Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 37 Viðurkenning frá Þýskalandskeisara Oft var svo meðan á vinnu við stéttartalið stóð að atburðir sem komu í fréttaljósið röktu sig með einhverjum hætti inn í líf og störf ljósmæðranna. Sem dæmi má nefna þegar leitin að gullskipinu á Skeiðarársandi virtist ætla að bera árangur í fyrrasumar, en reyndist svo vera þýskur togari er strandaði þar árið 1903. Fram- hald þeirrar strandsögu voru hrakningar þýskra sjómanna á sönd- unum eystra eins og raunar var rakið í fréttum. Þeir komust undir læknishendur að Breiðabólstað á Síðu og einnig hendur ljósmóður- innar Guðríðar Jónsdóttur, er hjúkraði þeim með slíkum ágætum að hún hlaut sérstaka viðurkenningu frá Vilhjálmi II Þýskalands- keisara. Var það gripurinn hér á myndinni. 363. Guðríður Jónsdóttir f. 2.5. 1863 að Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum, Rang. d. 14.11.1957 í Reykjavík. Guðríður er systir Guðlaugar nr. 316. Ljósmpróf í Rvík 19.1.1898. Ljósm. Kirkju- bæjarhrumd. 1.7.1898—1936. Starfaði að hjúkrun og fatasaum og stóð iðulega fyrir veislum um Síðu og Landbrot. Hlaut sem heiðursverðlaun brjóstnál (sjá mynd í II. bindi þessa rits) frá Vilhjálmi II. Þýskalandskeisara fyrir hjúkrun fimm þýskra skipbrotsmanna árið 1903 að Breiðabólsstað á Síðu hjá Bjarna Jenssyni héraðsl. (mágur Guðríðar). Fyrir ljósmnám var Guð- ríður um skeið vistráðin í Kaldaðarnesi í Flóa, Árn. hjá Sigríði Jónsdóttur og Sigurði ólafssyni sýslumanni. Guðríður var bús. í Rvík frá 1936 á heimili systursonar síns Jens Bjarnasonar og Guðrúnar Helgadóttur k.h. — M. 16.7.1910 Sigurður b. Eystri- Tungu, Landbroti (f. 14.8.1844 d. 6.7.1956) Auðunss. b. Eystri- Dalbæ Þórarinssonar og Sigríðar Sigurðardóttur frá Nýjabæ. Guðríður og Sigurður slitu samvistum 1923. Barn Guðrúnar og Jóns skrifara Kaldaðarnesi, síðar b. og hreppstj. Mundakoti, Eyrarbakka (f. 26.6.1866 d. 17.11.1936) Einarssonar: Jón (f. 24.5.1894 d. 30.11.1947) vinnum. Rauðabergi, Fljótshverfi o.v. hann ólst upp að Núpsstað. (80). HarPé; JóhFr; Eyð; VestSkaft. II. 17. III. 393: hdr. LMFl nr. 59; Helgi Þórarinsson: Frá heiði til hafs. Ævisaga Helga Þórarinssonar í Þykkvabæ, útg. SkÓKum, 1971; Morgunbl. 28. nóv. 1957, minningarKr. Til viðbótar við þessar tvær skrár eru svo heimilda- og skammstafanaskrár og svonefnd handritaskrá vegna stéttartalsins, en þar kemur fram að á meðan á verkinu stóð barst öðru hverju efni um ljósmæður sem ekki rúm- aðist í æviágripunum, vegna þess knappa ramma sem þeim var sett- ur og því brugðið á það ráð að flokka það sérstaklega og geta um það. Að lokum er svo í öðru bindi eftirmáli eftir ritstjóra verksins, Björgu Einarsdóttur, þar sem hún rekur tildrög þess að hún hóf vinnu við gerð stéttartals ljós- mæðra, framvindu verksins og hverjir þar komu aðallega við sögu. HANDRIT HARALDS PÉTURSSONAR Blm. Mbl. ræddi við Björgu Ein- arsdóttur um samningu ritverks- ins „Ljósmæður á íslandi" í tilefni af útkomu bókarinnar og var Björg fyrst spurð hver hafi verið tildrög þess að ákveðið hefði verið að ráðast í að taka þetta verk sam- an og gefa það út. „Ljósmæðrafélag íslands, sem er útgefandi þessarar bókar, er hvorki ýkja fjölmennt félag né fjársterkt og verður það að metast sem mikill metnaður af þess hálfu fyrir hönd stéttar sinnar að ráðast í útgáfu sem þessa," sagði Björg. Útgáfa þessarar bókar á sér langan aðdraganda. Enda þótt vart hafi orðið áhuga fyrir gerð stéttartals ljósmæðra allt frá ár- inu 1933, að Jóhanna Friðriksdótt- ir, þáverandi yfirljósmóðir á Landspítalanum, reit grein í Ljósmæðrablaðið og eggjaði ljósmæður um allt land lögeggjan að safna efni — og til þess er Har- aldur Pétursson, húsvörður Safna- hússins við Hverfisgötu í Reykja- vík og fræðimaður, afhenti á fyrrihluta árs 1975 Steinunni Finnbogadóttur handrit sitt að ljósmæðratali, hefur þetta mál verið vakandi hjá ýmsum innan félagsins, þó ekki yrði úr fram- kvæmdum. Segja verður að það verk er Haraldur Pétursson vann með söfnun sinni á efni í ljósmæðratal hafi ráðið úrslitum um að stétt- artalið varð að veruleika. Handrit Haralds eru hornsteinar þessa verks. Úr safni hans fengust upp- lýsingar um 1173 ljósmæður og flestar þær elstu. Haraldur mun hafa byrjað þetta verk um svipað leyti og Vilmundur Jónsson land- læknir var að viða að sér efni í Læknatalið, á Landsbóka- og Þjóðskjalasafni. Ljóst var að ljósmæður voru aðstoðarmenn lækna og skipaðar til embætta í ljósmóðurverkum og við heilsu- gæslu um allt landið og því til vansa að gera þeim ekki sömu skil og læknum. Af félagsins hálfu mun það hins vegar hafa ráðið úrslitum hvern metnað Steinunn Finnbogadóttir bar fyrir hönd stéttar sinnar og að hún hafði þann stórhug sem þurfti til að leggja út í verkefnið, sem vissulega er fjárfrekt fyrirtæki." TVÆR MYNDIR Á MÓTI HVERJUM ÞREM ÆVIÁGRIPUM Valgerður Kristjónsdóttir kom til starfa með Björgu sumarið 1981 og hefur síðan starfað í öllu sem meðritstjóri. Þeirra aðalverk samhliða ritstjórninni var að safna efni í æviágripin og semja handrit að þeim, svo og að gera þær skrár sem fyrirhugaðar voru. Eru þær sammála um að þetta hafi verið skemmtilegt verk og líflegt, sem gaf tilefni til mikilla mannlegra samskipta, en óhemju tímafrekt. „Vinna við verk sem þetta er einna líkust því að stunda veiðar því maður veit aldrei hvort það verður mikill fengur eða enginn," sögðu þær. „Einkum á þetta við um söfnun mynda, en í ritinu eru að jafnaði tvær myndir á móti hverjum þremur æviágripum og verður þá að hafa í huga að það nær rúm 220 ár aftur í tímann. Almenn ljósmyndun er ekki svo gömul. Það voru fjölmargir sem réttu hjálparhönd og voru okkur vin- samlegir en að öðrum ólöstuðum viljum við þó nefna talsímaverði út um landið. Oft var það svo, að þráður einhverrar ljósmóður end- aði á eyðibýli í afskekktu héraði. Þá var það stundum að talsíma- vörður, sem ef til vill var upp- runninn af sömu slóðum, gat upp- lýst hvar ættmenni væri að finna og eftir þeirri slóð var hægt að feta sig að myndareiganda og stundum náðust' þannig frekari upplýsingar um viðkomandi ljósmóður. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því að í landinu er til mikið magn af myndum, einkum mannamyndum i einkaeign, en þeir óðum að hverfa sem vita deili á fólkinu á myndunum. Veitti ekki af að menn láti sér vítin til varn- aðar verða í þeim efnum. í starfi okkar hittum við fólk sem var með heilu albúmin undir höndum en vissi ekki nafn á nokkrum manni á myndunum, segjandi sem svo: „Hún mamma þekkti allt þetta fólk, en hún er nú látin og við þekkjum það ekki. Það er full ástæða til að fólk taki sér tak hér á landi og merki myndirnar sínar! Þeir yngri setj- ist niður með þeim eldri við fjöl- skyldumyndirnar, fræðist um af hverjum þær séu og riti það niður. í leit okkar að myndum af ljós- mæðrum var mjög mikill stuðn- ingur að mannamyndasafni Þjóð- minjasafns og víða í byggðasöfn- um.“ KVENLEGGUR RAK- INN TIL JAFNS VIÐ KARLLEGG Við hvaða reglur var stuðst í sam- antekt æviágripanna? „Æviágripin eru með venju- bundnum hætti líkt og tíðkast í stéttartölum almennt, með þeirri undantekningu þó að leitast er við að rekja kvenlegg til jafns við karllegg. Reyndist að vísu örðug- leikum bundið að grafa upp ömm- ur og tengdamæður og varð stund- um að gefast upp við þá leit. En hlaut að sjálfsögðu að vera metn- aðarmál í stéttartali elstu starfsstéttar kvenna í opinberri þjónustu á íslandi að gera konum skil á sama hátt og körlum, væri þess nokkur kostur. Sú spurning kom snemma upp eftir að vinna hófst við stéltartal- ið, hverjir ættu heima í þvi. Á meðan fólk bjó nánast í hverri vík á landinu og hverju heiðardragi gat komið fyrir að feður tækju sjálfir á móti börnum sínum og í flestum byggðarlögum voru konur sem höfðu reynslu í að taka á móti börnum. Ef til vill var okkar vandi mestur á meðan verið var að raða í stéttartalið. Það kom fyrir að fólk hringdi til okkar og sagði sem svo: „Hann pabbi tók á móti öllum okkur systkinunum og mér finnst að hann ætti að vera í stéttartal- inu.“ Álitamál gat verið hvar ætti að draga mörkin og við ákváðum að hafa sömu meginreglu og Har- aldur Pétursson viðhafði er hann gerði sitt handrit að ljósmæðra- tali. Þeir sem lokið hafa prófi í ljósmóðurfræðum fyrst og fremst og síðan þeir er sannanlega höfðu gegnt ljósmóðurstörfum. GERBREYTTAR STARFSAÐSTÆÐUR Með því er átt við að viðkom- andi hafi, án þess að hafa próf, verið settur til að gegna umdæmi, þegið laun eða aðra opinbera við- urkenningu fyrir ljósmóðurverk, skráður í kirkjubækur eða mann- töl sem slík eða með öðrum sann- anlegum hætti stundað starfið. Ljóst er að mörkin eru ekki skýr og okkur er vel ljóst að ýmsir eru utan stéttartalsins sem eins ættu þar heima, þrátt fyrir langa og mikla könnun að þessu leyti á meðan á undirbúningi stóð. Fyrir þessu er gerð nánari grein í eftir- mála ritsins. Nú hefur mikil breyting átt sér stað á starfsháttum þessarar stéttar og það hlýtur að koma glögglega fram í æviágripunum þó stutt séu. „Jú, það má lesa ýmisiegt for- vitnilegt út úr þeim ef eftir er leit- að: sem dæmi má taka aldaskil í nafnatísku. Sum nöfn er virðast hafa verið algeng á þeim árum sem elstu ljósmæðurnar, sem hér er sagt frá, voru uppi, koma tæp- lega fyrir á þeim yngstu og svo öfugt. Hægt er að sjá hvernig starfs- aðstæður stéttarinnar hafa gjör- breyst. Frá því að ljósmæður urðu að leggja á sig mikil ferðalög út í hvern kima landsins, ef marka má umdæmaskrána, til þess að nú nánast bíða þær við lyftudyr eftir því að hinni fæðandi konu sé rennt í sjúkrakörfu inn til þeirra. Að vísu hafa samgöngur tekið miklum stakkaskiptum frá því að ferðast var á hestum, skíðum eða fótgangandi um landið þar sem byggðin var mjög dreifð til þess sem nú er. En eftir sem áður hefur orðið kollsteypa á starfsaðstæðum ljósmæðranna — ferðalög þeirra lagst að mestu leyti af og færst yfir á sængurkonurnar. Enda þótt í æviágripum séu ekki beinar frá- sagnir úr ævi og störfum ljós- mæðra, þá má ráða í þessa þætti af búsetu þeirra og ef umdæmin sem þær þjónuðu eru athuguð. EINA ALMENNA MENNTABRAUTIN Þess má geta til gamans að elsta ljósmóðirin sem æviágrip er um í stéttartalinu var fædd árið 1705 og sú yngsta 1960. Elsta ljósmóðir sem mynd er af var fædd 1807 og lést 1881. Skyldleika- og mág- semdatengsl eru rakin milli ljós- mæðra í stéttartalinu og eru á 14. hundruð tengingar á milli ævi- ágripa, 11 talsins hjá þeirri ljós- móður þar sem flest er. Einhver hafði orð á því við okkur að svona mikill skyldleiki væri ekki einleik- inn og átti viðkomandi þá við að það hlyti að vera ættlægt að vera ljósmóðir.“ Hvað er að segja um menntun Ijós- mæðra á öldum áður? „í því sambandi er vert að hafa í huga að þeir skólar sem starf- ræktir voru í landinu fram til 1874, er Kvennaskólinn í Reykja- vík tók til starfa, voru allir lokaðir konum. Eina almenna mennta- brautin sem stúlkur áttu kost á að ganga var þannig nám í ljósmóð- urfræðum. Ekki er víst nema það sé ímyndun okkar, sem að þessu verki unnum, en oft virtist okkur sem það færi saman að synir í fjölskyldum embættismanna lærðu til prests eða sýslumanns en dæturnar ljósmóðurfræði. For- eldrarnir hafa haft vilja til að mennta börn sín og þetta voru valkostirnir umfram það sem unnt var að læra af daglegum störfum á heimilunum. Fyrir nútímafólk hlýtur hinn mikli barnafjöldi sem sumar af ljósmæðrunum eignuðust sjálfar að vera undrunarefni á tímum þegar fólk getur sjálft að mestu ráðið fjölda barna sinna og fæð- ingartíma þeirra. Svo og hinn mikli barnadauði. Aðeins þessi at- riði gefa innsýn í gjörbreyttar fjölskylduaðstæður og ef til vill önnur lífsgildi. Athyglisvert er varðandi þau starfsheiti sem koma fyrir í ævi- ágripum, hversu fábreytt þau eru allt fram yfir síðustu aldamót, nær eingöngu sjómaður og bóndi ef frá eru skildir embættatitlar. Ekki er tekið fram um gifta konu að starfsheiti hennar sé húsmóðir. Því réð tvennt: Annars vegar hefði það vegna tíðni sinnar stækkað bókina að mun og svo hitt að í flestum tilfellum eru giftar konur húsmæður og jafnvel ógiftar líka. Þetta starf leiðir næstum alltaf af sjálfu sér, hins vegar verður hver og einn að lesa í málið hvað hann leggur í það eftir aðstæðum. þREKVIRKI UNNNIN VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Hvort sú kona sem átti 18 börn í upphafi 19. aldar var meira að störfum sem húsmóðir en sú sem t.d. eignaðist 3 börn í upphafi þeirrar 20. Samverkandi þættir ráða miklu um svo sem starfs- mannahald á heimilum, sem áður var algengt, en er nú að mestu horfið. Frásögum úr ævi og starfi ís- lenskra ljósmæðra, sem oft á tíð- um voru ævintýraleg og þrekvirki unnin við erfiðar aðstæður, hafa verið gerð dálítil skil í ritinu „ís- lenskar ljósmæður", er kom út fyrir rúmum 20 árum. Efni í það rit söfnuðu þeir séra Björn O. Björnsson og séra Sveinn Víking- ur. En þrátt fyrir þá viðleitni er sá akur að mestu óplægður. Ef til vill gæti stéttartalið orðið hvati að þv{ að gert yrði meira í þá veru. Þegar samningu handritsins að æviágripunum var að mestu lokið í okt. 1982 var það lagt fram til yfirlestrar í nokkrar vikur og voru margir sem notfærðu sér það. Auglýst var í blöðum að hægt væri að lesa handritið yfir og fólk hvatt til að koma. Þá komu ýmsar lag- færingar og staðfesting fékkst á vafaatriðum, sem alltaf hljóta að vera mörg í svona verkefni. Segja má að stéttartalinu væri lokið 1. janúar 1983, því ekkert efni var tekið inn eftir það og handritið afhent prentsmiðju í mars það ár. En þrátt fyrir að handritið hafi legið frammi og fólk komið og gert athugasemdir, þá hafa varla allir komið sem hlut eiga að máli og svo eru villur læ- vísar að koma sér inn. Það er því ósk okkar að þeir sem kunna að finna villur eftir að bókin er kom- in út geri okkur viðvart um þær. Töluvert magn af allskonar plöggum og heimildum situr eftir og hefur því öllu verið komið fyrir í sömu röð og æviágripin eru í bókinni. Fyllir það 30 bréfabindi. Höfum við gert að tillögu okkar til útgáfuaðila að þessu efni verði komið á safn og bendum sérstak- lega á Kvennasögusafn íslands í því skyni. Okkur er liklega svipað inn- anbrjósts við verkalok og bóndan- um þegar hann horfir yfir tún sitt alhirt. Og einnig að líkindum svip- að farið og húsbyggjanda, sem byggir í fyrsta sinn — þegar því er lokið veit hann betur hvernig standa skal að byggingu. Senni- lega vitum við nú betur en í upp- hafi hvernig gera skal stéttartal fyrir ljósmæður, en að öllum lík- indum verður það ekki gert i bráð því stéttin stendur á tímamótum, eins og raunar flestar starfsstéttir í heilbrigðisgeiranum. En það liggur, eins og stundum er sagt, fyrir utan svið þessa viðtals." — bó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.