Morgunblaðið - 15.08.1984, Side 4

Morgunblaðið - 15.08.1984, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra: Loðnuveiðar Færeyinga geta haft áhrif á veiði- heimildir þeirra við ísland — Norðmenn stað- ráðnir í að forðast átök við Dani Álasundi 14. ágúst Frá Hirti Gíslasjni, blaðamanni Morgunblaðsins. HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðberra, hefur á norrænu fiskimálaráðstefnunni átt viðræður við starfsbræður sína frá hinum Noröurlöndunum, þar sem hann hefur lýst óánægju sinni bæði með loðnuveiðar Dana og Færeyinga á gráa svæöinu svokallaða við Jan Mayen, svo og með veiðar Norð- manna þar. Hefur hann átalið Norðmenn fyrir slakt eftirlit með veiðunum á þessu svæði og segir að þeir beri ábyrgð á veiðunum og afli Dana og Færeyinga eigi að dragast frá hlut Norðmanna. Þá hefur Halldór gert sjávar- útvegsráðherra Færeyja, Arnfinn Kallsberg, grein fyrir því að ætli þeir sér að stunda loðnuveiðar á þessu svæði gæti það haft áhrif á frekari veiðiheimildir þeirra við ísland. Enn hefur ekki borist svar frá Færeyingum varðandi þetta mál, en von var á því í gærkvöldi. Halldór Ásgrímsson sagði í samtali við Morgunblaðið að í sér- stökum viðræðum við ráðherra hinna Norðurlandanna hefði hann gert grein fyrir sjónarmiðum okkar varðandi loðnuveiðarnar og ýmis önnur mál og þeir fyrir sín- um. Sagði hann að það kæmi mjög skýrt fram hjá Norðmönnum að þeir reyndu allt sem þeir gætu til að komast hjá árekstrum á hinu umdeilda svæði við Jan Mayen og fylgdust vegna þessa sáralítið með veiðum Dana og Færeyinga. Þetta gráa svæði sem um er deilt er á hafsvæðinu milli Austur- Grænlands og Jan Mayen. Á því svæði hafa Norðmenn og Islend- ingar náð samkomulagi um mið- línu milli Jan Mayen og Græn- lands, en Danir og Evrópubanda- lagið hafa ekki viðurkennt þá miðlínu og telja sig eiga rétt 200 mílur austur frá Grænlandi. Hall- dór sagði að ráðherrarnir væru þó sammála um að litlar líkur væru Halldór Ásgrímsson á að samkomulag um skiptingu aflakvóta á þessu næðist áður en Grænland gengur úr EB, þar sem aðeins væru 4‘/i mánuður til stefnu. Norðmenn teldu mikil- vægast að ná samkomulagi um kvótaskipti áður en hægt yrði að komast að niðurstöðu um miðlínu, en sér sýndist hæpið að ákveða hlut Grænlendinga nema fyrir lægi hvaða svæði væri miðað við, hann væri þvi hlynntur því að fyrst yrði komist að niðurstöðu um miðlinu og síðan farið að ræða um aflakvóta. Halldór sagði ennfremur að engin niðurstaða hefði orðið af viðræðum hans við sjávarútvegs- ráðherra Noregs, Thor Listau, en þeir segðust ætla að reyna að lita betur eftir veiðunum á þessu svæði, þeir virtust hins vegar staðráðnir í því að komast af öll- um mætti hjá árekstrum þarna. „Við teljum þá ganga alltof langt í þessari viðleitni sinni og höfum því sagt að við teljum þá ábyrga fyrir veiðum á þessu svæði, og veiðar Dana og Færey- inga verði að dragast frá kvóta þeirra. Norðmenn eru með alltof mörg skip á þessum veiðum og því er hætta á að þeir fari verulega fram úr kvóta sfnum, enda virðist vera um mjög lítið eftirlit þarna að ræða. Um helgina voru þeir með 52 skip þarna á veiðum, en alls hafa 50 skip fengið leyfi til veiðanna, en burðarmagn þeirra er eitthvað meira en leyfilegt aflamagn," sagði Halldór Ás- grímsson. „Þá höfum við rætt ýmis fleiri mál og ég hef lagt áherslu á aukið samstarf á sviði hafrannsókna. Hjá okkur íslendingum hafa stofnmælingar verið aðalatriðið, en möguleikar á frékari nýtingu auðlinda hafsins og samspils milli stofna hefur setið á hakanum hjá okkur. Norðmenn hafa ákveðið að auka fjármagn á þessu sviði og með því að þjóðirnar skiptist á upplýsingum og skipti með sér verkum á sviði hafrannsókna má tvímælalaust ná góðum árangri. Það var því ákveðið að halda und- irbúningsfund um þetta mál til skipulagningar frekara samstarfs þannig að rannsóknir þjóðanna yrðu samræmdar." Grænlendingar taka nú í fyrsta skipti þátt í norrænu fiskimála- ráðstefnunni og meðal þess sem rætt hefur verið eru áhrif út- göngu þeirra úr EB, en Grænlend- ingar hafa gert samning við bandalagið um sölu á verulegum hluta mögulegs afla við Grænland til næstu fimm ára og fá í staðinn sem samsvarar um einum millj- arði danskra króna. Þá hefur ver- ið rætt hér um selveiðar og ástand laxastofna. Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðingur flutti fyrirlest- ur um loðnurannsóknir við ísland og auk þess verða fluttir fyrir- lestrar um þróun fiskveiðisam- vinnu eftir almenna útfærslu í 200 sjómílur og ennfremur verður flutt erindi um þorskkiak. Auk þess hefur ráðstefnugestum verið boðið í skoðunarferðir um ná- grenni Álasunds. Sjávarútvegsráðherra Noregs: Samkomulag milli íslands, EB og Noregs náist fyrir næsta sumar Osló, 14. ágÚ8t. Frá frétUriUra Mbl. Jin Erík Lauré. „NORÐMENN munu þrýsta á um að þríhliða samkomulag milli okkar, íslendinga og Evrópu- bandalagsins náist fyrir sumarið 1985. Takist það ekki, er mikil hætta á, að upp komi missætti,“ segir sjávarútvegsráðherra Norð- manna, Thor Listau. Hann segir einnig að slíkt samkomulag sé enn þýðingarmeira en ákvörðun deili- línunnar milli Jan Mayen og Grænlands. „Við stefnum að þríhliða sam- komulagi við ísland og EB, þann- ig að hægt verði að ákvarða heildarkvóta til skiptingar milli þeirra landa, sem hlut eiga að máli. Með þeim hætti kemst regla á veiðar við Jan Mayen,“ segir sjávarútvegsráðherrann. Sjávarútvegsráðherra Dana, Henning Grove, er kominn til Noregs til þess að taka þátt í norrænu fiskimálaráðstefnunni í Álasundi. Á ráðstefnunni munu sjávarútvegsráðherrar Noregs og Danmerkur ræða skiptilínuna milli Grænlands og Jan Mayen og einnig skiptingu loðnukvótans á þessu umdeilda svæði. Utanríkismálanefnd: Einhugur um viðbrögð Utanríkismálanefnd Alþingis hélt fund síðastliðinn mánudag, þar sem rædd var staðan í Jan Mayen-málinu í Ijósi þeirra svara, sem borist hafa frá Dönum og Norðmönnum við mótmælum ís- lenskra stjórnvalda vegna loðnu- veiða við Jan Mayen. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaöið að ákveðið hefði verið að senda Dönum, Norðmönnum og Evrópu- bandalaginu mótmælaorðsend- ingu í framhaldi af þeirri stöðu sem nú er komin upp í málinu og hefðu nefndarmenn verið einhuga um þau atriði, sem leggja beri áherslu á. Utanríkisráðuneytinu var falið að ganga frá og senda erindi íslenskra stjórnvalda til Dana, Norðmanna og EB, en ekki íslendinga er unnt að greina frá innihaldi orðsendinganna fyrr en þær hafa borist í hendur aðila málsins. Orðsendingin hefur ekki verið send, en að sögn Geirs Hall- grímssonar er verið að afla við- bótarupplýsinga. Þá hefur einnig verið beðið eftir niðurstöðum úr viðræðum Halldórs Ásgrímsson- ar, sjávarútvegsráðherra, við starfsbræður sína í Álasundi. Ljósm. Mbl. Bjarni. Kaledon í Reykjavíkurhöfn. Kvikmyndun leiðangurs Scotte: Kaledon á leið til Grænlands SKÚTAN Kaledon lét úr Reykjavík- urhöfn síðdegis í gær, en skútan hafði hér viðkomu til birgðaöflunar. Um borð í skútu þessari er auk áhafnar hópur kvikmyndagerðar- manna sem vinnur að gerð leikinnar myndar, Hinsti staður á jarðríki. Mynd þessi fjallar um leiðangur Scott á Suðurpólinn, 1910. Á Græn- landi verða Suðurskautsatriði mynd- arinnar kvikmynduð á næstu tveim- ur vikum. Christopher Spencer, skipstjóri hinnar þrímastra seglskútu sem kennd er við búrhval, sagði að- spurður að unnið hefði verið að myndinni undanliðna sex mánuði. Kvað hann gerð myndar þessarar vera mjög umdeilda því að í henni væri sýnt að Scott, sem hingað til hefði verið mærður fyrir hetju- skap, hefði alls ekki sinnt undir- búningi Suðurheimskautsfarar sinnar sem skyldi og væru váleg afdrif leiðangursmanna hans sök. „Lýsti til að mynda Peter Scott, sonur heimskautafarans, yfir því í Daily Mail á mánudag að í mynd- inni kæmi fram argasti rógburður og vonaðist hann til þess að mynd- in yrði úthrópuð á frumsýningu," sagði Spencer að lokum. Martin Shaw fer með hlutverk Scotts í myndinni, en leikstjóri er Ferdinand Fairfax. Peningamarkaður Peningamarkaður Morgun- blaðsins, þar sem birt er yfirlit yfir gengisskráningu, vexti inn- og útlána viðskiptabank- anna og greint frá lífeyris- sjóðslánum, er á blaðsíðu 27. Röng nöfn ÞAU leiðu mistök urðu í Morgun- blaðinu í gær, að röng nöfn voru í tveimur fréttum. í frétt á bls. 2 um Hólahátíð misritaðist nafn Sverris Krist- inssonar, er gefið hefur út nýja ljósprentun Guðbrandsbiblíu og í frétt á bls. 41 um útgáfu Stúdenta- tals MR 1959, misritaðist nafn Jó- hönnu Kristjónsdóttur, sem sæti á í ritnefnd. Morgunblaðið biður þau Jó- hönnu og Sverri afsökunar á þess- um mistökum. íslensk sjúkrahús: Útlendingar þurfa að leggja fram tryggingu ERLENDIR ferðamenn og aðrir út- lendingar, sem þurfa að gangast undir uppskuröi eða aðrar aðgerðir á sjúkrahúsum hér á landi, þurfa að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu á kostnaði sem þessu fylgir. Að sögn Jóhannesar Pálmasonar, forstjóra Borgarsjúkrahússins, fer það eftir því hvaöan útlendingarnir eru, hvernig innheimta gengur fyrir sig. „öll Norðurlöndin og Bretland eru með gagnkvæma samninga við Island og er sjúkrakostnaður fólks frá þessum löndum innheimtur í gegnum sjúkratryggingakerfi við- komandi lands. Ef sjúklingurinn kemur frá landi, sem ekki hefur svona samning við ísland, þarf að leita upplýsinga um hvar hann er tryggður og er síðan innheimt hjá viðkomandi félagi. Oft hefur fólk einhver skírteini sem sýna hjá hvaða félagi það tryggir. Það hefur komið fyrir að fólk hef- ur engar slíkar upplýsingar á sér og ekki er vitað hvort viðkomandi hafi tryggingu eða ekki. En sjúklingur- inn fær samt sem áður alla þá þjón- ustu sem hann þarfnast. Innheimt- an er þá vandamál, sem við verðum að leysa síðar. Oftast gengur það vel. Alltaf er talsvert um það að er- lendir ferðamenn séu lagðir inn á Borgarspítalann, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Við verðum senni- lega meira varir við þá hér, vegna þess að slysavarðstofan er hér til húsa. Ef fólk slasast úti á iandi er það flutt hingað. En auðvitað eru erlendir sjúklingar einnig lagðir inn a hin sjúkrahúsin eins og geng- ur og gerist," sagði Jóhannes að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.