Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
35
Sextugur:
Dr. Þórir Kr. Þórð
aron prófessor
Á þessum upplýstu tímum með-
almennskunnar, þegar farið er
með það sem feimnismál ef einn
ber af öðrum að andlegu atgervi,
þá lætur maður sér ekki úr greip-
um ganga þau tækifæri, sem bjóð-
ast til að gleðjast yfir þeim og með
þeim, sem við flest annað eru
kenndir en meðalmennsku. Eitt
slíkt tækifæri býðst nú, þegar vin-
ur minn, starfsfélagi og velunnari
um áratuga skeið, dr. Þórir Kr.
Þórðarson, prófessor, fyllir sjötta
áratuginn.
Á þessu ári eru jafnframt þrjá-
tíu ár síðan hann hóf störf við
guðfræðideild Háskóla fslands,
fyrst sem dósent og síðan sem
prófessor árið 1957. Þá hafði hann
að baki óvenju glæsilegan náms-
feril. Þegar hann lauk embættis-
prófi í guðfræði frá Háskóla fs-
lands árið 1951 hafði hann auk
þess að baki fjögurra ára nám í
guðfræði, grísku og semítískum
málum við háskólana í Uppsölum,
Árósum og Lundi. Þá stundaði
hann framhaldsnám við Chicago-
háskóla um fimm ára skeið og
lauk þaðan doktorsprófi árið 1959.
Þegar saman fer afburðagóð
menntun og mannkostir, ýmist
meðfæddir eða áunnir í föður- og
móðurgarði, þá er þess að vænta
að þess sjáist merki. Sú hefur og
orðið raunin, þar sem dr. Þórir á í
hlut. Óhjákvæmilegt var annað en
að hann setti þegar í upphafi
starfsferils síns sterkan svip á
guðfræðideildina og á þá guð-
fræði, sem þar var og er iðkuð.
Árin þegar eftir síðari heimsstyrj-
öidina voru miklir umbrotatímar í
guðfræði beggja vegna Atlants-
hafsins. Uppgjörinu á milli frjáls-
lyndu guðfræðinnar og nýorþó-
doxíunnar var að mestu lokið, en í
burðarliðnum var ný guðfræði,
sem var í senn biblíuieg og kirkju-
leg. Biblíuleg í þeim skilningi að
leita enn á ný til upphafsins, að
rannsaka trúarvitnisburðinn eins
og hann er að finna í helgum ritn-
ingum. Og kirkjuleg að því leyti,
að sé ritningunum lokið upp þá
blasir þar við sjónum Guðs lýður,
söfnuðurinn, á vegferð sinni í
gegnum söguna, undir fyrirheitum
hins gamla sáttmála á vit uppfyll-
ingar þeirra í hinum nýja. Þetta
er þá og guðfræði, sem spyr um
rök Guðs ætíð í sögulegu sam-
hengi, hvort heldur er um að ræða
liðna sögu, sem maðurinn í af-
stöðu sinni til Guðs og til annarra
manna skráir af sjálfum sér á
hverri líðandi stund. Trú og saga,
trú og þjóðfélag, trú og pólitík, trú
og menning, trú og líf, aldrei skoð-
að sem aðskildar veraldir, ætíð
sem vettvangur, þar sem maður-
inn stendur undir ávarpi Guðs,
ýmist dómsorði hans vegna brigða
mannsins eða sáttarorði vegna
trúfesti Guðs og kærleika.
Sem guðfræðingur og guðfræði-
kennari hefur dr. Þórir verið sí-
vakinn í því að miðla af þeirri guð-
fræði sem er tímabær, sem flytur
Guðs orð inn í þá tíma, sem við
lifum hér og nú. Þar ræður miklu
sú heildarsýn til manns og heims
jafnt í fortíð sem í nútíð, sem sá
öðlast, er leitar fanga í guðfræð-
inni jafnt í hinu gamla testamenti
sem í hinu nýja. Ekki skal hér
gerð tilraun til að meta áhrif dr.
Þóris á íslenzka kristni, en víst er
um það, að þeir eru ekki margir,
sem farið hafa í gegnum guðfræði-
deildina síðastliðna þrjá áratugi,
sem ekki hafa orðið djúpt snortnir
af þeirri guðfræði, sem hann flyt-
ur.
Þess var ekki að vænta, að guð-
fræðideildin sæti lengi ein að
kröftum dr. Þóris. Hann hefur
verið kallaður til margvíslegra
trúnaðarstarfa jafnt innan veggja
háskólans sem utan. Verður hér
aðeins fátt eitt talið, sem gefur
nokkra vísbendingu um, hvílíkri
fjölhæfni hann hefir yfir að ráða.
Gistiprófessor við McCormic
Theological Seminary í Chicago
1957—’59. Varaforseti háskóla-
Það er bæði fróðlegt og ánægju-
legt að svipast um öxl á tímamót-
um í ævi góðra samferðamanna.
Bæði ánægja og tregi hlýtur að
bærast með þeim sem rifja upp
sína eigin fortíð og æviskeið. En
fyrir þá sem eingöngu hafa notið
samvista með ágætu fólki, er það
mikil ánægja að stinga niður
penna og nota svona tækifæri til
að þakka góðar samvistir. Ég
kynntist Steinunni Þórðardóttur
þau tvö ár sem ég var við kennslu
í Stykkishólmi. Hún var ekkert
frábrugðin öðrum ágætum Hólm-
urum og Snæfellingum. Hafi ein-
hver þjóðkunnur maður dvalist
hjá „vondu fólki“ þar vestra og
rómað það eftirminnilega, þá var
mitt hlutskipti að kynnast „hinum
fóðu“ þar eins og annars staðar.
!g kom oft til Þrándar og Stein-
unnar að Hóli og var þar eins og
ráðs 1962—’63 og 1970-71. í
stjórn námsbrautar í almennum
þjóðfélagsfræðum við Háskóla Is-
lands 1972—74. Framkvæmda-
stjóri hátíðahalda vegna hálfrar
aldar afmæli Háskóla íslands
1961. í undirbúningsnefnd stofn-
unar Norræna hússins 1961—'62
og formaður íslenzku fram-
kvæmdanefndarinnar 1963—’68.
Formaður dansk-íslenzka félags-
ins 1962—’66 og í stjórn íslenzk-
ameríska félagsins sömu ár.
Formaður undirbúningsnefndar
vígsluhátíðar Skálholtskirkju
1963. í úthlutunarnefnd lista-
mannalauna 1964— '66. Formaður
velferðarnefndar aldraðra
1964-’67.
Langur listi en þó langt í frá
tæmandi. Nokkur undanfarin ár
hefur dr. Þórir verið ritstjóri Ár-
bókar Háskóla íslands, en á þeim
vettvangi hefur hann unnið mikið
og merkilegt starf til mikils hag-
ræðis fyrir háskólamenn sem og
aðra, sem vilja kynna sér starf-
semi háskólans á líðandi stund.
Þá er ógetið þeirra umfangs-
miklu starfa, sem dr. Þórir hefur
unnið í þágu samborgara sinna í
Reykjavík. Hann átti sæti í borg-
arstjórn Reykjavíkur I tvö kjör-
tímabil, 1962—70, og var jafn-
framt varaforseti borgarstjórnar
þann tíma. Sat í ýmsum nefndum
borgarinnar, þ.á m. í fræðsluráði,
barnaverndarnefnd og í félags-
málaráði.
Á þessum vettvangi sem á öðr-
um reyndist dr. Þórir timamóta-
maður. Hann var hugmyndafræð-
ingurinn að baki þeirri róttæku
endurskipulagningu á félagslegri
þjónustu í Reykjavík, er leiddi til
heimagangur. Þrándur var hús-
vörður í skólanum. Jafnframt var
hann á þessum árum að byggja við
húsið þeirra og bæta eldri hlut-
ann. Gestir fundu glöggt and-
rúmsloft heimilisins, því fljótlega
var ekki um neitt gestaviðmót að
ræða. Fáguð og glaðvær hlýja ein-
kenndi heimilislífið.
Þegar hér var komið sögu hafði
margt á daga hennar drifið.
Átján ára að aldri giftist hún
fyrri manni sinum, Jóni Aðal-
steini Sigurgeirssyni frá Hömlu-
holtum. Tveim árum síðar, þegar
Steinunn er tvítug hefja ungu
hjónin sinn gestgjafabúskap.
Sumarið 1934 hófu þau að byggja
upp veitinga- og gistiaðstöðu að
Vegamótum í Miklaholtshreppi.
En fyrsta sumarið fóru veit-
ingarnar fram i tjaldi. Nokkrum
árum síðar hefja þau, samhliða
Sjötugsafmæli:
Ólína Steinunn
Þórðardóttir
stofnunar Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar og félagsmála-
ráðs. Með þeirri nýskipan var
brotið blað i sögu velferðarmála
hér á landi. Þá var dr. Þórir í for-
ystu fyrir því mikla átaki, sem
gjört var á borgarstjórnarferli
hans í málefnum aldraðra, með
því að hefja byggingar íbúða fyrir
aldraða. Nú dylst engum lengur,
hversu feikna mikilvægu máli var
hér veitt brautargengi.
í góðra vina hópi lætur dr. Þórir
stundum þau orð falla, þegar
minnst er á störf hans af málefn-
um borgarinnar, að þetta hafi ver-
ið „heiðna tímabilið“ í ævi hans.
Það er nú öðru nær. Miklu frekar
vitna þessi störf glöggt um þá guð-
fræði, sem hann er gagntekinn af,
að þjónustan við Guð og náungann
skal látin í té á hinum veraldlega
vettvangi ekki síður en á hinum
andlega, á markaðstorginu sem í
þessum rekstri, að koma upp hót-
elbyggingu og rekstri þess í
Ólafsvík. Árið 1942 flytjast þau
svo til Stykkishólms. Þar kaupa
þau gamla samkomuhúsið og
endurbyggja það í fullkomið bíó-
hús. Síðar (1945) kaupa þau einnig
Hótelið í Stykkishólmi. Þessi bæði
fyrirtæki reka þau af miklum
krafti. Ég hef það fyrir satt að
Steinunn hafi átt drjúgan þátt i
þessari velgengni og dugnaði
þeirra hjóna, en bæði drógu þau
Seltjarnarnessöfnuður:
Hvítasunnuguðsþjónusta og safnaðarferð
ÞANN 16. ágúst árið 1981 var tek-
in fyrsta skóflustungan að kirkju-
byggingu Seltjarnarnessafnaðar á
Valhúsahæð. Stöðugt var unnið
fram til síðastliðins hausts en þá
varð að stöðva framkvæmdir
vegna fjárskorts. Nauðsynlegt er
að gera bygginguna fokhelda í
sumar til þess að ekki komi til
skemmda. I Seltjarnarnessókn er
mikill fjöldi jákvæðra sóknar-
barna sem villa veg kirkjunnar
sinnar sem mestan og með sam-
einuðu átaki ætti að reynast
mögulegt að koma safnaðarheim-
ilinu í nothæft ástand með haust-
inu. Ekki þarf að fjölyrða um gildi
þess að hafa hentugt safnaðar-
heimili jafnt fyrir unga sem
aldna.
Á hvítasunnudag kl. 2 verður
guðsþjónusta í kirkjubyggingunni
og að henni lokinni mun formaður
byggingarnefndar, Karl B. Guð-
mundsson, útskýra framkvæmdir.
Hvetjum við alla sem mögulega
geta því við komið að koma til
okkar og sjá og heyra.
Þann 7. júlí er ráðgerð fjögurra
daga safnaðarferð um Snæfellsnes
og Dali. M.a. verður farið út í
Flatey á Breiðafirði. Gist verður á
hótelinu f Stykkishólmi og Éddu-
hótelinu að Laugum í Sælingsdal.
Allar nánari upplýsingar veitir
undirritaður og þær Ingibjörg
Stephensen í síma 13120 og Krist-
ín Friðbjarnardóttir í síma 18126.
Frank M. Halldórsson
musterinu, í borgarhliðinu sem
frammi fyrir hásæti hins hæsta,
eða hvar var það, sem spámenn
hinna fornu hebrea tóku sér stöðu
og mæltu hið tímabæra orð?
Með öllum þessum miklu
önnum, sem nú hefur verið drepið
á, hefur dr. Þórir ekki látið sitt
eftir liggja við fræðistörfin í guð-
fræðinni. Allt of langt mál yrði að
gera því skil. Þó hlýt ég að nefna
endurskoðun hans á öllum texta
Gamla testamentisins, feikna
mikið starf, en afrakstur þess kom
í ljós með útgáfu nýju biblíuþýð-
ingarinnar, sem mönnum er enn í
fersku minni.
Maðurinn er hamhleypa til
verka, fellur sjaldnast verk úr
hendi.
Freistandi væri að lýsa mannin-
um Þóri Kristni Þórðarsyni, per-
sónutöfrum hans, ræðusnilld,
óþreyju hans um málefni guðs-
kristni í landinu sem og um mál-
efni líðandi stundar um veröldina
víða, og óþoli hans gagnvart lág-
kúru og meðalmennsku í hugsun,
orði og verki. En hér læt ég staðar
numið.
Dr. Þórir er borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur. Foreldrar
hans voru Þórður Nikulásson, vél-
stjóri, og kona hans Þorbjörg
Baldursdóttir. Dr. Þórir er tví-
kvæntur. Fyrri konu sína, Inger
Schiöth, missti hann 1961. Síðari
kona hans er Jakobína Finnboga-
dóttir. Þau hjónin dveljast erlend-
is um þessar mundir.
Þessum orðum fylgja hugheilar
árnaðaróskir mínar og fjölskyldu
minnar sem og starfsfélaga í guð-
fræðideild háskólans.
Björn Björnsson.
ekkert af sér til að veita gestum
sínum sem besta og notadrýgsta
þjónustu.
Á annan dag jóla 1946 dregur
ský fyrir sólu. Þann dag missir
Steinunn mann sinn. Á næsta ári
selur hún bæði fyrirtækin. Tvö
börn höfðu þau eignast, Hrefnu,
sem er gift Jens Þorvaldssyni, og
Sæbjörn, tónlistarmann, sem er
giftur Valgerði Valtýsdóttur. Aft-
ur birti til hjá Steinunni. Nokkru
síðar kynntist hún Þrándi Jak-
obssen frá Götu í Færeyjum.
Hann stundaði sjómennsku frá
Stykkishólmi og síðan almenna
vinnu í landi.
Hinn 16. júní 1951 var svo hald-
ið hið eftirminnilega brúðkaup
hinna fjögurra systkina frá
Miðhrauni.
Þau Þrándur og Steinunn eign-
uðust eina dóttur, Sunnevu, sem
býr hjá foreldrum sínum. Einnig
tóku þau 7 mánaða stúlku, Hans-
ínu Bjarnadóttur og ólu hana upp
sem sína eigin dóttur. Einnig hef-
ur dóttir Hansínu dvalist mikið
hjá „afa og ömmu“.
Til Reykjavíkur fluttust þau
1963. Um árabil hefur Þrándur
verið húsvörður í KR-heimilinu
við Kaplaskjólsveg. Nýlega fluttu
þau svo i nýtt hús að Bauganesi 35
í Reykjavík. Það sýnir að kraftur
uppbyggingar hefur haldist enn
við.
Steinunn getur litið yfir nokkuð
langan veg uppbyggingar og
átaka. Frá því er tvítug stúlkan
hóf veitingarekstur í tjaldinu við
vegamótin í Miklaholtshreppi
fram til þessa dags.
Mörgum gestum hefur hún veitt
góðan og hlýlegan beina. Við hjón-
in og gestir þínir frá liðnum árum,
vinir og kunningjar senda þér
kveðjur og hlýlegar hamingjuósk-
ir á þessum tímamótum.
E.s. Ég bið að heilsa honum
Þrándi mínum svona í leiðinni.
Hjörtur Þórarinsson
Ódvrustu viðarkolin í bænum!
ARMÚLA 1A S. 686-111 — Eiöstorgi 11 S. 29366.