Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SIMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlMI 11633 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Leitinni að skoska ferðamanninum Nick Mason, sem týndist í Skógá á sunnudaginn, var haldið áfram í allan gærdag án árangurs. Svæðið er erfitt til leitar vegna djúpra gilja og margra fossa. Leitinni verður haldið áfram í dag, strax í birtingu. Unnusta Masons, Lynn Gibson, sem komst lífs af þegar straumurinn hreif þau með sér, hélt tií Englands í gær, þar sem hún býr. Hún er kennari í Hampshire en hann var rafmagnsverkfræðingur. Hún óskaði eftir þvi við breska Mbl./Árni Sæberg. sendiráðið í Reykjavík við brottförina, að innilegu þakklæti sínu yrði komið á framfæri við þá, er veittu henni aðstoð, og faðir Masons hefur sömuleiðis beðið fyrir þakkarkveðjur fyrir hönd fjölskyldunnar til þeirra, sem leitað hafa að líki sonar hans. Myndin var tekin af björgunarmönnum við leit neðan við slysstaðinn síðdegis í gær. Sjá „Nauónynlejft að merkja helstu dauðagildrurnar" i bls. 26. ísafjarðartogararnir eiga eftir eina til þrjár veiðiferðir: Hrun atvinnulífsins og fólksflótti blasir við — segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Ölvun við akstur í Kópavogi í ár; Jafnmargir teknir og allt árið í fyrra Bjórkrár orsökin? ÞAÐ sem af er þessu ári hefur Kópa- vogslögreglan tekið einum fleiri ökumenn grunaða um ölvun við akstur en allt árið í fyrra, eða 175 ökumenn samanborið við 174 árið 1983. Valdimar Jónsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Kópavogslög- reglunni, kvað það sína skoðun að skýringa á þessari miklu aukningu mætti einkum rekja til tvenns. í fyrsta lagi hefði verið um herta löggæslu að ræða í ár og í öðru lagi teldi hann að tilkoma svonefndra bjórkráa, hefði haft þarna áhrif á til hins verra, sér virtist af skýrslum að ærið oft bæru menn því við, að þeir hefðu verið að koma af bjórkrám, er þeir voru teknir. Rúmlega 600 manns voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur fyrstu sjö mánuði ársins í Reykja- vík sem er álíka og var á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum óskars J. ólasonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík. Hins vegar voru 15 aðilar, sem aðild áttu að um- ferðaróhappi í júlímánuði, grun- aðir um ölvun við akstur, sem er meira en helmingi hærra en var í júlímánuði í fyrra, en þá voru sjö teknir. Samsvarandi tölur fyrir fyrstu sjö mánuði ársins í ár og í fyrra eru 73 í ár á móti 78 sem áttu aðild að umferðaróhappi í fyrra. í þeim tilfellum, sem menn eiga aðild að umferðaróhöppum og slysum undir áhrifum áfengis, eiga tryggingafélögin endurkröfu- rétt á viðkomandi ökumann, sem getur þannig átt yfir höfði sér að þurfa að greiða háar fjárkröfur. Sagði óskar að menn virtust eng- an veginn gera sér grein fyrir þeim hrikalegu afleiðingum sem ölvunarakstur gæti haft, fyrir þá sjálfa og þeirra nánustu. „Ef togararnir verða bundnir í höfn, eins og útlit er fyrir á næstunni, þá mun allt atvinnulíf hrynja hér, sem þýðir brottflutn- ing fólks af svæðinu því hér bygg- ist allt upp á fiski,“ sagði Harald- ur L Haraldsson, bæjarstjóri á I ísafirði, í samtali við Morgunblað- ið í gær er hann var spurður um hugsanlegar afleiðingar þess fyrir I atvinnulíf staðarins ef togarar I þeirra ísfírðinga þyrftu að stöðv- ast vegna þess að þorskveiðikvóti þeirra er að klárast. Að sögn hans munu togarar þeirra ísfirðinga eiga mismikið eftir af þorskveiðikvótanum, mest 600 lestir, en minnst 200 lestir. Togararnir eiga því eftir eina til þrjár veiðiferðir, ef afla- brögð verða eins góð og undan- farið. „Fram að þessu hefur verið mikil eftirspurn eftir vinnuafli á ísafirði og margir eru aðeins vegna mikillar vinnu, þeir verða með þeim fyrstu sem fara. Ef út- gerðin stöðvast munu þjónustu- fyrirtækin gera það einnig, at- vinnulífið er allt samtvinnað. Þetta þýðir það að þessi fyrirtæki geta ekki borgað sín gjöld, hvorki til hins opinbera eða til sveitarfé- lagsins og annarra. Eftirspurn þessara aðila hlýtur því að minnka." Að sögn Haraldar L. Haralds- sonar hefur rækjuveiði og -vinnsla komið að nokkru leyti i stað minnkandi þorskveiði og hefur mikil drift verið í vinnsl- unni, en það horfir ekki vel þar heldur. „Miðað við það ástand sem er í dag og yfirlýsingar er útlitið að verða ansi dökkt." Aðspurður sagði Haraldur L. Haraldsson að ástandið i ná- grannabyggðunum væri svipað. Eftirköst flugslyssins á Eiríksjökli: „Okkur munar ekkert um að skila flakinu á jökulinn“ — segir Þorsteinn í Húsafelli — eigandi vélar- innar neitar að borga útlagðan björgunarkostnað SVO GÆTI farið að eigandi bresku flugvélarinnar, sem brot- lenti á Eiríksjökli 21. júní sl., þurfí að sækja hana á jökulinn — þótt hún sé nú í öruggri geymslu í flugskýli í Húsafelli í Borgarfirði. Fimm ungir Borgfirðingar undir forystu Þorsteins Krist- leifssonar i Húsafelli sóttu flakið á jökulinn skömmu eftir slysið og voru í um það bil viku að björgun- inni. Nú hefur flugmaður vélar- innar og eigandi, Michael Dukes, boðað komu sína til landsins til að taka úr henni ýms tæki. Fimmmenningarnir borgfirsku segjast fúsir til að láta tækin af hendi en vilja fá borgað fyrir björgun flaksins. Um það er Duk- es ekki til viðræðu, að sögn Þor- steins Kristleifssonar, og hafa björgunarmennirnir látið að því liggja, að þeir geti allt eins skilað flakinu aftur á sinn stað. „Okkur munar ekkert um að fara með flakið aftur á jökulinn jafnvel þótt það sé dálítið á fót- inn,“ sagði Þorsteinn f samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Þeir vilja fá draslið og við viljum gjarnan afhenda það en við vilj- um Iíka fá fyrirhöfnina borgaða eða að minnsta kosti eitthvað af henni. Okkur heyrist á þessum manni, að hann sé ekkert til við- ræðu um slíkt — hann heimtar flakið í sínar hendur og segir að við höfum ekkert leyfi haft til að hreyfa við því á jöklinum. Það kann vel að vera en við töldum þó á sínum tíma ráðlegast að sækja það sem fyrst — það hefði orðið miklu erfiðara síðar f sumar. Við vorum fyrst og fremst að hugsa um að bjarga verðmæt- um og vorum ekkert að tala um nein björgunarlaun þá. Beinn kostnaður, sem við höfðum af þessu, er nálægt tvö hundruð þús- undum króna," sagði Þorsteinn. Hann sagði að þeir félagar hefðu ekki kannað til fulls hver réttur þeirra væri í þessu máli en þó væri ljóst, að þeir ættu kröfu á að fá greidd vinnulaun. Ef flug- maðurinn vildi sækja flakið aftur upp á jökulinn myndi kostnaður við þá björgun aldrei verða undir 300 þúsundum. „Við erum til i að semja við hann um að við fáum flakið og til dæmis mótorinn en hann fái þau tæki önnur, sem hann kærir sig um,“ sagði Þor- steinn. „Flakið er í dag í ná- kvæmlega sama ástandi og það var þegar þeir skildu við það á jöklinum, við lögðum mikla vinnu f að setja ekki á það eina skrámu til viðbótar.“ Þorsteinn og félagar hans voru meðal þeirra tuga manna, sem tóku þátt f leitinni að Dukes og félaga hans, Francis Sikora, eftir að þeir týndust á leið frá Reykja- vík til Grímseyjar að kvöldi 21. júní sl. Meðal annars voru þeir á flugi í vél sinni mestalla þá nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.