Morgunblaðið - 09.06.1984, Side 36
r»r» ► ^Tr»V n «TTTr> t rrrr t r\rt » ▼ ^tt
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
36
Minning:
Sigurjón Valda-
son, Vestmannaeyjum
Fsddur 29. október 1912
Dáinn 13. maí 1984
Sigurjón fæddist í Sandgerði við
Vesturveg í Vestmannaeyjum. En
þar bjuggu foreldrar hans Guðrún
Stefánsdóttir og Valdi Jónsson.
Þau voru bæði að ætt og uppruna
úr Rangárþingi, undan Eyjafjöll-
um. Með þeim ólst hann upp í hópi
systkina sinna. Af þeim lifa Guð-
jón skipstjóri og útgerðarmaður,
kominn yfir nírætt og systurnar
Kristný og Guðbjörg.
Erfið kreppuár einkenndu upp-
vaxtartíð Sigurjóns. Ungur var
hann því, er hann tók til höndum,
til hjálpar á heimilinu. Hann
hafði mjög sterka sjálfsbjargar-
viðleitni og náði góðum árangri,
með eljusemi og dugnaði.
Hann var bráðungur er hann
gerðist íþróttamaður og gekk í Tý.
Þótti hann snjall glímumaður og
knattspyrna var honum hollur
leikur. En brauðstritið var ekki
satt með því. Því fór hann ungur
að klífa björg og stunda fuglaveið-
ar. Náði hann því að verða snjall
veiðimaður. Tvisvar sótti hann
Eldey og lenti í miklum svaðilför-
um í bæði skiptin.
Um árabil stundaði Sigurjón
síldveiðar fyrir Norðurlandi, á
„Hilrni", með Haraldi Hannessyni.
Nær við 25 vetrarvertíðir stundaði
Sigurjón sjó frá Eyjum. Var hann
eftirsóttur liðsmaður og réri með
ýmsum köppum. Lengi með Guð-
jóni bróður sínum, sem um mörg
ár stýrði „Kap“ VE 272. Sigurjón
var með á „Snyg“ þegar hann
strandaði austan við Stokkséyri
árið 1936. Einnig á Búrfelli þegar
það strandaði í Brimurð á Heima-
ey. Mannbjörg var í bæði skiptin,
en skipin urðu ónýt.
Árið 1945 réðst hann á „Vest-
mannaey", sanddæluskip Eyja-
manna, fyrst sem sumarmaður,
síðar fastur starfsmaður árið um
kring. Við andlát hans var hann
búinn að starfa hjá Hafnarsjóði
nærfellt 40 ár.
Þar áttum við Sigurjón samleið
um 7 ára bil. Bæði á Létti og
grafskipinu. Hann var vel byggður
líkamlega og ósérhlífinn. Handtök
hans föst og örugg. Hann var
óáreitinn og ljúfur í skapi. Ef það
ýfðist þá var betra að hann sýndi
samstöðu, en mótstöðu. Sáttfús
var hann og mikill vinur vina
sinna. Tel ég Sigurjón hafa verið
meðal minna bestu vina og geymi
ég hugljúfar minningar um hann
og blessa mjög gott samstarf um
árabil.
Sigurjón var lánsmaður í einka-
lífi sínu. Hann kvæntist Mínervu
Kristinsdóttur 13. september 1941.
Heimili þeirra stóð alla tíð f Eyj-
um. Árið 1952 flytja þau í nýtt
einbýlishús, sem þau hjónin
byggðu við Vallargötu 8. Þar bjó
Minerva manni sínum mjög fagurt
og yndislegt heimili. Þau hjón
voru mjög samstæð um að skapa
sér fallegan samastað og tókst það
svo naumast var á betra kosið.
Þau ólu upp Sigríði Minervu frá
4ra mánaða aldri. Hún er nú eig-
inkona Kristins Baldvinssonar og
stendur heimili þeirra f Mos-
fellssveit. Drengirnir þeirra þrír
hafa verið mjög hændir að afa og
ömmu og dvalið langtímum saman
í heimili þeirra.
Nú við leiðarlok er góður dreng-
ur kvaddur. Maður sem ekki vildi
vamm sitt vita. Hafði hreinan
skjöld. Sáttur við Guð og menn. Sá
drottinn sem hann trúði á og bað
til, brást honum ekki. Sigurjón
vissi að Jesús er „vegurinn, sann-
leikurinn og lífið“. Fyrir Hann var
opin leið að Föðurhjarta Guðs.
Ég blessa minningu Sigurjóns
Valdasonar og sendi eiginkonu og
öllum ástvinum samúðarkveðjur.
Einar J. Gíslason
„Vertíð er á enda
ævi runnar tíðir
hel fyrir stafni stár..."
(Bólu-Hjálmar)
Við vertíðarlok á þessu vori lauk
æviskeiði Sigurjóns Valdasonar
frá Vestmannaeyjum. Hann and-
aðist á sjúkrahúsinu þar, tveim
dögum eftir lokadaginn en hann
hafði átt við vanheilsu að strfða
síðustu mánuði. Útför hans var
gerð frá Landakirkju laugardag-
inn 26. maí sl.
Sigurjón var fæddur 29. október
1912 í Sandgerði í Vestmannaeyj-
um. Þar ólst hann upp f stórum
systkinahópi við örbirgð þess
tima, sem þroskaði með honum
viðleitni til þess að vilja standa á
eigin fótum f lífinu. Foreldrar
hans voru Valdi Jónsson og kona
hans, Guðrún Stefánsdóttir.
Á uppvaxtarárum hans var það
algengt, að unglingar færu
snemma að vinna. I Vestmanna-
eyjum var það sjórinn, sem leitað
var fanga til. Sigurjón fór ungur
til sjós. Sextán ára gamall er hann
á síldarvertíð við Norðurland og
stundar sjómennsku upp frá því.
Árið 1943 gerist hann starfsmaður
Vestmannaeyjakaupstaðar og
vinnur við hafnarframkvæmdir á
sumrin en reri frá Eyjum á vet-
urna.
Kapp og vinnusemi voru honum
f blóð borin. Hann kunni þvf illa,
að á honum stæði við vinnu. Á
síldinni var hann t.d. þekktur
fyrir að vera með þeim fyrstu að
koma sér í bátana eins og það var
kallað. Þetta var á þeim tímum,
þegar nótabátar voru notaðir til
þess að kasta nótinni og þeim róið
á höndum og nótin einnig dregin
með handafli. Þá var veiðin oftast
undir því komin, að menn væru
fljótir, samtaka, og að enginn lægi
á liði sínu. Við þessi störf svo og
önnur var Sigurjón liðtækur mað-
ur, enda eftirsóttur. Hann var og
vel verki farinn.
Eftir að hann hóf störf hjá
Vestmannaeyjakaupstað var það
eitt af hans verkefnum að manna
lóðsbátinn til aðstoðar og björg-
unar. Hann skoraðist aldrei undan
kalli, hvernig sem á stóð, eða
hvenær sólarhrings sem var.
Sigurjón hafði sérstakan frá-
sagnarhæfileika. Án málskrúðs og
orðalenginga gæddi hann frásagn-
ir sínar slíku lífi, að áheyrandinn
sá atburðina ljóslifandi fyrir sér.
Hann sagði oft frá atburðum
tengdum starfi sínu, sjómennsk-
unni. Sérstaklega er minnisstæð
frásögn hans af hörmulegu sjó-
slysi við Faxasker f janúar 1950,
þegar vaskir menn reyndu að
bjarga félögum sínum úr sjávar-
háska, en fengu ekkert að gert
vegna óveðurs.
Sigurjón var dagfarsprúður
maður. Hann átti gott með að um-
gangast fólk og erjur og illdeilur
voru honum fjarri skapi. Þegar
svo bar undir, reyndi hann ávallt
að slá á létta strengi. Sigurjón átti
sér enga óvildarmenn, öllum var
hlýtt til hans.
Þó hann hefði gaman af þvf að
gleðjast með kunningjum, gekk
hann hægt um gleðinnar dyr.
„Þjóðhátíðin“, þessi sérstæða há-
tíð allra Vestmannaeyinga, var
Óskar Guðfinns-
son - Minningarorð
Fæddur 16. janúar 1918
Dáinn 19. maí 1984
Hann lést um borð í b/v Júní
hinn 19. maí sl. Það má segja að
það var lífi hans samboðið að fá að
kveðja það við starf um borð í
skipi. Þarna hafði hann notað sína
seinustu krafta við að splæsa sam-
an víra og ekki sparað við það
orku frekar en svo oft áður. Hann
hafði verið kominn með heldur of
háan blóðþrýsting og var búinn að
ákveða það að fara nú f land í
haust og fara þá að taka lífinu
heldur hægar en hingað til, og
hefði nú þess vegna heldur þurft
að fara að hlífa sér við miklum
átökum, en það var bara ekki hans
vani. En þarna sannaðist einnig
sem svo oft áður, að enginn ræður
sínum næturstað.
Óskar var fæddur á Eyrar-
bakka, sonur hjónanna Rannveig-
ar Jónsdóttur frá Litlu-Háeyri og
Guðfinns Þórarinssonar frá Nýja-
bæ á Eyrarbakka. í báðum þessum
ættum voru miklir og dugandi sjó-
menn og vinna og sparsemi þar í
hávegum höfð.
Guðfinnur gerðist formaður
ungur og eignaðist snemma sinn
eigin bát með mági sínum, Sigur-
jóni, sem seinna varð þekktur
fiskmatsmaður í Reykjavík og víð-
ar. Þessi bátur var í kringum 10
tonn að stærð og hét Sæfari.
Á vertíðinni hinn 5. apríl 1927
þá róa allir bátar frá Stokkseyri
og Eyrarbakka, en ekki var róið
frá Þorlákshöfn þennan dag. Um
morguninn var austan strekking-
ur og útlit heldur vindlegt, og reru
flestir bátanna vestur með landi.
Þegar fram á daginn leið fór að
hvessa og gerði austan kviku all
skarpfc með hornriða, sem svo var
nefndur, og gat reynst hættulegur
þegar farið var inn sundið.
ðskar er þá ásamt nokkrum fé-
lögum sínum frammi í sjógarðs-
hliðinu við kofann hans Jóa gamla
í Frambæ og eru þeir að fylgjast
með því þegar bátarnir eru að
koma að.
Þeir sjá þegar Sæfari leggur á
sundið og þegar ólagið nær honum
og hvolfir sér yfir þessa litlu
fleytu, sem hverfur í svarrandi
brimið með 8 menn innanborðs,
alla á besta aldri.
Þann dag var þungt yfir Eyr-
arbakka og þann dag urðu mörg
börn föðurlaus og ekkjur nokkrar.
Hvaða áhrif þessi atburður mun
hafa haft á Óskar er hann horfir
þarna á föður sinn drukkna ásamt
skipshöfn sinni án þess að nokkuð
væri hægt að gera til bjargar,
verður víst seint svarað. En þegar
hann komst til vits og ára þá valdi
hann samt sjómennskuna sem sitt
æfistarf enda var þá ekki úr
mörgu að velja. óskar elst nú upp
með móður sinni og systur sinni
Hönnu og áttu þau heima á Eyri.
Hann var snemma látin fara að
hjálpa til og vinna heimilinu sem
hægt var og hann var ekki mikið
yfir fermingu er hann komst í
vegavinnu hjá ólafi Bjarnasyni á
Þorvaldseyri og var hjá honum í
nokkur sumur.
Árið 1935, þá 17 ára, ræðst hann
á mótorbátinn „Frey“ til hins
kunna aflamanns, Jóns Helgason-
ar frá Bergi á Eyrarbakka og er þá
vertíð í Sandgerði. Það kom
snemma í ljós hvað hann var
ósérhlífinn og duglegur við hvaða
verk sem hann vann enda var
hann alla sína löngu sjómannstíð í
úrvals skipsrúmum.
Hann var nokkur ár með hinum
fræga afla- og spilamanni, Torfa
Halldórssyni á m/b Þorsteini RE
21, bæöi á síld og línu. Þorsteinn
mun hafa verið í kringum 40 tonn
og þar var bæði beitt og saltað um
borð. Þessar útilegur voru oft æði
slarksamar í svartasta skamm-
deginu, einkanlega þegar verið var
vestur undir Jökli, og það var ekk-
ert sældarbrauð að beita lfnuna í
ágjöf og brunagaddi þó svo að
skýli hafi nú verið í ganginum
bakborðsmegin.
Þá var ekki alltaf um mikinn
svefn að ræða, og það fór ekki vel
með hendurnar að þurfa bæði að
beita og vera svo í saltinu líka,
enda urðu menn oft sárhentir og
fengu sár og fleiður á úlnliðina
undan stakknum og átunni úr
síldinni, til þess að verjast þessu
voru menn með eirkeðjur um úln-
liðinn.
Þröngt mun einnig hafa verið í
lúkarnum því þar var allur matur
eldaður og þar urðu menn að þrífa
sig og sofa og þurrka af sér lepp-
ana.
En á þessum árum fyrir stríð
voru menn ekki að fást um slíkt.
Það þótti bara gott að geta komist
í góð pláss, menn voru ekki vanir
öðru betra.
Lengst af var hann þó með hin-
um kunna aflaskipstjóra Vil-
hjálmi Árnasyni, bæði á togaran-
um Venusi og svo Röðli, og hann
sigldi öll stríðsárin bæði á þessum
skipum og svo um tíma á línuveið-
aranum Jökli, sem var í fiskflutn-
ingum til Englands.
Þá var hann einnig með hinum
þekkta aflamanni og loðnuskip-
stjóra Haraldi Ágústssyni á vél-
skipinu Guðmundi Þórðarsyni úr
Reykjavík og síðan lengi á afla-
skipinu Víkingi með Hans Sigur-
jónssyni. Einnig starfaði hann í
nokkur ár hjá ögurvík hf., bæði á
skipum þess og í landi.
Óskar var afburða duglegur og
góður sjómaður og vel liðinn sem
félagi af öllum sem með honum
voru. Hann var hægur og rólegur
og var ekki að troða öðrum um tær
né trana sér fram á nokkurn hátt,
en hann hafði sínar ákveðnu skoð-
anir á hverju sem var.
Og ég hygg að það sé ekki fjarri
lagi og lýsti honum vel í starfi
með tilvitnun í þessar vísur eftir
Jónas Árnason:
Bærist afli inná dekk
eins og það gat borið,
svo menn óðu villivekk
vel í mitti slorið,
í aðgerð fram hann ólmur gekk
eins og Ijón í geitastekk,
en fáir hafa af fínni smekk
af fiski hausinn skorið,
af fiski hausinn fagurlegar skorið.
Og líka þegar allt var í
einu djöfuls volli,
hlerar brotnir, hafarí
og hundrað göt á trolli,
kunni hann með kurt og pí
að kippa öllu í lag á ný,
þó býsn hann gæti bölvað því
bæði í dúr og molli!
sumt í dúr, en meira þó í molli.
honum oftast tilefni gleðskapar.
Hann veitti af rausn og velvild
þeim, sem sóttu hann heim.
Á sínum yngri árum var hann
virkur þátttakandi í íþróttum.
Hann lærði glímu og lék um árabil
knattspyrnu með félögum sínum í
Tý. Áhugi fyrir þeirri íþrótt hélst
alla tíð.
Árið 1941 kvæntist hann eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Mínervu
Kristinsdóttur. Bjuggu þau fyrstu
9 ár búskapar síns á Bakkastíg 3,
en síðar í Sólnesi, þar til þau
fluttu í eigið hús að Vallargötu 8,
árið 1952, sem þau höfðu þá byggt.
Þar hafa þau búið síðan að undan-
skildum 10 mánuðum, sem þau
urðu að fara frá Eyjum vegna
jarðeldanna 1973. Þau hjónin fóru
strax út í Eyjar aftur og hægt var
að vera þar eftir gosið, þrátt fyrir
það áfall og tjón, sem þau höfðu
orðið fyrir í gosinu.
Mínerva bjó manni sfnum vina-
legt og fagurt heimili. Þar sat
gestrisni í fyrirrúmi og þar var
gott að koma.
Þeim Sigurjóni og Mínervu varð
ekki barna auðið, en þau fóstruðu
upp systurdóttur Sigurjóns, Sig-
ríði Mínervu, sem nýverið lauk
prófi í viðskiptafræði frá Háskóla
lslands. Hún er gift Kristni Bald-
vinssyni, byggingameistara úr
Vestmannaeyjum. Þau eru búsett
i Mosfellssveit og eiga þrjá syni,
Sigurjón, sem varð stúdent á
þessu vori, Þóri, sem er nemandi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
og Baldvin á barnaskólaaldri. Þeir
nutu í ríkum mæli umhyggju afa
síns og ömmu.
Eldri drengirnir, sem báðir eru
fæddir í Vestmannaeyjum, en
fluttu burt í gosinu 1973, leituðu
fljótlega á heimaslóðir aftur í frí-
um sínum. Afa þeirra var umhug-
að um að útvega þeim vinnu strax
og þeir hefðu þrek til og vakti yfir
því, að þeim farnaðist vel.
Sigurjón Valdason vann sitt
ævistarf af elju og samviskusemi.
Hann hófst af eigin rammleik úr
fátækt til bjargálna. Hann er nú
genginn. Megi minningin um góð-
an dreng varðveitast.
Sólveig og Einar
Óskar var sæmdur heiðurs-
merki sjómannadagsins 1979.
Er ég var ungur kom ég oft að
Eyri til þeirra Rönku og óskars og
margar ánægjustundirnar átti ég
þar í litla og hlýja eldhúsinu, og
þar var margt skrafað og spjallað
og margan sopann drakk ég þar,
en stundum þótti nú gömlu kon-
unni óþarflega vel bætt í maskín-
una þegar Óskar var heima.
Eitt sinn gaf Ranka mér blá-
svarta peysu sem var orðin of lítil
á Óskar, ég var þá að byrja að róa
og er ég var svo kominn í hana þá
fannst mér einhvern veginn að nú
yrði ég að standa mig og láta nú
mitt ekki eftir liggja þar sem
Óskar hafði verið í henni áður.
Óskar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Hallveigu Ólafsdóttur,
sem alin var upp hjá afa sínum og
ömmu á Ásabergi á Eyrarbakka.
Þau eignuðust fimm börn en urðu
fyrir þeirri þungu raun, að sonur
þeirra aðeins tvítugur að aldri
varð bráðkvaddur um borð í togar-
anum Ögra hér rétt sunnan við
Eyjar 1. des. ’78. Missir þessa unga
og efnilega manns fékk verulega
mikið á óskar og það mun ekki
hafa verið fyrr en nú á síðasta ári
sem hann var að nokkru farinn að
sætta sig við þessi örlög.
Þó leiðir okkar óskars hafi ekki
legið mikið saman eftir að við
fluttum báðir frá Eyrarbakka þá
hittumst við alltaf öðru hvoru og
þá oftast á æskustöðvunum.
Þau systkinin áttu Eyrina
áfram og voru þar mjög oft og um
hverja helgi yfir sumarið, þau
hföðu þar kartöflugarð og svo var
verið að dytta að húsi og lóð og
finna þar þann frið og ró líkt og í
gamla daga. Það er eins og Bakk-
inn hafi ekki ennþá komist að
fullu í takt við tímann ennþá, og
breytingar þar orðið minni en víð-
ast annars staðar.
Og er ég nú kveð með þessum
línum hinn góða dreng og vin, þá
sendi ég fjölskyldu hans mfnar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigmundur Andrésson