Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 63 ■■ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Gangstéttir við Hjaila- braut í Hafnarfirði! „Gaflari“ skrifar: „Ágæti Velvakandi. Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég skrifa þér, en nú er ég orðin svo leið á gangstéttaleysinu við Hjallabraut í Hafnarfirði, að ég get ekki lengur orða bundist. djassunnandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja. Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til þeirra sem stóðu að mjög sérstæðum tón- leikum í Norræna húsinu síð- astliðið mánudagskvöld. Þar lék Athugasemd í Velvakanda hefur verið vakin at- hygli á málvillu í viðtali Braga Óskarssonar blaðamanns Morgun- blaðsins við Guðrúnu Hannibals- dóttur, sem birtist í blaðinu sunnu- daginn 19. ágúsí. Umrædd villa er ekki frá Guð- rúnu komin, heldur er um mistök blaðamanns að ræða og er hér með beðist velvirðingar á henni. Ég bý þarna í nágrenninu og á þar af leiðandi mjög oft leið um götuna. Ég á lítið barn og bæði barnið og ég erum í lífs- hættu í hvert skipti sem ég geng með barnavagninn um þessa götu. Umferðin er mjög mikil og austurrískur píanóleikari, Peter Ponger, eigin verk á píanó og gerði það stórvel. Maðurinn er stórkostlegur hljófæraleikari og mér þótti miður hversu fáir voru viðstaddir þennan sér- staka tónlistarviðburð. Samkvæmt því sem ég fæ skilið af fjölmiðlum, heldur þessi píanóleikari fleiri tón- leika, með Áskeli Mássyni og einnig með helstu djassleikur- um okkar íslendinga. Mig lang- ar að færa fram bestu þakkir fyrir ljúfa kvöldstund í Nor- ræna húsinu síðastliðið mánu- dagskvöld, og um leið hvetja alla sem vettlingi valda, að láta sjá sig á þeim tónleikum sem Peter Ponger kemur til með að halda á næstunni. ákaflega hröð og mér finnst það ekki forsvaranlegt af bæjaryf- irvöldum að ætlast til að menn gangi þarna úti á miðri götu, innan um bíla sem aka þar á fullri ferð. Gangstétt hefur verið sett upp við hluta götunnar, en vantar tilfinnanlega við raðhús- in. Væri ekki tilvalið að mjókka götuna og þannig draga úr um- ferðarhraðanum, sem lögreglan virðist ekkert skipta sér af? Jafnvel væri einnig hægt að setja hraðahindrun, eins og gert hefur verið í Breiðholtinu. Hvað finnst Hafnfirðingum um þetta? Ég skora á bæjarbúa að láta heyra í sér varðandi þetta mál, þar til bæjaryfirvöld hafa bætt úr því. Látum ekki bjóða okkur þetta öryggisleysi lengur!" Skrifiö eöa hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Austurríski píanóleikarinn Peter Ponger, sem bréfritari segir frábæran tón- listarmann sem allir sem vettlingi geta valdið ættu að sjá og heyra á þeim tónleikum sem hann heldur hér á landi. Þakkir fyrir góða tónleika Hópferðabílar Til sölu Scania, árg. ’69, 47 sæti. Bíll í góöu standi. Toyota Coaster, árg. ’82 (skráöur ’84), 20 sæta, ekinn aöeins 30 þús. km. Uppl. í síma 96-25168 eða 96-22537. V__________________________/ Stór- útsalan Dömudeild Herradeild Kjólaefni frá 60 Undirföt 90 Metravara frá 60 Skyrtur 350 Handklæöi frá 65 Sokkar 60 Diskaþurrkur 30 Sloppar frá 500 Allt selt ffyrir ótrúlega lágt verð. Egill 3acobsen Austurstræti 9 HINGAB 0G EKKI LENGRA Þegar þig vantar vönduð sófasett á hagstæðu verði V/SA Útborgun með greiöslukorti. QÚSGACNABÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK * 91-81199 OQ 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.