Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
49
■ ■
og annan undirbúning, en þó
stendur til aö lagningu götu og
stétta Ijúki fyrir haustið. Þá verö-
ur eftir að ganga frá leik- og úti-
vistarsvæöi á auöu lóöinni, Þórs-
götu 11, sömuleiöis gróðurblett-
um og trjám sem eru mikiö atriöi
í skipulagi götunnar sjálfrar.
Frumkvæði
íbúanna
Hugmyndin um aö breyta
Þórsgötunni kviknaöi hjá nokkr-
um íbúum götunnar á fundi hjá
íbúasamtökum Þingholta, þar
sem kynnt voru erlend dæmi um
lausnir á umferöarvanda íbúöar-
gatna. Þá stóð svo á, aö búiö var
aö rifa upp Þórsgötuna til aó
endurnýja vatns- og skólplagnir,
svo aö þaö þurfti hvort eö var aö
kosta upp á nýtt yfirborð götunn-
ar. Því þá ekki aö breyta henni
þannig, aö drægi úr gegnum-
keyrslu og hröðum akstri sem
lengi haföi angrað íbúa viö göt-
una?
Haldinn var almennur íbúa-
fundur Þórsgötu, sem ákvaö aö
biöja Gunnar og Valdísi um drög
aö umferöarskipulagi fyrir götuna
og leggja þau fyrir borgaryfirvöld.
Borgin tók erindinu vel, og borg-
arskipulagið fól Gunnari og Val-
dísi aö útfæra nánar eina af frum-
tillögum sínum. í september (
fyrra lá skipulag götunnar fyrir.
Síöan hefur tíminn farið ( útboö
skolaR ^
sundholl
kirkja
£\ksK'ou *
iR'\KSGA™
HNUBJÖHG
Xistasaf’
opit^ 60
- V\STGATA
í sumum löndum — fyrst Hol-
landi — hafa menn sett reglur um
svonefndar vistgötur, þar sem
bílaumferö á aö vera löturhæg og
ekki að hafa forgang á akbraut-
um, heldur ber akandi fólki, hjól-
andi og gangandi jöfn skylda til aö
hliöra til hvert fyrir ööru, og börn-
um er heimilt aö vera aö leik á
götunni, þótt sjálfsagt þyki aö sjá
þeim yngstu fyrir aðgreindum leik-
svæöum. Bílum má hér einungis
leggja á merktum stæöum. Ak-
brautin er gjarna höfö þröng,
krókótt, mishæöótt og á annan
hátt óárennileg til aksturs á fullum
feröahraöa. Oft er hún í gangstétt-
arhæö og meö hellulögn eöa stein-
lögn, sem táknar ekki á sama hátt
og malbikið aö nú skuli fót-
gangendur foröa sér.
En þaö er líka hægt aö ganga
skemmra í sömu átt og nota meira
eöa minna af aöferöum umferöar-
sefunarinnar þótt ekki sé á lög-
formlegri vistgötu.
v^loís <^NN,kB
Friösamleg
sambúð
í Evrópu er þaö sums staöar
orðiö algengt viö skipulag á íbúö-
argötum, aö ekki sé stefnt aö aó-
greiningu akandi og gangandi
umferöar, t.d. með sérstökum
gangstígum, heldur þvert á móti
aö friðsamlegri sambúð þeirra.
Þá er reynt aö gera götuna sjálfa
aölaöandi til útivistar, en láta hana
ekki bjóöa heim of þungri umferð
né of hrööum akstri. Er þá talaö
um umferðarsefun, og hafa menn
fundiö margvísleg ráö til aö draga
úr ökuhraða. Þaö munar hvort
sem er nauöalitlu á feröatíma
hvort fólk ekur hægt eöa hratt um
sjálfar íbúöargöturnar, kannski
eitt eöa tvö hundruö metra af
hverri bílferö.
GREIN:
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
"ii V
\ \
l f
4r