Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984
('‘£1717-^^*/ (y<í/y?r'rr’'/
' "rtUf'/f ááSsasí, ^WAf,
«J/(tS/yV"r4 y' szísýj-
stAhy<?J7 ^///í /w x
# y;^c. ? <?
‘-f/'firt d'^drf'//l4
/fiyttu ti '^ Vif/bsryz*
SSh&fáf*
ýaá/i y< M *
‘Ml MjfM
Rithönd Símonar Dalaskálds. Úr Mera-Eiríkssögu.
’/yt/y
Kristmundur Bjarnason með handrit Konungsskuggsjár og Srerrissögu frá
þrí um 1660.
Rætt við Kristmund Bjarnason fræðimann á Sjávarborg
um Héraðsskjalasafnið á Sauðárkróki og fleira
„Segðu mér frá aðdragandanum
að stofnun Héraðsskjalasafnsins."
„Upphaf safnsins má rekja til
stofnunar Sögufélags Skagfirð-
inga 1937, en rætur að því liggja
langt aftur í tímann," sagði
Kristmundur.
„Á fyrri hluta 19. aldar stóð
sagnaritun í Skagafirði með mikl-
um bióma. Alþýðumenn og emb-
ættismenn tóku höndum saman,
unnu að fræðistörfum undir for-
sæti Jóns sýslumanns Espólíns.
Séra Skúli Gíslason á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð segir svo í bréfi til
Jóns Árnasonar þjóðsagnasafn-
ara: „Með þeim fróðleiksanda, er
vaktist í Skagafirði með Espólín
urðu ýmsir þar til að safna ýmsum
fróðleik ... “ Og það var ekki látið
við það sitja, fjöldi manna hóf
sagnaritun, og var Gísli Konráðs-
son mikilvirkastur þeirra að Esp-
ólín slepptum.
Það varð Skagfirðingum mikið
áfall að missa prentsmiðju og
skóla — Hólaskóla — við upphaf
19. aldar. Trúlega hefur sú tilhög-
un ýtt óbeint undir Skagfirðinga
að standa betur vörð um menning-
ararfleifð.
Handritasafnarar og afskrifar-
ar spruttu upp I hverri sveit.
Margir reyndust fastheldnir á hin
fornu fræði. Svo segir í bréfi til
Jóns Árnasonar 1859: „Hjálmar
karl á Minni-ökrum... hefir
margt til, en ekkert fæst nema í
afskriftum, en það gengur seint,
því bæði er hann orðinn mjög
lasburða, fatlaður á höndum ... og
þar til oft svo vésæll, að hann get-
ur ekki á penna tekið tímum sam-
an.“
Söfnun handrita verður ýmsum
árátta: Svo segir í bréfi: „Maður er
nú fyrir skömmu dáinn norður í
Skagafirði, sem átti töluvert af
gömlum skrifum, og vona eg að
geta náð í það sem slægur er i af
druslum hans.“ Þarna var veiði
sýnd, en ekki gefin. Bréfritara
mun ekki hafa tekizt að krækja í
neitt. Sökum þessarar fastheldni
Skagfirðinga geymdist furðu
margt heima í héraði, og kom loks
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga
til góða.
Þegar kemur fram um aldamót-
in síöustu, verður handritum
hætta búin, því að öll viðhorf til
bókaramenntar höfðu breytzt.
Prentaðar bækur — alþýðleg rit
— verða í hvers manns eigu. Ein-
angrunin rofin, lífsvenjur að
breytast. íslandsljóð Einars Bene-
diktssonar reyndist æskufólki
þörf brýning. Hann boðar bylt-
ingu gegn öllu hinu gamla og
feyskna. Þar segir m.a. svo:
Bókadraumnum,
böguglaumnum
breyt í vöku og starf.
Holl og tímabær áminning, ekki
sízt Skagfirðingum, því að sagna-
þul og vísnaglamur hafði stungið
þeim svefnþorn, stóð jafnvel at-
vinnulífi fyrir þrifum. Eitt er að
kynna sér fortíðina, annað að bera
sig að lifa hana upp. — Ég fer ekki
frekar út í þá sálma.
Nýr lífsstíll, sem ruddi sér til
rúms á fyrstu áratugum aldarinn-
„Qft er býsnast yfir því, hve illa Skagfirðingar hafi
búið að sagnamönnum sínum og skáldum. Raunar
munu þeir allajafna hafa setið við sama borð og aðrir
alþýðumenn, en undu hag sínum misjafnlega vel og er
slíkt persónubundið. Sumir hverjir hlutu nokkra umb-
un fyrir sagnamennskuna í matgjöfum og peninga-
greiðslum. Má þar nefna Bólu-Hjálmar og Gísla Kon-
ráðsson. Þeir mátu ekki fræðastarfið til fjár; það var
þeim lífsnauðsyn, uppbót á lífið, andlegar sárabætur.
Gísla gamla Konráðssyni varð að orði, þegar sendimað-
ur hans kom með mjölmatinn heim úr kaupstað, svo
sem um var beðið, en engan pappír: „Hvað átti ég að
gera við rúginn, þegar enginn fékkst pappírinn?“ “
Þetta ritaði Kristmundur Bjarnason fræðimaður á
Sjávarborg í Skagafirði í „Glóðafeyki“, félagstíðindi
Kaupfélags Skagfirðinga árið 1977, þegar hann rifjaði
upp forsögu og stofnun Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Kristmundur er skjalavörður á safninu og þegar blaða-
maður Morgunblaðsins var á ferð í Skagafirðinum fyrir
nokkru heimsótti hann Kristmund á Sjávarborg til að
inna hann eftir ýmsu varðandi safnið og handritasöfnun
í firðinum.
ar, einkum meðal æskufólks, dró
úr almennum áhuga á skrifuðum
skræðum frá fyrri tíð, sem fjöll-
uðu um ættfræði, steinatök og
sterka menn, svo að eitthvað sé
nefnt! Þegar líða tók á 4. áratug
þessarar aldar — á kreppuárunum
— vaknar aftur nokkuð almennur
áhugi í Skagafirði fyrir fornri
menningararfleifð, hlutlægari
söguskoðun en áður þekktist. Og
því var það, að Sögufélag Skag-
firðinga var stofnað, eins og ég gat
um áðan, en það hóf umfangs-
rnikla bókaútgáfu, sem kunnugt
er.
Svo var það á sýslufundi Skaga-
fjarðarsýslu 1947, að samþykkt
var einróma „að stofna þegar til
héraðsskjalasafns fyrir Skaga-
fjarðarsýslu, samkv. lögum þar
um ... “ Þau höfðu tekið gildi
nokkrum vikum fyrr, svo að ekki
var beðið boðanna, enda auðsætt,
hve mikilvægt það var, að koma
skjalgögnum hreppa og sýslu á
einn stað og auðvelda sögufélags-
mönnum aðgang að þeim.
Þegar hér var komið, átti Sögu-
félagið allnokkurt safn handrita,
afrit kirkjubóka, safn til skag-
firzkra ætta og örfá handrit frá
19. öld. Þetta safn var nú afhent
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga
og varð fyrsti vísir þess.“
„Hvert er meginhlutverk safns-
ins?“
„Héraðsskjalasafniö er sjálfs-
eignarstofnun, og samkvæmt
„anda laganna" náði hlutverk þess
aðeins til innheimtu og varðveizlu
opinberra skjalgagna. Sú inn-