Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
Á dulrænum
sólskinsdegi
Eftir Jónas Guðmundsson rithöfund
Að vera beðinn um grein í
Morgunblaðið á Sjómannadag-
inn, eða stutta sjóferðasögu, er á
vissan máta uppörvandi. Ekki
aðeins það, að þú færð að leika
sjómann eftir öll þessi ár, heldur
verður það til þess að hinir ungu
dagar ævinnar standa allt í einu
í björtu báli í huganum. Með dul-
arfullum hætti rifjast upp dag-
ar, sem þú hélst að væru ekki
lengur til. Sólbjartir dagar, þeg-
ar vindurinn hvíslaði drauma
þína í reiðann, eða þú ert horf-
inn til þeirrar tíðar er þú varst á
skipi, sem eftir að fjöllin voru
sokkin, varð að sérstökum heimi,
sem ekki gekk samstða þeim sem
var í landi, og var í alltöðrum
veltingi.
Á sjónum voru allir dagar
jafnir. Þeir voru virkir dagar,
því enginn munur var á sunnu-
degi og mánudegi. Og sama
gegnir reyndar um stórhátíðir
líka, jól og páska. í skipinu gilti
eitthvert óskilgreint, járnhnoðað
tímatal, sem aldrei haggaðist,
nema þegar eitthvað brotnaði í
vélinni, eða í spilinu.
Dagur og nótt fóru ekki heldur
til sjós. Allavega ekki í þeim
skilningi sem lagður er í daga og
nætur í landi. Það var togað dag
og nótt og fyrir kom á Halanum,
að sólin gleymdi því alveg að búa
til nýjan dag og þykkt vetrar-
myrkrið grúfði stöðugt yfir skip-
inu, yfir þjáningu okkar og gleði,
dag og nótt, eins og almættið
hefði endanlega sett lok yfir
þennan járnpott soðningarinnar,
togarann, og gjört hann að sér-
stakri plánetu, er sigldi um
geiminn, ásamt þögninni og
eilífðinni.
En hvað um það. Einstakt at-
vik úr svona lífi er erfitt að taka
með sér í land. Bera það inni á
sér og koma því síðan í blöðin,
því þau eru eins og bréf, sem
aldrei komst til skila. Inniheldur
gleði þína og sorg, en kemst
aldrei í hendurnar á réttum við-
takanda, því utanáskriftin er
röng.
BOTANY BAY
Ég veit heldur ekki hvers-
vegna eitt ákveðið atvik úr svo-
kölluðum sjómannsferli mlnum
kemur í hugann, eða saga úr
langfartinni, þegar ég er beðinn
um grein. En ef til vill er það
vegna þess að sagan stendur í
Jónas Guðmundsson. Myndin er tekin á siglingaárunum eða í langferð.
rauninni enn yfir, eins og út-
burðurinn á bréfinu er drepið
var á hér að framan.
Það var um vor, fyrir um það
bil hálfum öðrum áratug, að ég
réði mig sem 1. stýrimann á
danska kaupfarið Botany Bay,
sem var nýlegt skip, smíðað í
Þýskalandi og minnti ofurlítið á
skip Eimskipafélagsins, er smíð-
uð voru um þetta leyti, eftir að
verkfræðin var búin að finna það
út að yfirbygging og stjórnklef-
inn ætti að vera aftast á skipinu,
eins og verið hafði á skipi Kol-
umbusar.
Þetta var ósköp venjulegt skip
eða kaupfar og það sigldi í
tramp, eins og það hét, eða það
hafði með öðrum orðum enga
fasta áætlun, og flutti svo að
segja hvað sem var. Sálmabækur
til Jerúsalem, sekúnduvísa til
Sviss, eða sand sem átti að fara
til Sahara, eins og gjarnan var
sagt, ef einhver spurði, hvert
áformað væri nú að sigla næst,
þegar búið væri að losa skipið.
Eg kom um borð í Napólí, eða
í Acrofelice öllu heldur, og leið
okkar lá til New York. Þaðan fór
skipið síðan í fart milli Banda-
ríkjanna og Mið-Ameríku, aðal-
lega þó til Hondúras og Costa
Rica.
Yfirmenn voru danskir, en há-
setar og undirmenn voru frá
Spáni og Portugal, og nokkrir
svertingjar frá Karabíska haf-
inu.
Við vorum í bananafraktinni,
eins og það hét, en sigldum þó
ekki með ávextina, heldur það
sem nefnt var kemikal, en það
voru aðföng fyrir plantekrurnar.
Áburður, eitur, pappír fyrir
kassagerð, jarðvinnuvélar, hús-
munir og bílar. Allt milli himins
og jarðar, því bananaræktin er
ekki neitt dútl þarna. Mörg kæli-
skip hlaðin á hverjum degi af
grasgrænum banönum, sem á
réttri tíð koma svo gulir á búð-
arborðið vestur á Grímstaða-
holti, eða á markaðstorgið í
London og París. Allt var hnit-
miðað og jörðin svo frjósöm, að
ef þú spýttir út úr þér steini úr
appelsínu, þá áttirðu það á
hættu að ganga á tréð, eins og
þeir orðuðu það.
Um borð gekk allt sinn vana-
gang líka, í réttum takti, og
veðrið var yfirleitt eins alla
daga. Sól og hiti, og þrumuveður
að næturlagi, eftir að suður var
komið. Og Botany Bay smaug
ölduna, blátt hafið og svartnætt-
ið og slög vélarinnar voru í föst-
um takti við hið mikla skipulag
United Fruit og kontórsins í
Dronningens Tværgade. Lífið
var tíðindalaust, aðeins dagur og
nótt. Og þarna kom dagurinn
eins og kveikt væri ljós í myrku
herbergi og á kvöldin kastaði al-
mættið svörtu klæði yfir heim-
inn og myrkur datt á I einu vet-
fangi. Sumsé þarna var ekkert
blæðandi morgunsár, eða sólset-
ursljóð handa elskendum vestast
í Vesturbænum.
ÞEGAR DRAUGA-
GANGURINN BYRJAÐI
Ég man nú ekki lengur hvern-
ig þetta byrjaði, þótt allt annað
sé í rauninni f fersku minni. En
þó hygg ég að ég hafi fyrst orðið
hans var, er ég vaknaði við um-
gang í íbúð minni um nótt. Ég
kveikti ljósið, en mér til undrun-
ar var ég aleinn í klefanum.
Þetta var þó án nokkurrar
skelfingar, en vakti þó með mér
nokkra furðu.
— Var draugagangur í þessu
skipi, hugsaði ég með mér, en
þetta var auðvitað á þeirri tíð,
„Öll eigum við hingað
nokkuð að sækja“
Ragnhildur Helgadóttir
Háttvirta samkoma.
Til Listahátíðar fyrir okkur
íslendinga er efnt á tveggja ára
fresti og alltaf á þessum árs-
tíma, þegar sumarið er að leysa
vorið af hólmi og nóttin er björt,
eiginlega engin nótt. I viðlaginu
einkennilega segir:
„Fuglarnir syngja
fagurt á aldinkvist.
Lukkan ber mann langt í burt
frá angist."
Við getum spurt: Til hvers er-
um við að halda Listahátíð? Við
spyrjum ekki til að draga í efa,
að svo skuli gert, heldur til að
skilja, hvað við getum þangað
sótt okkur til sálubótar. Sem
betur fer er listin nú orðin þátt-
ur í daglegu lífi okkar og að
sumu leyti nýlega. Bókina hefur
þjóðin vitanlega lengi átt, frá-
sagnarlistina og sumt I tónlist-
inni, en þó er þar flest nýtt, og
svo er einnig um myndlist, leik-
list og listdans. Ný tækni og nýj-
ar aðstæður að öðru Ieyti hafa
greitt okkur leið svo að við meg-
um njóta þessara lista, fyrst
blöðin, svo kvikmyndir, þá hljóð-
ritanir, eftir það útvarp og loks
sjónvarp og myndbönd. Skáldið
á Bessastöðum, Grímur Thom-
sen, tengdi saman í ljóði guð-
dóminn og listirnar og sagði þá
um tónlistina:
„IIísjpIí jarnan herrana nær
hejri’ <*g hinn fagra kliA,
englanna hljóma hljódin sk**r,
hnattanna fléttuó nió;
vió |M*nnan undra xaman.söng
sálnanna græóam ben;
meistarans bera merkistitöng
Mozart, Ilaydn og Beethoven.“
Ræða Ragnhildar
Helgadóttur
menntamálaráð-
herra á opnunar-
hátíð Listahátíðar
Vafalaust má segja með skáld-
inu, að englarnir syngi við hinn
hæsta stól svo fagurlega, að
Mozart væri fullsæmdur af
þeirri tónlist, og hitt líka, að sá
söngur græðir sárin. En hvernig
fékk Bessastaðabóndinn notið
tónlistar fyrir 100 árum? Varla
hér á landi nema verka fyrir pí-
anó og önnur heimilishljóðfæri
og sönglaga. Kynnin hafa verið
erlendis á hans ungdómsárum,
en vafalaust hafa þau geymst
eða áhrifin enst fram til elliár-
anna á Álftanesi. Nú hljóma
verk höfuðtónskálda, sem bera
meistarans merkisstöng, í
hverju húsi af plötum eða bönd-
um. Og til hvers þá Listahátíð?
Er ef til vill nóg af list í bland
við hið daglega amstur árið allt,
já, ár eftir ár? Hátíð er til heilla
best, og svo er á þessu sviði sem
öðrum. Við höldum Listahátíð til
að hvílast um stund, ekki „eins
og lokið sé leið“, heldur til að
taka mið, — til að njóta, til að
einbeita okkur að sérstökum úr-
valsviðburðum, lyfta huganum í
þær hæðir, sem við hvert og eitt
megum hæstum ná með atbeina
listarinnar. Vafalaust tekst
okkur misjafnlega að njóta at-
burðanna næstu daga, því að
áhorfendur og áheyrendur eru
ekki síður hver með sínu marki
en flytjendurnir eða höfundarn-
ir, en öll eigum við hingað nokk-
uð að sækja, vonandi öll mikið.
Með Listahátíð gerum við okkur
dagamun, það þurfa allir að
gera, einnig þeir sem um margt
eiga að velja alla daga. Á Lista-
hátíð opnum við glugga til ann-
arra landa, því að gestir þaðan
gera hana alþjóðlega.
Nóg er nú sagt um tilgang
þess, að við erum í kvöld að hefja
Listahátíð. Á þjóðhátíðardaginn
kemur að því að dæma um
hvernig til hefur tekist. Niður-
staðan ræðst ekki aðeins af
störfum þeirra, sem bera ábyrgð
á undirbúningi Listahátíðar að
þessu sinni, heldur og af áhuga
og þátttöku ykkar allra. Ekki
verður hér rætt um það, sem í
boði er, bað er margt og marg-
víslegt. I kvöld verður ekki að-
eins íslenski dansflokkurinn á
gólfinu heldur leikur sinfónóníu-
hljómsveitin islensk dægurlög,
byrjar á Fyrsta kossinum og
endar á Draumaprinsinum. Ekki
ætla ég heldur að minna ykkur á
miðasöluna við Lækjargötu eða
brýna fyrir ykkur að koma þang-
að fyrr en seinna. Mig langar
þess í stað til að taka aftur upp
þráðinn um skáld á Álftanesi, ef
það gæti orðið ykkur, eins og það
hefur orðið mér, tilefni hugleið-
inga um lífið og listina og þar
með um það, sem þessi hátíð er
helguð. Það vill svo til, að um
þessar mundir, nær 88 árum eft-
ir andlát Gríms Thomsen, sem
orti um guðdóminn og tónlistina,
býr annað skáld á nesinu. Það er
Hannes Pétursson, sem yrkir um
heimkynni við sjó, og okkur ætti
að vera óhætt að ætla, að það sé
Álftanesið. Þar kemur tónlistin
við sögu og nú með þessum orð-
um:
„Ég dvel hér þöfrull
inní þykkum hljómum, aö sunnan
í þykkum hljómum
þýzkrar sálumessu.
I'rostdagur úti, heióstilla.
Ifátt er til lofts!
Kirkjurnar sýnasl lægri
undir Ijóshvolfi s<*m þessu.
Sjórinn dottar, ásælist ekkert á ströndu
en unir vió djúp sín, þagnir oj; lygnur bláar.
(Im heiminn gcngur sem fyrr
hiröirinn góöi meö bloöugt enni."
Búningurinn er með öðru sniði
en hjá Grími forðum. Hannes
dregur upp málverk, sem raunar
minnir okkur á, hve háan sess
myndlistin skipar á Listahátíð.
En meginsamlíkingin hjá báðum
skáldunum er hin sama: Listin
og guðdómurinn eiga saman.
Þetta var sagt seint á 20. öld,
þetta var sagt á 19. öld, já, þetta
hefur verið sagt víðar en á Álfta-
nesinu og verður sjálfsagt sagt
hér eftir, oft og viða. Og við
mörg, sem ekki tjáum hugsanir
okkar í skáldskap, höfum upplif-
að, að þetta er satt. Þess vegna
höldum við Listahátíð.
Verið velkomin til hátíðar.
Listahátíðin er hafin.