Morgunblaðið - 15.07.1984, Qupperneq 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLf 1984
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Pélag guðfræðinema
Sköpun Guðs
í upphaTi skapaði Guð himin og jörð,
Akureyri og Isafjörð.
Þannig komst einn vinnufélagi
minn að orði í síðustu viku. Ekki
veit ég nú hvar hann fékk þessa
speki og læt allt ósagt um hana.
En eftir svona marga sólardaga
verður manni tíðhugsað um Guð
sem skapara og þá sérstaklega
þegar horft er á hina stórkost-
legu náttúrufegurð sem alls
staðar blasir við. Fjöllin standa
tíguleg ásýndum og baða sig i
geislum sólarinnar. Ilmur af
nýslegnu túni berst að vitum
manns og öll náttúran skartar
sínu fegursta. Á slikum stundum
sem þessum finnur maður svo
vel hvað maðurinn er agnarsmár
í samanburði við þetta allt sam-
an, eins og eitt lítið sandkorn á
sjávarströnd.
En þrátt fyrir hve litil og
ófullkomin við erum, þá erum
við samt ráðsmenn Guðs á jörðu.
Þess Guðs sem hefur skapað allt
og hefur allt í hendi sinni. Hann
hefur lagt allt að fótum okkar til
þess að við getum notið þess og
notað og farið vel með. Og þegar
hugsað er um þetta, þá getur
maður ekki annað en lofað og
þakkað guði fyrir allar þessar
dásemdir sem við fáum að njóta.
... og þér vitjuðuð mín
Maðurinn, sköpun Guðs, er félagsvera. Honum er það þvi eðlilegt að
leita eftir félagsskap við aðra. Þó við séum félagsverur, oft og iðulega í
góðum hópi kunningja og vina, getum við verið ákaflega einmi.na. Ef til
vill erum við þau kátustu í hópnum, en undir niðri býr vitneskjan um
óleyst vandamál eða þungar áhyggjur sem við berum. Þetta getum við
ekki borið á borð fyrir hvern sem er.
Oft þarf ekki mikið til að
lækna stundareinmanaleika.
Eitt lítið bros á vegum úti til
manneskju getur yljað, svo um
munar. Eða einhverjum hrósað
fyrir smekklegan klæðnað, svo
einhver dæmi séu tekin. En ein-
manaleiki getur átt sér svo
miklu dýpri rætur. Þá er ákaf-
lega mikilvægt að finna sér ein-
hvern sem trausts er verður,
opna sig og óska jafnvel hjálpar
eða aðstoðar. Oskandi er að þeir
sem leitað er til reynist einmana
sál hlustendur góðir.
Sjúkir og aldraðir finna sig oft
ákaflega einmana. Hjá þeim eru
það ef til vill ekki áhyggjur eða
vandamál sem á hvíla, heldur
finnst þeim ef til vill þeir ætt-
ingjum og vinum gleymdir. Hjá
okkur sem yngri erum fer mikill
timi í vinnu. Við þurfum auðvit-
að líka að sinna fjölskyldum
okkar. Gefur því að skilja að lít-
ill tími gefst til annars, svo sem
heimsókna til þeirra sem sestir
eru í helgan stein.
í Matteusarguðspjalli segir
Jesús, eitthvað á þessa leið:
Sjúkur var ég og þér vitjuðuð
mín. Mennirnir svöruðu á móti:
Herra, hvenær sáum við þig
sjúkan og vitjuðum þín. Svaraði
þá Kristur aftur AUt það sem
mínum minnsta bróður er gert,
hefur mér verið gert.
1 dag skulum við, á sérstakan
hátt, fela Drottni Jesú Kristi
alla þá sem eru á einhvern hátt
einmana. Og biðjum þeim öllum
blessunar Drottins.
Kynning á bókum Biblíunnar:
JÓNAS
Bókin fjallar um það þegar Guð kallaði spámanninn Jónas til að
fara og boða dóm yfir borginni Níníve, höfuðborg Assýríu. Spámað-
urinn var ófús að taka að sér þetta örðuga og jafnvel hættulega
verkefni og flúði í þveröfuga átt, tók sér far með skipi í vestur til
borgarinnar Tarsis. Þá kom mikill stormur sem áhöfnin tengdi
saman við nærveru Jónasar um borð. Því köstuðu þeir honum fyrir
borð og storminn lægði.
Stórfiskur gleypti Jónas og
skilaði honum upp á austur-
strönd Miðjarðarhafsins eftir
þrjá sólarhringa heilum á húfi.
Eftir þetta vildi Jónas hlýða
Guði og fór til Níníve og pred-
ikaði dóminn. íbúarnir iðruð-
ust og snerust til trúar. Borgin
bjargaðist frá dóminum. Jónas
reiddist út af því að Guð hafði
breytt um skoðun og lét ekki
refsingu sína bitna á Níníve-
búum. Kraftaverk sem varð við
rísínusrunna sýndi Jónasi að
Guð er miskunnsamur og elsk-
ar alla menn, ekki aðeins ísra-
elsmenn heldur einnig aðrar
þjóðir.
Sagan um Jónas spámann er
dæmisaga. Hún hefur ekki
sögulegan bakgrunn. Jónas
táknar ákveðinn hóp gyðinga,
sem vildu ekki að heiðingjun-
um yrði boðuð trú. En Guð vill
ekki að nein mannleg vera
glatist án þess að hafa haft
tækifæri til að snúast til trúar.
Guð lætur sig alla menn
skipta, því hann er miskunn-
samur og kærleiksríkur.
Biblíulestur vikuna 15.—21. júlí
Allir eiga rétt á
fagnaðarerindinu
Sunnudagur: Jónas k. 1—4
Mánudagur: Jóhannes 8:1—11
Þríðjudagur: Matteus 15:21—28
Miðrikudagur: Matteus 28:16—20
Fimmtudagur: Postulasagan 8:26—40
Föstudagur: Galatabréfíð 3:21—29
Laugardagur: Postulasagan 10:1—33
R il rn 9 ll rhrVI i A HÉR er lítR Stafaþraut. Þið U<1>1 llaliui IIIU eigið að finna út orð sam- ^ Nafn kvæmt skýringunum og skrifa
unni á að koma út nafn á ein-
um spámanni Gamla testa- mentisins.
Frelsari heimsins Hann smíðaði örk Hann skírðist í Jórdan Móðir Jesú Upprisuhátíð Jesú
VARMO
SNJOBRÆÐSLUKERFI
VARMO snjóbræðslukerfið nýtir affallsvatnið til
að halda bílaplönum, götum, gangstéttum og
heimkeyrslum auðum og þurrum á veturna. Við
jarðvegsskipti og þess háttar framkvæmdir er lagn-
ing VARMO snjóbræðslukerfisins lítill viðbótar-
kostnaður og ódýr þegar til lengri tíma er litið.
VARMO snjóbræðslukerfið er einföld og snjöll
lausn til að bræða klaka og snjó á veturna.
VARMO = íslensk framleiðsla fyrir íslenskt
hitaveituvatn.
VARMO = Þolir hita, þrýsting og jarðþunga.
VARMO = Má treysta í a.m.k. 50 ár.
VARMO = Heildarkerfi við allar aðstæður.
BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.
Ágætu
viðskiptavinir.
Vegna sumarleyfa lokum við
Fólks og
vörubílaverkstæði
okkar frá 16. júlí til 20.ágúst
Á þessum tíma verðum við
með símavörslu og
neyðarþjónustu.
Smurstöðin verðuropin.
BILVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300