Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 19

Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 19 Áfengismálanefnd: Tillögur í 11 liðum sem miðast að því að draga úr áfengisneyslu landsmanna Frá blaAamannafundi þar sem tillögur áfengismálanefndar voru kynntar. Talið frá vinstri: Nfels Árni Lund, Ingimar Sigurðsson, Páll Sigurðsson, formaður nefndarinnar, Hrafn Pálsson, ritari nefndarinnar, og Ólafur Haukur Árnason. Áfengismálanefnd skýrði á mánu- dag frá tillögum sínum um sérstakt átak í áfengismálum. Nefndin var skipuð í maí 1983 í framhaldi af þingsályktunartillögu um stefnu hins opinbera í áfengismálum. Sam- kvæmt tillögu alþingis miðast tillög- ur nefndarinnar að því að draga úr heildarneyslu áfengis, að stórauka skipulagðar rannsóknir og fræðslu um áfengismál, auka stuðning við áhugamannasamtök um áfengismál, skilgreina eðlilega meðferð áfeng- issjúklinga og kveða á um flokkun meðferðarsjúklinga, og að leggja ríkisvaldinu, sem verslar með áfengi, þær skyldur á herðar að vinna gegn ofneyslu áfengis með fyrirbyggjandi starfi. Tillögur nefndarinnar eru í 11 liðum og efnislega á þessa leið: Til að torvelda fólki aðgang að áfengi verði opnunartími áfeng- isverslana styttur, lagt er til að sterkt áfengi verði aldrei veitt á veitingastöðum fyrir kl. 18, inn- flutningi á bjór og bjórsala verði stöðvuð á Keflavíkurflugvelli, enda brot á lögum. Viðurlög gegn ólöglegri áfeng- issölu eins og t.d. leynivínsölu verði stórhert og verði einnig mun strangari um sölu til ófullveðja fólks. Verðlag áfengis verði endur- skoðað og það hækki í samræmi við verðlagsþróun, en það hefur ekki verið undanfarinn áratug. Til að beina neyslu að veiku áfengi er lagt til að á næstu tveimur árum hækki sterkt áfengi helmingi meira en almennt verðlag. Sér- stakur áfengisskattur verði lagður á vínvitingahús til að draga úr neyslu sterks áfengis. Bannaður verði innflutningur á efnum og tækjum sem bersýnilega eru ætluð til öl-og víngerðar. Umboðsmannakerfið verði lagt niður og þær fjárhæðir sem um- boðsmenn fá nú renni í gæsluvist- arsjóð og stæði þannig undir stofnkostnaði og rekstri stofnana fyrir áfengissjúka. Fræðsla um áfengi og önnur vímuefni verði aukin og ráðinn verði sérstakur fræðslufulltrúi til þess að skipuleggja og fylgja eftir fræðslustarfi í skólum. Einnig verði komið á mun meiri fræðslu fyrir ökumenn og þá sem hyggjast endurheimta ökuskírteini sín. Verð á óáfengum drykkjum á veitingastöðum verði lækkað, en Norrænt lög- fræðingaþing hefst í Osló í dag í DAG hefst í Ósló norrænt lögfræð- ingaþing, en það hefur verið haldið þriðja hvert ár síðan 1872. Á milli 1.400 og 1.500 þátttakendur eru á þinginu að þessu sinni og eru þar af um 40—50 Islendingar. Þingið stendur í þrjá daga og verða 19 málefni rædd og verða tvö framsöeuerindi um flest þeirra. Tveir Islendingar halda er- indi á þinginu, Garðar Gíslason, borgardómari, fjallar um sifja- réttarvandamál sem risa við tæknifrjóvgun og Gunnar G. Schram, prófessor, fjallar um haf- rétt og Norðurlönd. Þór Vil- hjálmsson, forseti hæstaréttar, tekur þátt í pallborðsumræðum um réttarkerfið og fjölmiðla. Eins og áður segir verða 19 mál- efni rædd og má þar meðal ann- arra nefna eiturlyfjabrot, undan- skot í skattamálum og skaðabætur vegna mengunar frá ökutækjum. Formaður íslandsdeildar nor- rænu lögfræðingamótanna er dr. Ármann Snævarr, hæstaréttar- dómari. nú getur það jafnvel verið hærra en verð á áfengi. Vínveitingaleyfi dansstaða verði jafnframt háð því aö handhafar þess haldi áfengis- lausa dansleiki samkvæmt nánari reglum. Viðurlög við ölvunarakstri verði stórhert og komi til ökuleyfissv- ipting við fyrsta brot í eitt ár. Við ítrekuð brot komi til skilyrðislaust varðhald, sekt og ævilöng ökuleyf- issvipting. Endurskoðaðar verði reglur sem gilda um tollfrjálsan innflutning áfengis hjá farmönnum og fluglið- um. Viðvörunarskilti verði sett upp í áfengisverslunum og veitingahús- um þar sem minnt er á lög um ölvunarakstur og hversu lengi vín- andi er í blóðinu sé hans neytt. Einnig verði minnt á viðurlög við útvegun áfengis til ófullveðja. Nánar verði kveðið á um bann við áfengisauglýsingum og hvern- ig þeim skuli framfylgt. Verði þá fyrirbyggt að farið sé fram hjá því banni í búningi “óbeinna auglýs- inga„. Tillögur nefndarinnar eru í fullu samræmi við núgildandi lög og var því ekki fjallað um leyfi á sterkum bjór. Allir nefndarmenn voru sammála um að þessar tillög- ur næðu þeim markmiðum sem nefndinni voru sett í upphafi. Finlux tilboð! Nú er að hrökkva eða stökkva. Hágæða tækí á otrulegu verði. Ein mest seldu sjónvarpstæki á íslandi. Tilboð gildir meðan birgðir endast. Örfá tæki eftir... Svo nú er að hrökkva eða stökkva. " LAGMULA 7. REYKJAVÍK - SÍMI 685333. SJÓNVARPSBOMN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.