Morgunblaðið - 15.07.1984, Side 24
72
Árió 1924 gerói Guójón Sunnels-
son uppdritt aó skipniagi Skóla-
vörðnlueóar í Reykjavík. Bygg-
ingarnar ern allar í endurreisn-
arstfl. Safnhús Einars Jónssonar
var þegar risió, þegar teikning
þessi var geró. Byrjað var aó grafa
fyrír stndentagarði í Skólavörón-
holti, en ncr framkvemd komst
þessi tillaga aó „Háborg íslenskr-
ar menningar" ekki. Neóst fyrir
miójn teikningarinnar er Skóla-
vörónstígnr.
Greint frá
hugmynd Guð-
jóns Samúlsson-
ar húsameistara
um menningar-
miðstöð á
Skólavörðuhæð-
inni árið 1924
MORGUNBLAÐfP, SUNNUDAGUR 15. JÚLl 1984
Háborg íslenskrar
Þetta var önnur tillaga Guðjóns aó skipulagi á holtinu, sem hann gerói 1924. Hér er kirkjan allfrábrugðin þeirri í
háborgarskipulaginu, en kirkja er einnig á mióju holtinu hér.
ímyndið yður, lesandi góð-
ur, að þér séuð á gangi upp
Skólavörðustíginn þessa
stundina. Við getum sagt að
veðrið sé með besta móti og
þér stansið rétt áður en þér
komið að Skólavörðuholtinu.
Þér horfíð beint fram og við
yður blasa fímmföld boga-
göng í gotneskum stfl. Þér
gangið inn undir bogana og
stigið inn í „háborg íslenskr-
ar menningar“. Á móti yður
gnæfír dómkirkjan, sem
byggð er í grískum krossstfl,
eins og jafnarma grískur
kross og hún stendur í miðju
torgs, sem er rétthyrndur
ferhyrningur, 150 metrar á
hlið. Kirkjan stendur á stalli,
sem er einn metri á hlið yfír
aðalflöt torgsins. Allar hliðar
hennar eru eins. Dyr eru á
hverri hlið, sem snúa and-
spænis götum þeim, sem að
torginu liggja. í húsahringn-
um, sem afmarkar torgið eða
háborgina, sjáið þér háskóla-
bygginguna, stúdentaheimil-
ið, lista- og vísindasöfnin,
Listvinafélagshúsið, safn
Einars Jónssonar mynd-
höggvara og Þjóðleikhúsið.
Einnig barnaskólann og
íbúðarhús. Allar eru bygg-
ingarnar reistar í endurreisn-
arstfl. Þér gangið áfram upp
að kirkjunni en snúið þá til
vinstri og gangið í norður
inní Þjóðleikhúsið og þér
komist að því að uppselt er á
nýjasta stykkið, Gæjar og pí-
ur.
Ef...
Ef hugmyndir Guðjóns Sam-
úelssonar (1887—1950) húsameist-
ara frá árinu 1924 um „Háborg
íslenskrar menningar" á Skóla-
vörðuhæðinni, hefðu náð fram að
ganga á sínum tíma, er ekki ólík-
legt að hæðin liti eitthvað svipað
út í dag og hér að ofan er lýst. Þar
myndi nú tróna stórt torg sem af-
markaðist með öllum helstu
menningarstofnunum borgarinn-
ar samankomnum á einum stað
sem eflaust mætti nú kalla hjarta
borgarinnar. En hugmynd Guð-
jóns komst aldrei í framkvæmd
nema hvað byrjað var að grafa
fyrir stúdentaheimilinu en þvi var
fljótlega hætt. Háskólanum og
Þjóðleikhúsinu, sem Guðjón teikn-
aði, var seinna valinn annar stað-
ur í borginni, en nú rís Hallgríms-
kirkja, sem Guðjón einnig teikn-
aði, á Skólavörðuhæðinni eins og
allir vita, þar er Iðnskólinn í
Reykjavík, styttan af Leifi
heppna, Templarahúsið og þar er
leigubílastöð svo eitthvað sé nefnt.
I mars 1924 var skipuð sérstök
nefnd um skipulag Reykjavíkur,
sem í áttu sæti Geir G. Zoega
vegamálastjóri, Guðjón Samúels-
son húsameistari, Knud Zimsen
borgarstjóri og Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður. Þessi nefnd
annaðist undirbúning hins fyrsta
skipulagsuppdráttar af Reykjavík
sem lagður var fram árið 1928.
Skólavörðuholtið bar snemma á
góma á fundum nefndarinnar.
Þann 19. mars lagði Guðjón fram
tvær tillögur að skipulagi á Skóla-
vörðutorgi. „Leist nefndinni best á
þá hugmynd hans að kirkjan
standi á miðju torgi og fól honum
frekari uppdrætti á þeim grund-
velli.”
Tveir uppdrættir
Hugmynd Guðjóns um „Háborg
íslenskrar menningar" varð opin-
ber í ræðu, sem Ágúst H. Bjarna-
son prófessor hélt við hátíðarhöld
stúdenta 1. desember, 1924.1 ræð-
unni sagði hann að svo væri ráð
fyrir gert að sem flestar af opin-
berum byggingum bæjarins, sem
byggðar yrðu í framtíðinni, svo
sem dómkirkja, háskóli, stúdenta-
garður, listasöfn- og vísinda- ofl.
yrðu reistar á Skólavörðuholtinu.
Á háholtinu yrði gert torg eitt
mikið og dómkirkjan reist á þvi
miðju, en öðrum byggingum skip-
að umhverfis það.
Frá þessu er sagt í Morgunblað-
inu og fylgir með viðtal við Guð-
jón um hugmynd hans. Hann segir
þar að þessi uppdráttur sé ekki
annað en hluti þess, sem verið sé
Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins, um það leyti sem hann setti
fram hugmynd sína að háborginni.
að vinna að í skipulagsnefnd.
Hann segir, að sér sé ekki kunnugt
um, hver eigi þá hugmynd að gera
aðaltorg bæjarins á Skólavörðu-
holti, en hún liggi nokkuð beint
við, „því Skólavörðuhæðin er lang-
hæsti staður bæjarins". Siðan seg-
ir Guðjón:
„Árið 1916 kom til orða, að farið
yrði að hugsa fyrir byggingu
handa þjóðminja- náttúrugripa-
og málverkasafninu og bað Einar
Arnórsson (þáverandi ráðherra)
mig um, að gera uppdrátt að húsi
fyrir þessi söfn. Var þá helst talað
um, að það yrði byggt á Skóla-
vörðuhæðinni. Uppdrátt þann
gerði jeg, og datt mjer þá í hug, að
vel væri viðeigandi, að reisa kirkju
þarna líka, og gerði jeg uppdrátt
að henni um leið. ... En svo þegar
við fórum að vinna að skipulagi
bæjarins í nefndinni, kom þetta
upp á teningunum."
Hugmynd Guðjóns
Þá lýsir Guðjón í stórum drátt-
um hugmynd sinni að gerð torgs-
ins og segir hvar einstökum bygg-
ingum sé ætlaður staður. Torgið
skyldi vera rétthyrndur ferhyrn-
ingur og á miðju þess skyldi reist
dómkirkja landsins, á stalli, sem
væri einn metri á hæð yfir aðal-
flöt torgsins og byggð í grískum
krossstíl. Kirkjan skyldi rúma 800
manns. Hvelfing hennar skyldi
vera tvöföld, þannig að innri
hvelfingin yrði lægri. I bilinu milli
innri og ytri hvelfingarinnar
skyldi komið fyrir stjörnuathug-
unartækjum. (Þess má geta að í