Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 mmmn 1J3. » Ej er oÁ leitcx a$> óbygg&r'i eyju aciisgengiS n»e.t<-ir1iT." Eigum við ekki að slökkva ijósið, vina? Með morgunkaffinu i LiiJJíllJ Ég er nú búinn að bíða svo lengi eftir þér, að þú ættir að geta beðið eftir mér meðan ég lýk við þessa leynilögreglusögti ? HÖGNI HREKKVÍSI „ HVEN/ER KO/VA PÁP\ plMN HINGAP ? 'r Lögreglumenn borgarinnar eru ötulir við að stöðva menn fyrir of hraðan akstur þó að þeir þverbrjóti öll lög sjálfir, segir bréfritari. Virðingarleysi lögreglu- manna við landsins lög Tryggvi Þórisson skrifar: Kæri Velvakandi: Hvernig er það eiginlega, er það ekki í verkahring lögreglunnar að halda uppi lögum og reglu? Ég hef alltaf haldið að lögreglumenn ættu að gæta velsæmis í umferð- inni og sýna landsmönnum í hví- vetna gott fordæmi. Leyfilegur hámarksökuhraði innan- og utanbæjar er í gildi sem og annars staðar í heiminum og vaskir starfsmenn lögreglunnar fylgjast ötullega með því að sett- um reglum sé framfylgt. Öðruvísi er heldur ekki hægt að halda um- ferðarmenningunni í sæmilegu lagi. Því kemur það fólki ákaflega spánskt fyrir sjónir, þegar að lög- Peningunum betur varið til vega- og gatnamála Árni Helgason skrifar: Kæri Velvakandi! Samkvæmt upplýsingum Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins seldi þessi stofnun áfengi fyrir níu hundruð áttatíu og fimm milljónir króna árið sem leið. Einnig tóbaksvörur fyrir sjö hundruð sjö- tíu og sjö milljónir, eða alls fyrir einn milljarð sjö hundruð sextíu og þrjár milljónir króna. Fyrir þessar fjárhæðir mætti leggja varanlegt slitlag á veginn kringum landið og betur þó, miðað við að hver kílómetri bundins slitlags kosti eina milljón króna. Þegar maður hugleiðir það tjón á sál og líkama sem áfengi og tóbak valda, og eins þá nauðsyn sem er að fá góða vegi um land allt, væri gaman ef fólkið í land- inu tæki sig saman og verði því fé, sem fer fyrir þessa vímugjafa, til að byggja varanlega vegi. Hugsa sér, eyðsla eins árs eða framtíðar- brautir. Það eru ólíkir vegir. Er ekki kominn tími til að fara að athuga sinn gang? reglumenn á Volvo-„kerrum“, þeysa fram úr ökumönnum á hraðbrautum á ökuhraða, sem er langt fyrir ofan leyfilegt hámark, og eru ekki einu sinni með neyð- arsírenuna í gangi. Ég ek sjálfur ætíð á settum hraða og verð því ósjaldan fyrir því að sjá í bakspeglinum óþol- inmóða lögreglumenn, sem reyna allt hvað þeir geta til að komast fram úr. Greinilegt er að þeir eru sjaldnast að flýta sér enda hef ég margkannað það með því að fylgj- ast í humátt með ferðum þeirra og eru þeir oftast í skyldurúntum um hin ýmsu hverfi borgarinnar. Varla er hægt að ætlast til að menn fylgi settum reglum í um- ferðinni ef að þeir, sem sjá eiga um að þeim sé viðhaldið, brjóta þær í hvívetna á bak aftur. Að mínu mati er það lágmarkið, að þessir ökuglöðu lögreglumenn þykist alla vega vera á hraðferð og hafi kveikt á neyðarsírenunum, svo að almenningur átti sig ekki svo glöggt á virðingarleysi þeirra við landsins lög. Að mati bréfritara væri peningunum sem eytt er í tóbak og áfengi betur varið í annað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.