Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 22

Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 neimrtn Mig svimar. Með morgunkaffínu Konan mín var stöAugt að suða í mér að lagfæra á heimilinu svo ég ákvað að setja vask í eldhúsið í staðinn fyrir að hafa hann í bfl- skúrnum. HÖGNI HREKKVÍSI Er starf Ivfjafraeðinga sjúklingum of dýru verði selt? Lyfjaverð of hátt 5142-9400 skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er á áttræðisaldri og nota meðul að staðaldri og það nokkrar tegundir. Mér brá ónotalega þegar ég í júlímánuði kom í apótek til þess að sækja þá skammta sem ég er vanur að nota, svo höfðu þeir hækkað í verði. Spurði ég af- greiðslustúlkuna hvort hún hefði ekki athugað aldur minn og kvað hún jú við, það væri í lagi, en lyfin hefðu bara hækkað þetta mikið. Til dæmis hafði minn skammtur, sem kostaði áður 100 krónur, hækkað í 240 krónur. Sú hækkun væri í hærra lagi hélt hún. Upp frá þessu fór ég að hugsa um það hvernig í ósköpunum væri hægt að skattleggja gamalt fólk og annað fólk sem mikið notar lyf, á þennan hátt. Ég hafði álit á fjármálaráð- herra okkar, en það minnkaði verulega við það að hann skuli líða slíka skattheimtu meðan rætt er um að lækka aðra skatta, til dæm- is tekjuskatt. Það má vel vera að þeim finnist þetta sniðugt sem með heilbrigð- ismál fara, en ég vona að fjármálaráðherra athugi þetta. Hann veit áreiðanlega að ekki eru allir, sem á meðulum þurfa að halda að staðaldri, svo efnum bún- ir að þeir rísi undir því að þurfa að borga þennan skatt í ríkiskass- ann.“ Málvilla í Morgunbladinu í Velvakanda síðastliðinn mið- vikudag birtist grein Guðrúnar Þorsteinsdóttur, þar sem hún færði Mótettukór Hallgrímskirkju þakkir fyrir söng í Kristskirkju 15. ágúst síðastliðinn. Þau mistök áttu sér stað að grein Sigurlaugar Tryggvadóttur um málvillu í Morg- unblaðinu var skeytt aftan við grein Guðrúnar, þannig að hún virtist vera í framhaldi af skrifun- um um Mótettukórinn. Velvakandi biður velvirðingar á þessum mis- tökum og birtir nú grein Sigur- laugar aftur, um leið og hann ítrekar að það var ekki Guðrún Þorsteinsdóttir sem skrifaði hana: „Mikið þótti mér ánægjulegt samtal blaðamanns við Guðrúnu Valdimarsdóttur ljósmóður, syst- ur hans Hannibals, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 19. þessa mánaðar. Svona samtals- þættir eiga virkilega erindi í nú- tíðina, þeir eru þjóðlífsvísindi. En eitt var það sem sló mig óþægi- lega, sem ég tel að megi skrifa á reikning blaðamanns. Ég er viss um að Guðrún Valdimarsdóttir, þessi aldraða, greinda, virðulega kona hafi ekki látið sér um munn fara þessa þágufallssjúku setn- ingu: „En manni hlakkaði alltaf til kvöldvakanna." Hún hefur ábyggi- lega viljað hafa hana á þennan veg: „Maður hlakkaði alltaf til kvöldvakanna." Svona málvillur ættu hvorki að sjást eða heyrast. Það skyldi þó aldrei vera að allar þessar braut- arlagnir í menntamálum þjóðar okkar gerðu minna gagn en gömlu kennsluaðferðirnar. Svo er það þetta vandræðalega orðalag margra menntamanna, sem koma oft fram í fjölmiðlum: „Ég myndi segja“. Því ekki heldur: „Að mínu áliti“ eða „Ég held“, fremur en þennan hálfenska óskapnað." Hlutdrægur dómari? Reiður Akureyringur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Þegar KA og Akranes áttu að keppa i fótbolta síðastliðinn laugardag hringdi íþróttafrétta- ritari útvarps í þjálfara beggja liða, sem náttúrlega er ekki í frásögur færandi, og spyr þá um deildina og skal ég ekki rekja það nánar nema hann kveður þjálfara KA, Gústaf Baldvins- son, með orðunum: „Vertu sæll og þakka þér fyrir.“ Hörð Helga- son, þjálfara Akurnesinga kveð- ur hann aftur á móti með orðun- um: „Gangi ykkur vel í dag, vertu sæll.“ Og þetta kórónar hann með því að spila lagið „Skagamenn, Skagamenn skor- uðu mörkin". Þessi sami maður, Ragnar örn Pétursson, dæmdi einnig leikinn og má það koma fram að Sigurð- ur Halldórsson, miðvörður Skagamanna, sagði eftir leikinn: „Það er alveg sama hvað þið eig- ið góðan leik, þið vinnið ekki ef mmmmm , ■ dómarinn er svona á móti ykkur eins og hann er í dag.“ Mér þætti vænt um ef Ragnar vildi svara því hvort það sam- ræmist reglum bæði dómara og íþróttafréttaritara að sýna opinbera hlutdrægni." Aumt er að vera kona Sesselja Sveinsdóttir hafði samband við Velvakanda og óskaði eftir aðstoð við að rifja upp kvæði og ennfremur við að finna út hverjir höfundar væru. Lítill dropi Sesselja vill vita hverjir séu höfundar að eftirfarandi vísum. Lítill dropi, lítill dropi og lítió moldarkorn, mynda böfm miklu, mynda löndin forn. Sekúndurnar, sekúndurnar, sem að líða hjá, mynda albeimaaldur, eilífftar morgni frá. Starfa því nóttin nálgast Starfa, því nóttin nálgast, nota vel æviskeið því ekki þú veist, nær endar *vi þinnar leið. Starfa, því aldrei aftur, ónotuð kemur stund, ávaxta því með elju, a*tíð vel þitt pund. Aumt er að vera orðin kona Sesselja óskar eftir aðstoð við að rifja upp framhaldið af eftir- farandi vísu. Aumt er að vera orðin kona, einhver munur að vera svona alla tíma frí og frjáls hændurnir ykkur bæla heima börnin verðið þið að geyma það er mæða, þyngri stils. Aumt er að vera ógift svona, einhver munur að vera kona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.