Morgunblaðið - 15.08.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.08.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 3 Flugvél með þrjá menn innanborðs hætt komin suður af landinu: Lenti í Vestmannaeyjum á síðustu bensíndropunum EINSHREYFILS flugvél með þremur mönnum innanborðs var hætt komin suður af landinu í fyrrinótt. Flugmaöur hennar var villtur og fór flugvél Flugmila- stjórnar henni til aðstoðar og gat leiðbeint henni til lendingar í Vest- mannaeyjum, þar sem hún lenti tæplega hálf þrjú í fyrrinótt og var þá eldsneyti vélarinnar nálægt því á þrotum. Flugmaður vélarinnar, Zeidler að nafni, kvað í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi loft- siglingabúnað vélarinnar hafa bilað skömmu eftir að lagt hefði verið af stað frá Narssarssuaq, en þaðan var lagt upp til Reykja- Flugmaðurinn Ziedler við flugvélina (Vestmannaeyjum (gær. víkur kl. 20.10, og áætlaður flugtími 4 xh klukkustund. Hefði hann því villst af leið, en hann var á leið frá Kansas i Banda- ríkjunum með vélina og ferðinni heitið til Þýskalands. í frétt frá Flugmálastjórn seg- ir að engar staðarákvarðanir hafi borist frá vélinni og ekkert talsamband hefði verið við flugmann vélarinnar mestan hluta flugsins. DC-8-flugvél á vesturleið hefði þó náð talsam- bandi við vélina rétt eftir mið- nætti og hefði þá flugmaðurinn hvorki getað gefið upp staðar- ákvörðun, né áætlaðan komu- tíma til Reykjavíkur. Hefði þvi Einshreyfilsflugvélin sem lenti ( hrakningum. Lgósmynd Sigurgeir. flugvél Flugmálastjórnar farið tii móts við vélina og fundið hana 140 sjómílur suður af Vest- mannaeyjum, þar sem hún sendi út neyðarkall. Ziedler sagðist hafa reynt að spara eldsneyti eins og kostur hefði verið með því að fljúga vél- inni hægt og teldi hann sig hafa átt eldsneyti til 30—45 mínútna flugs eftir lendingu i Vest- mannaeyjum. Hann kvaðst hafa reynt að leita strandlengjunnar því hann þekkti nokkuð til henn- ar, en hann hefði verið mjög feg- inn að heyra í vél Flugmála- stjórnar, enda þá enn langt frá landi. Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir Ráðinn safn- * vörður Ar- bæjarsafns Á FUNDI borgarráds í gær var Ragnheiður Helga Þórar- insdóttir mag. art., safnvörð- ur við Safnastofnun Austur- lands, ráðin forstöðumaður Árbæjarsafns til eins árs í stað Nönnu Hermannsson. Ragnheiður hlaut atkvæði þriggja Sjálfstæðismanna í borg- arráði, en á móti ráðningu hennar voru fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðubandalagsins. INNLENT NY SflNlTHS TÓMflTSÓSA Eftír maigra ára vöruþróun, með bestu íaanleg hmeftií og ótal bragðprófenír hefiir okkur tekíst að fiamleíða fyrsta flokks tómatsósu, sem nú faest á kynningaiveiðí. Saniias Veljum íslenskt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.