Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
41
Dagskrá
Listahátíðar
í dag og
á morgun
12.15 KJARVALSSTAÐIR:
íslenski dansflokkurinn kynnir
börnum listdans.
14.00 LÆKJARTORG:
Morse-látbragsleikhópurinn
leikur listir sínar fyrir yngstu
kynslóðina.
15.00 LISTASAFN ASÍ:
Opnun á sýningu Leirlistafé-
lagsins. Á sýningu er saga ís-
lenskrar leirlistar rakin í máli
og mvndum.
16.30 FELAGSMIÐSTÖÐIN
GERÐUBERGI:
Opnun á sýningu á verkum fé-
lagsmanna í Textilfélaginu.
16.30 LÆKJARTORG:
Whoopee-hljómsveit Bob Kerrs
slettir úr klaufunum.
17.00 SÝNINGARSALURINN
ÍSLENSK LIST:
Opnun á sýningu á verkum fé-
laga í Listmálarafélaginu.
20.00 GAMLA BÍÓ:
„Nir man har kánslor" eftir
Maríu Jotuni. Gestaleikur frá
Borgarleikhúsinu í Stokk-
hólmi. Leikendur: Birgitta
Ulfsson og Stina Ekblad.
20.30 BÚS’TAÐAKIRKJA:
Tónleikar níu sellóleikara
undir stjórn Gunnars Kvaran.
Einsöngvari: Elísabet Erlings-
dóttir.
21.00 LAUGARDAUSHÖLL:
Norrokk, samnorræn rokkhá-
tíð. Hljómsveitirnar Clinic Q,
Imperiet, Hefty Load, Circus
Modern, bursar og Vonbrigði
skemmta.
22.00 BROADWAY:
Kvenna-jasshljómsveitin
Quintetten, Martial Solai,
Whoopee-hljómsveit Bob Kerrs
og íslenskir jassleikarar sjá um
djammið.
MÁNUDAGUR
17.00 LÆKJARTORG:
Morse-látbragðsleikhópurinn
heillar börn á öilum aldri.
20.00 GAMLA BÍÓ:
Ensku látbragðslistamennirn-
ir Adam Darius og Kazimir Kol-
esnik sýna.
22.00 BRÖADWAY:
Hljómsveitirnar frá Norrokk
hátíðinni leika fyrir dansi.
Fimm grafík-
listamenn í
Gallerí
Lækjartorgi
GALLERÍ Lækjartorg opnaði í
gær sýninguna „Opin sýning '84
— Grafík 5“ á vegum Lista-
miðstöðvarinnar hf. Eins og
nafn sýningarinnar gefur e.t.v.
til kynna sýna ömm grafíklista-
menn verk sín þarna. Þeir eru
Einar Hákonarson, Ingiberg
Magnússon, Ingunn Eydal, Jón
Reykdal og Richard Valtingojer.
Alls eru um 40 verk á sýn-
ingunni og öll til sölu. For-
ráðamenn Listamiðstöðvar-
innar hf. segjast sérstaklega
gera sér vonir um að fulltrúar
fyrirtækja sæki sýninguna til
þess að kynnast möguleikum á
að leigja myndverk eða kaupa
á mjög hagstæðum skilmálum.
„Opin sýning" stendur yfir
meirihluta sumars og verður
skipt reglulega um myndir og
nýir listamenn kynntir. Sýn-
ing grafíklistamannanna 5
verður opin næstu 2—3 vikur
frá kl. 14—18 alla daga.
„Átak ’84“
AÐ undanförnu hefur Ferða-
málaráð undirbúið „Átak '84“
sem sameinar það tvennt að
hvetja til aukinna ferðalaga inn-
anlands og til bættrar umgengni
um landið. Slagorð þessa átaks
er: „Njótum lands, níðum ei“.
Á uppstigningardag var
stutt athöfn á Þingvöllum, þar
sem forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, flutti ávarp og
hóf formlega átakið. Við það
tækifæri var komið fyrir
tveimur myndarlegum skiltum
í þjóðgarðslandinu til að
minna á bætta umgengni og
með hvatningu um að njóta
landsins.
Athöfnin hófst klukkan
14:00 skammt innan við þjóð-
garðsgirðinguna með stuttu
ávarpi Heimis Hannessonar,
formanns Ferðamálaráðs. Að
loknu ávarpi forseta var gest-
um boðið að þiggja veitingar í
Valhöll.
Ljósmynd: Ferðamálaráö íslands.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands ávarpar viðstadda á Þingvöllum.
VIÐ FENGUM RAUÐA ROS
í SLOPPANA
ÞEGAR VIÐ FLUTTUM
í SÍÐUMÚLA 4
Veggfóðrarinn hf. og Málning
& Járnvörur hf. hafa um
áratuga skeið séð viðskiptavinum
sínum fyrir vönduðum bygginga-
vörum. Eins hafa starfsmenn
þessara rótgrónu verslana gefið
öllum sem leitað hafa til þeirra
holl ráð og leiðbeiningar.
Mú hafa starfsmenn beggja
verslana tekið höndum
saman, og starfa framvegis
undir sama þaki, í nýjum og
rúmgóðum húsakynnum í
Síðumúla 4.
Vs
VíCGFÓÐRARINN -
ARINN - MALNING A JARNVÖRVR^KJ
Áffam verða á boðstólum
þrautreyndar gæðavörur:
málning, dúkar, veggfóður,
járnvörur, verkfæri og ótalmargt
annað sem húseigendur og
iðnaðarmenn þurfa á að halda.
Engar breytingar verða í starfsliði
eða í þjónustu. Það er aðstaðan
sem breytist.
Þú munt örugglega finna það
sem þú leitar að í björtun^og
rúmgóðum húsakynnum
okkar.
Við munum leggja
okkurfram við
að liðsinna þér.