Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
„Hræddur um að tapa vinnu-
friðnum ef ég flytti heim“
— segir Tryggvi Ólafsson, sem sýnir á Kjarvalsstöðum
„MÁLVERKIN eru af sama toga
og áður, það hefur aldrei orðið
nein bylting á stílnum frá því ég
gaf abstraktið alveg upp á bátinn,"
sagði Tryggvi Ólafsson er blm.
rabbaði stuttlega við hann á Kjar-
valsstöðum fyrir nokkrum dögum,
þar sem hann sýnir ásamt 9 öðrum
myndlistarmönnum á samsýningu
í tengslum við Listahátíð. „Nei,
þetta er ekki olía,“ bætti hann við
er blm. spurði. „Eg nota eingöngu
akrýlliti. Mér líkar betur að vinna
með þá, þeir þorna svo miklu hrað-
ar en olían. Ég hefði ekki þolin-
mæði til að bíða eftir henni.“
Tryggva ætti að vera óþarft að
kynna. Hann hefur um árabil
Mor^unblaöið / Friðþjófur.
Tryggvi Ólafsson tendrar í pípu sinni.
verið í fremstu röð íslenskra
listmálara. Undanfarna tvo ára-
tugi hefur hann þó búið í Kaup-
mannahöfn. Þótt Tryggvi hafi
búið erlendis hefur hann verið
iðinn við að halda sýningar hér
heima jafnframt því sem hann
hefur sýnt í Danmörku. Síðasta
einkasýning Tryggva hér heima
var í Listmunahúsinu 1982 en
hann tók einnig þátt í haustsýn-
ingu FÍM að Kjarvalsstöðum í
fyrra.
„Yfirleitt mála ég smátt
fyrst,“ hélt Tryggvi áfram, „og
stækka síðan myndirnar, ýmist í
heild sinni eða þá hluta þeirra.
Það er betra að gera minni mis-
tök en stærri. En ég legg mesta
áherslu á dýptina í litum mynda
minna. Fyrir mér er það ekki
sjálf myndbyggingin sem er
ævintýrið fyrir mér heldur er
það liturinn. Ég reyni yfirleitt
að byggja myndina upp áður en
ég mála.“
Tryggvi sagði það oft hafa
komið til tals hjá sér og konu
sinni að flytja með fjölskylduna
heim til Islands, en einhverra
hluta vegna hefði það alltaf
dregist. Upphaflega átti að miða
við það þegar eldra barnið væri
komið á skólaaldur, en það er nú
orðið tvítugt og fjölskyldan hef-
ur hvergi farið. „Ég er dálítið
hræddur um að ég myndi tapa
þeim góða vinnufriði, sem ég hef
úti, ef ég færi að koma heim
núna. Vafalítið tæki það mig
heilt ár að koma öllu í fastar
skorður aftur og ég veit ekki
hvort ég er reiðubúinn til slíks.“
Aðspurður um hvort einhver
munur væri að sýna á Listahátíð
eða öðrum sýningum svaraði
Tryggvi því neitandi. „Hinu get
ég þó ekki neitað, að mér finnst
gaman að hitta gamla kunningja
í listinni á ný og sjá hvað þeir
eru að fást við.“
MorgunblaAið/Emilfa
iytte Kjöbeck ásamt einum samstarfsmanna sinna í Kramhúsinu.
Dans-skúlptúr
í Kramhúsinu
DANS-skúlptúr nefnist atriði
danska hópsins Mellem-rum, sem
sýndi í fyrsta sinn í Kramhúsinu,
bakhúsi v/Bergstaðastræti 9B í
gærdag. Tvær sýningar verða til
viðbótar á verki Dananna, sú fyrri
í kvöld kl. 20.30 og sú síðari á
sama tíma annað kvöld.
Það er Jytte Kjöbeck, sem ber
hitann og þungann af framlagi
Mellem-rum. Jytte þessi hefur
verið mjög mikilvirk á sviði
dans- og ballet-listarinnar í
Danmörk og á að baki langan og
glæsilegan feril. Hún hefur m.a.
unnið með Danaballetten, auk
þess sem hún hefur samið dans
við ýmis verk.
Kjöbeck er þó ekki ein á ferð
hér á landi. Með henni eru þrír
karlmenn, tveir danskir og einn
bandarískur. Danirnir eru Henr-
ik Christensen og Willy Örskov
en Bandaríkjamaðurinn er
Ralph Grant. Hefur hann m.a.
að baki nám í American Ballet-
skólanum. Hann hefur dansað
viða í Bandaríkjunum og
V-Þýskalandi.
Uppákoma á
Lækjartorgi
FYRSTA sýning Svarts og
sykurlaussts af fjórum verður á
Lækjartorgi kl. 16 í dag. Svart
og sykurlaust er hópur ungra
íslenskra leikara, sem fara eig-
in leiðir í túlkun viðfangsefna
sinna. Hópurinn hefur áður
vakið athygli fyrir verk sín,
sem hafa þótt frumleg. Svart
og sykurlaust sýnir á Lækjar-
torgi á morgun kl. 16 og einnig
um næstu helgi.
Asmundarsalur:
Verk Corneil-
hjóna sýnd
Arkitektafélag íslands opnaði í
gær kl. 17 í Asmundarsal við
Freyjugötu sýningu á verkum
arkitektanna Elin og Carmen
Corneil, sem höfundarnir hafa
sjálfir nefnt „Northern proj-
ects.“ Til sýningarinnar hafa
Corneil-hjónin valið verk af norð-
lægum slóðum, allt frá Toronto í
Kanada til Rovaniemi í Finn-
landi. Öll eru þau unnin á árun-
um 1963—1983.
Á meðal verka hjónanna má
nefna vinnu í framhaldi af 1.
verðlaunatillögu þeirra um
endurbyggingu Vestmanna-
eyjabæjar eftir gos. I aðfarar-
orðum sínum fjalla hjónin
nokkuð um íslenska bygg-
ingarlist, sem greinilega hefur
ekki látið þau ósnortin.
Óskar Kjartansson, eigandi Skartgripaverslunar Kjartans Ásmundsson-
ar, ásamt listamanninum, Juhani Linnovaara og Evu Mikkola Savolain-
en, sölustjóra Lapponia.
„Hver gripur
er lítið lag“
segir fínnski listmálarinn og skartgripahönnuðurinn Ju-
hani Linnovaara, sem umlykur fínnska steina hvítagulli
„Hver skartgripur er lítil
höggmynd og öllum er þeim ætlað
að flytja einhver skilaboð," sagði
finnski listamaðurinn Juhani
Linnovaara m.a. er blm. Mbl. hitti
hann að máli í skartgripaverslun
Kjartans Ásmundssonar í byrjun
vikunnar.
Juhani Linnovaara er þekktur
listmálari og skartgripahönnuð-
ur í Finnlandi og er list hans til
sýnis á tvennum vígstöðvum í
Reykjavík um þessar mundir í
tilefni Listahátíðar, eins og getið
hefur verið í Mbl. í Norræna
húsinu gefur að lfta sýningu á
málverkum hans og í Skart-
gripaverslun Kjartans Ás-
P
Toccata heitir þetta gullhálsmen.
hannað af Juhani Linnovaara. I
það notar hann finnska steininn
spectrolite og einnig demanta.
mundssonar má sjá sýnishorn af
skartgripum, sem hann hefur
gert fyrir finnska skartgripafyr-
irtækið Lapponia. En Linno-
vaara er einn af fjórum aðal-
hönnuðum þess fyrirtækis, sem
er það stærsta á sínu sviði í
Finnlandi og flytur framleiðslu
sína út til tuttugu landa.
„Ég er fyrst og fremst listmál-
ari,“ sagði Linnovaara, „en ég
lærði gullsmíði áður en ég fór í
listaháskóla og finnst ákaflega
gott að grípa til hennar þegar ég
er í því skapinu. Ég er alltaf einn
þegar ég mála, en í gullsmíðinni
vinn ég með stórum hópi fólks og
það er góð tilbreyting."
Hvítagull er sá málmur, sem
er listamanninum hugstæðastur
og úr því eru flestir gripanna á
sýningunni í nýuppgerðu hús-
næði skartgripaverslunar Kjart-
ans Ásmundssonar í Aðalstræti.
„En af steinum held ég mest upp
á spectrolite, sem er finnskur
steinn," sagði hann. Spectrolite
finnst í bergi í Mið-Finnlandi og
er ekki enn orðinn mjög sjald-
gæfur — og því ekki mjög dýr —
en verður það kannski eftir
nokkur ár. Það sem heillar mig
við þennan stein, eru litbrigðin,
þau minna á fiðrildavængi.
Annað, sem skartgripir hafa
fram yfir málverkið, er að fólk
þarf oft að fara langar leiðir til
þess að skoða málverk, en
skartgripina getur það tekið með
sér hvert sem er.“ Aðspurður
hvort skartgripir hans kæmu
ekki eingöngu fyrir augu fá-
menns hóps, sem hefði ráð á að
festa kaup á þeim, sagði Linno-
vaara :„Fólk þarf ekki endilega
að eignast allt sem það sér og
gleður augað og ég vona, að það
hafi ánægju af því að horfa á
hlutina mína þó að það kaupi þá
ekki.
Ég sæki mikil áhrif til tónlist-
ar og fyrir mér er hver hlutur,
sem ég geri, eins og lítið lag, sem
einhverjum líður. vonandi betur
eftir að hafa hlustað á.“
Að lokum luku Linnovaara og
eiginkona hans, sem er með hon-
um í förinni, miklu. lofsorði á
dvölina á íslandi og allt skipu-
lag. „Þetta er fyrsta heimsóknin
okkar til íslands," sagði Linno-
vaara, „en örugglega ekki sú síð-
asta. Ég er alinn upp í Lapplandi
og þessi óravíði og fagri sjón-
deildarhringur á íslandi, minnir
mig á æskuslóðirnar.“
h.h.s.
Dagskrá Lista-
hátíðar í dag
15.00 ÁRBÆR:
Hvaöan komum við? Einleikur eft-
ir Árna Björnsson, þjóöháttafræö-
ing f frjálslegri túlkun Borgars
Garöarssonar leikara, Borgar
bregöur upp svipmyndum úr dag-
legu sveltalífi fyrir 1—2 öldum.
16.00 L/EKJARTORG:
Svart og sykurlaust tekur efniviö
úr tilverunni, kryddar hann og ber
á borö fyrir áhorfendur. Gjöriö svo
vel.
17.00 ÁRB/ER:
Hvaöan komum viö?
20.30 LAUGARDALSHÖLL:
Philharmóníuhljómsveitin frá
Lundúnum leikur undir stjórn
Vladimirs Ashkenazy. Einleikari
Vladimir Ashkenazy.
20.30 KRAMARHÚSIO:
Mellem-rum. Dans-skúlptúr. f
samvinnu viö Jytte Kjöbeck o.fl.