Morgunblaðið - 03.06.1984, Side 46

Morgunblaðið - 03.06.1984, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984 Sandgerði ..:v ■ ■ ' ■ Sigurður Bernódusson vélstjóri og Magni Jóhannsson skipstjóri á Sandgerð- Þorsteinn Einarsson grásleppukarl úr Garði landar í Sangerðishöfn. ingi GK-268. „Sjómannadagurinn hefur alltaf miklu hlutverki að gegna“ — rætt við sjómenn í Sandgerði Sandgeröi er iítið þorp vestast á Reykjanesskaga. Ef litið er á Reykjanes sem stígvél, sem hægt væri vegna lögunar þess, er Sandgerði staðsett undir stórutá. Þetta þorp byggir alit á sjónum eins og flestöll þorpin á Suðurnesjum. Morgunblaðsmenn komu við í Sandgerðishöfn fyrir skömmu í þeim erindagjörðum að taka þar viðtöl í tilefni hátíðardags sjómanna, eða sjómannadagsins, eins og hann er oftast nefndur. Hallmann Sigurðsson vélstjóri um borð í skuttogaranum Sveini Jónssyni KE-9. Mikið atvinnu- leysi hjá sjómönnum Reyndar var byrjað á að ræða við Sandgerðinga í Grindavíkur- höfn, því þar var Sandgerðingur GK-268 er við áttum leið þar um og notuðum við þá tækifærið, fór- um um borð og röbbuðum við skip- verjana Sigurð Benódusson, vél- stjóra, og Magna Jóhannsson, skip- stjóra, sem þar voru um borð. Létu þeir illa yfir veiðinni á vertíðinni en þeir voru á netum. Magni tók reyndar ekki við bátnum fyrr en skipta varð yfir á humartrollið eftir vertíðina, hann hafði verið á loðnu og lét vel yfir henni. Sand- gerðingur var í viðgerð í Grinda- vík en síðast höfðu þeir verið á Breiðamerkurdýpi. „Nei, við erum alls ekki ánægðir með kjörin eins og þau eru orðin," sagði Sigurður aðspurður. „Það er á hreinu. Mér finnst til dæmis að humarinn hafi ekki hækkað sem skyldi í vor. I fyrravor kom mun meiri hækkun á hann en okkur er boðið upp á núna. Það var fyrir- fram vitað um lélega vertíð með minnkandi afla. Við náðum til dæmis ekki okkar kvóta, og vant- aði talsvert upp á það,“ sagði Sig- urður. „Þetta hefur verið heldur ræf- ilslegt hjá okkur á humrinum. Við fengum 1500 kg í þessum eina túr sem við höfum komist í, en von- andi stendur þetta til bóta, því þeir hafa verið að fá sæmilegt að undanförnu. Við vorum fyrir aust- an en það hefur verið heldur líf- legra hér fyrir vestan, en mikil ótíð,“ sagði Magni þegar hann var spurður hvernig humarveiðarnar gengju. „Þetta leggst ekki vel í mig, miðað við undanfarin ár. Maður verður þó að vona það besta en búast við hinu versta." — Hvað er framundan? „Það veit enginn. Við eigum reknetakvóta sem við reynum að ná í haust. Ef vel gengur að ná krabbanum þá verðum við búnir í byrjun júlí og þá er ekkert nema atvinnuleysi fram á haust. Það er gífurlega mikið atvinnuleysi hjá okkur sjómönnum núna. Sem dæmi um það get ég nefnt að helmingi færri menn eru á bátun- um á humarveiðunum en voru um borð á vertíðinni. Svo eru netabát- arnir að taka upp, ekki veit ég hvað tekur við hjá þeim,“ sagði Magni Jóhannsson. Frjáls eins og fuglinn „Þetta er nú lítið meira en þar- inn,“ sagði Þorsteinn Einarsson úr Garði aðspurður um aflann, þegar við hittum hann í Sandgerði þar sem hann lagði að á trillu sinni Von, GK-113, nýkominn frá því að vitja grásleppunetanna sinna. „Þetta hefur verið ákaflega lélegt í vor. Vestanáttin hefur verið ríkj- andi og leiðinlegt að eiga við þetta eins og alltaf þegar hún hefur yfirhöndina." — Er ekki einmanalegt að standa svona einn í þessu? „Nei, nei, þetta er alveg ljóm- andi gott. Maður er alveg frjáls og getur farið og komið þegar manni dettur í hug, engan þarf að spyrja og maður erengum háður. Annars er ég ekki að leika mér á trillunni nema í tvo mánuði á ári, því ég er með bát á vertíðum. En nú er ég orðinn svo gamall og hættur að öðru leyti. Þetta eru auðvitað mik- il viðbrigði en mér finnst alltaf skemmtilegra að vera á smábát- um. Það er miklu hægara og frjálsara. Það má vera afar lélegt til að maður hafi ekki atvinnu út úr þessu á meðan maður er að róa,“ sagði Þorsteinn þegar við spurð- um hann hvort nokkuð væri upp úr þessari grásleppu að hafa þegar lítið fiskaðist. „Já, verðið á hrogn- unum er í lagi núna ef á annað borð er eigandi við veiðarnar vegna veðráttunnar. Verðið á þeim hefur oft verið verra en nú.“ Hurð skall nærri hœlum Eftir Einar J. Gíslason forstöðumann Ffladelfíu Sæfarendur og fiskimenn hafa löngum horft framan í hættur, vegna samskifta við Ægi kon- ung. Víða um ísland er einn sá þáttur, sem oft hefir krafist fórna og boðið hættum heim. Það eru eyjaferðir og flutningur á skepnum til og frá eyjum. Allt fram á þessa öld hafa menn far- ist við slík störf. Skal nú greint frá atburðum, sem áttu sér stað fyrir nærri 28 árum. Allar úteyjar I Vestmannaeyj- um, sem gátu boðið upp á haga- göngu sauðfjár voru nýttar til beitar. Eyjarnar eru svo mis- jafnar, sem þær eru margar, bæði með aðsókn, lendingu og töku. Vanalega er lagt að hrein- um hömrum og lendingastaður- inn oft kallaður steðji. Áttir og háttur sjávar varð að vera hliðstæður, ef úteyjaferð átti að takast. Árið 1956 var komið að hausti. Dag eftir dag var skimað eftir leiði í Bjarnarey og aðrar úteyj- ar í Vestmannaeyjum. Sífelldar hafáttir og brim lokuðu öllum möguleikum. Svo gat gengið til allt fram á jólaföstu. Af slfku var mikið óhagræði. 26. október var veður blítt og útlit ekki sem verst. Var því kallað til úteyjaferðar til sóknar á sauðfé. Köllunarmaður var þá Guðjón Jónsson bóndi í Dölum. Röggsamur dugnaðarmaður. Fenginn var stór vélbátur og svo áttu fjáreigendur skjöktbát, sem sjálfsagður var í slíkar ferðir. Áuk fjáreigenda voru unglingar og krakkar með í ferðinni. Slíkt var ávallt talið mikið sport. Sá galli var við vélbátinn að tengsli,(coupling) voru föst. Var skrúfan þá alltaf með og hún stillt á blöðum (skiptiskrúfa). Hún var stór og aðeins með tveimur blöðum. Eftir að fólkið var komið upp I eyjuna var haf- ist handa um að setja upp rétt, sem gekk fljótt og vel. Síðan var smalað og tók það stuttan tlma. Okkur sem vorum uppi á eyj- unni, þótti furðu gegna, að stóri sóknarbáturinn tók á skrið heim, í stað þess að koma að eyjunni. Skýringin var sú að gamall mað- ur, sem var um borð I mótor- bátnum tók skjöktbátinn aftan úr hekki og batt hann við fram- vantinn, stjómborðsmegin. Hef- ir sjálfsagt ætlað að hafa hann til, þegar kæmi að landtöku I eyjunni. Það þótti kostur, að hafa kælivatnsútstreymið stjórnborðsmegin, vegna vinnu á dekki, sem meira fór fram í stjórnborði, yfirleitt heldur en bakborði. Vél án kælivatns var ógangfær. Auga varð alltaf að hafa með rennslinu. Eftir að skjöktbáturinn var færður fram dældi kælivatnsdælan kælivatn- inu í skjöktbátinn. Hann var þyngdur með sandpokum og var nú ekki að sökum að spyrja. Bát- urinn sökk og hékk í kolluband- inu. Það varð því að losa sig við bátinn og fara í land. Síðan komu þeir út aftur og varð nú að leggja mótorbátnum að eyjunni. í dauðum sjó var það hættu-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.