Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984 38 Tekjutap ríkissjóðs frá 1982: Tæpir 4 milljarðar Lagaákvæði frá 13. öld enn í gildi ★ Heildarútgjöld ríkissjóðs voru áætluð 12.970 milljónir króna í fjárlögum 1983. ★ Endurskoðuð áætlun í maímán- uði 1983 hækkaði þessa tölu held- ur betur eða í 15.600 m. kr. ★ Þegar upp var staðið í árslok voru heildarútgjöld 3.290 m. kr. eða 25,4%umfram áætlun fjárlaga. ★ Ríkissjóðsgjöld jukust á sl. ári um taepar 7.000 m. kr. eða um 74% frá fyrra ári en ríkissjóðs- tekjur um 58%. Orsakir fjár- lagahallans Framangreindar tölur eru úr skýrslu fjármálaráðherra um ríkisfjármál 1983, samkvæmt bráðabirgðatölum ríkisbókhalds í árslok 1983. f reikniforsendum fjárlaga fyrir árið 1983, sem voru siðustu fjárlög fyrri ríkisstjórnar og Ragnars Arnalds sem fjármálaráðherra, var gert ráð fyrir tilteknum verð- lags-, launa- og gengisbreytingum á fjárlagaárinu, sem ekki stóðust. Reiknað var með 14,5% veginni meðalhækkun launa, sem reyndist 32%. Byggt var á 39% áætlaðri hækkun meðalgengis, sem síðan varð 89%. Almennt gerðu forsend- ur fjárlaga 1983 ráð fyrir 42% hækkun innlends verðlags frá meðalverðlagi 1982 til meðalverð- lags 1983. Framfærsluvísitala mældi hinsvegar 84% hækkun milli þessara ára. Verðlagsforsendur fjárlaga sl. árs stóðust engan veginn. Það var önnur meginorsök fjárlagahall- ans. Hin var sú að ríkisútgjöld hafa hækkað mjög mikið sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á sl. árum. Árið 1971 námu ríkisútgjöld 24,6% af vergri þjóðarframleiðslu. Þetta hlutfall var komið upp í 30,7% á sl. ári. Forsendur fjárlaga 1984 vóru um flest traustari en fjárlaga lið- ins árs. Engu að síður sýndi endurskoðun, eftir fyrsta ársfjórð- ung, að fjárlagahalli myndi að óbreyttu reynast mun meiri en fjárlagaáætlun stóð til. Meginorsakir ríkissjóðshalla 1984 eru þrjár: • 1. Ríkissjóðsútgjöld hafa hækkað verulega á næstliðnum árum. • 2. Skattar vóru lækkaðir all- nokkuð eftir stjórnarskipti á sl. ári. Sjá meðfylgjandi skýr- ingamynd um tekjutap ríkis- sjóðs vegna lækkunar og niður- fellingar skatta 1983—1984. • 3. Ríkissjóður hafði óhemju- miklar tekjur af eyðslu þjóðar- innar umfram tekjur á liðnum árum (tollar, vörugjöld og sölu- skattur). Viðskiptahalli, borinn uppi af erlendri skuldasöfnun, er ekki lengur sá „skattstofn" sem hann var fyrri fjármála- ráðherra. Minni þjóðarframleiðsla og lægri þjóðartekjur segja að sjálf- sögðu til sín í tekjutapi ríkissjóðs. Þegar dregið er úr þjóðareyðslu til samræmis við lægri þjóðartekjur lækka „eyðsluskattar", sem eru rúmlega 80% af skattheimtu rík- issjóðs. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar orðaði framangreint svo I nefndaráliti rétt fyrir þinglausnir: „Væru þjóðartekjur þær sömu og árið 1982 að raungildi og sama hlutfall af þjóðartekjum tekið í skatta til ríkissjóðs þá næmu skattar á yfirstandandi ári milli 3,5—4 milljörðum króna hærri fjárhæð en ný tekjuáætlun ríkis- sjóðs gerir ráð fyrir. Þetta er meg- inorsök vandans í ríkisfjármálum. Ljóst var að sú stefnubreyting, sem ákveðin var með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar fyrir tæpu ári, að hætta eyðslu umfram efni þjóð- arbúsins, mundi koma þungt niður Ríkisútgjöld námu 24,6% af þjóðarframleiðslu 1971. Þetta hlutfall fór upp í 30,5% 1982 og 30,7% 1983. Samkvæmt fjárlögum 1984 fer það aftur niður í 27%. Ef þjóðartekjur væru þær sömu 1984 og 1982 og ríkissjóðstekjur sama hlutfall af þeim, þ.e. 30,5%, hækkuðu þær um 3,5—4 milljarða króna og „fjárlagagatið“ fylltist svo út úr flóði. Tekjur ríkissjóðs eru fyrst og fremst eyðsluskattar, eða rúmlega 8 af hverjum 10 skattkrónum. Þegar þjóðartekjur dragast saman um 12% af þremur árum, viðskiptahalla er eytt, hægt á erlendri skuldasöfnun og veltan (eyðslan) dregst saman, minnka veltuskattar (eyðsluskattar) að sama skapi. Til viðbótar samdrætti í eyðslusköttum ákvað ríkisstjórnin í upphafi ferils síns, 1983, að lækka almenningsskatta nokkuð. Meðfylgjandi skýringar- mynd tíundar tekjutap ríkissjóðs 1983 og 1984 vegna þessara skattalækkana. Líkams- og heilsuræktin Borgartúni 29, sími 28449 __ Hin geysivinsæla Lisser Frost-Larsen er komin aftur Lisser sem talin er ein af sex bestu vaxtarræktarkonum heims mun vera til staðar í Líkams- og heilsuræktinni, Borgartúni 29, dagana 3. til 7. júní nk. og v leiöbeina meðlimum stöövarinnar í líkams- og heilsurækt. Einnig mun Lisser veita aöstoð í sambandi viö megrunarfæöi, þeim sem á því þurfa aö halda, og eru aö hugsa um línurnar fyrir komandi sumarfrí, en á því sviöi er hún talin meö þeim bestu sem völ er á. Lisser var hér á landi í febrúar sl. og sannaöi þá óumdeilanlega hæfni sína og naut um leiö mikilla vinsælda fyrir alúölega framkomu. Þeir sem hún hjálpaöi þá, hafa lýst því yfir, aö færari leiöbeinanda, hvort heldur í æfingum eöa samsetningu mataræöis, hafi þeir aldrei kynnst. Þá daga sem Lisser veröur hér, mun hún, ef næg þátttaka fæst halda fyrirlestra og svara fyrirspurnum um líkams- og heilsurækt. Þessir fyrirlestrar verða kl. 10.30 á morgnana og kl. 19.30 á kvöldin. Jafnframt mun hún sýna vaxtarræktar-stellingar (pósur.) ef tækifæri gefst til. Muniö stærstu Ijósabaðstofu bæjarins, sem jafnframt er sú ódýrasta Líkams- og heilsuræktin, Borgartúni 29, sími 28449. Stööin sem lætur sér annt um viöskiptavini sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.