Morgunblaðið - 15.07.1984, Side 20
Hvernig verður lífið á 21. öld-
inni? Sumir láta sér nægja að
taka upp kristalskúluna á
gamaldagsmáta og reyna að
sjá á þann hátt eitthvað fram
í tímann, eða leita á náðir þeirra sem
kunna eitthvað fyrir sér í slíkum fræðum.
Aðrir gera vísindalega úttekt á samtíman-
um og reyna að spá í framtíðina í ljósi
þess. Einn slikra manna er John Naisbitt
sem sendi frá sér bókina Megatrends
seinni hluta ársins 1982. Bókin vakti gíf-
urlega athygli og umtal eins og reyndar er
títt um framtíðarbækur, og var endurút-
gefin í byrjun þessa árs. í bókarumsögnum
sagði m.a.: „Bókin vekur til umhugsunar
um framtfðina, en einnig um það sem er að
gerast í þjóðfélaginu í dag. Og það er ekki
minnsti ávinningurinn."
Höfundurinn reynir að kryfja nútíma-
samfélagið til mergjar til að leita svara við
áleitnum spurningum um lífið eftir næstu
aldamót. í formála seinni útgáfunnar seg-
ist Naisbitt m.a. hafa orðið var við við-
horfsbreytingar hjá almenningi frá því
bókin kom út i fyrra sinn, sérstaklega
varðandi þá fullyrðingu hans að samfélag-
ið sé að breytast úr iðnaðarsamfélagi i
upplýsingarsamfélag. Hann segir að flest-
ir hafi tilhneygingu til að halda dauða-
haldi i fortfðina og neita að horfast f augu
við þær breytingar sem eru að gerast allt í
kringum þá. Sannleikurinn getur verið of
sársaukafullur, og of ógnvekjandi. Banda-
riskt þjóðfélag hefur að undanförnu verið
að breytast úr iðnaðarþjóðfélagi í upplýs-
ingaþjóðfélag og með þvf að horfast f augu
við þær breytingar er auðveldara að taka í
mót nýjum tækifærum og hugsanlegum
vandamálum sem koma í kjölfarið.
En hvernig er þessi framtíðarbók unnin
og á hverju byggist hún? John Naisbitt
hefur undanfarin 15 ár unnið við rann-
sóknir sem eru undanfari bókarinnar, en
rannsóknin felst aðallega f þvi að lesa dag-
blaðsgreinar víðs vegar að af landinu og
fylgjast með þeim meginstefnum sem þar
koma fram. Hann segist hafa orðið undr-
andi á þvf að hve litlu leyti nýjar hug-
myndir og stefnur komi fram f stórborgum
eins og New York og Washington, en hið
sama verði ekki sagt t.d. um Tampa, Hart-
ford, San Diego, Seattle og Denver sem
virðast uppsprettur nýrra hugmynda og
breytinga, sem eiga eftir að setja svip sinn
á framtfðina. Þær stefnur sem munu setja
svip sinn á framtíðarsamfélagið vaxa upp
frá fólkinu sjálfu en fara ekki niður pýra-
mídakerfið.
Sú aðferð sem Naisbitt notar hefur verið
nefnd „content analysis", og ná rætur
þeirrar aðferðar til heimsstyrjaldarinnar
síðari. Þá leituðu spekingarnir að ein-
hverri aðferð til að afla upplýsinga um
óvinaþjóðirnar og undir leiðsögn Paul Laz-
aresfeld og Harold Lasswell, sem síðar
urðu frægir kenningasmiðir, var ákveðið
að lesa þýsku dagblöðin og reyna að greina
innihald þeirra, reyna að lesa á milli lín-
anna eins og sagt var í gamla daga, og fá á
þann hátt upplýsingar um það helsta sem
var að gerast hjá Þjóðverjunum. Þetta gaf
góða raun og var reynt að afla upplýsinga
um Japani á sama hátt. Upp frá þessu
hafa Bandaríkjamenn árlega varið mörg-
um milljónnm dollara f slfkar blaðarann-
sóknir víða um heim. Naisbitt og félagar
hans, sem unnið hafa með honum að bók-
inni, eru þó hinir fyrstu til að nota þessa
tækni á eigið samfélag.
Fimm ríki hafa
sérstöðu
Þeir félagar komust að því að fimm ríki
í Bandaríkjunum hafa sérstöðu hvað varð-
ar félagslegar breytingar, hin ríkin eru í
reynd aðeins fylgjendur. Kalifornía er þar
efst á blaði, þá Flórfda, Washington, Col-
orado og Connecticut. Þegar leitað er að