Morgunblaðið - 15.07.1984, Qupperneq 2
50
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 15. JtJLl 1984
Og ætlar þú þá að taka því
rólega héðan í frá?
„Ef nýi skólastjórinn vill hafa
mig sem kennara þá er ég viljug-
ur að taka fáeina nemendur.
Bæði er, að það sem mér lætur
best er að kenna á píanó og svo
hefi ég ákaflega mikla ánægju af
kennslunni. Það eru 61 ár síðan
ég byrjaði að kenna sem at-
vinnumaður, og síðan hef ég ein-
göngu starfað að tónlist nema
þau þrjú ár, sem ég var i banda-
ríska hernum til að sigra Hitler.
Þetta er orðinn langur tími. Það
hefur að minnsta kosti enginn
íslendingur, svo ég viti, unnið að
kennslu í tónlist svona lengi. Þú
veist, að samanlagður starfsald-
ur og lífaldur er 95 ár til að kom-
ast á eftirlaun en hjá mér eru
þau að nálgast 150.“
þetta er langur tími.
„Jú, en þetta hefur verið
skemmtilegt, og þrátt fyrir erf-
iðleikana hefur allt gengið vel.
Þegar ég kom til landsins frá
Bandaríkjunum 1948, eftir að
hafa verið erlendis í næstum 30
ár, voru engir starfandi tónlist-
arskólar á landinu nema í
Reykjavík og á Akureyri. Tón-
listarskólinn á ísafirði var í
rauninni stofnaður 1947 en hann
hóf ekki störf fyrr en þegar ég
kom á ísafjörð sumarið eftir.
Fyrst var ég eini kennarinn,
svo fékk ég Jónas Tómasson
eldri til þess að kenna á orgel og
á næstu árum bættust við píanó-
kennararnir Elísabet Kristjáns-
dóttir og Guðmundur Árnason.
Nemendur á 30 ára afmæli Tónlistarskólans á ísafirði 1978.
Ragnar við kennslu. Nemandinn er Hólmfríður Sigurðardóttir.
Við kenndum öll heima hjá
okkur, og ég tók strax upp á því
að halda samæfingar nemenda
heima hjá mér á sunnudögum og
hefur það haldist ætíð síðan.
Nokkru seinna hófst kennsla á
blásturshljóðfæri og svo bættust
við fiðla og selló og ýmis önnur
hljóðfæri. Þá hafa um margra
ára skeið starfað lúðrasveit og
hljómsveit við skólann auk
kammersveita nemenda og
kennara.“
Og hvar fór kennslan fram. í
eldhúsinu hjá þér eða ... ?
Nei, reyndar ekki, en við höf-
um orðið að kenna í heimahús-
um, skólum bæjarins og í leigu-
húsnæði út um allan bæ. Nú eru
hins vegar uppi áform um að
byggja skólahús og vafalaust
tekst ísfirðingum, af sínum al-
kunna dugnaði, að reisa fagra og
ágæta byggingu.“
Gekk hægt í fyrstu
Var mikill áhugi fyrir skólan-
um á ísafirði á fyrstu árum
hans?
„Þetta gekk ákaflega hægt í
fyrstu, skal ég segja þér. Ég hefi
alltaf verið sannfærður um, að
börn ættu að byrja að læra á
hljóðfæri sem allra yngst.
Fyrstu árin voru flestir nemend-
urnir unglingar eða fullorðið
fólk, þangað til Anna Áslaug
dóttir mín og Lára Rafnsdóttir
innrituðust í skólann sex til sjö
ára. Þær gerðu svo mikla lukku
að fólk sá að það væri ekki svo
vitlaust að láta krakkana fara til
hans Ragnars."
Er alltaf jafnmikill tónlistar-
áhugi á ísafirði?
„A síðastliðnu ári stunduðu
um 170 nemendur nám við skól-
ann. Skólinn hefur notið mikilla
vinsælda og ég vona að svo verði
um alla framtíð."
Sækir fólk af öllu landinu
skólann?
„Það er aðallega frá ísafirði og
víðar af Vestfjörðum."
Heldur þú að það sé staðbund-
ið fyrirbæri þessi tónelska Vest-
firðinga?
„Tónlistarskólum smáfjölgaði
í landinu en þeim fjölgaði fyrir
alvöru eftir ’75 þegar lög frá al-
þingi komu um að ríkið greiddi
helming af launum kennara og
skólastjóra og bæjar- eða sveit-
arfélög greiddu hinn helminginn
af laununum. Allan annan
kostnað greiddi skólinn sjálfur
með skólagjöldum nemenda.
Þetta hefur orðið til þess að í
fyrra voru á níunda þúsund
nemenda í tónlistarskólunum og
á ellefta þúsund söngfólks voru í
söngflokkum landsins og fjöldi
hljómsveita hefur verið stofnað-
ur. Þess vegna er það að ef ís-
lendingar skera nú niður fram-
Iag til tónlistarskólanna, til
listamanna, til háskólamanna og
ætla að fara að takmarka þekk-
inguna þá er voðinn vís. Ef við
höldum áfram styrknum til að
auka þekkinguna, auka listirnar
og styrkjum okkar nemendur til
náms, ekki aðeins á íslandi held-
ur líka erlendis, þá er okkur
borgið. Eins og ég hef sagt nem-
endum mínum: „Það verður eng-
inn músíkant á ísafirði," þótt
þeir fengju heimsins bestu kenn-
ara. Til þess er umhverfið of
fábreytt. Eg ráðlegg alltaf öllum
nemendum minum, sem ætla að
verða atvinnufólk, að fara til
Reykjavíkur til náms og helst
einnig til útlanda. Sú hugmynd
að skera niður styrki til náms-
fólks, sem vill fara að læra í út-
löndum, verður til þess að eyði-
leggja menningu þjóðarinnar
gersamlega. Við verðum þá eins
og lýsnar, sem vilja bara lifa til
að éta. Látum okkur leggja allt í
sölurnar til þess að vera menn
áfram, mannast í orðsins sanna
skilningi. Og upprunalega átti
orðið „heimskur" við þann, sem
ekki hafði farið að heiman og
engu öðru kynnst. Við skulum
ekki gleyma því.
„Lúsasjónarmid“
Ég skal segja þér það, að mér
finnst framþróunin í íslensku
listalífi, frá því ég kom hingað
að utan, hafa verið alveg ótrúleg.
Og það, sem gerir íslendinga
merkilega, er menningin. Það
sem þjóðin þarf er þekking,
þekking og þekking en hún er
stoð menningarinnar. Menning
er það að vera maður en ekki
dýr. Ef við værum ekki að hugsa
um neitt annað en það verald-
lega og að komast af gætum við
alveg eins verið lýs á líkama
dýra. Ekkert þyrfti maður þá að
vera að hugsa um menninguna,
sérðu. En það eru sumir í land-
inu, sem hafa það, sem ég vil
kalla hrein lúsasjónarmið. Það
er auðvitað sjálfsagt að hugsa
um efnalega og fjárhagslega af-
komu en það er ekki allt fengið
með því.
Skepnurnar bíta gras og fisk-
arnir í sjónum éta hver annan en
dýrin Iíta aldrei upp til stjarn-
anna, upp til himins. Þau hafa
enga hugmynd um neitt og vita
ekki um sína eigin tilveru. Við
þurfum að varast að vera ekki
eins og dýrin.“
Segðu mér, þykir þér íslend-
ingar vera illa mannaðir í dag?
„Nei, ekki er það, en það eru til
illa mannaðir menn á íslandi.
Mér finnst nefnilega mikið til
um íslendinga. En hver einasti
unglingur á íslandi þarf að fá
tækifæri til þess að mannast og
verða liðtækur í þessu þjóðfélagi
af því að við erum svo fámenn.
Það á þó ekki að dæma Islend-
inga eftir mannfjölda. Það á að
heimta ágæti af þeim hversu fá-
ir sem þeir eru. Við megum aldr-
ei nokkru sinni gleyma að halda
menningunni við. Hugsaðu þér
nú bara það, að til eru menn,
sem vilja gera íslendinga að
verksmiðjuþrælum útlendra
auðfélaga i staðinn fyrir að taka
höndum til sjalfir eins og þegar
þeir stofnuðu Eimskipafélag ís-
lands 1913.“
íslendingar sérstak-
lega músíkalskir
Þú hefur sagt að það sé mikill
tónlistaráhugi meðal íslendinga.
Hvers vegna heldur þú að það
sé?
„Menningin hér á sér gamlar
rætur og Islendingar eru alveg
sérstaklega músikalskir. En ég
held að það fari allt norður og
niður ef ríkið hættir að styrkja
menninguna og þá er ég ekki
bara að tala um tónlistarskól-
ana, heldur líka háskólafólkið til
að það geti haldið áfram að
mennta sig erlendis. Mér er al-
veg sama hvað háskólinn er góð-
ur eða'tónlistarskólarnir, nem-
endur verða að hafa kost á því að
fara utan til að kynnast heimin-
um, eins og forníslendingarnir
gerðu. Sjálfur var ég úti f næst-
um 30 ár og ég hafði óendanlega
gott af því.
Ég vil bæta þvi við, að ef ríkis-
styrkurinn til tónlistarskólanna
verður felldur niður, verður að
hækka skólagjöldin um helming
eða meira og hvers eiga þá þeir
fátækari að gjalda? Eg vil líka
nefna það að börn sem leggja
stund á tónlist og læra á hljóð-
færi eru yfirleitt hæst í sínum
deildum i öllum skólum, eða með
þeim hæstu. Undantekningar-
laust.
Rifíst um orgelið
Hvar hlýddir þú fyrst á tón-
list?
„Á heimili minu. Það var
söngur á heimili mínu frá því ég
man eftir mér. í bréfi frá seinni
hluta nítjándu aldar stendur
þetta: „Allur Laxárdalur glymur
af hljóðfæraleik," svo tónlistin á
sér djúpar rætur á mínum
bernskuslóðum. Faðir minn var
organisti i Þverárkirkju í Lax-
árdal í hérumbil 50 ár og hann
var fyrsti organistinn á Borg í
Borgarfirði. Þegar ég var ungl-
ingur keypti hann gamla orgelið