Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984
55
„ . . . þegar maðurinn minn
tók við embœtti fannst mér erfitt
að segja álit mitt, því ég
hafði alltaf gert það í samrœmi við
álit og gerðir Francois “
endurbyggt, og gömlu íbúarnir
fluttu á brott.
IG: Eigið þið heima i einbýli eða
fjölbýli?
MM: Einbýli, eða reyndar litlu
fjölbýlishúsi, sem eitt sinn var
dæmt til niðurrifs. Þegar átti að
fara að rífa húsið varð ljóst að í
því var stórbrotinn stigi frá 16. öld
eða upphafi 17. aldar. Sjálft húsið
er allt skakkt og skælt. En hvað
sem því líður, við fengum leyfi til
að lagfæra það; við urðum að taka
niður loftin og leysa fleiri vanda-
mál.
IG: Eru húsgögnin einnig gömul?
MM: Nei, inni er allt nýlegt, her-
bergin eru mjög lítil, en okkur
hefur tekizt að hreiðra vel um
okkur. Börnin ólust þarna upp.
(Mitterrand-hjónin eiga tvo syni.)
Nú búa þau í eigin íbúðum í sama
húsi. Við vorum lánsöm. Þau
studdu ætíð Francois á stjórn-
málaferli hans. Tengdadætur mín-
ar hjálpuðu einnig til.
IG: Farið þér til skrifstofu yðar á
morgnana?
MM: Við förum á hverjum degi til
Elysee (forsetahallarinnar) að
loknum morgunverði heima, sem
er fastur liður hjá okkur. Eins og
þér vitið, búum við ekki í Elysee,
en við erum þar alla daga. Frá
klukkan 9.30 eða 10 á morgnana
þar til klukkan 9.30 eða 10 á kvöld-
in, þá förum við heim til okkar,
sem mér finnst ágætt jafnvægi.
IG: Ákváðuð þið strax í upphafi að
búa ekki í forsetahöllinni?
MM: Já, við höfum okkar eigið
hús, og gátum ekki hugsað okkur
að búa annarsstaðar. Ég þorði
ekki að hugsa um það fyrirfram.
Við ákváðum ekki fyrr en eftir að
maðurinn minn tók við embætti
að búa áfram heima. Ég forðast
jafnan að taka ákvarðanir fyrir-
fram. Ég er mjög jarðbundin,
einnig í einkalífinu. Ég bíð eftir að
hlutirnir gerist, veg þá og met, og
ákveð síðan hvernig bregðast skuli
við.
IG: Voruð þið bæði sammála varð-
andi Elysee? Var enginn ágrein-
ingur?
MM: Nú, hann hafði sjálfsagt sín-
ar hugmyndir um það — sem hann
reyndi ... Ég veit ekki ... Hann
sagði mér aldrei hvort hann lang-
aði þangað. Hann hlýtur að hafa
verið — hann hlýtur að hafa hug-
leitt það.
IG: Hefur líf yðar tekið breyting-
um? Meiri heimilisaðstoð?
MM: Ég hef enga heimilisaðstoð.
Okkur datt það aldrei í hug. Hús-
verkin eru hluti af lífi mínu. Ég
útbý alltaf morgunverðinn sjálf,
og við snæðum hann í eldhúsinu.
Hádegisverðinn borðum við í El-
ysee, vegna þess hve ég hef lítinn
tíma. Það er þá, sem ég get leitað
ráða og aðstoðar hjá starfs-
mönnum Francois — svo venju-
lega er þetta vinnutími. Yfirleitt
borðum við ekki kvöldverð, en
fáum okkur eitthvað snarl áður en
við förum heim. Francois verður
oft eftir á skrifstofunni og heldur
áfram störfum eftir að ég fer
heim.
IG: Ræðið þér við yfirkokkinn í
Elysee til að segja honum hvað
ykkur langar að fá?
MM: Ó, nei, þetta er fyrirmyndar
starfslið. Ég hef alls engar
áhyggjur af því.
IG: Eruð þið samrýnd fjölskylda?
MM: Stöku sinnum komum við
saman heima hjá okkur, þótt fjöl-
skylda Francois sé svo stór að hús-
ið rúmi hana varla. Hann er einn
átta systkina, og þegar fjölskyld-
an kemur saman geta 80 manns
mætt — börn, barnabörn, og jafn-
vel barna-barnabörn. Ég á aðeins
systur og bróður; hann er for-
stöðumaður Alliance Francaise og
alltaf á ferðalagi.
IG: Hvernig bar fundum ykkar
forsetans saman?
MM: Ó, um það hefur svo mikið
verið sagt! Það var í stríðinu ...
Ég kann ekki við að tala um sjálfa
mig.
IG: Verður hjá því komizt að tala
um yður á þessum tímum?
MM: Það skiptir máli hvað ég geri,
ekki hvað ég er. Ekki vegna þess
að ég vilji fá að vera í friði, ég á
engin leyndarmál. Ég á við að
kona getur aðeins komið fram sem
hún sjálf í gjörðum sínum. í byrj-
un, þegar maðurinn minn tók við
embætti, fannst mér erfitt að
segja álit mitt, því ég hafði alltaf
gert það í samræmi við álit og
gerðir Francois. Ég hafði ekkert á
móti þvi að ræða hverju ég hef
áorkað á liðnum árum, en mér
finnst ekki ég hafa haft mikil
áhrif. Því miður eru nú margir
sem halda að ég hafi mikil völd og
geti gert margt fyrir þá, sem er
ekki rétt. Ég get samt verið mjög
sannfærandi þegar það varðar
málefni, sem ég hef mikinn áhuga
á.
IG: Það hlýtur að veita mikla
ánægju.
MM: Já, ég finn hjá mér hvöt til að
gera meira og meira. Til dæmis
„Cause Common“-samtökin, eru
dæmi um það sem mig langaði
alltaf að gera, en gat ekki. Að
koma á fót örlitlu efnahagssamfé-
lagi, vera í sambandi við menn
með hugmyndir, sem þarfnast að-
stoðar og leiðbeiningar til að
koma þeim í framkvæmd. Upphaf-
lega langaði mig að gefa eldri og
yngri kynslóðunum til að koma
saman og skiptast á skoðunum,
svo þær gætu hjálpað hvor ann-
arri og aukið skilning sín í milli.
Það er svo erfitt að ná til núver-
andi kynslóðar, og hún á erfitt
með að tjá sig. Þetta verkefni er
orðið mjög mikilsvert. I fyrstu lét-
um við ekki mikið á því bera, og
það var smátt í sniðum, en eftir að
það tók að bera árangur, gátum
við farið að kynna það betur. Ég
vildi aldrei að ríkisstjórnin hefði
afskipti af verkefninu, því ég vidi
ekki að menn gætu sagt: „Skatt-
greiðendur standa undir langsótt-
um hugmyndum Mme. Mitterr-
and.“ I upphafi var aðeins um
sjálfboðavinnu að ræða. Seinna
stofnuðum við „un institut de
valeurisation d’economie locale",
en félagar þar eru bankastjórar og
iðnrekendur, sem hafa aðstöðu til
að hjálpa. Nú erum við að missa
suma yngri aðstoðarmenn okkar
af því þeir eru svo hæfir.
IG: Er nokkur munur á hlutverki
yðar sem eiginkonu forseta
Frakklands og á hlutverki frú
Reagan?
MM: Ég veit að frú Reagan tekur
mjög virkan þátt í baráttunni
gegn ofneyzlu eiturlyfja. Við eig-
um allar sömu kosta völ, held ég,
sem forsetafrúr, að nota aðstöðu
okkar til að vinna að góðum mál-
efnum.
IG: Frú Reagan stundar einnig
samkvæmislífið, situr veizlur,
móttökur, kvöldverðarboð.
MM: Það geri ég alls ekki! Á því
hlutverki forsetafrúar hef ég eng-
an áhuga. Það hlaut að vera um
fleira að velja. Annaðhvort að
standa sig vel á þessu sviði, og þá
tæki það allt of mikinn tíma —
nei, mér finnst betri leiðir færar
til náinna samskipta við aðra en
með þátttöku f einhverjum heið-
urssamkomum.
IG: Án þess að hafa þekkt yður,
varð mér oft hugsað til ykkar,
þegar þið biðuð ósigur í kosning-
um. Hvernig ykkur hafi orðið við.
MM: Systir mín segir oft sögu frá
kosningunum ’74, þegar við áttum
mjög góða möguleika á að sigra.
Skoðanakannanir sýndu einnig að
við ættum að sigra. Að vanda vor-
um við á hóteli í Chateau Chinon
og biðum spennt eftir úrslitunum.
Um klukkan 6.30 síðdegis fór
okkur að skiljast að við gætum
engan veginn borið sigur úr být-
um, vegna þess hve margir kjós-
endur sátu heima. Við höfðum
lagzt á rúmið til að hvflast meðan
við biðum. Þegar ósigurinn blasti
við, fór ég fram úr, f sturtu,
klæddi mig og fór svo niður. Ég
var alveg sannfærð um að við yrð-
um bara að byrja upp á nýtt, án
tafar. Ég vissi að Francois tæki
þetta mjög sárt. Hann flutti dá-
samlegt ávarp. Seinna fórum við
að sofa, og um fimmleytið um
morguninn fór ég á fætur — ég
átti lítinn hund — til að fara með
hundinn út til að „faire pee pee“.
Þegar ég gekk gegnum veitinga-
salinn niðri, sá ég eiganda hótels-
ins, sem var góður vinur okkar,
sitja grátandi við borð. Það varð
mér ofviða; ég settist hjá honum
og við grétum saman í klukku-
tíma. Næsti dagur var erfiður. Ég
var alltaf að mæta fólki úr öllum
stéttum, sem tók þessu jafn illa og
ég. Þá sendi vinur okkar, í hugg-
unarskyni, okkur labrador-tík,
dásamlegan félaga. Francois
ákvað að við yrðum að gera allt til
að ala þennan hund rétt upp, og
lagði til að ég keypti hundahús.
Svo ég fór í stórmarkaðinn, og fólk
tók að elta mig, unz þar var saman
kominn mjög fjölmennur hópur til
að lýsa yfir samúð og vorkunn. Af-
greiðslustúlkan kastaði sér í fang
mitt grátandi. Ég fann innilega til
þess að við yrðum að hefja barátt-
una á ný til að svíkja ekki þetta
fólk.
IG: Og hvernig var það þegar þið
sigruðuð?
MM: Við höfum aðeins einu sinni
farið með sigur af hólmi, og þá
vorum við alveg uppi í skýjunum.
Sem betur fer minnist ég þess
dags eins og hann kom öðrum
fyrir sjónir. Sjálf vissi ég lítið
hvað gerðist. Ég var eins og
svefngengill.
IG: Þegar vandi steðjar að, hvern-
ig takið þér þá gagnrýni?
MM: Það venst. Þér vitið, þegar
maður veit nákvæmlega hvað
maður vill, er það eina, sem hægt
er að álasa sjálfan sig fyrir að
hafa ekki verið nógu sannfærandi.
Ég hef búið með manninum mín-
um í 40 ár, og heyrt hann halda
ræður hvað eftir annað. Ég hef
algjörlega meðtekið það, sem hann
hefur fram að færa, svo það er
auðvelt fyrir mig. Við verðum að
herða róðurinn til að fá aðra á
sömu skoðun, þá að stefnan sé sú
rétta.
IG: Hafið þér stefnt að ákveðnu
marki þessi 40 ár?
MM: Já, það hef ég gert ... og það
hefur ekki breytzt. Fyrir mér er
lífið framhald af lífi foreldra
minna. Þegar faðir minn neitaði
samvinnu við Vichy-stjórnina um
að framselja alla Gyðingana i
skólanum, tók hann á sig ábyrgð.
Það var aldrei um neitt annað að
ræða. Ég finn þessa sömu ábyrgð-
artilfinningu hjá Francois í dag.
Líf okkar var andspyrnuhreyfing-
in. Við fengum okkar skerf af ótta.
Við höfðum falið konu, sem var
merkur foringi í andspyrnunni, og
Gestapo handtók hana fyrir fram-
an húsið okkar. Því næst komu
þeir til okkar, en ákváðu að láta
okkur ganga laus svo við gætum
komið þeim á spor annarra. Eftir
að þeir fóru horfðum við hvert á
annað; það var kraftaverk að við
skyldum hafa fengið að halda lífi.
Móðir mín vann við að vélrita á
fjölritunarpappír fyrir málgagn
andspyrnuhreyfingarinnar, sem
nefndist „Combat", og var bannað.
Francois gekk þá undir öðru nafni,
og bar fölsuð skilríki. Það var
lengi sem ég vissi ekki hans rétta
nafn.
IG: Þegar þið Francois Mitterrand
hittust, var hann þá þegar í and-
spyrnuhreyfingunni, eins og þér,
eða fenguð þér hann til þess?
MM: Nei, alls ekki. Við kynntumst
í andspyrnuhreyfingunni. Við
hefðum raunar getað kynnzt fyrr,
því kona ein, sem fjölskyldan mín
faldi til að Gestapo næði ekki til
hennar, var einn félaganna í and-
spyrnuflokki Francois.
IG: Voruð þér þá félagi í Sósíal-
istaflokknum?
MM: Nei, en faðir minn var það.
Hann var Frímúrari. Ég var ekki
höfð með þegar foreldrar mínir
ræddu stjórnmál, en innst inni
fann ég á mér um hvað málið
snerist. Það skiptir ekki máli
hvort það er nefnt sósíalismi eða
eitthvað annað.
IG: Komuð þér á fót frönskum
tízkusamtökum ?
MM: Ég átti ekki hugmyndina.
Það var „Cause Common", sem
ákvað að ná saman öllum yngri
tízkuhönnuðunum til að skiptast á
skoðunum. Það var alls ekki ég.
IG: Hver hefur hannað fötin yðar
fyrir þessa ferð? Louis Feraud?
MM: Nei, þetta er Torrente, Fau-
bourg St. Honore tilbúinn fatnað-
ur, þótt ég gangi oft í fötum frá
Louis Feraud. Eg er mjög kæru-
laus á þessu sviði, svo Mme. Torr-
ente sá um það. Hún bauðst til
þess, og það var mér léttir —. hún
bað mig aðeins að láta sig fá
dagskrá heimsóknarinnar, og hún
skyldi svo skipuleggja klæðnað-
inn. Það var einnig hún sem sagði
mér frá hugmyndinni um stofnun
franskra tízkusamtaka, sem lengi
hafði verið reynt að koma á fót.
Nú eru þau staðreynd; forstöðu-
maður þeirra er Pierre Berger
(forstjóri Yves St. Laurent).
IG: Líkar þér betur við boutiques
en haute couture?
MM: Mér líkar einnig mjög við
haute couture. Ég geng oft í fötum
frá Yves St. Laurent eða Balmain.
Ég hef mínar eigin skoðanir varð-
andi klæðnað; þær skipta bara
ekki neinu megin máli. Sjáið þér
til, ég var allt'af vön að ganga í
felldu pilsi og peysu á veturna, en
blússu og öðru felldu pilsi á sumr-
in. En mér varð fljótt ljóst að ég
varð, hvað sem öðru leið, að vera
fulltrúi eins aðal-iðnaðar Frakk-
lands, sem er haute couture. Þar
að auki er ég sem betur fer þannig
vaxin að ég ber fötin enn vel. Ég
tek þessu sem hluta starfs míns
sem fulltrúa Frakklands. Ég á
ekki sjálf allt, sem er í klæða-
skápnum mínum. Eftir þessa ferð
mína mun ég til dæmis skila öllu
því, sem ég tók með mér. Ég á
minn eigin fatnað, sem ég geng í
daglega, en þegar ég þarf að bera
kvöldklæðnað eða koma fram
opinberlega útbúa hönnuðirnir
fatnað, sem þeir lána mér. Þannig
get ég valið úr og sýnt fleiri gerðir
tízkufatnaðar. Eg kemst í hvað
sem er — ég nota númer 38 (evr-
ópskt), en er svo miklu lágvaxnari
en sýningarstúlkurnar að það þarf
að stytta allt. Okkur kemur ágæt-
lega saman.
IG: Yður hlýtur þrátt fyrir allt að
þykja gaman að fallegu fötunum.
MM: Svona okkar á milli sagt verð
ég að játa, í rauninni ekki. Þegar
mér líður ekki vel í einhverju, þeg-
ar ég hef ekki valið rétt, þykir mér
það leitt, en nenni ekki að fara að
skipta um ... allar þessar mátan-
ir. Hinsvegar elska hönnuðirnir
verk sín, svo ég verð að meta þau.
IG: Ætlið þér til Silicon Valley án
forsetans?
MM: Já, mér leikur forvitni á að
fara þangað, því þetta verður mér
ný reynsla. Þar get ég einnig feng-
ið nytsamlegar upplýsingar varð-
andi margt, sem er á döfinni hjá
mér.
IG: Vilduð þér breyta einhverju
frá því sem nú er?
MM: Ég vildi hafa enn meira að
gera. Ég á dásamlegan eiginmann,
sem hvetur mig. Þegar ég spyr
hann hvort ég eigi að gera þetta
eða hitt, og hann svarar, „Gerðu
það bara, þú sérð hvað gerist," þá
veit ég að ég verð að fara að með
'gát, því ég er mjög fljótfær. Ég
gæti gert einhverja vitleysu.
IG: Hafið þið haldið sömu vinun-
um? Sumir geta verið svo hlé-
drægir.
MM: Nei, nei. Það eru margar
ánægjustundir i opinberu lífi
Francois, en það koma einnig
hræðilegir tímar — tímar örvænt-
ingar. Við eigum mjög trygga vini,
meir að segja suma stjórnmála-
andstæðinga, sem eru kærir og
innilegir vinir okkar. Þeir eru ekki
sammála okkur í stjórnmálum, en
þegar stjórnarandstaðan hefur í
frammi illkvittnislegar árásir,
mótmæla þeir. Þeir eru alltaf
reiðubúnir þegar við þörfnumst
þeirra.
IG: Bjóðið þið gestum í heimsókn
á sveitasetrið?
MM: Við gerum það ekki, en ein-
hvernveginn er alltaf margmenni
þar. Þá fær ég starfsfólk frá
Elysee. Annars yrði þetta of
þreytandi.
IG: Dansið þér nokkurn tíma —
gerðuð þér það í Hvíta húsinu?
MM: Nei, við gerðum það ekki.
Mér fannst það gaman þegar ég
var mjög ung. Nú langar okkur
ekki til þess. Þér vitið að við erum
að ganga í gegnum mjög erfitt og
þrúgandi tímabil. Ég vona að það
standi ekki lengi. Þetta eru bara
erfiðir tímar fyrir okkur. (Vin-
sældir Mitterrands í skoðana-
könnunum hafa aldrei verið
minni.)
IG: Hefur þetta nýja líf breytt yð-
ur? Er hugsanlegt að breytast
ekki? Allt og allir standa yður til
þjónustu.
MM: Ég trúi því fastlega að ég sé
óbreytt. Ég sækist ekki eftir völd-
um; þau eru mér einskis virði,
nema að því leyti að nú get ég gert
það, sem mig alltaf langaði að
gera — en ég breytist ekki.
Úr Interview Magazine
Mg sœkist ekki eftir völdum,
þau eru mér einskis virði,
nema að því leyti að nú get ég gert
það sem mig alltaf langaði að gera
— en ég breytist ekki“
„Sjálf vissi ég lítið hvað gerðist
Ég var eins og svefngengill. . .
Ég settist hjá honum
og við grétum saman í klukkutíma