Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1984
Starfshópur kanni
þróun líftækni
í fyrrakvöld var haldinn fjölmenn-
ur fundur þar sem Vilhjálmur Þ.
60—70 þúsund stolið:
Þjófarnir náöust
BROTIST var inn í Veltusund 1 að-
faranótt miðvikudags og þaðan stol-
ið peningum og úvísunum að upphæð
á bilinu BO—70 þúsund krónur.
Rannsóknalögreglunni barst til-
kynning um innbrotið skömmu
fyrir hádegi daginn eftir og hafði
tekist að upplýsa það nokkrum
klukkustundum síðar. Það voru
tveir piltar, 19 og 15 ára gamlir,
sem játuðu á sig innbrotið og er
annar þeirra kunningi lögreglunn-
ar frá fyrri tíð.
Mestallt þýfið náðist aftur, en
einhverju hafði þó piltunum tekist
að eyða í áfengi og leigubíla. Ann-
ar piltana er gamall kunningi
lögreglunnar.
ÞORSTEINN Tómasson, plöntu-
erfðafræðingur, hefur verið ráðinn
aðstoðarforstjóri Rannsóknastofn-
unar landhúnaðarins til tveggja ára.
í fréttatilkynningu frá upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins seg-
ir: „Foreldrar Þorsteins eru frú
Kerstin Tryggvason, bankafulltrúi
og Tómas heitinn Tryggvason,
jarðfræðingur. Þorsteinn er stúd-
ent frá Menntaskólanumti Reykja-
vík árið 1965. Hann lauk B.Sc.
Agr. Hon. prófi frá háskólanumti
Aberdeen í Skotlandi árið 1970 og
var skipaður í stöðu sérfræðings
við Rannsóknastofnun landbúnað-
arins 1971.
Hann hefur einkum fengist við
erfðarannsóknir á grösum og
Þorsteinn Tómasson aðstoðarfor-
stjóri RALA
Vilhjálmsson, formaður skipulags-
nefndar Reykjavfkurborgar, og íbú-
ar Laugarneshverfis ræddu saman
um staðsetningu verslunar Kjötmið-
stöðvarinnar á horni Sundlaugarveg-
ar og Laugalækjar.
130 til 140 íbúar hverfisins
mættu á fundinn að sögn Þorvalds
S. Þorvaldssonar, forstöðumanns
Borgarskipulags. Formaður skipu-
lagsnefndar skýrði frá stöðu máls-
ins sem er það, að sögn Þorvalds,
að skipulagsnefnd hefur samþykkt
að athuga með staðsetningu versl-
unarinnar á þessum stað en lóð-
inni hefur ekki verið úthlutað.
íbúarnir hafa mótmælt staðsetn-
ingu verslunarinnar á þessu horni
og að sögn Þorvalds ítrekuðu þeir
skoðun sína á þessum fundi. Eru
þeir hræddir við að verslunin
muni draga að sér mikla umferð
og auka slysahættu á horninu. Að
sögn Þorvalds kom þó skýrt fram
að íbúarnir væru ekkert að amast
korni og kynbætt nýja stofna og
afbrigði jafnframt því að vinna að
fræræktarmálum. Samhliða starfi
hefur Þorsteinn stundað fram-
haldsnám í plöntuerfðafræði við
erfðafræðistofnun landbúnaðar-
háskólans í Uppsölum í Sviþjóð og
unnið að verkefni í tengslum við
þá stofnun."
við þeim ágæta kaupmanni sem
þarna ætti í hlut, heldur yrði að
finna handa honum lóð á betri
stað.
Ný skáldsaga
- „Gaga“
Út er komin hjá Iðunni bókin
Gaga, skáldsaga eftir Ólaf Gunn-
arsson. Hann er fæddur í
Reykjavík árið 1948 og hefur
starfað sem rithöfundur um ára-
bil með búsetu á íslandi og í
Danmörku. Áður eru komnar frá
hendi Ólafs tvær Ijóðabækur,
Ljóð og Upprisan, svo og skáld-
sögurnar Milljón prósent menn,
1980, og Ljóstoliur, 1982, sem
báðar hafa komið út hjá forlagi
Iðunnar.
I kynningu forlagsins segir
m.a.: „ólafur Gunnarsson beit-
ir hér óvenjulegri aðferð við
söguritun. Hann segir frá
leyndum hugans og áreiti lífs-
ins á þann hátt sem telja má
næsta nýstárlegan í íslenskum
bókmenntum. Gaga er skáld-
verk sem ögrar lesandanum og
vekur hann til íhugunar."
Gaga er 72 bls. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði. Kristján E.
Karlsson hannaði kápu.
(Fréttatilkynning)
Framkvæmdanefnd Rannsókna-
ráðs hefur skipað starfshóp til að
kanna þróunarforsendur Ifftækni á
íslandi, hvað varðar vísindalegar og
verkfræðilegar aðferðir við að um-
breyta efnum með aðstoð lífvera og
virkra lífefna í framleiðsluferlum,
rannsóknum og þjónustustarfsemi.
Er þá m.a. átt við heilbrigðisþjón-
ustu, læknisfræði, erfðafræði og
líffræði.
í tilkynningu sem borist hefur
vegna þessa segir m.a. að mark-
mið athugunarinnar séu þau, að
skýra þýðingu líftækni fyrir ís-
lenskt þjóðfélag og benda á nýja
möguleika til nýrrar og bættrar
framleiðslu. Að safna upplýsing-
um um stöðu líftækni hvað varðar
þekkingu og hagnýtingu. Að benda
á þær hættur sem fylgt geta líf-
tæknilegri starfsemi fyrir um-
hverfið og benda á reglur sem
kann að þurfa til varðandi slíka
starfsemi. Þá er hópnum ætlað að
gera tillögur um leiðir til að auka
þekkingu og færni í mikilvægustu
greinum líftækni, gera frumúttekt
á vænlegustu möguleikum í líf-
tækni og um hvernig efla megi
starfsemi á þeim sviðum sem
menn telja að kunni að skila hagn-
aði og hvetja nýjungar í íslenskum
iðnaði og framleiðslu sem byggir á
líftækni.
Á starfshópnum eiga sæti Sig-
mundur Guðbjarnason, prófessor,
frá Raunvísindastofnun háskól-
ans, sem veitir henni formennsku,
Jakob Kristinsson, frá Líffræði-
stofnun H.Í., Ólafur Andrésson,
frá Tilraunastöð H.í. í meinafr.,
Sveinn Jónsson, frá Rannsókna-
stofu fiskiðnaðarins, Jón Bragi
Bjarnason, frá Raunvísinda-
stofnun H.Í., Helgi Valdimarsson,
frá Rannsóknastofu í ónæmis-
fræði, Ari K. Sæmundsen, frá
Rannsóknastofu í veirufræðum og
Hörður Jónsson, frá Iðntækni-
stofnun íslands.
„Hvers vegna ætti endilega að
vera eingöngu innlend tónlist?"
— segir Pétur Guðfinnsson um klukkutónlistina í Sjónvarpinu
„Það er íslensk tónlist þarna í
bland, en það hefur ekki verið sett
upp sem nein allsherjarregla um,
að það eigi að vera þarna íslensk
tóníist eingöngu, það er reynt að
spila tónlist af ýmsu tagi,“ sagði
Pétur Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri sjónvarpsins, er Morgun-
blaðið spurði hann hvers vegna
ekki væri eingöngu spiluð islensk
tónlist fyrir útsendingar sjónvarps-
ins og í þeim hléum sem gefast, en
Pétur Pétursson þulur hefur sett
fram fyrirspurnir þessa efnis.
„Það fer eftir dögum og því
efni sem er í Sjónvarpinu, hvaða
tónlist er spiluð. Á helgum er
yfirleitt spiluð sígildari tónlist
og á undan barnaefni barnalög
sem eru yfirleitt islensk. Það
hefur ekki verið sett upp nein
allsherjarregla um það að lögin
eigi endilega að vera íslensk og
ef þú spyrð hvers vegna það er
ekki gert, þá gæti ég alveg eins
spurt, hvers vegna ætti það endi-
lega að vera,“ sagði Pétur.
Pétur sagðist ekki hafa heyrt
neinn nema Pétur Pétursson
kvarta yfir klukkutónlist sjón-
varpsins, heldur þvert á móti
hefði hann heyrt á fólki að því
fyndist þessi tónlist lífleg. Það
hefði í eina tíð verið þannig að
þeir hefðu forðast sungna tón-
list, en þá hefði fólk kvartað yfir
einhæfni. Þeir hefðu því breytt
til. Þá hefði þetta tungumála-
vandamál ekki verið brennandi
og það mætti alveg eins setja
spurningarmerki við enska tón-
list almennt bæði í útvarpi og
sjónvarpi. Enskan væri ríkjandi
tungumál á sviði dægurlagatón-
listar og því væri ekki hægt að
horfa framhjá.
Pétur sagði að það væru
hljóðmenn sem sæju um að velja
þessa tónlist og þeim væri uppá-
lagt að hafa þetta blandað og
reyna að fara eftir tækifærinu
hverju sinni, hvort það væru
stórhátíðisdagar, þjóðhátíðar-
dagur eða til dæmis sjómanna-
dagur.
Frá fundi Viihjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns skipulagsnefndar, Reykjavíkur með íbúum Laugarneshverfis.
Verslunarlóð Kjötmiðstöðvarinnar:
íbúar Laugarneshverfis funda
með formanni skipulagsnefndar
Aeroflot-flugvélin að hefja sig til flugs, rétt eftir að áætlunarflugvél Flugleiða
lenti með framkvæmdastjóra NATO, dr. Joseph Luns. MorgunbiaðiA/RAX
Sovésk flugvél
millilenti hér
í SAMA mund og áætlunarflugvél
Flugleiða var lent á Keflavíkurflug-
velli með framkvæmdastjóra NATO,
dr. Joseph Luns, á þriðjudag, hóf sig
til flugs vél frá sovéska flugfélaginu
Aeroflot, sem hafði fengið hér leyfí
til millilendingar. Vélin mun ekki
hafa haft hér viðdvöl nema í rúma
klukkustund, til að taka eldsneyti,
en hún kom frá Sovétrfkjunum og
var á leið vestur um haf.
Hjá utanríkisráðuneytinu feng-
ust þær upplýsingar að lendingar
sovéskra flugvéla væru mjög
sjaldgæfar hér á landi og væri
þetta fyrsta lending Sovétmanna
á þessu ári. Þá hefðu þær senni-
lega ekki verið nema 2—3 á síð-
asta ári. Sækja þarf um sérstakt
leyfi til utanríkisráðuneytisins
fyrir lendingunum, þar sem engin
loftferðasamningur er í gildi milli
íslands og Sovétríkjanna. Gilda
því alþjóðasamningar og alþjóða-
venjur í þessum efnum, en flug-
völlurinn í Keflavík er alþjóða-
Ráðinn aðstoðar-
forstjóri RALA