Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
UÓSMÆÐUR
Á ÍSLANDI
— æviágrip 1626 ljósmæðra ásamt fróðleik um stéttina
— rætt við Björgu Einarsdóttur rit-
stjóra verksins í tilefni af útkomu þess
ÞESSA dagana er að koma út ritverkið „Ljósmæöur á Is-
landi“, sem Ljósmæðrafélag íslands gefur út. Bók þessi er nú
kemur fyrir sjónir manna eftir alllangan undirbúning er
tveggja binda verk og eru þau til samans á 12. hundrað síður.
Ifyrra bindinu eru auk for-
mála útgáfustjórans, Stein-
unnar Finnbogadóttur fyrr-
um formanns Ljósmæðrafélags fs-
lands, æviágrip 1626 ljósmæðra en
í þeim hópi eru reyndar um 10
ljósfeður eða yfirsetumenn, þar af
einn sem var lærður. Tímabilið
sem þessi æviágrip ná yfir er frá
1761, þegar skipuleg ljósmæðra-
fræðsla hófst hér á landi og til
1982.
ÚR VERÖLD KVENNA
— BARNSBURÐUR
f síðara bindinu er saga Ljós-
mæðrafélags íslands frá stofnun
þess 2. maí 1919 og til 1979, en þá
varð félagið 60 ára og af því tilefni
var ráðist í þessa útgáfu. Helga
Þórarinsdóttir sagnfræðingur hef-
ur ritað félagssöguna, sem er
prýdd fjölda mynda úr starfi
Ljósmæðrafélagsins og af forystu-
Björg Einarsdóttir ásamt Helgu Þórarinsdóttur sagnfræðingi og Har-
aldi Péturssyni fræðimanni fletta handritum Haralds að ljósmæðratali.
í safni hans voru upplýsingar um 1173 ljósmæður, þar af voru 146
ólærðar. Myndin er tekin 1978.
Valgerður Kristjónsdóttir og Björg Einarsdóttir aö störfum við stéttartal Ijósmæðra í aprfl 1982. Á síðustu stigum
vinnslunnar var síminn óspart notaður.
mönnum stéttarinnar. Þá er all-
löng ritgerð eftir Önnu Sigurðar-
dóttur, forstöðumann Kvenna-
sögusafns íslands, sem hún nefnir
„Úr veröld kvenna — Barnsburð-
ur“. í ritgerð Önnu, sem einnig er
prýdd fjölda mynda, kemur fram
mikill fróðleikur um ljósmæðra-
starfið frá upphafi vega hér á
landi, og raunar miklu fyrr og víð-
ar. Þar kemur einnig fram sam-
anburður á aðstæðum fyrr og nú,
og hverju samtakamáttur kvenna
fær áorkað.
í síðara bindinu eru einnig
áhaldaskrár ljósmæðra með
myndum og sést þar vel hvaða
áhöld voru tilskilin í tösku ljós-
mæðranna á fyrri hluta þessarar
aldar. Einnig eru þar til saman-
burðar myndir af gömlum áhöld-
um, sem til eru á byggðasöfnum
víðs vegar um lændið.
Þá er skrá yfir ljósmóðurum-
dæmin eins og þau voru ákveðin
með lögum árið 1875, en með þeim
lögum var sveitaryfirvöldum gert
að manna hvert umdæmi lærðum
ljósmæðrum. Segja má að það
kerfi sé enn við lýði á nokkrum
stöðum á landinu en er að láta
undan síga fyrir nýrri tilhögun.
Sem kunnugt er hefur landinu öllu
verið skipt í heilsugæslusvæði og
reistar heilsugæslustöðvar en þar
starfa meðal annars ljósmæður.
Skrá er einnig yfir próf ljós-
mæðra frá árinu 1761 og til 1982.
Sést þar hversu menntun Ijós-
mæðra átti undir högg að sækja
framan af árum, og síðan hvernig
henni fleygir fram með nýrri
löggjöf og breyttum aðstæðum.
Launastríd og kröfur um aukna menntun
Launastríð og kröfur um aukna mennt-
un virðast hafa verið fylgifiskar ljósmóð-
urstéttarinnar ekki síður en annarra
stétta. Kemur þetta skýrt fram í ritgerð-
um þeirra Helgu Þórarinsdóttur og Onnu
Sigurðardóttur, sem fyrr voru nefndar.
Segja má að launastríðið hefjist með
fyrstu lærðu ljósmóðurinni, sem var dönsk
og kom hingað til lands 1761 fyrir tilstilli
Bjarna Pálssonar, er þá var nýtekinn við
embætti landlæknis og var raunar eini
læknirinn á öllu landinu. í hans verka-
hring var auk alls annars að mennta
ljósmæður. Fpkk hann hingað Margrete
Jensdóttur Magnússon, nýútskrifaða í
ljósmóðurfræðum frá Fæðingarstofnun-
inni í Kaupmannahöfh, til verklegrar
kennslu ljósmóðurefna, en síðan prófaði
hann þær í fræðunum. Þegar á fyrsta ári
útskrifuðu þau fimm ljósmæður, þær
fyrstu hér á landi. Margrete hin danska
var gift íslenskum manni, járnsmið er
fékk vinnu við Innréttingar Skúla fógeta í
Reykjavík. Hvort það var af því að hún var
gift manni í launaðri vinnu, að illa gekk að
fá dönsku stjórnina til að samþykkja laun
til ljósmóðurinnar, er ekki auðvelt að sjá
nú, en það tók landlækninn nokkur ár að
fá tilskilin laun handa henni viðurkennd.
En launastríði íslenskra ljósmæðra var
þar með ekki lokið, eins og sést á æviágripi
Bjargar Hildibrandsdóttur er uppi var
1824-1900.
133. Björg Hildibrandsdóttir f.23.10.1824
að Ekkjufelli, Fellahreppi, N-Múl.
d.28.2.1900 í Bót, Hróarstungu. Faðir:
H.b. Ekkjuf. (f.1775 d.7.4.1836) Þor-
varðss. b. Brekkugerði Einarssonar og
Guðrúnar Sturludóttur frá Hóli. Móðir:
Guðrún yngri (f.1784 d.22.2.1855) Guð-
mundsd. b. Arnaldsst. í Fljótsdal og
Hnefilsdal, Jökuldhr. Árnasonar og
Helgu Vigfúsdóttur frá Njarðvík. Björg
ólst upp á Bakka í Norðf. en fl. með
Petri Havsteen, þá sýslum. í Múlasýslu,
síðar amtmanni, til Akureyrar um 1850
og sigldi á hans vegum til náms.
Ljósm.próf í Khöfn 30.4.1853. Ljósm.
Húsavíkur- og Tjörneshrumd. 1853—
30.5.1872; Fellahrumd. 1872-30.12.
1885. Björg var blóðtökumaður og hafði
einnig undir höndum eitthvað af lækn-
ingaáhöldum. Björg undi illa hvernig
komið var launakjörum ljósmæðra,
sneri sér beint til yfirvaldanna, sýslum.
og amtm., fyrir sína hönd og stéttar-
innar, en án árangurs. Með bréfi til
sýslum. i Þingeyjars. 12.1.1863 neitar
hún að veita launum sínum mótttöku,
en óskar þeim skipt milli stéttarsystra
sinna sem launaviðbót (sbr. Þjóðskjala-
safn — Landlæknissafn J/2: Um ljós-
mæður) og starfaði án launa 1863—
1876, er ný launalög tóku gildi; sagði
starfi sínu lausu 1885. (81).
Sama var upp á teningnum varðandi
menntunarmálin — þau voru snemma
mikið áhugaefni innan stéttarinnar. Get-
um við í því efni farið aftur til ársins 1809
og „konungsstjórnar" Jörundar það sumar.
Virkisstjóri Jörundar, Malmqvist að nafni,
var giftur ljósmóður bæjarins, Johanne
Marie Jörgensdóttur, og varð hún ein af
stoðum og styttum Jörundar og tók hann
meðal annars bætta fræðslu ljósmæðra á
stefnuskrá sína. Þetta kemur fram í ævi-
ágripi Johanne er hér birtist.
812. Johanne Marie Jörgensdóttir Wiez-
end, síðar Malmqvist f. um 1763 vænt-
anlega í Danmörku. Ljósm.nám í
Khöfn. Johanne var eini umsækjandi
um embætti ljósmóðurinnar í Reykja-
víkurumd. 1803; skipuð þar með „cans-
elli“bréfi dags. 17. sept. s. á. og til 1812,
lausn 12. sept. þ.á. — M.II. 5.5.1805 Pet-
er Malmqvist sænskur beykir og versl-
unar„assistent“ í Rvík (f. um 1781).
Malmqvist fl. frá íslandi árið 1811 en
Johanne ári síðar er hún losnaði úr
ljósmóðurembættinu; með henni var
Isaach, f. um 1805, óskilgetinn sonur
beykisins. Ekki er kunnugt um hver var
fyrri maður Johanne. Malmqvist hjón-
in urðu gestgjafar Jörundar hunda-
dagakonungs meðan hann hafði viðdvöl
í Rvík 1809 og var beykirinn virkis-
stjóri í Battaríinu, sem Jörundur lét
reisa hjá vörinni í landi Arnarhóls við
Rvík. Meðal stefnumála Jörundar á ís-
landi var bætt ljósmæðrafræðsla og
mun Johanne Malmqvist hafa átt þar
frumkvæði. Reit hún hundadagakon-
ungi bréf dags. 13. ágúst 1809 um þessi
mál; bréfið er birt í bindi þessa rits í
kaflanum um ljósmæðramenntun á ís-
landi í sögu Ljósmæðrafélags íslands,
sjá frekari umfjöllun þar. í doktorsrit-
gerð Helga P. Briem, „Byltingin 1809“
útg. Rvík 1936, er sagt frá samskiptum
Jörundar og frú Malmqvist (s. 299—300
og 397—398) Ljósmóðurumd. Johanne
Malmqvist var Reykjavíkurkaupstaður
og Reykjavíkursókn. Hún bjó í fyrstu í
Svenska húsinu (Austurstræti 20) og
síðar í Brúnsbæ (Tjarnargötu 4, áður
beykisbúð Innréttinganna).
HarPé: Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur, I—II.
Rvík, 1929, Helgi P. Briem: Sjálfstæöi íslands 1809,
Rvík, 1936.