Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984
39
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
á ríkissjóði. Auk þess samdráttar í
sköttum á eyðslu, sem slíkt hlaut
að hafa í för með sér, valda beinar
ákvarðanir um lækkun skatta 550
m. kr. tekjutapi ríkissjóðs að mati
Þjóðhagsstofnunar."
Lagahreinsun og
samræming laga
„Þegar rætt er um lagahreinsun
hefur einkanlega verið horft á
nokkur ákvæði frá 13. öld, ellegar
17., 18. og 19. öld. Þótt ljóst sé að
þar sé að finna ákvæði sem að
skaðlausu má fella niður eru þau
ekki mikil að vöxtum, né heldur til
neins trafala, en setja sum hver
skemmtilegan svip á safnið.
Jónsbókarákvæðin frá 1281 munu
vera alveg einstök í lagasafni nú á
dögum og minna á langa sögu Al-
þingis sem löggjafarstofnunar.
Hinsvegar er mikil nauðsyn að
hreinsa til í löggjöfþessarar aldar
. . . “ V ’
Svo segir í nefndaráliti allsherj-
arnefndar Sameinaðs þings um
tillögu til þingsályktunar um
lagahreinsun og samræmingu
gildandi laga, sem samþykkt var,
nokkuð breytt, í lok þingsins.
Þingsályktunin hljóðar svo:
„Alþingi ályktar:
I) Að fela ríkisstjórninni að leita
eftir samstarfi við Lagastofnun
Háskóla íslands um fram-
haldsvinnslu lagasafns með
þeim hætti:
a) að fella nýja löggjöf í tölvu-
skráðan texta lagasafns 1984,
þannig að ávallt sé tiltækur réttur
texti gildandi laga í landinu,
b) undirbúa hreinsun úreltra
ákvæða úr núgildandi lögum og
gera tillögur um niðurfellingu
lagabálka sem engum tilgangi
þjóna lengur og fella má úr gildi
og um greinar gildandi laga sem
eðlilegt er og nauðsynlegt að sam-
ræma,
c) gera reglugerðum sömu skil
um brottfellingu og samræmingu,
d) leggja á ráð um framtíðar-
skipun á útgáfu laga og reglugerða
og alhiiða upplýsingamiðlun um
réttarreglur, enda verði tölvu-
tækni hagnýtt eftir því sem kostur
er og henta þykir.
2) Að fela ríkisstjórninni að sjá
til þess að maður verði ráðinn til
framkvæmdar á þessu verkefni.
3) Að kjósa nefnd níu manna til
ráðuneytis um framkvæmd fram-
angreindra verkefna."
Tillagan um lagahreinsun og
samræmingu, sem nú er orðin að
þingsályktun, allnokkuð breytt,
var flutt af fimm þingmönnum úr
jafnmörgum þingflokkum (fyrsti
flutningsmaður Árni Gunnars-
son). Henni fylgdi ítarleg greinar-
gerð eftir dr. Pál Sigurðsson, dós-
ent.
Þingsályktun þessi er hin þarf-
asta. Alþingi hefur á stundum
flýtt sér um of í lagasetningu, svo
keyrt hefur úr hófi. Einföldustu
hlutir eru bundnir í lög. Þá hefur
Alþingi ekki nýtt að ráði svokall-
aða „sólarlagsaðferð", þ.e. að
binda gildistíma laga við ákveðinn
reynslu- eða árafjölda. Séu þau
síðan ekki metin verð endurnýjun-
ar falla þau sjálfvirkt úr gildi.
Grisjun og samræming laga og
reglna er meir en tímabær.
Notaðu
ökuljósin
- alltaf