Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 16

Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 Þrenn brúðhjón gefin saman í Stykkishólmi Stykkwhólmi, 2. júní. ÞAÐ hefir ekki oft komið fyrir og kanske aldrei, að þrenn brúðhjón hafi sama dag verið vígð í heilagt hjónaband í Stykkishólmskirkju, en. það kom þó fyrir laugardaginn 26. maí sl. Þá gaf sóknarpresturinn séra Gísli Kolbeins saman þrenn pör, systurnar Sigurborgu Leifsdóttur og Hörð Karlsson og Heiðrúnu Leifsdóttur og Vigni Sveinsson. Einnig þau Margrétu Ebbu ís- leifsdóttur og Pál Sigurðsson. Fréttaritari. Þú svalar lestraijrörf dagsins ásk)um Moggans! y LEIÐAKERFI SVK REYKJAVlK Hólmar Auöbrekka Hátröö Hamraborgj Skiptistöö Engihjalli Hvammar HLlÐARVEGUR kArsnesbraut Noröurvör Uröarbraut )© NÝBÝLAVEGUR Grundir ____Q ® JSkeljabrekka 1 0 SmiöjuveguiyjJÖF ÁLFHÓLSVEGUR Alfabrekka Hjallar mmJw'Skemmuvegur 1 Bjamhóll Digranes |i jll IBrattabrekka IMelgeröi ^Kópavor Þinghólsskóli KÓPAVOGSBRAUT Grænatunga l|—Leiö 23 íj kl. 19.30-1.00 Hliöarlll w |Alfabakki| 00 Stekkjarbakki £ BREIOHOLTSBRAUT Kosanaasið á gulu kútunum fæst nú á öllum helstu útsölustööum Skeljungs, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út um land. Kosangasið er fáanlegt alls staðar í 2ja, 5 og 11 kílóa kútum, en 17 og 33ja kílóa kút þarf sumstaðar að panta með örlitlum fyrirvara. Athugið að tómum hylkjum er veitt móttaka á öllum sölustöðum Kósangass og umframhylki eru keypt I af viðskiptavinum gegn staðgreiðslu. 1 Gleymið ekki þeim gulu í sumar! OSkeljungur h.f. Shell J \/ Einkaumboð Kópavogur: Breytingar á leiðakerfí SVK STÆTISVAGNAR Kópavogs taka upp nýtt leiðakerfi 9. júní. Unnið hefur verið að undirbúningi þessara breytinga í vetur og hefur Rekstrarstofan í Kópavogi haft veg og vanda af breytingunum í samráði við stjórnendur bæjarins. Helstu breytingar á leiðakerfi SVK eru að nú munu vagnar úr Kópavogi aka í Breiðholtið um Álfabakka og Stekkjarbakka og ná þannig tengingu við leiða- kerfi SVR. Ennfremur er dregið nokkuð úr akstri sumarmánuð- ina og á kvöldin allt árið, en auk- inn akstur á Reykjavíkurleið í vetraráætlun á annatímum. Sumarátælun SVK, sem tekur gildi 9. júní og gildir til loka | ágúst, eru þrír vagnar i akstri á daginn til kl. 19.30. Vagnarnir aka á 30 mín. fresti. Fyrsta ferð á morgnana mánudaga til laug- ardaga er inn Nýbýlaveg að Engihjallastöð. Þaðan er ekið kl. 6.45 um Álfhólsveg og frá skipti- stöð til Reykjavíkur kl. 6.56. Fyrsta ferð úr Reykjavík er kl. 7.15 frá Hlemmi. Eftir kl. 19.30 eru tveir vagnar í akstri. Fargjald í vagna SVK er nú 15 kr. fyrir fullorðna, fjórar kr. fyrir börn, en ellilífeyrisþegar og öryrkjar greiða ekkert fargjald, framvísi þeir sérstöku skírteini sem SVK gefur út. Á næstu dögum mun tíma- töflu leiðakerfis SVK verða dreift í öll hús í Kópavogi. „Ég fékk þessa flugu að fara að veiða rækjuu Rætt við Jóhann Guð- mundsson, skipstjóra á Hólmavík, um upphaf rækjuveiða við Húnaflóa Á SJÖUNDA áratugnum fækkaði íbúum Hólmavíkur en þá hafði um áratugaskeið verið fólksfjölgun á staðnum. 1960 höfðu íbúarnir verið 420 en 1970 voru þeir um 330. Fólkið hafði flutt suður. Hvers vegna? Jú, þessi þróun skýrist m.a. út frá því að litla vinnu var að fá því ekki náðist lengur í fisk fyrr en mjög langt úti í flóa. Aó sögn Jóhanns Guðmundsson- ar skipstjóra á Hólmavík var eigin- lega orðinn ógerningur að halda úti bát á þessu tímabili vegna þess hvað langt var að sækja og afli lítill. Bát- arnir voru farnir að fara suður á vetr- arvertíðar. Atvinnuástandið var alls ekki nógu gott. Það var haustið 1%5 sem Jóhann Guðmundsson réði tvo menn á bát- inn hjá sér, pantaði troll, víra og fleiri nauðsynleg tæki til rækju- veiða. Hann hafði sem sé fengið þá flugu í höfuðið að fara að veiða rækju, eins og hann orðaði það. Peningar til að fjármagna þessar tilraunaveiðar lágu ekkert á lausu. 30.000 kr. ríkisstyrkur dugði skammt fyrir bæði mannakaupi og veiðarfærum en á þessum tfma var ->trygginKÍn“ um 18.000 kr. á mán- uði. Þetta leit því ekki glæsilega út í byrjun en eins og Jóhann sagði varð eitthvað að koma til að hressa upp á atvinnulifið í plássinu og þess vegna var ekkert verið að gef- ast upp. Rækjuveiðar höfðu verið stund- aðar af ísfirðingum, bæði fyrir vestan og einnig á miðunum úti fyrir Ingólfsfirði. Þar höfðu Eyr- arbræður, Gunnar og Ingólfur Guðjónssynir, einnig stundað rækjuveiðar. Annars staðar við fló- ann hafði ekki verið reynt að veiða rækju. Jóhann byrjaði leitina í Stein- grímsfirði en þar var lítið af rækju og ekkert nema smárækja. Hann fór líka norður í ófeigsfjörð en eins og Jóhann sagði þá var eiginlega ekki til neins að vera að reyna að veiða þar því rækjuvinnsla á Hólmavík gat á þeim tíma ekki byggst á veiðum þar fyrir norðan. Eftir að hafa leitað að rækju í um hálfan mánuð þá fannst loks

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.