Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 39 fclk í fréttum Liza sneri við á hengifluginu Liza Minelli hefur fengið að reyna það, að sitt er hvað, gæfa eða gjörrileiki. + Eins og sagt hefur verið frá er kvikmyndaleikkonan Liza Minelli til meðferðar á Betty Ford-stofnun- inni í Kaliforníu en hún var orðin djúpt sokkin í áfengi og eiturlyf, einkum kókaín, sem var á góðri leið með að gera út af við hana. Hún vildi ekki að eins færi fyrir sér og móður sinni, kvikmyndaleikkon- unni Judy Garland, sem varð eitur- lyfjunum að bráð, og ákvað því að leita sér hjálpar. Liza, sem er 38 ára gömul, hef- ur lengi liðið fyrir að vera barn- laus og þegar systir hennar, Lorna Luft, átti barn í vor er leið fékk það svo á hana, að hún fékk næstum taugaáfall, grét dögum saman og staglaðist á þvi, að hún yrði aldrei móðir. Til að bæta sér upp barnleysið reyndi Liza að gleyma ser í glaumnum og gleðinni og drykk- juveislurnar stóðu alltaf nætur- langt. í júní síðastliðnum var maðurinn hennar, Mark Gero, búinn að fá sig fullsaddan á þess- um lifnaði og fór frá henni. nLiza var vön að drekka nokkur glös strax og veislugleðin byrjaði og þegar hún var í þann veginn að líða útaf hressti hún sig á kóka- íni. Þetta gat ekki endað nema með ósköpum," er haft eftir ein- um kunningja hennar. { síðasta mánuði hringdi Liza i fyrrverandi mann sinn, Jack Haley, og sagði honum, að hún væri að hrapa fram af hengiflug- inu en vissi þó ekkert hvað hún ætti að gera. Hann sagði henni, að ef hún vildi bjarga lífi sinu yrði hún að leita sér hjálpar strax. Liza féllst á það og daginn eftir hafði hún samband við föður sinn, Vincente Minelli, og fór síð- an í fylgd systur sinnar, Lornu Luft, á Betty Ford-stofnunina. Brandarakarl reynir við nýtt heimsmet + Það er víðar en á Ólympíuleikun- um, sem menn reyna við heimsmet- in. Magnus Jensen, 64 ára gamall danskur öryrki, ætlar nú í septem- ber að reyna að setja heimsmet í því að segja brandara með því að reyta þá af sér f 30 klukkustundir og 30 mínútur samfleytt. Magnus befur verið heimsmeistari tvisvar áður en núverandi met á Svíi, 28 klsL og 4 mínútur. „Ég ætla að segja þrjá brand- ara á mínútu, 180 á klukkustund eða um 6.000 alls. Svíinn sagði aðeins 2.000 skrýtlur, þegar hann sló metið mitt, en ég kemst yfir miklu fleiri. Þó má ekki lesa neina upp, aðeins notast við lista með kenniorðum. Ég hef safnað meira en hálfri milljón skrýtlna en auðvitað eru þær ekki allar jafn góðar,“ segir Magnus Han- sen, sem er ekkert hræddur við að verða syfjaður undir keppninni. „Þegar ég reyndi fyrst við heimsmetið og sló það kom mér ekki blundur á brá í fimm sól- arhringa. Síðustu tvær næturnar þuldi ég brandarana fyrir munni mér, þá þriðju sagði ég þá, fjórðu nóttina gat ég ekki sofið af gleði og þá fimmtu hafði ég gesti." COSPER — Hafið þið heyrt brandarann, íbúðin er í næsta stigagangi. Brandarakarlinn Magnus Jensen. Einn gegn öllum AGAINST ALL ODDS er nýjasta kvikmynd leikstjórans Taylors Hackfords, sem einnig leikstýrði An Officer and a Gentleman. Hún er gjörólik þeirri fyrri en ber greinilega merki hins fjölhæfa leik- stjóra. Aóalhlutverk: Rachel Ward, Jeff Bridges, James Woods og Richard Widmark. Sýnd i A-sal kl. 5, 7.30 og 10. DOLBY Sýnd í B-sal kl. 11. STEREO Bónnuö innan 14 ára. Hækkaó verö. B-salur Maður, kona og barn Ummæli gagnrýnenda: „Hún snertir mann, en er laus við alla væmni“ (Publishers weekly) Myndin er aldeilis frábær“ (British Bookseller) Sýnd kl. 5 og 9. Educating Rita Sýnd kl. 7. 4 sýningarmánuður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.