Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 25
MÓfeGÚfrBLÁM); gÚNNTJt>ÁtfÓft 16! JÚLf Í98Í 73 Útlitsteikning Freymóðs Jóhannessonar af HalF grímskirkju og nánasta umhverfi hennar í Skólavöröuholti, en þessi teikning er gerð áriö 1943. Fróðlegt er aö bera þessa hugmynd saman við háborgarhugmyndina. Skipulag Skólavörðuhæðarinnar í fyrstu tillögu að heildarskipulagi í Reykjavík, sem lögð var fram í janúar 1928, en á skipulagi hæðarinnar má enn sjá votta fyrir hugmynd Guðjóns. Kirkjan á miðri hæðinni hefur breytt um lögun en þetta kirkjulag virðist benda til væntanlegrar Hallgrímskirkju. Jóhannes S. Kjarval blandaði sér fljótlega í deilur manna um háborg- arhugmyndina. dagblaðinu Vísi frá 1916 hafði ver- ið rætt um að reisa stjörnuskoð- unarstöð á Skólavörðuhæð.) Allar aðrar byggingar háborgarinnar skyldu verða byggðar í endur- reisnarstíl, nema hús Einars Jóns- sonar myndhöggvara. Við torgið austanvert skyldi háskólinn og stúdentagarðurinn blasa við, sinn hvoru megin við framhald Skóla- vörðustígsins. Þá yrði safnahúsið sunnan við torgið en vestanvert við torgið yrðu vegleg ibúðarhús og til þess að loka torginu betur yrðu sett bogagöng yfir Skóla- vörðustíginn, eins og uppdráttur- inn sýnir. í norðvesturhorninu yrði Listvinafélagshúsið, norðan- vert við torgið samkomuhús, ann- aðhvort leikhús eða þó heldur fundahús og rétt undan norðaust- urhorni torgsins yrði barnaskóli. Þessi var hugmynd Guðjóns Samúelssonar í stuttu máli. I lok greinarinnar í Morgunblaðinu segir að þetta sé „hið langstór- felldasta framtíðarfrumvarp til mannvirkja, sem nokkur íslend- ingur nokkru sinni hefur hugsað sér að hafa með höndum. Því hér er ekki einasta farið með hin dýr- ustu verk að krónutölu, sem nú- tíma íslending dreymir um, held- ur og verk, sem beinlínis eða óbeinlínis á að efla, þroska og móta hugarfar komandi kynslóða, — „háborg íslenzkrar menning- ar“.“ Um Guðjón Þykir rétt að fara hér örfáum orðum um Guðjón Samúelsson húsameistara. Hann fæddist árið 1887 að Hunkubökkum á Síðu. Sem unglingur lærði hann tungu- mál í Reykjavík hjá Þorsteini Erl- ingssyni skáldi en sagt er að Þorsteinn hafi hvatt foreldra Guð- jóns eindregið til að gera honum fært að halda áfram námi. Árið 1908 settist Guðjón að í Kaup- mannahöfn að nema húsagerðar- list. Vorið 1915 kom hann í heim- sókn til íslands og tók að sér að standa fyrir teikningu að verslun- arhúsi Nathans og Olsens (Reykjavíkurapótek) f Reykjavík. Hann sá að hann þyrfti ekki lengra nám eða lokapróf í húsa- gerðarfræðum til að fá nægilega mörg og velborguð verkefni á fs- landi. Honum bauðst hins vegar embætti húsameistara landsins, ef hann lyki fullnaðarprófi við lista- háskólann i Kaupmannahöfn. Lauk hann því skólanámi og tók við embættinu. Þau þrjátíu ár sem Guðjón var húsameistari teiknaði hann hús um allt land, sem skipta þúsundum. Af nokkrum bygging- um hans í Reykjavík má nefna Landsbankahúsið við Austur- stræti, Landsspítalann, Landa- kotskirkju, Landssíma- og út- varpshúsið, Arnarhvol, Sundhöll Reykjavíkur, Háskólann, Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og Hall- grímskirkju og Þjóðleikhúsið eins og fram hefur komið. Guðjón lést árið 1950. Blaðaskrif Fljótlega kom fram gagnrýni á tillögu Guðjóns að háborginni og spunnust af því allmikil blaða- skrif. Litið var á háborgina sem hugmynd fremur en ákveðna til- lögu. Viku eftir að viðtalið við Guðjón birtist í Morgunblaðinu skrifaði Tryggvi Magnússon list- málari grein í sama blað og hafði hin háðulegustu orð um tillöguna og fann henni flest til foráttu. Skömmu seinna skrifaði Guð- mundur Hannesson prófessor i Morgunblaðið svar við grein Tryggva og kvað mikið af þeirri gagnrýni, sem komið hefði fram í máli manna, vera byggt á mis- skilningi eða beinlínis rangt. Hafði kann ýmislegt að athuga við grein Tryggva og taldi þar gæta allskonar misskilnings. Skoraði hann á Tryggva að koma með endurbótatillögur ef hann treysti sér til og kvaðst reiðubúinn að styðja þær, ef þær horfðu til bóta. Að lokum fór hann lofsamlegum orðum um Guðjón og sagði að „sumir af „listamönnum” vorum mættu una því vel, ef þeir næðu nokkru sinni með tærnar, sem Guðjón hefur hælana". Áfram héldu blaðaskrifin og tóku þátt í þeim m.a. Alexander Skólavörðuholt árið 1930. Jóhannesson síðar háskólarektor, Jóhann Fr. Kristjánsson bygg- ingameistari, Magnús Benja- mínsson úrsmiður að ógleymdum Jóhannesi S. Kjarval listmálara. í blaði sínu „Árdegisblað lista- manna“ sagði Kjarval: „í fyrsta sinni hjá þjóð okkar sést uppdráttur að heilu torgi eftir íslenskan mann, og er vert að gefa því gaum og hugsa alvarlega um, — því hugmyndin til þessa hefir um skeið verið að þróast og skýr- ast, í hóp þeim, sem passar mentir í landinu. En það verður öllum að vera ljóst, — að Guðjón Samúels- son hefir lagt mikla hugsun og langan tíma til að koma skipulagi á hugmyndina, — en með upp- drætti sínum lagt fyrstu undir- stöðuna, til þess að byrjað verði að hugsa mál þessi út í æsar.“ Og síðan skrifaði hann: „í hugskoti fæddist borgar- myndin fyrst af þörf. Hugmynd þessi hefir smámsaman dreifst um þjóðarsálina — og er nú að verða að hugtaki. — En eftir er að lyfta. Guðjón hefir lyft borg sinni úr hugskoti eins og hann fyrst um sinn hugsar sér hana, — tak anda hans má nú vega og meta, að svo miklu leyti, sem gjöra má við upp- drátt á blaði. ... Annaðhvort verður ríkið að gjöra útboð til þjóðar og listamanna um álit og uppdrætti þessu að iútandi — eða Guðjón Samúelsson verður að gera það einn fyrir ríkisins hönd ... Ætti síðan að opna opinbera sýningu á öllu, sem inn væri sent, — yrði það lærdómsríkt að sjá mikinn áhuga, og merkilegar myndir um sama hugtakið, — og fer ekki hjá því, að íslenska þjóðin mundi fá áhuga fyrir hámarki þjóðarandans..." Blaðaskrifunum lyktaði með greinarkorni eftir Tryggva Magn- ússon, þar sem hann sagði, að úr því að fram sé komið, að sú teikn- ing, sem birtist í Morgunblaðinu af háborginni, hafi einungis átt að gefa hugmynd um hvernig mætti haga skipulagi á Skólavörðuhæð- inni, en ekki verið ákveðin tillaga eins og gefið hafi verið i skyn, sjái hann ekki ástæðu til að ræða mál- ið frekar. Guðmundur frá Miðdal Guðmundur Einarsson frá Miðdal skrifaði í 32. árgang Eim- reiðarinnar nokkurt mál um há- borg Guðjóns og sagði: „Háborg- arhugmyndin er nokkuð um of stórvaxin í augum sumra íslend- inga; veldur því meir athugunar- leysi en svartsýni, því í náinni framtíð VERÐUR að reisa flestar þessar byggingar; en að byggja þær allar á EINUM STAÐ og SAMTÍMIS er miklu hentugra og ódýrara. Margar okkar æðstu og fegurstu hugsjónir standa og falla með því, hvernig háskólamálið verður leitt til lykta, og stúdenta- garðurinn er einn aðalliðurinn í því máli. Hið unga listræna líf þjóðarinnar á nú við svipuð kjör að búa og niðursetningar á fyrri öldum. Verði ekkert gert því til stuðnings í framtíðinni, liggur ekkert fyrir nema ÚTLEGÐIN." Sjálfur gerði Guðmundur líkan af háborginni og hélt sýningu á því ásamt öðru árið 1927. 1 Eimreiðargrein sinni setti Guðmundur fram athyglisverða hugmynd um hvernig best væri að fjármagna byggingu háborgarinn- ar. Hann sagði: „Margur mun spyrja, hvar við eigum að fá allar miljónirnar, sem við þurfum til að geta bygt alt þetta, og svo vinnu- kraftinn. Ýmsar tölur sýna það, að við íslendingar eigum þessar milj- ónir til, og þjóð, sem er einhuga, getur gert það tífalda, enda þótt hún sé smærri en smá. Aðrar þjóðir skirrast ekki við að kalla syni sína til þriggja ára herþjón- ustu, og að auki leggja þær skatt á sjálfa sig til að halda við þeim svívirðingum sem hernaði fylgja. Hver réttskapaður maður verður, með öðrum orðum, að vinna 1—8 ár af æfi sinni og borga skatt til að halda við gömlum erfðasynd- um. Hugsum okkur, að íslenzkir æskumenn ynnu að því í framtíð- inni að byggja sér og eftirkomend- um sínum vegleg minnismerki um leið og þeir nytu kenslu mestu mentamanna þjóðarinnar." Þessa dagana stendur yfir sýn- ing í anddyri Hallgrímskirkju á sögu kirkjubyggingarinnar og er þar meðal annars að finna frum- uppdrátt Guðjóns að háborginni frá því fyrir 60 árum. Sýningin er opin til haustsins á sama tíma dagsins og turninn er opinn. — ai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.