Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 9

Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 41 Rætt við Messíönu Tóm- asdóttur leikmyndateikn- ara um ferö hennar til Noregs og Finnlands með „ Bláu stúlkuna “ með mér og þaö aö ætlast til aö þaö gefi vinnu sina finnst mér niöurlæging. Ég kýs frekar aö berjast fyrir betri styrkjum, en aö níöast á kollegum mínum.* — Og veriö launalaus sjálf? .Ég borgaöi meö mér. Sýningin kostaöi mikiö meira en starfslaunin í beinum út- lögöum kostnaöi. Maöur setur upp sýningu og ieggur allt sitt i hana. Ég sparaöi eins mikiö og ég gat, en þaö eru ákveðnir póst- ar, sem ekki er hægt aö spara á. Þú veröur aö hafa besta fólk sem völ er á meö þér. Því annaöhvort er sýningin professional eöa ekki. Til hvers væri ég aö þessu ann- ars?“ LEIKM YNDALEIKHÚSID Fyrir framan mig stóö teskálin hálffull af volgu tei ókláruö brauösneiöin. Ég haföi alveg gleymt mér. Messíana var orðin svo- lítiö rjóö í kinnum og ég hálf vandræöa- legur og flýtti mér aö Ijúka úr skálinni og gleypa afganginn af brauöinu. Viö sátum þögul nokkra stund, síöan spuröi ég: — Þin leikhúsreynsla er fyrst og fremst leikmynda- og búningagerö fyrir leikhús. Hvenær kom brúöuleikhúsiö inní myndina? .Ég hef alltaf haft áhuga á brúöuleikhúsi, allt frá því ég var smákrakki. Ég byrjaöi þá aö gera brúöuleikhús.“ — Þannig aö leikhúsvinnan er afrakst- ur brúöuleikhúsáhugans í upphafi? .Ég held þaö bara ... Jál Ég var alltaf aö búa til brúöur. Heimilisvinur sem var myndlistamaöur smíöaöi handa mér og gaf mér allskonar trépinna til aö nota viö aö móta leir, til aö geta búiö til brúöur. Ég var alltaf eitthvaö aö vesenast í þessu. Annars hefur myndlistin og lelklistin alltaf veriö aö togast á í mér. Ég var hjá Ævarl í leiklist- arskólanum hans í gamla daga og um leiö í Myndlistarskólanum. Og þegar ég var í myndlistarnámi i Danmörku i gamla daga, þá var ég í stúdentaleikhúslnu þar lfka.“ — Lékstu þar? .Jájá, ég var aö leika og lelkstýra og skipta mér af leikmyndum. En þaö var ekkl fyrr en í Danmörku aö ég áttaöi mig á því aö leikmyndin sameinar þessar tvær list- greinar." — Og þá snn frekar í brúóuleikhúsi? .Brúöuleikhúsiö er náttúrlega í sjálfu sér hiö ultrasenograflska leikhús. Þaö er leikmyndaleikhúsiö. Þar er allt leikmynd. f hlnu venjulega leikhúsi þarf maður sífellt aö gera málamiölanir og ég er oröin þreytt á því.“ — Hvar stendur þá leikmyndateiknar- inn Messíana Tómasdóttir? .Ég er búin aö átta mig á, eftlr öll þessi ár, aö Þetta er óverjandi illa launaö starf. Þaö hefur gengiö illa fyrir okkur leikmynda- teiknara aö fá skilning á þvi hve þetta er erfitt, krefjandi og tímafrekt starf og þó aö leikmyndateiknarar séu illa launaöir í leik- húsi, þá eru þeir eftirsóttur starfskraftur utan þess, vegna menntunar sinnar og reynslu. Þaö er luxus aö vinna f leikhúsi. Þar er eingöngu mælt i handverkinu en aldrei sá timi sem fer í handverkiö hversu nauösynlegt þaö sé aö geta hvilt sig eftir verkefniö og og safnaö orku til aö hefjast handa aö nýju. Einnig til aö bæta viö sig. Maöur veröur aö bæta viö síg li'ka. Maöur getur ekki stanslaust framleitt." — Á þetta ekki viö öll listræn etörf? .öll þau störf sem þú leggur metnaö i. Því ef þú getur ekki hlaöiö þig upp aftur, þá geturöu ekki gert almennilega hluti. Og vlö erum þó nokkur sem erum farin aó draga okkur útúr þessari framleiösiu og farin aö gera okkar eigin hluti." — Líkt og þú gerir núna meö Bláu stúlkunni? .Þar er ég aö gera hlut sem mig sjálfa langar til aö gera og meö þeim vlnnuhraöa sem ég vll. Þar ræö ég minum tima, eöa kannski réttara sagt — gef mér þann tíma. Þetta er auövitaö ákveöiö val. Maöur er orðin vanur þvf í gegnum árin aö hafa iöu- lega unniö i leikmyndageröinni og haft mjög gaman af henni, annars heföi maöur ekki veriö aö þessu. En núna þegar ég sé aö hún fullnægir mór ekki lengur — ég gerl ekki þaö sem mig langar þar — og launln ekki f samræmi viö vinnuna, þá geng ég kannski einu skrefl lengra og geri í staöinn þaö sem ég hef sterkasta löngun til. Al- gjörlega. Þaö er auövitaö dýrkeypt þetta frelsi, aö vera ekki fastráöinn neinsstaöar, en þaö gefur svo mikiö i staöinn, sem er algjör forsenda þess aö geta skapaö. Og þá getur maöur alveg sætt sig viö aö boröa svolítiö minnal" — Það er þá svo litlu aó tapa? .Maöur fær svo mlkiö i staöinn. Og þeg- ar um þessa tvo valkostl er aö ræöa, þá er maöur ekki til sölu. Ég hef kannski óvenju mikla sjálfstæöisþörf." ALL/fí MEÐ TÁfí íAUGUM - NEMA EINN Fyrir framan mig stóö stafli af þessu Ijúfa heimabakaöa brauöi og ketill meö indælu fersku heimalöguöu tei og ég fann aö þaö var ekki aöeins sköpun í leikhúsi sem ein- kenndi andrúmsloftiö og fólkiö sem þarna haföi fest sér ból — allt umhverfiö bar vott um mjög sterkan og þó einlægan stíl. Augu mín staönæmdust allt í einu á iítilli vatnslitamynd af blárri stúlku sem faömaöi aö sér rauöbrúnt tré og kjóilinn hennar stóö út í skýjaöan himin. — Hvernig var sýningunni svo tekið hér heima? „Viö fengum afskaplega fáa áhorfendur. Viö geröum okkur grein fyrir því aö þessi sýning er fyrír ákveöinn hóp áhorfenda. Hún er fyrir mjög næmt fólk. Þú þarft ekki endilega aö vera listamaöur, þaö er ekki þaö sem ég á viö. Ég held aö fólkiö sem kom aö sjá hana hafi komiö af því aö þaö langaði aö sjá akkúrat þessa sýningu. Þannig aö bæöi áhorfendur og gagnrýn- endur tóku henní mjög vel.“ — Þió lékuð sýninguna á Kjarvalsstöð- um, að Gerðubergi og á friðarvikunni í Norræna húsinu sl. páska. Hvernig gekk sú sýning? „Viö vorum óánægöust meö þá sýningu. Þar hjálpaöist margt til. Salurinn losnaöi ekki fyrr en sýningin átti aö hefjast, samkv. auglýstum tíma. Viö uröum aö hrófla upp leikmyndinni, lýsa, sminka okkur og fara í búninga á methraöa. Og þaö var erfitt aö taka hvíldarstund og einbeitingu fyrir sýn- ingu. Auk þess var mikill fjöldi barna í saln- um þó viö heföum tilkynnt aö sýningin væri ekki viö hæfi barna. Því hún kraföist svo mikillar einbeitingar af áhorfendum og börn hafa yfirleitt ekki þá einbeitingu sem nauösynleg er. Þannig aö nokkur órói var í fullum salnum. Og þetta er sú sýning sem sennilega flestir muna.“ — Sfðan var ykkur boðið á leikhúshá- tfðir í Finnlandi og Noregi. Hvernig kom þaðtil? „Ég hef veriö aö kenna undanfarin sum- ur í Noregi og í Finnlandi á Vasa Sommar sem var upphaflega barnaleikhúshátiö, en er núoröið eingöngu brúöuleikhúshátíö sem er alþjóöleg. í fyrra þegar ég var aö kenna þar, þá var mér boöiö aö koma meö Bláu stúlkuna sem ég var þá farin aö vinna, núna í sumar. Síöan var hringt til okkar frá Noregi og viö beöin aö sýna sýn- inguna þar á barna- og unglingaleikhúshá- tíö um svipaö leyti. Þetta var fyrsta hátíöin sinnar tegundar á Noröurlöndum.* — Voru margar sýningar á boðstólum þar? „Hvert hinna Noröurlandanna var meö tvær sýningar þar nema Norðmenn, sem voru meö fleiri, þar sem þeir voru gestgjaf- ar. En þetta var eina sýningin frá fslandi og jafnframt eina bruöuieikhusiö — Hvernig var sýningunni tekið? „Ákaflega vel. Norska sjónvarpiö haföi samband viö okkur og baö um aö fá aö gera dagskrá meö viötölum um sýninguna okkar sem varö úr.“ — Voru þá fleiri sýningar teknar fyrir? .Nei, viö fréttum eftirá aö þetta heföi veriö eina sýningin, sem þeir geröu svona veigamikil skil. Og eins var sænskur gagn- rýnandi sem valdi okkar sýningu sérstak- lega til aö fjalla um sem sýnishorn frá há- tíöinni fyrir sænska útvarpiö." — Fyrir utan Osló og Vasa, þá sýnduö þið Ifka f Helsinki? „Þaö var annaö af tvelmur atvinnu- brúöuleikhúsunum sem þar starfa sem bauö okkur aö koma. Og svo skemmtilega vildi til aö þaö fólk sem haföi séö jafnvel báöar sýningarnar okkar f Vasa, var mætt til okkar í leikhúsiö i Helsinki." — Þá hafa sumir áhorfendanna séð all- ar þrjár sýningarnar f Finnlandi? „Já þaö var alveg ótrúlegt. Og þaö var almennt álit þeirra aö þessl sýning í Hels- inki hafi veriö best heppnuö. Og þar kom kannski tónlistarflutningurlnn til. Tónlistin f sýningunni er mjög viökvæm, sérstaklega f túlkun og þar var hún afar mikilvæg fyrir okkur. Við höföum ekki tök á aö taka hljóöfæraleikarana meö f feröina. Viö feng- um því aöra hljóöfæraleikara í hvoru landi til aö spila. Þaö var mjög spennandi aö vinna meö þeim því þeir túlkuöu tónlistina mjög frábrugöiö, en þaö var um leiö mjög krefjandi. En viö fengum samt hvergi eins góöa hljóöfæraleikara og hér.“ — Var það þó ekki tfmafrekt að koma þeim á sporið í túlkuninni? „Jú, þaö var þaö, en um leiö mjög spennandi reynsla. En þaö fór svo mikill tfmi f aö æfa meö þeim, þvf brugöum viö á þaö ráö i sýningunni í Helsinki, sem var í mjög litlu og intímu leikhúsi, aö nota upp- töku af tónlistinni sem viö áttum aö heiman. Þessi sýning var ekkert auglýst opinberlega, en þó var uppselt á hana, þvf hún haföi frést út. Þarna var aöallega sam- ankomiö brúöuleikhúsfólk og ákaflega góöir áhorfendur. Þar náöist alveg ótrúleg stemmning. Manni fannst maöur halda utanum áhorfendur og fann samband viö hvern og einn. Eftir sýninguna sátu allir nema einn meö tárin f augunum. Og þaö sannaöi kenningu mína aö aöeins næmt fólk næöi einhverju útúr sýningunni." — Hafðirðu samband viö einhverja áhorfendanna á eftir? „Eftir hverja sýningu voru umræöur, og eins var fólk alltaf aö koma til okkar í marga daga eftir sýningarnar til aö tala um upplifun sína. Og þaö sem mér fannst hvaö athyglisveröast var hvaö fólk túlkaöi sýn- inguna misjafniega. Þaö var alveg ótrúlegt hvaö fólki fannst hún segja sér misjafna hluti. Þaö kom í tvígang til okkar fólk, sem fannst hún fjalla um dauöannl Ég man aö eftir sýninguna i Osló geröum viö grein fyrir sýningunni á eftir, eins og viö geröum ávallt, og daginn eftir kom til min stúlka og sagöi: Af hverju talaöiröu ekki um aö hún væri um dauðann, þvi þaö er þaö sem hún er um. Sumir tóku söguna bókstaflega, öörum fannst hún fjalla um ástandiö í heiminum f dag og allt þar á milli. Þaö var mjög gaman aö hver og einn virtist geta lesiö sitt útúr sögunni og hún virkaöi í reynd sem dæmi- saga.“ — Var ykkur boðið vfðar mað sýning- una? „Þaö kom aö máli viö okkur fólk vfös- vegar frá Noröurlöndunum sem baö okkur aö koma og sýna hjá sér ef viö færum aöra ferö. En viö gátum ekkert ákveöiö á þeirri stundu um áframhald." — En fékkst þú sjálf einhver atvinnu- tilboð? „Ég fékk tvö atvinnutilboö í Finnlandi um aö gera leikmyndir og brúöur fyrir leikhús og einnig eitt frá Noregi, sem ég hef ákveö- iö aö taka.“ — Hvaða verk er það? „Þaö er byggt á Eddukvæöunum og viröist mjög spennandi. Þetta veröur sam- norræn sýning, sem veröur gerö á næsta ári.“ — En hvað gerir Strengjaleikhúsið/ Messíana næst? „Finnarnir buöu mér aö koma meö sýn- ingu til Vasa næsta sumar. Ég er með ákveöiö verk í huga, en ég treysti mér ekki í sömu baráttuna aftur og meö Bláu stúlk- una, svo þaö er alveg óráöiö hvernig þaö veröur unnið." — Þér virðast vera margir vegir færir á hinum Norðurlöndunum, heldurðu að þú þurfir að flytjast þangað til að fá viðun- andi starfsaðstöðu? „Ég get ekki unniö annarsstaöar en hér. islenskur myndlistarmaöur á erfitt meö aö vinna annarsstaöar. En ef ég tek aö mér verkefni erlendis, þá mun óg vinna hluta af verkinu hér, en ég vil líka fá aö gera mín eigin verk hér heima, og þaö skal nokk ganga." ÞESSIBLÁUI Hún horfir beint i augun mfn og þagnar. Viö horfumst þannig f augu nokkur andar- tök, síöan lít ég undan. Þegar óg Ift aftur á hana horfir hún á aðgeröarlausar hendur sínar sem hvíla á boröinu og viö þegjum saman Klukkan tifar á milli okkar. Sföan segir hún: „Þaö er svo skrftiö ... eöa eiglnlega ekkert skrítiö. Ég held aö meöal annars hafi þetta verk vakiö svona mikla athygli, eöa höföaö svona sterkt til fólks af sömu ástæöu og önnur íslensk myndlist gerir. Vegna þess aö íslensk myndlist er f algjörri sérstööu — á Noröurlöndunum. Þaö er engin tilviljun, þessi birta og þetta maka- lausa landslag . Þaö elur af sér annarskon- ar list. Þaö er einhver styrkur sem okkar umhverfi gefur okkur. Ég get aldrei veriö lengi aö heiman. Þegar ég var f Danmörku — fór sem unglingur — þá notaöi ég alltaf íslensku litina f myndirnar; haföi ekki hugmynd um þaö; en þaö var eitthvaö ... þessi blámi." Leikdómur islenski brúöuleikhópurinn Strengja- leikhúsið hefur valiö aö fjalla urn umdeilt og ávallt spennandi tema, ást og frelsi, i sýningu sinni „Bláa stúlkan". I mjög sterkri 30 minútna sýningu upplifir áhorfandinn mjúkrómantískan og ástriöufullan þátt um þaö hvernig Bláa stúlkan mætir ástinni og hrífst af henni. Veröur ástin þrátt fyrir allt frelsari, getur hún fyrir tilstilli ástarinnar öðlast frelsi? islendingarnir leika iþetta skipti aöal- lega fyrir fulloröna. Vel unnið og metnaö- arfullt leikhús, þar sem viöfangsefniö var tekiö alvarlegum tökum, geröi það að verkum að áhorfandinn hreifst af sýnina- unni. Leikurinn var aö mestu án oröa, en hinn Ijóðræni inngangur var svo fullkominn aö ekki var þörf fyrir fieiri orö. Allur textinn var: Fjööur og smásteinn minna á þig steinninn er þungur þú svítur út í birtune óg verö eö blómi einhverjum til yndisauka kannski þár kannski þár ... Fleiri oröa var ekki þörf. Samt var hægt aö upplifa þessa viökvæmu Bláu stúlku, hvernig ástin snerti hana, hvernig hún sveil og hvernig hún lokaöist inni í rauöum faðmi ástarinnar. Hrein ástin drukkin úr ástar- blómi gaf lif en þrengdi jafnframt aö. Þegar ástin ölvar hugann drekkir hún einstakl- ingnum i tilfinningaflóöi. Það veröur yndis- legt að synda út og drukkna i þvi hafi. En hvaö veröur af frelsinu? Hvenær veröur ástin meira en yfirþyrmandi tilfinningaölv- un? Hvenær krefst hún ekki lengur svörun- ar, heldur breytist i gjöf sem rumar allt, ást sem upphefur og veitir lif? Ef til vill svaraöi Bláa stúlkan þessum spurningum í túlkun Islendinganna með því aö gefa sjálfa sig og og sjálfsviröingu sina, ást sina alla til ann- arrar manneskju. Hún leit á þaö sem skyldu manneskjunnar aö gefa öörum hlut- deild í þeirri gjöf sem ástin er. Ef tll vill er þaö draumur, framtíöarsýn, aö geta frels- ast trá eigingirni sinni og getiö öörum ást sína og um leið virt ósnerlanleik þess sem þiggur. Draumurinn um aö geta mæst í ástinni, frjáls og óháö og án þess aö fórna sér eöa þeim sem maöur elskar er einn af fegurstu draumum sem hægt er aö eiga sér. Með ástrikrl hendi og sterkri tilfinningu fyrir trásögninni fluttu Islendlngarnir verkiö og sýndu með þvíþaö sem Michael Meschke segir í leikskrá hópsins, „aö missa aldrel sjónar á draumnum, jatnvel þótt honum sé látlaust misþyrmt". Leikdómur •ttir Chríttian Ahlbom í Vmta- Maded 9. júni 1994. Strengjaleikhúsið BLÁA STÚLKAN Höfundur, leikstj., brúöur, leikmynd Messíana Tómasdóttir Tónlist.......Karólína Eiríksdóttir Aöstoóarleikstjórn.....Árni Ibsen Lýsing...........Ágúst Pétursson Brúöustjórn...Anna S. Einarsdóttir Pétur Knútsson Messíana Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.