Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984
53
Stephen Jones í Palace í Paría, en þar voru meOal
annarra samankomnir vinir frá London og audvitad
allir með höfudföt fré meistaranum.
viö Steve Strange, yfirmann Palace í London —
þetta fólk neitar sér ekki um aö vera meö í leiknum.
Og hjá hverjum ætli viöskiptin séu gerö öörum en
Stephen Jones? Stephen ber sjálfur litla gula koll-
húfu efst á krúnurökuöum skallanum. Þá hugmynd
getur hann þakkaö gamansömum vinum, sem léku
sér aö því aö raka af honum allt háriö aö honum
sofandi nótt eina eftir erfiöan dag. Dagleg fæging
tekur 45 mínútur og árangurinn má ábyrgjast.
Frá London til Parísar
Toppurinn á ferli Stephen Jones var kvöldiö,
sem hann sýndi list sína í Palace í París. Allir helstu
vinirnir frá London mættu á staöinn! Þar mátti sjá
málarann Duggie Field, Steve Strange, Sybille de
Saint-Phalle, listagyöju meistarans, og svo höfuö-
paura Parísartízkunnar. Úrval hattanna var fjöl-
breytt. Þeir voru flottir, fríkaöir, fyndnir, fráleitir,
hrein kollsteypa hugarflugsins.
En hattur er ekki eyland. Til þess að sem beztur
árangur náist, þarf aö búa hann til á væntanlegum
eiganda. „Slík vinnubrögð gera gæfumuninn," út-
skýrir Stephen Jones. Hvort sem um er aö ræða
sérstaka viöskiptavini eins og Lady Charr, Faye
Dunaway, Grace Jones eöa hönnuðina Thierry
Mugler, Jean-Paul Gaultier og Junko Shimada, þá
er nauösynlegt aö setja sig í spor hvers og eins
þeirra. í sköpuninni getur þurft aö helga sig því
broslega eöa því fína, látleysinu eöa þokkanum. En
meistarinn er sannfæröur um, aö hattar fari ölium
vel. Auk þess geri þeir fólk öruggara meö sig.
„Enginn getur veriö öruggur um, hvernig hann lítur
út í augum annarra. Hattur getur hins vegar gefiö
góöa von um, aö maöur sé þaö sem maöur sýnist
vera.“
Stephen Jones mátar sjálfur alla hatta, sem
hann framleiöir. Rökuö höfuökúpan mun jöfn aö
ummáli og um væri aö ræða konuhöfuö meö sæmi-
legan hadd. Meö galdratökum — enn ótrúlegri fyrir
þá sök, aö Stephen nýtur aöeins tveggja fingra
hægri handar — lyftir meistarinn verkum sínum í
svimandi hæöir, þar sem öll lög þyngdar og flat-
armáls eru þverbrotin. Stórir baröahattar, marókk-
anskar herhúfur, blómum skreyttir stráhattar, túrb-
anar meö fellingum, kaskeiti, slörhattar, öll ber
framieiöslan merki sjaldgæfrar snilligáfu.
Fyrir hverja gerö af hatti gerir Stephen Jones
blokk — ekki úr viöi eins og venjulegt er aö gera,
— heldur úr „spartríti", nokkurs konar stífu „tjull“-
efni, sem gerir honum kleift aö framfylgja órum
sínum jafn auöveldlega og væri han aö þeyta
rjóma. 1 hópi gínuhvítingjanna í vinnustofunni, eld-
rauöu varanna, umvafinn felldum tjöldum og lýstur
upp af litlum Ijósberum frá himni, líkist Stephen
Jones mest þægum strák í heimsókn hjá ömmu.
En sparisvipurinn getur breytzt í einu vetfangi,
viöstöddum til óblandinnar ánægju, og þá má sjá,
hvernig hver andlitsgrettan af annarri leiöir aö lok-
um til skellihláturs.
Stephen er spjátrungslegur miöaö viö marga.
Viö víö jakkaföt notar hann köflótta skyrtu, rósótt
bindi, hvítan flibba og tvílita skó. Hann nefnir hatta
sína upp á frönsku: „Mimi Chic“, „Croisette Prom-
enade", Chapeau Guiche", eöa „Flamenco", „Si-
erra Nevada". Tengsl viö Ijúfar minningar frá feröa-
lagi um Suöur-Ameríku eöa leyndar þrár til París-
ar...
Jafnvel Maggie (Thatcher) blandar sér í málin.
Og enda þótt hún hafi enn ekki sést í Lexington
Street hjá Stephen Jones, hefur hún boöiö honum
til tedrykkju í Downing Street 10, ásamt öðrum
tízkufrömuöum. En hvaö sem því líður, kæra
Maggie, þá veröur erfitt aö keppa viö Elizabeth
Taylor, Caroline af Mónakó og Nancy Reagan, sem
Stephen dáir hvaö mest og drevmir um aö skipta
viö. Þetta var nú svona til upplýsingar fyrir áhuga-
fólk.
Þýdd grein eftir Franka de Mailly úr tímaritinu City.