Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 31

Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... Undarlegar upplýsingar Elísabet hjá Kvennaathvarfinu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar að gera athugas- emd við grein sem birtist í Vel- vakanda þann 7. júlí sl. eftir Ás- dísi Erlingsdóttur og bar heitið „Að afnema þjóðina". I grein Ásdísar segir orðrétt: „Stofnun og tilvera Kvennaat- hvarfsins var stórátak og þess vegna skildi ég ekki af hverju forsvarskonur athvarfsins voru að óvirða sitt ágæta framtak með guðlasti. Þegar ómar Ragn- arsson fréttamaður sjónvarpsins fékk viðtal hjá þeim, þá benti hann m.a. á ein af myndum sem prýddu veggi stofnunarinnar og vildi vita merkingu hennar. Sú mynd var af holdugri konu í vinnugalla sem brosti breitt og hélt hún á bandi með hengdan karl i snörunni." Ég bendi hér með Ásdísi og öðrum lesendum blaðsins á, að hvorki ómar Ragnarsson né annar fréttamaður hefur nokkru sinni stigið fæti in fyrir dyr Kvennaathvarfsins. Myndina, sem Ásdís talar um, hef ég aldr- ei á æfinni séð innan veggja at- hvarfsins og er ég þó starfsmað- ur þess. Er mér því óskiijanlegt hvað- an Ásdís hefur upplýsingar sín- ar. Best að ferðast með íslenskum ferðaskrifstofum Valborg hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Mig langar hér til að koma dá- litlu á framfæri í sambandi við þáttinn um sólarlandaferðir sem var í sjónvarpinu sl. þriðju- dagskvöld. Eg verð að viðurkenna að sól- arlandaferðir eru orðnar ansi dýrar og hafa þær hækkað all verulega frá því sem áður var. Fyrsta sólarlandaferðin okkar hjónanna var til Mallorca fyrir mörgum árum og mánaðarkaup- ið þá dugði til að borga slíka ferð. Nú hins vegar dugar ekkert venjulegt mánaðarkaup hjá ts- lendingi fyrir slíkri ferð, a.m.k. hjá konum. Gengisbreytingin réði mestu um það hvað allt hef- ur hækkað gifurlega á undan- förnum árum, fólk er bókstaf- lega hætt að hafa nokkurt verð- skyn. Varðandi þáttinn um sólar- landaferðirnar í sjónvarpinu, þá verð ég að segja að ekki kom þar allt fram sem vert er að geta um. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum höfð- um við íslendingar ekki kost á að fara í slíkar ferðir og ég held að Ingólfur í Útsýn hafi átt mestan þátt í þvi hve fjölbreyttar þessar ferðir eru orðnar, að öllum hin- um ólöstuðum. Vera má, að við getum farið til Norðurlandanna og ferðast þaðan til sólarlanda ódýrara en frá íslandi, en það er ekkert sambærilegt við það og að ferðast með innlendu ferðafélagi eða ferðaskrifstofu. Þjónusta er til dæmis mjög góð hjá okkur ferðaskrifstofum og auk þess sem það er viss stemmning að fara með svona hópi, svo ég tali ekki um hvað það er mikils virði að hafa góða fararstjóra og lip- urt fólk sem hægt er að snúa sér til, ef eitthvað bjátar á. Fari maður með erlendri ferðaskrifstofu er það vitað mál að maður kæmi ekki til með að þekkja neinn og sjálfsagt myndi maður ekki blanda geði við aðra í slíkri ferð. f hópferðum með íslendingum eru allir sem einn ákveðnir í að skemmta sér og njóta ferðarinnar og venjulega kynnist maður mörgu fólki sem maður heldur gjarnan kunn- ingsskap við, eftir að heim er komið. Við íslendingar eru ákaflega kröfuharðir um allt sem snertir húsnæði og almenna þjónustu og sættum okkur ekki við ýmislegt sem erlendir ferðalangar verða að láta sér lynda. Ég verð því að segja að ég sem hef farið í marg- ar sólarlandaferðir og oftast með Útsýn, hef notið frábærrar þjónustu og kurteisi allra sem ég hef orðið að skipta við og er það ekki lítils virði. Því vona ég að við drepum ekki niður viðleitni íslenskra ferðaskrifstofa til að halda uppi íslenskum sólar- landaferðum, með því að fara til Norðurlandanna og styrkja ferðaskrifstofurnar þar. Ég held að það sé númer eitt að styrkja íslenskan iðnað í hvaða mynd sem er og veitir okkur ekki af, að standa saman í þessu sem öðru. Með því móti getum við kannski orðið þess valdandi að ferðakostnaður verði lækkaður. Dýrt flugfargjald Ó.Ó. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: í framhaldi af þættinum um sólarlandaferðir sem var á dagskrá sjónvarpsins sl. þriðju- dag, langar mig til að bera fram eina spurningu fyrir ráðamenn Flugleiða: Hvernig stendur á því að fs- lendingar þurfa að greiða fyrir fargjald milli Keflavíkur og New York u.þ.b. tvö hundruð dölum meira en Bandaríkjamenn greiða fyrir fargjald milli New York og Lúexemborgar? Hér er ég að miða við venjulegt far- gjald, vissulega getur umrætt flug frá Keflavík kostað miklu meira. Góðar Rokkhátíðir María Óskarsdóttir skrifar: Ég er ein af þeim lánsömu sem var ung á svonefndum rokkárum. Langar mig nú að koma fram þakklæti mínu við aðstandendur Rokkhátíðar. Skemmtanirnar á Broadway ’83 og ’84 voru frábær- ar. Éinnig vildi svo til að ég var stödd í Vestmannaeyjum helgina 7.-8. júlí. Voru þar samankomnir skemmtikraftarnir frá Rokkhátíð ’84 og viti menn. Þar var troðfullt hús og skemmti fólk sér langt fram eftir nóttu. Vildi ég gjarnan koma þakklæti mínu á framfæri til allra okkar góðu rokksöngvara fyrir þessa frábæru skemmtun og hvet alla að láta hana ekki framhjá sér fara. Dreifing Morgunblaðs- ins góð í Garðinum 5959-9313 skrifar: Það vill ætíð vera svo, að oftar er þess getið sem miður fer en vel er gert. Mig langar að fara nokkr- um orðum um dreifingu Morgun- blaðsins í Garðinum. Það eru tvær húsmæður hér í þorpinu, sem sjá um dreifinguna og er hún til mik- illar fyrirmyndar. Þar skiptir ekki máli hvernig viðrar, blaðið er allt- af komið í ganginn þegar maður vaknar. Ég fyrir hönd margra kaupenda Morgunblaðsins í Garð- inum þakka Kristjönu Óttarsdótt- ur og Sigrúnu Oddsdóttur fyrir frábæra þjónustu undanfarin misseri. húsgögn fyrir höfðingja syni og dætur 3 er það besta sem þú getur sett í barnaherbergið. Það er ekkert vafamál. ÉrSer smíðaö úr massífri furu og marg lakkaö. 22 mismunandi raðeiningar sem gefa ótakmarkaða möguleika til að innrétta stór eða lítil herbergi. BVSCA6NAHÖLL1N BlLDSHÖFDA 20 -110 REYKJAVlK * 91-61199 OQ 81410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.