Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 KVIKMYNDIR Argentínumenn eiga að fá að sjá sannleikann Bretar draga upp þjóAfána ainn og fána ffotans á loft eftir aö hafa endurheimt Suö- ur-Georgíu á Falklandseyjum úr höndum Arg- entínumanna. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að Argentínumenn biðu ósig- ur í Falklandseyjastríðinu en þrátt fyrir það eru þeir aftur farn- ir að berjast við Bretana. Að þessu sinni þó bara til að rifja upp fyrir sér atburðina og til að athuga hvaða lexíu megi af þeim draga. Hér er um að ræða kvikmynd um stríðið, sem frumsýnd verður í Buenos Aires í ágúst nk. Er hún byggð á bókinni „Los Chicos de la Guerra", „Drengjunum úr stríð- inu“, safni viðtala við hermenn, sem börðust á Falklandseyjum, og fjallar um ástæðurnar fyrir inn- rásinni og ósigri Argentínu- manna. „Stríðið var síðasta óheillaverk heillar kynslóðar Argentínu- manna. Hermennirnir, sem sendir voru til eyjanna, voru varla komn- ir af barnsaldri árið 1976 þegar herinn tók völdin og síðan höfðu þeir ekki kynnst neinu öðru en þjóðfélagslegri og stjórnmálalegri kúgun,“ segir Daniel Kon, 28 ára gamall höfundur bókarinnar og einn af höfundum kvikmynda- handritsins. f þrjá mánuði unnu þeir Kon og stjórnandi myndarinnar, Bebe Kamin, að töku myndarinnar, sem ekki á sinn líka í argentískri kvikmyndasögu. Þar segir frá þremur argentískum æsku- mönnum, nokkrum „drengjanna" í bók Kons, og umgjörðin um líf þeirra eru „dauðasveitirnar“ sem fóru sínu fram i Buenos Aires og spilling og hræsni mið- og yfir- stéttarinnar. Hámark myndarinn- ar er þó stríðið sjálft en lokaorr- ustan um Port Stanley var sett á svið á litlu fjalli nálægt Tandil, nærri 400 km fyrir sunnan Buenos Aires. Fyrrum hermenn í Falklands- eyjastríðinu voru ráðgjafar við töku myndarinnar og léku í henni. Þeir komu mönnum líka átakan- lega vel í skilning um hvað það er mjór strengur á milli raunveru- leikans, lífsins sjálfs og listarinn- ar. „Hermennirnir hjálpuðu okkur að skilja hvernig það er að hírast dag eftir dag i blautri skotgröf með riffil, sem ekki er hægt að skjóta af. Aðeins þeir gátu útskýrt hvernig það er að þurfa að skera fótinn af félaga sínum vegna þess að hann hafði orðið fyrir skoti og fengið blóðeitrun í sárið,“ sagði Kon. Gerð þessarar kvikmyndar var lærdómsrík fyrir hermennina, sem að henni unni, því að með því að segja öðrum frá stríðinu lærðu þeir sjálfir ýmislegt um sína eigin þjóð. „Þegar ég talaði fyrst við einn leikaranna, hann var jafnaldri minn en hafði aldrei verið í hern- um, komst ég að því að þótt liðin séu tvö ár frá stríðinu eru margir mjög fáfróðir um það enn,“ sagði Pablo Macharovsky. Þegar hann kom heim úr stríðinu í júní 1982 lagði hann svefnherbergið sitt í rúst með hríðskotabyssu. Frá því segir líka í myndinni, byrjuninni á taugaáfalli sem hann fékk. Þessa mynd hefði ekki verið hægt að gera áður en lýðræðisleg- ir stjórnarhættir voru upp teknir með kjöri Raul Alfonsins, forseta, og það er jafnvel enn erfitt að gera í Argentínu mynd, sem er gagn- rýnin á herinn. öfgamenn í hern- um reyndu líka hvað þeir gátu til að trufla myndatökurnar og einu sinni drógust þær i nokkra daga þegar yfirmenn einnar herstöðv- arinnar neituðu fyrirmælum um að lána ýmsan búnað í fórum - JIMMY BURNS VERÐLAG Þær erlendu eru ódýrari Ungir menn í Sameinuðu arab- ísku fusrstadæmunum, sem hafa hug á því að festa ráð sitt, eiga nú von á óvæntum glaðningi frá stjórnvöldunum, hvorki meira né minna en 750.000 kr. „heiman- mundi“ eins og eitt dagblaðið kall- aði það. Þetta er þó bundið því, að þeir kvænist stúlku frá sínu eigin landi. Ef þeir ætla að taka sér „út- lending" fyrir eiginkonu verða þeir að leggja til hliðar jafnháa upphæð. Þessi mál eru ekki endanlega frágengin ennþá en yfirvöldin vilja með þessum hætti reyna að fá menn til að hætta við að kvæn- ast útlendum stúlkum. Tillögurn- ar koma frá lagadeild Þjóðarráðs- ins og eru niðurstöður tveggja ára langrar rannsóknar félagsmála- ráðuneytisins á hættunni, sem Sameinuðu arabisku furstadæm- unum stafar af „útlendingahjóna- böndum“. Kvennasamtökin fögnuðu rann- sóknarskýrslunni mjög ákaflega strax og hún var birt og mesta virðingarkonan í landinu, hennar hátign Sheikha Fatima, eiginkona forsetans, lýsti yfir fullum stuðn- ingi við hana og hvatti til upplýs- ingaherferðar meðal karla svo að þeim mætti skiljast hve alvarlegt málið væri. í skýrslunni kemur fram, að helmingur karla í landinu er á giftingaraldri en sífellt fleiri kjósa að kvænast útlendum stúlk- um með þeim afleiðingum, að heima fyrir fjölgar þeim stöðugt jómfrúunum, sem ekki bíður ann- að en að pipra. „Ef við ekki stemmum á að ósi munu siðir og hefðir þessa samfélags rakna í sundur og fjölskylduböndin veikj- ast,“ sagði í skýrslunni. Það eru aðallega rosknir menn, sem sækjast eftir útlendum brúð- um. Meðalaldur þeirra er um 60 ár Innfseddu meyjarnar eru hættar að vera samkeppnishœfar. en kvennanna ekki nema 20.1 öðr- um arabaríkjum við Persaflóa, t.d. frak, Kuwait og Qatar, gera yfir- völd ýmislegt til að hindra menn i að kvænast útlendum stúlkum en í engu þeirra hefur þó verið egnt fyrir menn með jafn girnilegri beitu og nú á að gera í Sameinuðu arabisku furstadæmunum. Þeir, sem skýrsluna unnu, segja að ástæðan fyrir eftirsókninni eft- ir útlendum stúlkum (stúlkum frá öðrum arabaríkjum en Persaflóa- ríkjunum) sé það háa brúðarverð, sem foreldrar innfæddu stúlkn- anna heimta af brúðgumanum. Á síðustu árum hefur „verðið“ á heimasætunum rokið upp úr öllu valdi, er núna allt frá 45.000 kr. upp í 1.350.000 kr., og svo getur kostnaður við brúðkaupið sjálft, sem virðing viðkomandi er metin eftir, numið allt að 1.200.000 kr. í viðbót. Útlendu brúðirnar fást hins vegar á sannkölluðum kosta- kjörum. — MICHAEL FERNANDEZ I»ETTA GERÐIST LÍKA I Gullvægt tækifæri Stjórnvöld á Formósu (Taiwany hafa lofað að gefa sérhverjum flugmanni frá Rauða-Kína, sem flýr land í orrustuþotu af gerðinni F-8, 250 kg af gulli, sem er jafn- virði 50 milljóna íslenskra króna. Frá þessu var greint í varnar- málaráðuneytinu í Tapei í vikunni sem leið. Ófrtskir kynskiptingar? Sex kynskiptingar (karlar sem hafa látið breyta sér í konur) i Melbourne í Ástraliu hafa óskað eftir því að fá að ganga með barn, sem getið er í tilrauna- glasi. Sérfræðingar við lækna- deild háskóla Viktoríu drottn- ingar þar í borg, sem eru frum- herjar á sviði slíks getnaðar, segja að þetta sé fræðilega mögulegt þótt kynskiptingarnir hafi ekkert móðurlíf. Dæmi eru um að konur hafi gengið með börn utan móðurkviðar og fætt þau heilbrigð. Beiðni kynskipt- inganna vekur upp ýmsar sið- ferðilegar spurningar og hefur enn ekki verið svarað. Getnaöarvöm fyrir karia Hormónalyfið „anabólískur steri“, sem margir vaxtarrækt- armenn taka inn til að styrkja vöðva sína, er mjög áhrifamikil getnaðarvörn. Þessa staðhæf- ingu setti dr. Ebo Nieschlag, sem starfar við háskólann í Munster í Vestur-Þýskalandi, fram á al- þjóðaþingi innkirtlafræðinga í Quebec í Kanada I fyrri viku. Tuttugu karlmenn tóku lyfið inn á vegum tilraunastofu Niesch- lags í Munster og eftir tíu vikur var líkami þeirra hættur að framleiða sæði. Engar aukaverk- anir komu í ljós, en vaxtarrækt- armenn sem tóku þátt í sams- konar rannsókn nokkru áður bættu að meðaltali við sig sjö kílóum. Koo Stark gengin út Leikkonan djarfa, Koo Stark, sem var í tygjum við Andrew Bretaprins noklya hríð, ætlar að ganga í það heilaga innan skamms. Mannsefni hennar heitir Timothy Jeffries og er 22 ára að aldri, 6 árum yngri en leikkonan, sem upp á síðkastið hefur reynt fyrir sér sem ljós- myndari. Jeffries er enginn bón- bjargarmaður, hann er einkaerf- ingi afa síns, auðkýfingsins Richard Tompkins. Hitler og Michelangelo Nýlega var opnuð í Palazzo Vecchio í Flórens sýning á 141 málverki eftir ýmsa fremstu myndlistarmenn sögunnar, þ.á m. Michelangeló, Rubens, Tintoretto og Botticelli. Verkin eiga það sameiginlegt að nasist- ar stálu þeim úr listasöfnum á ítaliu á dögum síðari heims- styrjaldarinnar. Að stríðinu loknu leitaði listráðunautur rik- isstjórnar landsins, Rodolfo Si- vero, þau uppi og fann hér og hvar í Evrópu. Á sýningunni eru líka 20 vatnslitamyndir eftir for- ingja þjófanna, fristundamálar- ann Adolf Hitler, og segja for- mælendur safnsins að þær séu hengdar upp i háðungarskyni. Myndin sem þessari klausu fylg- ir sýnir eitt af verkum Hitlers. Slttlftiö af hverju Robert Coles, prófessor í barnasálarfræði við Harvard- háskóla, segir að börn úr yfir- stéttum og millistéttum óttist gereyðingu af völdum kjarn- orkustyrjaldar meira en börn úr lágstéttum. Þessa staðhæfingu byggir hann á niðurstöðum skoð- anakönnunar sem hann lét gera fyrir stuttu í Boston og ná- grenni... Einn lét lífið og 17 slösuðust í uppþotum i borginni Slane á Irlandi á sunnudaginn var, en mannsöfnuðurinn var að bíða eftir því að hljómleikar Bob Dylans hæfust þar... Hag- skýrslur Bandaríkjastjórnar leiða í Ijós að þarlendar konur ná að meðaltali 77,9 ára aldri, en karlar aðeins 70,4 ára aldri...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.