Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 2

Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 Lítil kapella, sem staösett er í Curie-rannsóknastofnuninni miöri og bíöur niöurrifs, syngur svana- söng sinn i óvæntum félagsskap. Ungir listamenn úr listaskólanum andspænis (École des Beaux-Arts) hafa tekiö sér þar bólfestu og halda sýningar á listaverkum, sem sumir mundu kalla fersk, aörir brotakennd t.d. beygluö mótor- hjól. í kórnum, sem er aö hruni kominn, syngur Callas af mynd- bandi. Kapellan er aö 26, Rue d’Ulm, 75005 París. Sýningin stendur til loka júlí og er opin föstudaga, iaugardaga og sunnu- daga. Grand Palais: Sýnd eru málverk, höggmynd- ir, vefnaöur og aðrir hlutir, sem valdir hafa veriö úr Menil- safninu í Houston, Texas og New York. Sýningunni lýkur í lok júlí. Theatre Maubel sýnir verölaunaleikritið Fool for Love eftir Sam Shephard. Leik- stjóri er Judith Burnett. Le Petit Journal: Þann 20. júlí leikur Ciryl Jazz- band. Opéra: Sýndur veröur ballettinn Les Nocew, tónlist Stravinsky. Sýningín er 21. júlí. „Kettirnir“ slá í gegn Söngleikurinn „Cats" hefur veriö sýndur í Tokyo viö metaösókn í marga mánuöi. Þetta er fyrsti vestræni söngleikurinn, sem hlýtur slíkar móttökur. Stykkinu leikstýrir Keita Asarl og leikararnir eru japanskir. Sagt er, aö ekki borgi sig aö missa af þessari sýningu, þó svo maöur hafi séö hana í Evrópu eöa Bandaríkjunum. Og þá er bara aö bregöa sér í sýningartjald „Kattanna" í hinu nýja borgar- hverfi Tokyo, Nishishin Juku. Um helgar. frl Yfirlitssýning á gouache-myndum Tatsuo Takayama er haldin í Yam- atane-safninu, 7—2 Kabuki cho Nihanbashi Chuo-ku og stendur til 5. ágúst. Aögangseyrir er 500 yen. Einn af frumherjum í vídeólist, Namjun Palk, hefur verið festur á filmu. Hann vakti mikla athygli, þegar hann sendi list sína í Beau- bourg-miöstööina í París um gervihnött. Sendingu þessari mun hafa veriö misvel tekið. En nú sýnir Metropolitan-safniö í Tokyo sem sagt mynd um þennan Kóreubúa, þar sem hann fær tækifæri til þess aö útskýra list sína fyrir almenn- ingi. Myndin er sýnd alla daga nema mánudaga til 29. júií og safniö er við Ueno Parc.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.