Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
PfaWgltStfllklfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö.
Staða ríkissjóðs
David Hume
Greiösluafkoma ríkissjóðs
er betri fyrri helming
þessa árs en á sama tíma í
fyrra og nemur batinn um 941
milljón króna. Miðað við stöð-
una strax á fyrstu mánuðum
ársins þegar þing og stjórnar-
flokkar þrefuðu um það vikum
saman hvernig jafna bæri
hallann á nýsamþykktum fjár-
lögum ársins 1984 og gripu
síðan til þess ráðs að gera það
að mestu með því að þyngja
skuidabyrðina í útlöndum
kemur það þægilega á óvart að
þrátt fyrir allt hafi greiðslu-
afkoma rikissjóðs batnað. Hún
var neikvæð um 322 milljónir
króna í júnílok. Rekstarhall-
inn nam 2,4% af gjöldum
A-hluta ríkissjóðs fyrri helm-
ing ársins og hefur hlutfallið
aðeins einu sinni verið hag-
stæðara frá árinu 1977 sam-
kvæmt því sem lýst er í frétta-
tilkynningu fjármálaráðu-
neytisins.
Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, lýsir ánægju
sinni yfir þessum tölum í
Morgunblaðinu á sunnudag og
segir að útkoman sýni að að-
hald í öllum útgjöldum hafi
verið „mjög strangt" og hann
bætir við: „... og mér sýnist
sem okkur ætli að takast að
spara þó nokkuð bæði í út-
gjöldum og launaliðum." Að
jafnaði er tekjuöflun ríkis-
sjóðs meiri á síðari hluta árs-
ins en fyrri hlutanum þannig
að standist það sem fjármála-
ráðherra segir að tölurnar nú
megi einkum rekja til aðhalds-
aðgerða gæti staða ríkissjóðs
um áramótin hugsanlega orðið
enn betri. Sjálfur fjármála-
ráðherra hefur þó í öðru sam-
hengi lagt áherslu á að reikn-
inga og stöðu beri að skoða við
ársuppgjör en ekki á miðju
reikningstímabili. Ýmsar blik-
ur eru á lofti þegar litið er
fram að áramótum með hag
ríkisins að leiðarljósi og ber
þar hæst kröfur starfsmanna
ríkisins um stórhækkuð laun.
Áður en Albert Guðmunds-
son kynnti fyrrgreindar tölur
opinberlega kallaði hann full-
trúa stjórnarandstöðunnar á
sinn fund og lagði dæmið fyrir
þá. Morgunblaðið leitaði álits
Ragnars Arnalds, sem var
fjármálaráðherra á verðbólgu-
árunum miklu 1980 og 1983 og
Iét enda ná saman með því að
hagnast á verðþenslu, hvers
kyns spákaupmennsku og
miklum innflutningi. Ragnar
benti á að afkoma ríkissjóðs í
ár bæri þess glögg merki að
þeir þættir sem ríkissjóður
hefur af mestar tekjur, sölu-
skattur og tollar, hefðu hækk-
að meira en tvöfalt meira í ár
en hæsti útgjaldaliðurinn,
launin.
Undan því verður hvorki
vikist af fjármálaráðherra né
flokki hans, Sjálfstæðis-
flokknum, að hið sama hefur
komið ríkissjóði til bjargar nú
og í ráðherratíð Ragnars Arn-
alds, innflutningur sem stafar
af of mikilli þenslu og byggist
á því að eytt er umfram efni
með tilstyrk erlendra banka-
stjóra. Það hefur verið eitt af
helstu stefnumálum Sjálf-
stæðisflokksins að draga úr
þessari þenslu. Heppilegast
hefði verið að gera það þegar
slegið var á verðbólguna eða í
kjölfar kjarasamninganna
sem gerðir voru í febrúar síð-
astliðnum, hvorugt tækifærið
var þó notað. Með aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum 30. júlí síðastliö-
inn var stigið róttækt skref
með ákvörðuninni í peninga-
málum. Ekkert sambærilegt
skref hefur verið stigið í ríkis-
fjármálum. Þar er enn í meg-
inatriðum treyst á hið sama og
i tíð Ragnars Arnalds að unnt
sé að fleyta sér áfram á þenslu
og miklum innflutningi.
Söluskattur
á gjafabækur
Við það að Tollpóststofan
flutti í nýtt húsnæði var
hafist handa við að innheimta
söluskatt á bækur sem metnar
eru yfir 250 krónur að verð-
mæti og einstaklingar kaupa
eða fá sendar að gjöf frá út-
löndum. Af upphæðinni má
ráða að af öllum innbundnum
bókum sem berast með þess-
um hætti til landsins verði nú
heimtur skattur í ríkissjóð.
Þessi skattheimta sem sýn-
ist í framkvæmd einkum
byggjast á húsnæðisaðstöðu
tollayfirvalda kemur á óvart
og vekur spurningar um fleira
en það, hvort skattheimtu
skuli framkvæma eftir þvf
hvort opinberir starfsmenn
hafa nægilegt húsrými eða
ekki. í samskiptum lýðfrjálsra
menningarríkja er það megin-
regla að leggja sem minnstar
hömlur á miðlun lista-, vís-
inda- og ritverka. Löngum hef-
ur það verið aðal íslendinga að
hér hafa búið fróðleiksfúsir og
framtakssamir einstaklingar
sem fylgst hafa náið með því
sem gerist á áhugasviði þeirra
um víða veröld og best hafa
getað gert það með því að afla
sér bóka. Það er til vansæmd-
ar að leggja söluskatt á slíka
þekkingaröflun einstaklinga.
— eftir Þorstein
Gylfason
í dag hefst í Reykjavík alþjóðlegt
þing fræðimanna um heimspeki
Davids Hume. Af því tilefni fór
Morgunblaðið þess á leit við Þor-
stein Gylfason að hann ritaði um
Hume í blaðið.
I
David Hume fæddist í Nine-
wells á Skotlandi 26ta apríl 1711
og lézt i Edínborg 25ta ágúst
1776. Hann verður að telja í hópi
mestu og beztu hugsuða á Vestur-
löndum frá fyrstu tíð. Áhrif hans
hafa verið eftir því: Isaiah Berlin,
sem er mikilhæfur fræðimaður
um hugmyndasögu á okkar dög-
um, segir að enginn maður hafi
haft dýpri áhrif í sögu heimspek-
innar, né valdið meira raski,
heldur en Hume. Á vettvangi
hreinnar heimspeki hafa þessi
áhrif að líkindum aldrei verið
meiri, til góðs eða ills, en á allra-
síðustu áratugum. Þar er einkum
að verki höfuðrit Humes: Ritgerð
um mannseðlið (A Treatise of
Human Nature) í þremur bindum
sem komu út á árunum 1739 og
1740. Hún vakti nógu litla athygli
til þess að höfundurinn taldi
hana andvana fædda, og vildi
jafnvel ekki við hana kannast
með köflum. Hún var góð fyrir
því.
Ritgerðina samdi Hume í einni
striklotu á miðjum þrítugsaldri:
að þessu leyti svipar honum
meira til Mozarts eða Schuberts
en nokkurs heimspekings. Að
vísu lifði hann lengi eftir þetta
afrek. Um ævina sem eftir var
sinnti hann ekki heimspekinni
einni, heldur gegndi hann ýmsum
embættum; síðast var hann bóka-
vörður í Edínborg. Hann lagði
stund á sagnfræði og samdi
fræga Englandssögu í sex bind-
um. Hann skrifaði Hka ritgerðir
um alla heima og geima. Með
tímanum tók hann að skrifa af
fágætri snilli, svo að við Gibbon
og Voltaire eina er að jafna af
stílsnillingum átjándu aldar. Til
marks um handbragðið má hafa
niðurlagið í kafla hans um
kraftaverk i ritinu Rannsókn i
mannlegum skilningi (An Enquiry
Concerning Human Vnderstand-
iog):
Svo að i endanum er okkur óhætt að
álykta, að kristinn dómar hafi ekki einasta
orðið til f öndverðu fyrir kraftaverk, held-
ur geti enginn maður, jafnvel allt til þessa
dags, játazt honum nema fyrir kraftaverk.
Skynsemin ein er þess ekki umkomin að
leiða sanngildi hans í ljós; og hver sá er
játar kristna kenningu af trú, verður þar
með vitni að linnulausu kraftaverki f
sjálfum sér sem umturnar allri reglu
heillar hugsunar, og Ijær honum styrk til
að kyngja því sem brýtur þverast í bág við
háttu manna og reynslu.
II
Lesandann grunar væntanlega
að þarna haldi trúlaus maður á
penna, þó svo að ein hindin á sé
sú að höfundurinn getur léttilega
borið hönd fyrir höfuð sér í því
efni. Sú er raunar ein sérstaða
Humes í hugmyndasögunni að
hann má heita fyrsti trúleysing-
inn í hópi heimspekinga á vestur-
löndum. Þessari hlið á Hume eiga
íslenzkir lesendur hægt með að
kynnast af einni bóka hans: Sam-
ræður um trúarbrögðin heitir hún i
islenzkri þýðingu Gunnars Ragn-
arssonar skólastjóra i Bolungar-
vík, og er eitt af Lærdómsritum
Bókmenntafélagsins.
Efasemdir Humes í trúmálum
hafa ekki kostað hann litið strið,
því að hann var alinn og upp-
fræddur í strangkirkjulegu sam-
félagi, líkustu þvi sem þeir Jón
biskup Vidalín og Hallgrimur
Pétursson hrærðust í á lslandi.
Jón Vidalín þýddi raunar á is-
lenzku eitt af þeim ritum sem
mestu réðu um hreintrú Skota:
Guðrækilegar Bæner og Skyllda
Mannsens við Guð, Sjaalfan sig og
Naaungann. Þessa bók las Hume i
æsku, og fannst hann vera sekur
um hverja hroðalega syndina af
annarri sem útmáluð var á bók-
inni. Þegar bækur Humes sjálfs
eru lesnar i ljósi slíkra bóka og
þessara tíma, verður freistandi
að segja um þær það sem Steph-
an G. Stephansson kveður um
vantrúna:
Hún kom eins og geisli í grafarhúm svart,
og glóandi birtuna lagði yfir allt.
Trúleysi eða guðleysi er næsta
almennt á okkar dögum, þó að
mest beri á því meðal kirkjunnar
manna. Margar aðrar hugsjónir
og kenningar Humes eru orðnar
almennar líka. Satt að segja eru
sumar þeirra alltof almennar. En
gleymum því f bili. Höfuðkenn-
ingar Humes má segja að séu
tvær. Köllum aðra þeirra verald-
arbyggju og raunhyggju hina. Um
þær tvær vildi ég nú reyna að
stikla á stóru.
III
öll viðtekin heimspeki Vestur-
landa, fram á og fram yfir daga
Humes, sem og kristin trú, kveða
á um fullkomna sérstöðu manns-
ins í náttúrunni: heimspekin í
krafti mannlegrar skynsemi og
siðferðis, og trúin i krafti guðlegs
uppruna okkar allra. Nú er krist-
indómurinn er ekki frægastur
fyrir að vilja skilja hlutina. En sú
er köllun heimspekinnar, og frá
hennar sjónarmiði vildi það
fylgja þessari sérstöðu að mann-
eskjan verði ekki skilin neinum
venjulegum skilningi, eins og
kannski þeim sem við leitum eftir
á jarðskálfta, pest i kúm eða afla-
bresti. Maðurinn — með hugsun
sína að vopni og siðferði að verju
— virðist ekki verða skilinn nein-
um veraldlegum eða náttúrlegum
skilningi.
Tökum dæmi af óbrotinni vitn-
eskju sem menn hafa aflað sér af
skynsemi sinni: fimm sinnum sjö
eru þrjátiu og fimm. Þetta eru,
höldum við, óumdeilanleg sann-
indi. Og öll sannindi eru um
eitthvað: það eru engin sannindi
til sem eru ekki sönn um neitt.
Dæmið sem við tókum er af sann-
indum um tölur. En fimm og sjö
og þrjátfu og fimm eru ekki ver-
aldlegir eða náttúrlegir hlutir,
sem stjarnfræðingar gætu reynt
að sjá í sjónaukum sínum eða
fornleifafræðingar að grafa úr
jörð. Þessar tölur og allar aðrar
tölur virðast vera andlegir hlutir
fremur en veraldlegir, yfirnáttúr-
legir hlutir fremur en náttúrleg-
ir. Og mannlegt siðferði virðist
vera andlegt eða yfirnáttúrlegt
með áþekkum hætti, og það meira
að segja alveg án tillits til trú-
arskoðana eins og þeirrar að Guð
hafi skapað manninn og sett hon-
um lög. Það breytir til dæmis
engu um þann heiðarleika sem
við ætlumst til af náunganum að
fyllilega heiðarlegt fólk hafi aldr-
ei verið til. Það er engin afsökun
á þjófnaði að þjófar steli. Ekki
fremur en það breytir neinu um
margföldun að fimm og sjö hafi
ekki fundizt enn. Fólk i að vera
Svo að á endanum er
okkur óhætt að álykta,
að kristinn dómur hafi
ekki einasta orðið til í
öndverðu fyrir krafta-
verk, heldur geti enginn
maður, jafnvel allt til
þessa dags, játazt hon-
um nema fyrir krafta-
verk. Skynsemin ein er
þess ekki umkomin að
leiða sanngildi hans í
Ijós; og hver sá, er játar
kristna kenningu af trú,
verður þar með vitni að
linnulausu kraftaverki í
sjálfum sér sem um-
turnar allri reglu heillar
hugsunar, og Ijær hon-
um styrk til að kyngja
því sem brýtur þverast í
bág við háttu manna og
reynslu.
heiðarlegt, segjum við, og fimm
sinnum sjö bljóta að vera þrjátíu
og fimm. Það breytir engu hvern-
ig veröldin hefur gengið fyrir sig
til þessa.
Állt virðist þetta vera með af-
brigðum skynsamlega mælt, enda
mestmegnis eftir Platón en ekki
mig. En hér er það sem Hume
kemur til sögunnar. Samkvæmt
veraldarhyggju hans er engin
þörf andlegrar spektar eða ann-
arra yfirnáttúrlegra hluta til að
skýra til fulls eðli og uppruna
jafnt mannlegrar hugsunar og
þekkingar sem mannlegs siðferð-
is. Og það sem meira er: í Ritgerð
um mannseðlið reyndi hann að
sýna fram á það í nokkrum smá-
atriðum hverjar hinar veraldlegu
eða náttúrlegu skýringar mundu
verða. Nú ber enn vel í veiði fyrir
íslenzka lesendur. Páll S. Árdal,
prófessor í Kingston í Ontario,
hefur samið bókina Siðferði og
mannlegt eðli (Hið íslenzka bók-
menntafélag, 1982) og fjallar þar
rækilega um ýmis höfuðatriði í
siðfræði Humes og þeirri sálar-
fræði sem siðfræðin rís á.
IV
Eitt höfuðtæki Humes til ver-
aldlegrar greiningar og réttlæt-
ingar á mannlegu siðferði er
hugmyndin um mannasetningar;
þessa hugmynd hefur hann ugg-
laust sótt að hluta til í kenningar
ýmissa forngrískra fræðara.
Hann reynir, svo að dæmi sé tek-
ið, að leiða í Ijós hvernig
réttlætishugmyndir hafi orðið til
— og hvers vegna þær eigi að
vera til — með almennu sam-
komulagi manna, án þess að
nokkrar hugmyndir um himneskt
réttlæti komi þar við sögu. Jafn-
framt þverneitaði hann að taka
alvarlega hugmynd þeirra Hobb-
es og Lockes á undan honum, og
vinar síns Rousseaus í samtíman-
um, um sáttmila samfélagsins sem
þeir kölluðu svo; enda vissi hann
ekki til þess fremur en við að
slíkur sáttmáli hefði nokkru sinni
verið gerður. Samkomulagið eða
mannasetningarnar sem Hume
vildi lýsa voru skipulag án skipu-
leggjara. Hér er reyndar á ferð-
inni náskyld hugmynd þeirri sem
er uppistaðan í Samræðum um trú-
arbrögðin: alla skipan heimsins,