Morgunblaðið - 15.07.1984, Qupperneq 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞQRKELSSON
Sumarsalöt
Mjög fallegt er að útbúa bakka með tilskornu hráu
grænmeti og bera fram með ídýfu. Þetta er hægt að borða
sem forrétt eða bera fram með drykk á sumarkvöldi. Á
þessu fati eru rúllur úr gulrótum, tilskornar radísur,
hrokknir scllerístönglar, rifflaðir gúrkustafir og tómatbát-
ar. Margt fleira er hægt að nota svo sem blómkálsgreinar,
papríkusneiðar eða ræmur og ferska sveppi. Þessi bakki
sem hér er boðið upp á er ætlaður fyrir 5.
Bakki meö hráu grænmeti og ídýfu:
20 radísur,
3 sellerístönglar,
2 stórar gulrætur,
'A stór gúrka,
4 frekar smáir tómatar.
Notið oddmjóan beittan hníf.
1. Skerið legginn og rótina af radísunum. Skerið síðan
skurði í radísurnar eins og sýnt er á meðfylgjandi
mynd. Rennið síðan hnífnum undir flipann og losið
örlítið frá. Setjið radísurnar síðan í ísvatn í 3—5 klst.
2. Þvoið sellerístönglana og skerið frá skemmdir ef ein-
hverjar eru. Skerið síðan í 8—10 sm langan bita. Skerið
síðan á nokkrum stöðum rifur djúpt í báða enda. Gætið
Orðið salat er dregið af latnesku orðunum „herba salata" sem þýðir saltaðar jurtir.
Bendir það til þess að í fyrstu salötunum hafi verið ferskt grænmeti stráð salti og
borðað hrátt.
Nú er sá árstími er salat er hvað best, ungt og fullt af vítamíni. Ekki spilla
kryddjurtirnar, sem einnig ættu að vera upp á sitt besta. Því miður höfum við íslendingar
ekki verið nógu duglegir að rækta þær, en það er auðveld, skemmtileg og arðsöm iðja — og
gott er að hafa ferskar kryddjurtir saman við salatið. Ef þið ræktið salat sjálf, ættuð þið að
geta séð af smábletti til ræktunar á graslauk, steinselju, dilli, kjörveli eða sítrónumelissu til
að strá yfir salatskálina. Fleiri kryddjurtir er auðvelt að rækta úti, svo sem basilikum, anís,
koriander, timian, salvíu, majoram, terragon, skessujurt og mintu. Fjölæru mintuplönturn-
ar mínar voru orðnar fullþroskaðar í júnílok og líkjast nú smávöxnum runnum.
Á heitum sumardegi er gott að borða eitthvað létt, t.d. hrátt grænmetissalat með örlítilli
pylsu, kaldri skinku eða öðru kjötmeti, hvers kyns fiski eða þá osti. Ekki eru allir svo
heppnir að hafa garð, en ferskt salat, graslaukur og steinselja fæst nú í hverri kjötvörubúð.
Borðið það meðan það er ódýrt, það er ekki svo lengi. Innflutta salatið sem fæst á öðrum
árstímum er mun dýrara. Þeir sem búa í fjölbýlishúsum geta auðveldlega ræktað salat og
kryddjurtir úti á svölum, auk þess er vel hægt að rækta kryddjurtir inni í sólríkum glugga,
jafnvel að vetrarlagi.
þess þó að skera ekki alveg í sundur. Setjið í ísvatn í
3—5 klst. Gætið þess að setja selleríið ekki með öðru
grænmeti í skál, þar sem það smitar bragði í hitt
grænmetið.
3. Afhýðið gulræturnar, skerið síðan langsum með
kartöfluhnífi í þunnar langar sneiðar. Vefjið upp og
stingið tannstöngli í rúllurnar til að halda þeim saman.
Setjið í ísvatn í 3—5 klst.
4. Skerið gúrkuna í 10 sm langa bita, skerið síðan hvern
bita í stafi með riffluðum hnífi, sem ætlaður er til að
skera grænmeti. Ef þið eigið ekki þess konar hníf verðið
þið að nota venjulegan hníf, en þá verða stafirnir ekki
rifflaðir.
5. Þvoið tómatana og skerið í báta.
Idýfan
1 bikar sýrður rjómi,
1 msk olíusósa (mayonnaise),
1 marinn hvítlauksgeiri,
1 tsk sítrónusafi,
5 dropar tabaskosósa,
2 kúfaðar tsk karry,
9 stutt strá graslaukur.
Blandið öllu saman, setjið í skál. Setjið síðan þrjú og
þrjú graslauksstrá upp á endann í skálina til skrauts.
Setjið skálina á miðju kringlótts fats. Þerrið grænmet-
ið, takið tannstönglana úr gulrótunum. Raðið grænmet-
inu hverju fyrir sig í hrúgu utan með skálinni.
Salat úr hráu grænmeti með eggjum
Nokkur falleg blaðsalatblöð,
nokkur falleg grænkálsblöð,
2 harðsoðin egg,
'A kínahreðka,
1 súrt epli,
væn grein ferskt dill,
væn grein fersk steinselja,
nokkur strá graslaukur,
2 msk hvítvínsedik,
1 msk sítrónusafi,
3 msk matarolía,
salt milli fingurgómanna,
5 dropar tabaskósósa.
1. Harðsjóðið eggin og takið af þeim skurnina, skerið í
báta.
2. Saxið graslaukinn, dillið og steinseljuna. Setjið í
krukku ásamt hvítvínsediki, sítrónusafa, matarolíu,
salti og tabaskósósu. Hristið krukkuna vel.
3. Rífið salatblöðin og grænkálið. Fjarlægið grófar æð-
ar úr grænkálinu.
4. Afhýðið hreðkuna og skerið í þunnar sneiðar. Afhýð-
ið ekki eplið en stingið úr því kjarnann, skerið síðán í
þunnar sneiðar.
5. Setjið grænmetið í skál, hellið leginum yfir. Blandið
saman með tveimur göfflum. Setjið síðan eggin saman
við.
Salat úr hráu grænmeti
Nokkur blöð jöklasalat eða kínakál,
2 tómatar,
V» hluti gúrka,
væn grein fersk steinselja,
safi úr 1 sítrónu,
2 msk matarolía,
2 tsk hunang,
5 dropar tabaskósósa,
salt milli fingurgómanna.
1 hvítlauksgeiri til að nudda skálina að innan með.
1. Byrjið á að nudda skálina að innan með hvítlauks-
geiranum.
2. Setjið sítrónusafa, matarolíu, hunang, tabaskósósu
og salt í skálina, þeytið saman.
3. Rífið salatblöðin, skerið gúrkuna og tómatana í
sneiðar og setjið saman við. Blandið með tveimur göffl-
um.
4. Klippið steinseljuna yfir.
Eigum nokkur hjól til afgreiðslu strax á þessu frábæra verði. Einnig hægt að fá með
stuttum fyrirvara GPZ 750 turbo og GPZ 900 Ninja.
SVERRIR ÞÓRODDSSON
K-kawasaki Sími 91-82377
==nu
i i j
LITGREINING MED
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AO VANDAORI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.
Þú svalar lestrarþorf dagsins
ásíðum Moggans! J