Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 Texti og myndir. Emil Gunnar „Ást YÍÓ fyrstu " ' ÍL syn /E, greyið! Fengið gat á hausinn, augun eru ónýt og fóturinn brotinn. Við erum tvær hérna, stalla min og ég. Hún sér um verslunina og ég geri við dúkkurnar. Seinni partinn er ég heima og vinn þar. Ég hef meira næði heima og vinn- an gengur oft betur. En mér er það nauðsynlegt að vera í sam- bandi við viðskiptavininn. Þetta er nefnilega þakklátt starf. Þeir sem koma með dúkkur í viðgerð eru aðallega litlu stelpurnar, karl- menn og eldri konur. Þær litlu halda að ég sé alvöru læknir. Þess vegna get ég einfald- lega ekki stungið dúkkunum i plastpoka meðan þær bíða eftir viðgerð. Það særir stelpurnar, svo ég legg „sjúklinginn" í þetta rúm. Þær eru svo viðkvæmar gagnvart dúkkunum sínum. Stundum koma þær með dúkku sem borgar sig ekkert að gera við, en maður gerir það samt. Þegar þær koma svo að sækja dúkkuna eru þær ekkert að hugsa um hvernig viðgerðin sé heldur faðma sjúklinginn. Það er nú meira hvað hausinn er fastur. Þessa kemur pabbinn með. Hann er hér alltaf af og til vegna þess að hann vill að stelpan leiki sér að gamalli dúkku og hún er pínulítið harðhent en líkar dúkkan. Enda hefur hún sál. Mennirnir sem koma hingað eru aðallega safnarar. Þeir eru með ævagamlar dúkkur. Já, finnst þér það skrítið, en þetta er árátta. Eins og t.d. fjárhættuspil. Maður sér dúkku og verður að fá hana. Ást við fyrstu sýn. Svo einfalt er það. úr postulíni eða þá þessu hræði- lega efni zelloloid. Jæja, greyið þá er að sjá hvort ég finn fót handa þér. Ég fæ svo lítið af varahlutum og þess vegna verð ég að safna að mér heillegum hlutum úr ónýtum dúkkum. Annars framleiða þeir hluti á gömlu dúkkurnar, en það fer ekki vel á þeim þegar þær hafa náð vissum aldri. Liturinn er aldr- ei sá sami og nýtt er alltaf nýtt. í dag eru dúkkurnar úr PVC skulum við segja, en eiginlega er það leyndarmál. Hvert fyrirtæki hefur sína eigin uppskrift sem það gefur ekki upp. Tuskudúkkurnar hafa alltaf verið til og munu alltaf verða til. Þær koma svo sem líka í viðgerð en þá verð ég að nota nál og tvinna. Eins og amma. Verkfærin sem ég nota eru eig- inlega það sem ég finn, tangir, sagir, skæri. Ég er búin að panta sérstök verkfæri og þá léttist vinnan. /E, annað augað þitt er sprungið, ég verð að finna eitthvað sem fellur vel að hinu. Veistu, þessi Hjá konunum verð ég oft vör við endurminninguna. Þetta eru dúkkur sem börnin þeirra léku sér að eða þær sjálfar í æsku. En það eru líka til konur sem eru safnar- ar. Ég hef kynnst einni sem hefur komið með meira en hundrað dúkkur á einu ári. Slíkar konur eru sérstakar og ákaflega hressi- legar. Þær fyrirfinnast nefnilega sem geta ekki átt börn ... Þarna losnaði hann. Eg tala svo mikið um gamlar dúkkur því það er skemmtilegast að gera við þær. Þessi er úr zelloloid. Leiðinlegasta efnið sem maður vinnur með. Það er svo stökkt. Sem betur fer er það ekki mikið notað núna. í þessu til- felli loka ég gatinu á hausnum með gipsi og mála yfir. Þá fyrst get ég farið að vinna í augunum á henni. Það kemur mikið af dúkk- um til mín þar sem augun hafa losnað. Skrokkurinn er aftur á móti úr leðri eða viði en ég hef aldrei séð gamla dúkku þar sem hausinn er úr viði. Hann er alltaf r ^ Kork-o-Plast Gólf-GIjái Kyrir PVC-filmur, linoleum, gummi. parket og steinflisar ('C-Kloor Polish 2000 gefur end- ingarKÓða pljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Iterið CC-Floor Polish 2(K)0 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Lát- ið þorna í 30 mín. Á illa farin gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. . Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja 1 tappafylli af (’C-Kioor Pol- ish 2000 i venjuletta vatnslotu at volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða ónnur sterk sápuefni á Kork-o-Plast. KinkaumhoA á Islandi: 1». I»orj;ríni.s.son & ('o., Ármúla 16, Keykjavík, n. 3M640. L J löfóar til fólksíöllum starfsgreinum! Al iva . - Verð tilboð Þetta stórglæsilega tæki frá AIWA meö LW — MW — SW og FM stereo, 2x14 w. magn^ra og lausum hátölurum, 5 banda tónjafnara, segulband meö Dolby og fyrir CrO2 og Metal-spófur og marga aöra mjög skemmtilega möguleika, kostar nú aöeins kr. AMt tH Mfómfíutnmgs fyrir: Á _D_ ii i r HEIMILHD - BÍLINN OG X ) ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVIK DISKÓTEKIO y SIMAR; 31133 83177 POSTHÓLF 1366

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.