Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 35
wei ívífn. c. aiiOAOTivrMTTR aiaA.iavnioaoNT
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 35
„í festarnar toga hin friðlausu skip“, kvað Tómas. { |angfert á beimshöfunum.
sem skipsdraugurinn var í raun
og veru jafn sjálfsagður og
kompásinn, eða lensportið.
Öll skip hafa draug, hefi ég
heyrt, og þeir virðast fremur til
þæginda en hitt, og nægir að
vitna til rita Sveinbjarnar Egils-
sonar um það atriði, eða endur-
minninga hans. Og ég lagðist
aftur til svefns og svaf draum-
laust þar til ég var ræstur á
vaktina um morguninn.
Ég held að ég hafi þá verið
búinn að gleyma þessu atviki,
nema að nú bregður svo við, að
eftir að myrkur er skollið á, fæ
ég þá einkennilegu tilfinningu,
að ég sé ekki einn í brúnni. Eg
stend þar vaktina einn. Háseti er
á verði á brúarvængnum, en
sjálfstýring stýrir skipinu. Lítið
er um athuganir og radarinn
fylgist með skipaferðum, eða
landi ef svo ber undir. Og ef
þessu skipi hefði ekki verið siglt
mest eftir sól og stjörnum, var
það í raun og veru fátt er minnti
á Hollendinginn fljúgandi í
þeirri langfart, er nú var stund-
uð.
Það liðu nokkrir dagar.
Nokkrar vaktir og þessi sifellda,
eða stöðuga óskýrða návist ein-
hvers, sem ég vissi ekki hvað
var, hélt áfram og var farin að
valda mér nokkrum óþægindum,
eða heilabrotum. 1 klefanum
fékk ég þó yfirleitt að vera í
friði. Og það sem hjálpaði var að
ég var alveg — og er — laus við
svokallaða myrkfælni.
Sem áður sagði, þá komu þessi
óþægindi yfirleitt í myrkri í
stýrishúsinu og í bestikkinu, en
á síðarnefnda staðnum var það
einna líkast því að horft væri yf-
ir öxlina á mér, og þá fylgdu
samskonar þægindi og því, þegar
einhver les blaðið, sem þú ert að
lesa, með þér, eða yfir öxlina á
þér. En þó skeði einu sinni það
atvik á sunnudegi, þegar enginn
var á þilfari, að ég sé mann á
fremstu lúgu skipsins, en þangað
hafa verið 80—100 metrar.
Þar átti enginn að vera, þann-
ig að ég sendi Orosco háseta
frammá til að kanna málið, því
við vorum með dekklest. Þar á
meðal nokkra bíla. Orosco kom
til baka. Nei, enginn var á sól-
bökuðu þilfarinu frammá skip-
inu og ég þakkaði fyrir, lét sem
ekkert væri — en hugsaði þó
mitt.
Þótt margt væri skrafað í
matsalnum, eða í setustofunni,
minntist ég aldrei á þetta atvik,
hvorki við skipstjórann, eða
aðra. Það var einhvern veginn
ekki viðeigandi. Þeir hefðu
sjálfsagt talið, að ég væri að
missa vitið. Og dagarnir liðu, eða
öllu heldur næturnar, og allt sat
við það sama.
Við losuðum að þessu sinni í
La Ceiba í Hondúras og tókum
stykkjavöru til baka til Charl-
eston í Suður-Karólínu, sem í
sjálfu sér er ekki frásagnarvert,
nema þar skeði nokkuð merki-
legt.
Svo var málum háttað, að ég
var þarna í afleysingum fyrir
færeyskan stýrimann, sem lengi
hafði siglt hjá félaginu, en var
nú í nokkurra mánaða fríi, en ég
leysti hann og fleiri af um nokk-
urt skeið.
Þegar til Bandaríkjanna kom
fengum við póst, eins og vant
var, en útgerðin sendi ávallt póst
í veg fyrir skip sín, eins og út-
gerðir af þessu tagi gjöra. Menn
senda einkabréf til skrifstof-
unnar, sem síðan sendir þau í
veg fyrir skipin, ásamt öðru. Og
meðal bréfa, er skipið fékk, var
bréf frá lögreglunni í Kaup-
mannahöfn, skiptráðanda og út-
gerðinni, þar sem okkur er tjáð,
að færeyski stýrimaðurinn hefði
verið myrtur á götu í Kaup-
mannahöfn og líkið hefði fundist
í einu síkinu. Líklega myrtur til
fjár.
Málið var óupplýst, en við
beðnir um skýrslu, ef við hefðum
eitthvað fram að færa, sem
hugsanlega gæti varpað ljósi á
málið, og eins var spurt um það,
hvort nokkuð af eigum stýri-
mannsins væri um borð, því
menn tóku ekki endilega allt sitt
hafurtask með, þótt þeir færu í
frí.
En við gátum lítið gjört og
ekkert fannst af persónulegum
munum um borð.
Ekki veit ég hvernig lögregl-
unni í Kaupmannahöfn gekk að
upplýsa sín mál, en mín mál
voru nú með vissum hætti komin
á hreint. Og eftir það hurfu þessi
óþægindi með öllu, eða hin
óskýrða návist. Og ég hafði þar
með misst svo að segja það eina
dularfulla er fyrir mig hafði bor-
ið. — og í rauninni saknaði ég
þess öðrum þræði. Einkum er
skipið klauf svartan hafflötinn í
ljósagangi og þrumuskúrir
þvoðu heiminum í framan fyrir
næsta dag. — Maðurinn er alltaf
einn.
Dagskrá Sjómanna-
dagsins í Reykjavík
SJÓMANNADAGURINN verður hald
inn hítíðlegur um land allt í dag í 47.
sinn. Útihátíðarhöld í Reykjavík verða
nú við Reykjavíkurhöfn, en þar voru
þau síðast haldin fyrir 14 árum.
Dagskrá Sjómannadagsins er sem
hér segir:
Khikkan:
08.00 Fánar dregnir að húni á skipum í
Reykjavfkurhðfn.
10.00 Lúðrasveit Reykjavfkur leikur létt
sjómannalög við Hrafnistu, Reykja-
vík. Stjórnandi er: Stefán Þ. Steph-
ensen.
11.00 Minningarguðsþjónusta f Dómkirkj-
unni. Biskupinn yfir lslandi, herra
Pétur Sigurgeirsson, minnist
drukknaðra sjómanna. Séra Hjalti
Guðmundsson þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar, dómorg-
anista. Einsöngvari verður Guð-
mundur Jónsson, óperusöngvari.
Skemmtisigling um sundin blá
13.00 Skemmtisiglingar með hvalbátum
um sundin við Reykjavík. Farið
verður frá Faxagarði f Reykjavfk-
urhöfn. Bðrn yngri en 12 ára verða
að vera i fylgd með fullorðnum.
fltihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn
13.30 Lúðrasveit Reykjavfkur leikur sjó-
mannalög. Stjórnandi er: Stefán Þ.
Stephensen.
14.00 Samkoman sett. Þulur og kynnir
dagsins er Anton Nikulásson.
Ávörp:
A: Fulltrúi rfkisstjórnarinnar
Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra.
B: Fulltrúi útgerðarmanna,
Eirfkur Tómasson, útgerðar-
maður i Grindavfk.
C: Fulltrúi sjómanna, Guðmund-
ur Kjæmested, skipherra.
D: Pétur Sigurðsson, formaður
Sjómannadagsráðs, heiðrar
aldraða sjómenn með heiðurs-
merki Sjómannadagsins.
Skemmtanir dagsins
14.45 Kappróður f Reykjavfkurhöfn.
Keppt bæði i karla- og kvennasveit-
um.
Björgunarsýningar:
Björgunarsveitin Ingólfur f
Reykjavík. Þyrla björgunar-
sveitar varnarliðsins á Kefla-
vfkurflugvelli. Félagar úr sport-
bátafélaginu Snarfara sýna tist-
ir á sjóskfðum og sigla f
skrautsiglingu um ytri og innri
höfn.
Atriði frá Listahátfð
16.30 Þau atriði sem Listahátfð auglýsti á
Lækjartorgi kl. 14.00 og 16.30 flytj-
ast að Reykjavfkurhöfn. Látbragðs-
leikur og grinhljómsveit. Veitingar
verða til sölu á hafnarsvæðinu.
Kinnig fer fram sala á merki dagsins og
Sjómannadagsblaðinu 1984.
Ilrafnista llafnarfirði
10.00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur létt
sjómannalög við Hrafnistu Hafnar-
firði.
11.00 Sjómannamessa f kapellu Hrafn-
istu, Hafnarfirði. Prestur séra Sig-
urður H. Guðmundsson.
15.00 - 17.00
Kaffisala f borð- og samkomusal.
Jafnframt verður sýning og sala á
handavinnu vistmanna Hrafnistu.
Allur ágóði rennur f skemmti- og
ferðasjóð vistmanna Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Verndaðar þjónustufbúðir aldraðra f
Garðabæ, en rétt við Hrafnistu,
Hafnarfirði, verða til sýnis frá kl.
15.00-17.00.
Eigendur og forráðamenn „Tommaham-
borgara“ i Reykjavik og Hafnarfirði hafa
tilkynnt Sjómannadagsráði f Reykjavik og
Hafnarfirði að öll innkoma af sölu
„Tommahamborgara" þennan dag renni
til Sjómannadagsins, enda verði þessum
fjármunum varið til málefna aldraðra.
Athugið:
Sjómannadagshóf verður haldið að Hótel
Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 3. júnf og
hefst kl. 19.30.
Miðasala og borðapantanir verða að Hótel
Sögu laugardaginn 2. júnf frá kl.
17.00-19.00.
Stjórn Sjómannadagsins 1984, talið frá vinstri: Þórhallur Hálfdánarson, gjaldkeri, Garðar Þorsteinsson, ritari, Pétur
Sigurðsson, formaður, Anton Nikulásson, varaformaður, og Guðmundur Hallvarðsson, meðstjórnandi. Morgunblaðið/RAX.
við allra hæfi og stærsta úrval
heimilistækja, frístandandi og
til innbyggíngar, 5 lítra
Líttu inn, það borgar sig
Afgreiðslufólk okkar leiöbeinir
þér og spjallar viö þig um kjör
Verið velkomin
FINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI I0A -
SlMI 16995