Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.06.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 33 Fastafulltrúar aðíldarríkja AtlanLshafsbandalagsins á fundi í Briissel. gangi. En ekki er auðséð að sú j verði raunin. Að minnsta kosti er ekki auðséð að sú leið, sem Frakk- ar telja að þjóni vestrænum ör- yggishagsmunum, sé sama leiðin og við kjósum í Noregi. Verðum við þá að taka málið til endurskoð- unar. Forsenda fyrir jákvæðum áhuga Norðmanna á upprennandi sam- vinnu í Vestur-Evrópusamband- inu er, samkvæmt ræðu Eivinns Bergs, að þar gefist tækifæri til að móta sameiginlega vestur-evr- ópska afstöðu, austurstefnu, gagn- vart Sovétríkjunum. Berg sér greinilegan mun á hagsmunum og stefnu ríkja Vestur-Evrópu ann- ars vegar og Bandaríkjanna hins vegar gagnvart Sovétríkjunum. Afstaðan í Vestur-Evrópu er mild- ari og samningsþýðari. Nú er það vissulega svo að NATO leggur mikla áherslu á að samræma betur austurstefnuna. Augljóslega eru það norskir hags- munir að þetta takist. Noregur tekur virkan þátt í þessum til- raunum. Ganga verður út frá því sem vísu að NATO-eining á þessu sviði sé þýðingarmeiri en einhver sérstaða Vestur-Evrópu frábrugð- in stefnu Bandaríkjanna. Þetta er mál, sem þarfnast frekari um- ræðu. Samstaða í þróun vopna Það hefur verið vandamál hjá NATO að ríkium Vestur-Evrópu hefur ekki tekist að veita Banda- ríkjunum nægilega samkeppni varðandi þróun vopnabúnaðar. Enn er hér þörf úrbóta. Vestur- Evrópusambandið getur orðið vettvangur fyrir áhrifameiri stefnu á þessu sviði. En það getur valdið erfiðleikum að skapa meira samkeppnishugarfar gagnvart Bandaríkjunum. Hugsanlega getur þessi þróun samrýmst norskum hagsmunum. En hinsvegar er ljóst að Noregur er mjög háður Bandaríkjunum hernaðarlega, sem veldur því að samstarf í Vestur-Evrópusam- bandinu þarf ekki endilega að vera okkur hagstætt á öllum sviðum. Norsk aðild? Eivinn Berg fór varlega í að gefa til kynna norska aðild að Vestur-Evrópusambandinu. Það er vandamál, sem býður síns tíma. Aðildarríki Vestur-Evrópusam- bandsins geta boðið öðrum ríkjum þátttöku. Noregur hefur sent full- trúa á þingmannaráðstefnur VES. Ekki er víst að andstaða sé í VES gegn hugsanlegri norskri aðild. Hinsvegar verðum við að reikna með því að VES-löndin, Frakkland meðtalið, meti hvert fyrir sig hagsmuni og stefnu hvers þess ríkis, sem óskar aðildar. Þá er ef til vill ekki svo sjálfsagt að Noreg- ur, gjör-háður Bandaríkjunum, reynist ákjósanlegur umsækjandi. Einnig er hugsanleg andstaða af norskri hálfu. En sú andstaða er allt önnur en sú, sem venjum sam- kvæmt hefur komið upp varðandi samvinnu í Vestur-Evrópu al- mennt og sérlega gagnvart Efna- hagsbandalagi Evrópu. Almennt talið ber Norðmönnum að vara sig á að standa utanvið samstarfssamtök í öryggismálum þar sem málefni, er hafa mikla þýðingu fyrir okkur, eru til um- ræðu. Utanríkismálefnalegar afleið- ingar þess að standa utan sam- taka á borð við Vestur-Evrópu- sambandið, verði það virkt á ný, munu fyrst og fremst koma fram í því að við verðum háðari Banda- ríkjunum. Það þarf í sjálfu sér ekki að reynast okkur fjötur um fót. En það gæti þó leitt til breyttrar stýringar á norskri ör- yggismálastefnu. Frá austur-evrópskum sjónar- hóli séð er ljóst að æskilegra er talið að Noregur auki ekki sam- starfið við vestræn ríki í örygg- ismálum. En þegar hinn kosturinn er nánari tengsl við Bandaríkin, veikir það andstöðuna gegn hugs- anlegri norskri aðild að Vestur- Evrópusambandinu. (Þýð. b.) Aroe Olav Brundtland er séríræó- iogur í oryggis- og afvopnuoarmál- um bjá Norsku utaoríkismálastofn- uoinni. JtoriptínM&fotfo Gódan daginn! Um styrki til siúkraflugs — eftir Reyni Ragnarsson Þriðjudaginn 29. maí sl. birtist á baksíðu Þjóðviljans grein um styrki til sjúkraflugs, með fyrir- sögninni „Þingmannavinum út- hlutað“. Þar sem ég undirritaður er þar flokkaður og nafngreindur sem annar af þessum þingmannavin- um. vil ég taka fram eftirfarandi. Á árunum 1982 og 1983 flaug ég alls 12 sjúkraflug, flest frá Kirkjubæjarklaustri til Reykja- víkur. Það var ekki ætlun mín að keppa við aðra aðila um sjúkra- flutninga og meðal annars þess vegna gerði ég reikning fyrir þessi flug á nákvæmlega sama taxta og greitt var fyrir samskonar flutn- ing með sjúkrabíl staðarins. Við meðhöndlun 1 trygginga- kerfinu voru reikningar mínir þó lækkaðir þannig að ég fékk greitt fyrir þessa flutninga helmingi lægri upphæð en samskonar flutn- ingar kostuðu með sjúkrabílnum. Á þessum tíma var ekki kominn viðurkenndur flugvöllur á Kirkju- bæjarklaustri og tveggja hreyfla flugvélar sem fengnar voru úr Reykjavík austur til sjúkraflugs lentu í ýmsum erfiðleikum. Má þar benda á blaðafréttir þar sem“ sagt var frá fleiri tíma basli við að koma sjúkraflugvélum í loftið og varð jafnvel að fá múg og marg- menni til þess að ýta flugvélunum af stað { lausum sandinum. Mér var vel ljós vanbúnaður minn og flugvélar minnar til sjúkraflutn- inga. Meðal annars þess vegna er ég að afla mér atvinnuflugmanns- réttinda í stað einkaflugmanns — og ráðast í kaup á tveggja hreyfla vél sem hentar vel til sjúkraflugs. Þegar mér var bent á að sækja um styrk vegna sjúkraflugsins var það á þeim forsendum að Eyja- flug, sem áður hafði fengið slíkan styrk, væri hætt flugrekstri. Ég vil þakka þeim Þjóðvilja- mönnum fyrir að benda á að óráð- stafað sé 120 þúsund kr. úr sjúkra- flutningasjóði og mun ég sækja um þá peninga hér með. Að endingu vil ég taka fram að mér er ekki kunnugt um að ég sé neitt hátt skrifaður innan Fram- sóknarflokksins „syðra" eins og það er orðað, en ég er vel mál- kunnugur öllum þingmönnum kjördæmis míns og hef ekki reynt þá að því að stuðla að lögbrotum. Reynir Ragnarsson er lögreglu- maóur í Vík í Mýrdal. Hátíöahöld í fögru veðri SlvkkLsholmi, 3. júní. í (ogru veðri við sól og sumaryl var sjómannadagurinn haldinn í Stykkis- hólmi. Að vísu var nokkurt kul, en sól- in bætti það upp. Sólarlítið hefir verið hér um Breiðafjörð ( vor og menn bíða í ofvæni eftir sumrinu, og margir miða við hvítasunnuna. Sjómannadagurinn hófst með því að fólk safnaðist saman á Hafnarbryggjunni og gekk þaðan undir ísl. fánanum til kirkju þar sem séra Gísli Kolbeins prédikaði. Einar Karlsson heiðraði, fyrir hönd sjómannadagsráðs, tvo reynda og duglega sjómenn, sem höfðu lang- an sjómannsferil að baki, þá Gest Sólbjartsson sem fæddur er 1901 ( Bjarneyjum á Breiðafirði og Kjartan Guðmundsson, fæddan 1914 í Svefn- eyjum á Breiðafirði. Fór hann nokkrum orðum um störf þeirra í þágu útvegsins og þakkaði þeim giftudrjúg störf. Að öðru leyti fór sjómannadagur- inn hér fram með hefðbundnum hætti, keppt var í ýmsum íþróttum, svo sem kapphlaupi, kappbeitingu °-fl- Fréttaritari Athugasemd Undirritaður vill taka það fram til þess að eyða öllum hugsanlegum misskilningi, að ekki var verið að 3neiða að starfsmönnum Broadway þegar vikið var að skipulagsleysi af hálfu Listahátiðar í umfjöllun minni um tónleika finnsku þjóðlagasöng- konunnar Aja Saijonmaa. Sigurður Sverrisson FLUCOGBÍLL Luxemburg p Þér eru allir vegir færir frá Luxemburg. Þú getur farið í Alpaleiðangur, ekið til Ítalíu, Liechtenstein eða Frakklands allt eftir því hvað þú vilt skoða, því þú ert þinn eigin fararstjóri. <VTC<XVTI<< FERÐASKRIFSTOFA, Iöna&arhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.