrifstofan hennar í Bretlandi tjáði henni sam- kvæmt upplýsingum í ferða- bæklingum, að besti ferðatíminn á Islandi væri frá byrjun maí- mánaðar til ágústloka. Eru þetta góðar upplýsingar fyrir ókunn- ugt fólk? Þótt sérlega vel hafi árað nú, eru vegir varla til reiðu fyrir ferðalanga. Allir fjallvegir lokaðir. Og raunar einmitt sá árstími sem klaki er að fara úr jörðu og vegir sem blautastir. Hún hafði þær upplýsingar úr einhverri bókinni að hún gæti bara mætt á umferðarmiðstöð- inni kl. 9 eða kl. 10 á morgnana og tekið áætlunarbílinn að „foss- inum stóra", Gullfossi, sem fagr- ar myndir eru af í bæklingum. Hvað mundi maður sjálfur halda ef maður læsi svona upplýsingar um ókunnugt land? Vitanlega að sumarferðir hefjist 1. maí og að allir staðir sem taka á móti ferðafólki hafi þá opnað. Það er sannarlega ekki auðvelt að vera ferðamannaland og hafa ekki örugga nema tvo mánuði ársins. Stundum varla það. Páll Bergþórsson sagði í útvarps- spjalli á föstudagsmorgun sem dæmi um það hve erfitt væri að spá um veðrið í sumar, að í fyrra hefði sumarið komið einn dag eða hálfan annan, en sumarið 1980 hefði aftur á móti státað af slíkri blíðu að menn voru hættir að reikna með dropa úr lofti. Sagði þetta einmitt svo spenn- andi, rétt eins og að spila í happ- drætti. Oftast fær miðahafi ekk- ert nema vonina, en svo getur hann dottið í lukkupottinn. Sjálfsagt skemmtilegur leikur fyrir heimamenn. En fyrir út- lendinga, sem kosta fé og fyrir- höfn til að koma í viku um lang- an veg? Ætli þeir kunni að meta happdrættisveðráttuna? Eink- um ef þeim er nú ekki sagt rétt til um vinningslíkur? En ekkert er víst i heiminum rangt, bara mismunandi rétt. Ég hefi fyrir satt að þrennt sé það í heimi hér sem mönnum gangi verst að ráða við, þyngdarlögmálið, veðr- ið og tíminn. En jafnvel klukka sem stendur verður rétt tvisvar sinnum á sólarhring. Kannski verður í sumar ferðabæklinga- veður. Við lifum ( voninni. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Í NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG A TVEIMUR TIMUM í m 1 ] \ mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.