Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984
45
Vææ, kvíkígt rokk...
Ljósmyndir Frlðþlótur Helgason.
fullkomnir nú þegar.
Blm.: Þið talið um að lifa af því, som þiö
geriö, er það erfitt? Seli: Já, ennþá. En viö
veröum að geta lifaö af því sem viö fram-
leiöum til þess aö geta veriö sannir.
Blm.: Er þaö eitthvaö nýtt, sem þið eruö
aö fást viö? Seli: Þaö er ekki okkar aö
skilgreina þaö. Keli: Þaö er nýtt fyrir okkur,
við erum ekki að endurtaka það sem þegar
hefur veriö gert.
Blm.: Hvernig menn eruö þiö? Óskar:
Kúnstugir grallarar. Viö höfum mjög svo
eðlilega starfandi heilabú og ekki svo ýkja
lága greindarvísitölu.
Blm.: Eruö þiö mikið saman? Seli: Já.
Kommi: Já. Keli: Já, við vinnum saman
allan daginn. Óskar: Já, við höfum þekkst
frá þvi í barnaskola.
Blm.: Kemur aldrei upp ágreiningur?
Seli: Auövitaö koma upp alls konar ágrein-
ingsmál, af því viö erum í þessu afalvöru,
en við höfum einstaka hæfileika til aö sætt-
ast.
Blm.: Hvert er takmark ykkar i lífinu?
Óskar: Aö verða „homo universalis“, hinn
alhæfi maöur. Sherlock Holmes sagði ein-
hverju sinni: Það má ekki fylla háaloftið af
rusli og við veröum aö hafa á hreinu hvaö
þarf að læra og hvaö má framkvæma meö
aðstoð annarra. Þetta er okkar takmark.
Blm.: Leikrit, segiö þiö. Seli: Viö settum
upp leikrit, þegar viö vorum í Myndlistar og
handiðaskólanum. Síöan settum viö upp
sjálfstætt verk, sem viö sýndum á Hólma-
vík og heitir Hryöjuverkahóran.
Blm.: En hvað er að segja um perform-
ansana? Óskar: Þetta eru sjálfstæðir per-
formansar frá OXSMÁ. Formiö sem slíkt
finnst okkur geta verið skemmtilegt.
Blm.: Það var sýnd mynd með ykkur i
Skonrokki. Kommi: Já, viö viljum koma á
framfæri athugasemdum í því sambandi.
Við sendum inn þessa mynd, sem kostaöi
okkur 15.000. krónur, sem var algjör lág-
markskostnaöur. Þar eð við erum ekki
meölimir í FÍH fengum viö ekki greiddan
fullan taxta heldur aöeins 1.600 krónur upp
i kostnaöinn. Keli: Við höfum orðið fyrir
vonbrigöum með sjónvarpiö. Þeir gleypa
viö auglýsingamyndum frá plötuinnflytj-
endum, en gera ekkert tll aö ýta undir inn-
lenda framleiöslu. Seli: Það er spurning,
hvort Skonrokk er auglýsingaþáttur eöa
spanni þaö sem er aö gerast i tónlist.
Blm.: I hverju felst metnaöur ykkar?
Seli: Aö geta gert það , sem okkur langar
til aö gera og lifað af því. Keli: Hluti af
þessu er að læra tæknina og fullkomna
þaö sem viö erum aö gera án þess aö
staðna. Óskar: Það er endalaust hægt aö
reyna aö ná fullkomnun, tll dæmis erum við
jjglýsinga-
in er 2 24 80
Nfjtt líf
Nýtt líf er komiö út, stútfullt af skemmtilegu efni
og glæsilegt útlits sem jafnan fyrr.
Þaö er þess viröi aö kíkja á:
ðtal við konu sem gerðist leigubifreiðarstjóri þegar hún varð ekkja.
/ndaalbúm „afmælisbarnsins" Steingrlms Hermannssonar.
ðtal við Guðrúnu A. Þórarinsdóttur Jensen, eiginkonu hins fræga plötusnúðs Kids Jensens.
ötal við Málmfrlði Siguröardóttur sem sannarlega „veit svarið".
ávarrétti eins og þeir matreiða þá I Vestmannaeyjum.
Og auövitaö er margt fleira í Nýju lífi sem fróölegt er aö lesa og kynnast.
Nýtt líf fæst á næsta blaðsölustað.