Tíminn - 07.09.1965, Page 2

Tíminn - 07.09.1965, Page 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 7. seiptember 1965 r EFTiRMALI vegna setbergsbrunans? MB Reykjavík, mánudag. EÍns og skýrt var frá í Tím- anum á sunnudaginn varð elds voði að Setbergi í Garðahreppi á laugardaginn. Eldur kvikn- aði þar í fjóslofti og læsti sig síðar yfir í hlöðu, sem var þar rétt hjá. Bæði fjós'ð og hlaðan brunnu og um 1500 hestar af töðu, sem í hlöðunni voru. Einn ig kafnaði ein kýr. Á meðan á brunanuin stóð var nýjasti og bezti slökkviliðsbíll Hafnar- fjarðar látinn standa ónotaður inni í húsi, en slökkvulið Reykjavíkur brást vel við og sendi tvo bíla á staðinn til að- stoðar hinum gömlu slökkvi- liðsbílum Hafnarfjarðar, sem voru á staðnum. Þegar er orðið ljóst, að eftir- mál munu verða af bruna þess um, eins og önnur tveggja með fylgjandi yfirlýsinga ber með sér. Frá því var sagt á sínum tíma hér í blaðinu, að til mik- illa deilna dró milli slökkviliðs- stjóra og varaslökkviliðsstjóra Hafnarfjarðarbæjar fyrir nokkru. Náðu deilur þessar há- marki, er slökkviliðsstjórinn lét fjarlægja varaslökkviliðs- stjórann af brunastað á Arnar nesi með lögregluvaldi. Deilu efnið var einmitt notkun þess nýja og velútbúna bfls, sem nú var látjnn standa ónotað- ur, meðan fjós hlaða og hey bóndans á Setbergi brunnu rétt við bæjartakmörk Hafnar íjarðar. Slökkviliðsstjórinn hafði lagt blátt bann við því, að farið yrði með hinn nýja bíj; út fyrir bæjartakmörkin, til þess að hann væri ávallt til staðar í Hafnarfirði sjálfum, ef eldsvoða bæri þar að höndum. Varaslökkviliðsstjórinn hafði þessi fyrirmæli hins vegar að engu og bar fyrir sig að nýi bíllinn væri með talstöð, þann ig að ávallt væri unnt að ná til hans ef þörf krefði og auk þess væri hann fljótari í förum og að öllu leyti betur út búinn og væri því unnt með honum að ráða niðurlögum elds, sem annars yrði ekki við ráðið. Deilum slökkviliðsstjórans og varaslökkviliðsstjórans lauk með því að báðum var vísað frá starfi. Hefur nú nýr slökkvi liðsstjóri verið ráðinn, en hann hefur enn ekki tekið við störfum og á laugardaginn var slökkviliðsstjórinn því hinn sami og sá er lét á dögunum fjarlægja undirmann sinn með lögregluvaldi. í dag bárust blaðinu tvær yfirlýsingar vegna brunans á Setbergi. Hin fyrri er frá Gísla Jónssyni, slökkviliðsstjóra, sem telur að í frétt blaðsins á sunnudaginn „séu atriði, sem eru villandi og ennfremur með andi fyrir Slökkvilið Hafnar- fjarðar" og óskar hann eftir að meðfylgjandi yfirlýsing verði birt. „í framhaldi af fréttatilkynn ingu í dagblöðum bæjarins um bruna, er varð að Setbergi í Garðarhreppi s.l. laugardag, tel ég rétt að benda á eftirfarandi: 1. Mér undimtuðum er eigi kunnugt um að til sé samning ur um, að Slökkvilið Hafnar fjarðar eigi að annast bruna varnir í Garðahrepp. 2. Öll aðstoð, sem Slökkvilið Hafnarfjarðar veitir í Garða hreppi, er gerð á ábyrgð slökkviliðsstjóra og með heim ild í 33. gr. laga um bruna- varnir og brunamál, frá 1. apríl 1948, en þar segir, að slökkvi liðsstjóri hafi heimild til að veita aðstoð til að slökkva eld utan eigin bæjar eða sveitar- ?, féiaga,; efj.hafnnuteipr, áhættu lítið, að. fara jneð,.fIjikkvitækin „ .■HtrfJTÍí Ufn^mi sjttf „ . ! 3. Brunavarnaeftirlit ríkisins samþykkir ekki að farið sé með forystubíl Slökkviliðs Hafnar fjarðar, SH 1, út fyrir bæjar- mörkin. 4 Strax eftir að ég undirrit aður kom á brunastað, gerði ég ráðstafanir til að fá aðstoð frá Reykjavík, og skv. dagbók Slökkviliðsins þar, var aðstoð in veitt skv. beiðni frá Slökkvi stöðinni í Hafnarfirði. 5. Sveitarstjóranum í Garða hreppi hefur verið það full- kunnugt, að Slökkvilið Hafnar fjarðar getur ekki komið með út í hreppinn önnur tæki en þau, sem komið var með að Setbergi. 6. Þar sem eldurinn varð strax í upphafi mjög magnað ur og eldsmatur mikill, tel ég að það hefði litlu breytt, þótt komið hefði á SHl í stað SH2, því enda þótt sú bifreið sé fljót ari í förum, þá hefur hún fjórð ungi minni vatnsgeymi. Ég tel að megin orsök þess að ekki var mögulegt að forða hinu mikla tjóni, hafi tvímælalaust verið vatnsskortur, enda hafa ekki verið gerðar þama nein- ar ráðstafanir til að auðvelda slökkviliðið vatnstöku. Gísli Jónsson". Hin yfirlýsingin er frá Ólafi G. Einarssyni, sveitarstjóra í Garðahreppi. Er hún allmjög á annan veg en yfirlýsing slökkviliðsstjórans. Yfirlýsing svedtarstjórans er svohlóð andi: „Herra ritstjóri. Vegna ummæla, sem höfð voru eftir Gísla Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Hafnarfirði, í fréttum ríkisútvarpsins hinn 4. þ.m. í sambandi við brun- ann, sem varð að Setbergi í Garðahreppi þann dag, bið ég yður að birta eftirfarandi í blaði yðar: Samkvæmt lögum ber hverju sveitarfélagið að sjá um bruna vamir í sínu héraði. Með um mælum sínum í fyrrnefndri frétt lét slökkviliðsstjóri að því liggja, að hreppsnefnd Garða- hrepps hefði ekki sinnt þess ari skyldu sinni, einnig, að eng inn samningur væri til milli Hafnarfjarðar og Garðahrepps um samstarf í slökkviliðsmál um. Hér fer slökkviliðsstjóri með rangt mál. í fyrsta lagi hafa bnmavamir verið efldar í Garðahreppi á undanfömum árum með því að lagðar hafa verið vatnsæðar um megin hluta hreppsins og komið fyrir brunahönum. í öðru lagi var samið við slökkvilið Hafnar- fjarðar á árunum 1957.—1958 á þann veg, að Slökkvilið Hafn arfjarðar skyldi gegna kalli i Garðahrepp, ef eldur kæmi þar upp. Kostnaður við slík út köll skyldi greiddur af sveit- arsjóði Garðahrepps eftir reikn ingi. Jafnframt keypti Garða hreppur bmnadælu á vagni, sem vera skyldi og verið hefur í vörzlu Slökkviliðs Hafn arfjarðar. Þessi samningur var ekki skriflegur, enda var Gísli Jónsson ekki slökfcviliðs- stjóri í Hafnarfirði þá. Samn ingurinn var haldinn meðan Valgarð Thoroddsen var slökkviliðsstjóri en síðan ekki nema að nokkm leyti. Til frekara skýringa vil ég rekja ganga þessara mála nokkm nánar. Skömmu eftir að Gísli Jóns on tók við starfi slökkviliðs- stjóra tilkynnti hann mér, að slökkviliðsbíll nr. 1, sem bú- inn er háþrýstidælu, yrði ekki sendur í Garðahrepp til að slökkva þar eld, sem kynni að kvikna. Væri ákvörðun þessi tekið í samráði við Bruna vamaeftiriit ríkisins, en mér er ókunnugt að undirlagi hvors aðilans hún var tekin. Mál þetta var nokkuð rætt, m.a. á fundum með forstöðumanni Bnmavamaeftirlits rikisins, sem taldi það glæp að senda bil nr. 1 út fyrir bæjarmörk Hafnarfjarðar. Hann taidi slökfcviliðsmálum Garða hrepps bezt komið með því, að Garðahreppur keypti slökkvi- bifreið, sem staðsett yrði ein hversstaðar í hreppnum. Þjálfa skyldi lið nokkurra manna, sem hægt yrði að grípa til ef eldur kæmi upp. Engin vakt skyldi vera við bílinn. Á þetta fyrir komulag gat hreppsnefnd Garðahrepps ekki fallist en hvaðst reiðubúin að kaupa slökkvibifreið, sem yrði í vörzlu Slökkviliðs Hafnarfjarð ar, enda yrði þá bíll nr. 1. sendur til að slökkva eld, hvort sem væri í Hafnarfirði eða Garðahreppi. Taldi hreppsnefnd in, að brunaverðir á stöðinn í Hafnarfirði yrðu fljótari á vett vang heldur en menn, sem væm í vinnu einhvers stað ar í Garðahreppi og erfitt kynni að reynast að ná til. Eitt og annað var fundið þessu til foráttu, en það þó helzt, að ekki væri rúm fyrir einn bíl í viðbót á Slökkvistöð Hafnar- fjarðar. Eftir þessar viðræður hef ég ekki rætt um bmnavamir við slökkviliðsstjórann í hafnar firði, enda sýndi hann ekki þann samstarfsvilja, sem nauð synlegur er í viðræðum sem þessum. Vora því teknar upp viðræður við bæjar.stjóra og bæjarráð Hafnarfjarðar. Varð þar að samkomulagi að sam starfssamningur skyldi gerður milli Hafnarfjarðar og Garða- hrepps um rekstur slökkvistöðv var. Skyldi Hafnarfjarðar bær eiga og reka stöðina en Garðahreppur greiða sinn hlut í rekstrarkostnaði hennar, mið að.við íbúafjölda og brunabóta mat húseigna í hvoru sveitar- félaganna um sig. Svipaður samningur hefur nýlega verið gerður milli Reykjavíkur borg ar annars vegar og Kópavogs, Seltjamarness og Mosfellssveit ar hins vegar. Bæjarráð fól bæj arstjóra og mér að ganga frá nefndum samningi, sem síðan skyldi staðfestur af bæjar stjóm Hafnarfjarðar og hrepps nefnd Garðahrepps. Því miður höfðum við ekki lokið því verki er braninn varð að Setbergi. Samkvæmt lögum hefur slökkviliðsstjóri heimild til að veita aðstoð til að slökkva eld utan bæjarmarka, jafnvel þótt engir samningar séu til milli viðkomandi sveitarfélaga. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Gísli Jónsson ekki viljað nota þessa heímild um bíl nr. 1 ekki einu sinni við branann að Set- bergi þar sem hann horfði á eldinn læsa sig í hlöðuna og heyið og menn sína standa að gerðarlausa. Ég þekki ekki ann að dæmi um mann sem hafði möguleika á að bjarga miklum verðmætum, en lét hjá líða að gera það, sem í hans valdi stóð, vegna þess að samningar voru ekki í lagi, að hans dómi. Það þarf breytt bak til að axla þá ábyrgð, sem fylgir slíkri ákvörð un. Vonandi þarf Gísli Jónsson ekki að taka fleiri slíkar ákvarð anir sem slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði. Þessari greinagerð minni er lokið en eftirmál munu rísa. Með þökk fyrir birtinguna. Garðahreppi 6—9. 1965 Ólafur G. Einarsson. NORRÆNIR STÓRKAUP- ' FUNDI HÉR MCNNA EJ—Reykjavík, mánudag. Fundur norrænna stórkaup manna, sem haldinn er annað hvert ár, stóð í dag á Hótel Sögu. Á fundinum var rætt um Norðurlönd og Efnahagsbanda lag Evrópu, viðskiptin milli Austurs og Vesturs og þróun í vörudreifingu og aðgerðir til hagræðingar á því sviði. Fund urinn samþykkti ályktun I lok fundarins. í ályktun stórkaupmannafund arins segir: — „Norrænir stór kaupmenn hafa, á fundi sínum í Reykjavík 6. september 1965, kynnt sér reynslu hinna ýmsu Norðurlanda í sambandi við þróun dreifingarinnar og að- gerðir til hagræðingar innan verzlunar í þessum löndum, og þá einnig fjárfestingarvanda- málin. Stórkaupmennírnir hafa einn ig rætt þau atriði heimsverzlun arinnar, sem efst eru á baugi í dag, og markaðsþróunina í Evrópu. Norræna stórkaupmannasam bandið leggur áherzlu á þýð ingu Þess, að, innan hinna al- þjóðlegu efnahagssamvinnu- stofnana, eigi sér stað hröð og veruleg þróun í átt til af- náms þeirra hindrana, sem nú era á viðskiptum og fjármagns flutningi milli landanna. Norrænir stórkaupmenn era sannfærðir um, að Norðurlönd in geti, með nánu samstarfi átt þýðingarmikinn þátt í því, að hið alþjóðlega efnahagslíf verði gert frjálsara.“ Stórkaupmenn boðuðu blaða menn á fund sinn í dag, og mættu þar fulltrúar stórkaup mannasambandanna á öllum Norðurlöndum. Ræddu fulltrú arnir aðallega um innflutnings höft og verðlagsákvæði Fulltrúi Danmerkur sagði, að engin innflutningshöft væru á vörum frá vestrænum ríkjum, nema hvað viðvíkur landbúnað arvöram. Á innflutningi frá ríkjunum fyrir austan járn- tjald, eru þær hömlur einar, að ríkisstjórnin hefur rétt til að láta innflutning og útflutn- ing milli Þessara ríkja og Dan merkur vera í jafnvægi, og leyfir því ekki, að innflutning urinn verði meiri en útflutning urinn. Hann kvað einnig vera verðlagseftirlit í Danmörku, er fylgdist með þróun verðlags mála í landinu, og eins yrðu allir verðsamningar milli fyrir tækja að vera skráðir. , f Fínnlandi er mestur hluti innflutningsins frá vestrænum ríkjum frjáls, en þó ekki inn- flutningur á landbúnaðarvör- um. Verð á öðra en landbúnað arvöram er einnig frjálst. í Noregi er innflutningur frjáls, nema á landbúnaðarvör um. Verðlagning er einnig í framkvæmd frjáls. en ríkis- stjómin hefur heimild til þess að ákveða hámarksverð, ef henni þóknast svo. Verðsamn ingar milli fyrirtækja verða að samþykkjast af verðlagseftir litinu, sem fylgist með verð þróuninni í landinu. í Svíþjóð er allur innflutning ur frjáls, einnig á landbúnaðar vöram, en á þeim vörum eru innflutningsgjöldin svo há, að ekki borgar sig að flytja Þær inn. Innflutningur frá járn- tjaldslöndunum er einnig frjáls, en fá verður innflutn- ingsleyfi. Þar er einnig verð lagseftirlit, sem fylgist með þróun verðlagningarinnar, og ríkisvaldið getur, í sérstökum tilfellum, ákveðið hámarksverð- Fulltrúamir kváðu það Framhald á bls. 15. I Kom niður , ómeiddur KJ-Reykjavik, mánudag. Það þykir ganga kraftaverki næst að maður sem féll af fjórðu hæð húss við Skaftahlíð skyldi sleppa nær ómeiddur, — slapp með brák að rifbein. Þetta gerðist á sunnudaginn við hús sem stendur neðarlega í Skaftahlíðinni. Voru menn þar að koma vinnupalli fyrir á milli glugga á fjórðu hæð hússins, og fór einn þeirra út á pallinn áður en fullkomlega var búið að ganga frá pallinum. Sporðreistist pall- urinn með manninn, sem féll á ^rasið fyrir neðan, um 12 metra fall. Slapp maðurinn með brákað rifbein, og má það teljast vel slopp ið eftir svo hátt fall. SMOKKVEIÐ! Framhald af 16. síða smokkfiskur sé veiddur í smásfld arnót. Að undanförnu hefur nokkur smokkveiði verið á Álftafirði, Skutulsfirði og innfjörðunum. Hef ur verið veitt með Hinum svoköll uðu smokkönglum, og þá venju lega notaðir tveir á færi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.