Morgunblaðið - 03.06.1984, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
veróur sýnd á næstunni. . .
Bíóhöllin:
Einu sinni var í Ameríku
Fyrsta mynd
Sergio Leone
í 10 ár
Innan nokkurra daga mun Bíó-
höllin frumsýna stórmyndina Einu
sinni var í Ameríku (Once Upon A
Time In America), sem er fyrst
kvikmynda ítalska leikstjórans
Sergio Leone í tfu ár. Það er óút-
reiknanlegi fýrinn Robert De Niro,
sem leikur staersta hlutverkið. Spól-
ur myndarinnar eru svo glóheitar að
enn er ekki búið að sýna þær erlend-
is, neraa á heiðurssýningu á kvik-
myndahátíðinni í Cannes á dögun-
um. íslendingar eru því aðrir í röð-
inni, sem fá að berja augum þetta
stórvirki.
Áður en lengra er haldið skal
þess getið að hér á landi verður
myndin sýnd í tveimur hlutum, sá
fyrri nú í blábyrjun júní, og fær
hann að ferðast milli allra sal-
anna í Bíóhöllinni áður en seinni
hlutinn birtist. Myndin er nefni-
lega svo löng, þrír tímar og fjörtíu
mínútur, að varla er vogandi né
heilsusamlegt að sýna hana í heilu
lagi. Framleiðandinn Milchan hef-
ur að undanförnu átt i stappi við
dreifingaraðilann í Bandaríkjun-
um, sem vill sýna í tvennu lagi,
þetta stapp hefur í för með sér að
Kaninn fær ekki að sjá myndina
fyrr en Islendingar hafa sagt álit
sitt, einhverntíma miðsumars.
Sergio Leone
Heilinn á bak við þessa mynd,
sem er ein dýrasta mynd síðari
ára, er Sergio Leone. Hann er eng-
inn venjulegur listamaður, það er
eins og honum sé fyrirmunað að
hugsa smátt. Nú eru tíu ár síðan
hann leikstýrði mynd, en allan
þennan tíma hefur hann legið
sveittur yfir handritinu, og leitað
að stórhuga aðila, sem vildi fjár-
magna draumaverk hans. En það
gekk ekki alveg andskotalaust.
Til upprifjunar fyrir áhuga-
sama má geta þess að það var
þessi sami Sergio sem gerði
„Hnefafylli af dollurum" með
Clint Eastwood og hlaut hvorki
meira né minna en heimsfrægð
fyrir. Þar með komust spaghetti-
vestrarnir í hámæli og allir vildu
herma eftir Sergio. En hann sneri
á tískuna og sneri sér að hinumg
gamla (góða) vestra, brenndi til
USA og kvikmyndaði „Once Upon
A Time In The West“ með glitr-
andi stjörnuliði þess tíma.
Upphaflega átti sú mynd að
vera fyrsti hluti þriggja mynda
(trílógíu) sem spannaði þrjá
helstu þætti í sögu Bandaríkj-
anna: 1) kúrekar og indíánar; 2)
mexíkanska byltingin 1910 (og átti
að heita „Once Upon a Time, The
Revolution), 3) mafían. Eitthvað
skolaðist þessi áætlun til á skrif-
borði Sergios, því millikaflann
dagaði uppi.
En hugmyndin að þriðja kaflan-
um um mafíuna kom út á bók, sem
fyrrverandi mafíóso samdi í
fangaklefanum og gaf út sem „The
Hoods“ undir dulnefninu Henry
Gray.
Árið 1973 slökkti Sergio á
myndavélinni, byrjaði á handrit-
inu, fékk nokkra þekktustu penna
á í ta.Hu til liðs við sig, og nokkrum
árum síðar, nánar tiltekið 1982,
var handritið tilbúið. Nú segir
Sergio að þáttur bókar glæpa-
mannsins Gray sé í mesta lagi
10%.
Myndin fjallar á „sergískan"
hátt um glæpamenn i Bandaríkj-
unum og líf þeirra frá bannárun-
um upp úr 1920 allt fram til ársins
1968, sem sagt fimmtíu ár. Áður
en Sergio byrjaði að kvikmynda og
áður en hann valdi leikara, var
hann staðráðinn í að þrír leikarar
léku hverja persónu, sem næði því
að lifa allan þennan tíma. En, eins
og máltækið segir, tímarnir breyt-
ast og mennirnir með: Þegar ísra-
elinn Arnon Milchan ákvað að
leggja fjármagn í myndina, lagði
hann til að Robert De Niro léki
aðalhlutverkið. Þeir þekktust því
Milchan framleiddi „The King of
Comedy". Robert De Niro heillað-
ist svo af handritinu að hann tók
hlutverkinu án þess að hugsa sig
Robert DeNiro í hiutverki glæpa-
mannsins Noodles. DeNiro þarf
heldur betur að taka sig á í andlitinu
því hann eldist um hvorki meira né
minna en 50 ár.
tvisvar um. En Róbbi vildi leika
hlutverkið frá upphafi til enda,
ekki bara afmarkaðan tíma. Serg-
io samþykkti, og því var förðun-
ardeildin stækkuð um að minnsta
kosti helming.
Sergio Leone trúir því statt og
stöðugt að bestu ævintýrin séu
alltaf sögð eða sýnd í smæstu
smáatriðum. Allar senurnar í
hinni nýju mynd hans voru vand-
lega skipulagðar, allt var byggt
frá grunni á eins nákvæman máta
og nútímamönnum er mögulegt.
Sergio telur það einu leiðina til að
segja eða sýna sögu á sannfærandi
hátt. En jafnframt verði sagan að
vera á mörkum hins trúanlega,
vera eina stundina hérna megin,
aðra stundina hinum megin; það
eru bestu sögurnar.
Leikendur
Robert De Niro er maður mynd-
arinnar númer eitt. Hann leikur
harðjaxlinn Noodles. Það er eng-
um blöðum um það að fletta að De
Niro er vandvirkasti leikari nú-
tímans, enginn leikari leggur á sig
DeNiro og Woods á yngri árum
Leikstjórinn og heilinn að baki myndarinnar „Einu sinni var í Ameríku",
ítalinn Sergio Leone; fyrir 20 árum þótti spaghettíið hans einstakt í sinni röð,
en nú hefur hann gert epíska kvikmynd sem spannar yfir blómatíma jassins
til Bítlanna.
D e N i r o og Woods nokkrum áratugum síðar.
jafn mikið erfiði þegar hann hefur
valið sér hlutverk. Nægir þar að
minna á spikið, sem hann safnaði
utan á sig í gervi LaMotta, og
hlaut Óskarinn fyrir. Ágætur
maður hvíslaði því að undirrituð-
um að leikur De Niro í „Once Upon
A Time In America" sé einhver sá
rosalegasti í sögu hvíta tjaldsins.
Það er ekki annað hægt að segja
en De Niro hafi tekist vel upp eftir
að hann hætti í skóla sextán ára
til að mennta sig.
James Woods er maður myndar-
innar númer tvö. Hann leikur
æskuvin De Niros í myndinni og
síðar félaga í heimi glæpanna.
James Woods er vel þekktur og
mikils metinn leikari, en meðal
þekktustu mynda hans eru „Holo-
caust“ í sjónvarpinu og „Laukak-
urinn".
Robert DeNiro sem glæpamaðurinn
Noodles á gamals aldri. Förðunar-
deildin þykir hafa unnið gífurlegt af-
rek með gervi DeNiros.
Elizabeth McGovern er annað
tveggja fljóða, sem eitthvað kveð-
ur að í myndinni. Leikur hún
stúlku sem þegar i æsku heillast
af De Niro og fölnar sá áhugi ekki
þótt gráu hárunum fjölgi. Eliza-
beth vakti heljarinnar athygli
fyrir nokkrum árum þegar hún lék
í „Ordinary People" og síðar í
„Ragtime", sem að vísu er enn
ósýnd hér, einhverra hluta vegna.
Hitt fljóðið er Tuesday Weld,
hún er á fimmtugsaldri þótt það
sé ekki beint áberandi. Konan sú
arna er hinn hvíti hrafn kvik-
myndanna, svo sjaldan þiggur hún
hlutverk.
Enn eru þrír merkir leikarar
ónefndir:
Burt Young leikur kaldrifjaðan
morðingja. Burt er auðvitað
þekktastur úr Rocky-myndunum.
Hann lék í þeim öllum, hvað sem
þær voru margar.
Treat Williams leikur verkalýðs-
leiðtoga með háar hugsjónir, svo
háar að hann stenst ekki spillingu
stjórnmálanna til að ná markmiði
sinu. Treat er eftirminnilegur úr
„Hárinu" og „Prince of the City“.
Joe Pesci hafa áreiðanlega fæst-
ir heyrt nefndan, engu að síður er
þessi náungi í náðinni hjá ekki
ómerkari mönnum en De Niro,
Sergio og Martin Scorsese. De
Niro bauð Pesci hlutverk bróður-
ins í „Raging Bull“ og þurfti meira
að segja beita hann fortölum, og
aftur hlutverkið í umræddri
mynd. Pesci hafði sagt skilið við
leikarann Pesci og stofnað veit-
ingastað í stórborg þegar De Niro
pantaði hjá honum mat fyrir sig
og Scorsease og bauð honum eftir-
sótt hlutverk.
Þessarar myndar er beðið með
mikilli eftirvæntingu úti í heimi,
en eins og áður sagði gefst íslend-
ingum kostur á að berja hana aug-
um heilum mánuði á undan
Bandaríkjamönnum; vonandi
kunna íslenskir bíógestir að meta
þetta einstaka framtak Bíóhallar-
innar.
HJó.
I
t
WtMi NtiuiAJUlBtt - M MHI
immmwK,