Tíminn - 07.09.1965, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 1965
14
Etísabet Guðmundsdóttir
Melum Árneshreppi
í dag verður gerð frá Dómkirkj-
unni útför Elísabetar Guðmunds
dóttur, Melum í Árneshreppi,
Strandasýslu. Hún lézt í Landa-
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
M.s. Esja
fer vestur um land í hringferð
11. þ.m. Vörumóttaka á þriðju
dag og miðvikudag til Patreks-
fjarðar, Sveinseyrar, Bíldudais
Þingeyrar, Flateyrar, Suðui>
eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar,
Akureyrar, Húsavíkur og Rauf
arhafnar. Farseðlar seldir á
fimmtudag.
Ms. Skjaldbreið
fer austur um land 10. þ.m.
Vörumóttaka á þriðjudag og
miðvikudag til Hornafjarðar,
Djúpavogs, Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð-
ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Mjóafjarðar, Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar, Bakkafjarðar,
Þórshafnar og Kópaskers. Far
seðlar seldir á fimmtudag.
Kýr til sölu
Fjórar kýr til sölu
Upplýsingar í síma
92-75-70.
kotsspítala 1. sept. s. 1 eftir langa
og Þunga sjúkdómslegu
Elísabet var fædd í Ófeigsfirði
31. des. 1878, dóttir hins þjóð
kunna hákarlaformanns og óðals-
bónda í Ófeigsfirði Guðmundar
Péturssonar og konu hans, Elísa-
betar Þorkelsdóttur. Dvaldist Elísa
bet í foreldrahúsum til 19 ára
aldurs, er hún giftist Guðmyndi
Guðmundssyni, Jónssonar bónda á
Melum og hófu þar búskap árið
1897. Elísabet missti mann sinn
j 1923. Eignuðust þau tólf mann
j vænleg börn, sem öll eru á lífi.
Afkomendur þeirra hjóna munu
nú vera 70 að tölu.
Börn þeirra eru: Guðmundur,
bóndi á Melum, Árni, fyrrv. út-
gerðarmaður í Súðavík, Elísabet,
ekkja Guðmundar Halldórssonar,
skipasmíðameistara í Reykjavík,
Sigrún, ekkja Ingólfs Ketilssonar,
trésmíðameistara í Reykjavík, Þor
kell, fyrrv. kaupfélagsstj. og bóndi
á Óspakseyri, Ragnheiður, ljósmóð
ir í Reykjavík, Sigmundur, fyrrv.
bóndi á Melum, Magnús, sjómaður
í Reykjavík, Ingólfur, trésmíða-
meistari í Reykjavík, Gunnlaugur
tollgæzlumaður í Hafnarfirði, Ás-
geir trésmiður í Reykjavík og
Guðmunda, verzlunarstúlka í
Reykjavík. Þau munu öll verða
við útför móður sinnar í dag.
Er Elísabet missti mann sinn,
tók Guðnjuudur, #l|ti wnijpe^eni}
ar, þá rúmlega tvíárguf. í®í>bú*
inu og annaðist ásatnt ■^ldrt'fSyst*
kinum og móður, uppeldi þeirra
barna, sem eftir urðu heima.
Bjuggu þau mæðgin á Melum til
ársins 1942, er Guðmundur kvænt
ist Ragnheiði Jónsdóttur frá
Broddanesi. Það fór ekki á milli
mála, að það var mikill kærleikur
og þakklæti, sem hún bar til
þeirra hjóna, enda dvaldi hún alla
tíð síðan hjá þeim, utan þann
tíma, sem hún var í Reykjavík
hjá bömum sínum.
Það má nærri geta, að það hef-
ur verið mikil lífsreynsla fyrir
Elísabetu að standa eftir sem
BÍLASALINN VIÐ VITATORG
SÍMI 12500
AUGLÝSIR
Óskum eftir góðum Volvo P 544, árgerð '63—65.
Upplýsingar í síma 12-500.
ÞAKKARÁVÖRP
Eg þakka öllum þeim, er sendu mér gjafir og
skeyti á afmælisdaginn 2. september s.l.
Gunnar Ólafsson.
Móðir okkar.
Herdís Jónsdóttir
frá Þverhamri, Breiðdal
lézt 5. þ. m. á Borgarsjúkrahúsinu.
Þórdís Árnadóttlr og
Guðmundur Árnason.
ekkja með stóran barnahóp í
þeirri sveit, sem talin er einna
harðbýlust á landi voru, á þeim
tíma, sem engrar hjálpar var að
vænta utan frá og hver og einn
varð að treysta á manndóm sinn.
Má segja með sanni, að Elísabet
hafi leyst það verkefni vel að
hendi, ásamt börnum sínum.
Elísabet var meðal kona að
vexti, sviphrein og fríð sýnum,
afkastakona til allra verka- skap
föst og hafði fastmótaðar skoðan
ir á mönnum og málefnum, átti
létt með að blanda geði við fólk,
kunni að gleðjast og gleðja aðra,
enda voru allir velkomnir að Mel-
um, sem þar fóru um garð. Er
fólk ræddi við hana, kom ótvírætt
fram hvað hún ann sveit sinni
mikið og því fólki scm Þar býr,
enda hafði hún miklar áhyggjur
út af þeirri fólksfækkun, sem þar
er orðin. Mun mörgum sveitung
um hennar og öðrum verða hugs
að hlýtt til hennar í dag. Þrátt
fyrir harða og langa lífsbaráttu og
heilsuleysi , síðustu árin, held ég
að hún hafi verið hamingjusöm
kona og séð ætlunarverki sínu
lokið.
Þessar fátæklegu línur eiga að
vera þakklætisvottur til þín. amma
mín, fyrir þann tíma sem þú fóstr
aðir mig sem lítið barn. Eg mun
ávallt minnast þín sem góðrar
konu og bið guð að blessa minn
ingu þína.
Torfi Þ. Ólafsson.
SÝNING í NOREGI
stöðuna i björtum, líflegum lit-
ljóðum hennar. Það er þó eitt-
hvað þögult og óleyst fyrir mynd
byggingu hennar, það er erfitt að
komast til botns í því línuneti,
sem þekur smekklega samsetta lit
fleti.
Þörfin virðist einnig vera rík
hjá myndhöggvurunum að losa
sig undan klafa hefðbundins natúr
alisma. En hvorki Jóhann Eyfells
eða Jón Benediktsson virðast hafa
þann nauðsynlega bakhjarl til að
leysa þann vanda. Það er erfitt að
skilja tilganginn með hraunkökum
Eyfells, sem verka alltof sundur
lausar og tilviljunarkenndar til
þess, að þær veiti veruleg mynd-
ræn áhrif. Myndir Jóns Benedikts
sonar vantar lifandi myndrænt
samhengi, sem jafnvel óhlutbundn
ar höggmyndir verða að hafa til
þess að geta öðlazt listrænt líf.
Hið óþægliega yfirborð myndanna
eykur enn á veikleika þeirra, en
myndir hans eru bæði deigai og
ónákvæmar.
Adresseavisen: Jan Zibrandt-
sen:
Undir eins og komið er inn í
íslenzku sýningardeildina, rekur
maður augun í höggmyndir Jó-
hanns Eyfells, sem gerðar eru úr
alúmín, járni og kopar. Þær eru
útfærðar á mjög smekklegan og
fínan máta, járnrauð efnisáferð
er ráð.andi. Þessar sérstæðu forma
myndir minna fremur öllu á
stcrrknað hraun. í sama sal gefur
og að líta á óhlutbundnar myndir
eftir Eirík Smith settar breiðum
litflötum. til orðnar auðsæilega |
undir áhrifum frá franska málar
anum Soulages. Guðmunda
Andrésdóttir deilir myndum sín-
um upp í netverk af beinum blý
antsstrikum, hornalínur, sem
mynda alls kyns flatarmynd
ir. í gegnum þetta net brýzt fram
fíngerð litahrynjandi, næstum
eins og um teppi væri að ræða.
Steinþór Sigurðsson vekur áhuga
skoðandans vegna litameðferðar
og blæbrigðaríkrar ' og lifandi
myndbyggingar, en honum er ó-
hætt að skipa á bekk með beztu
málurum íslands. Ennfremur
gleðst maður yfir hinni glitrandi
dýpt í mynd Gunnlaugs Schevings
,,Búðin“. Listamaðurinn leiðir
okkur beint inn í islenzka náttúru
og raunveruleik.
(Frétt frá Félagi íslenzkra
my ndlistarmanna.)
SKEIÐARÁ
unni, sem það stóð á, gaf á
að líta. Þar fyrir austan var
vatnsflóð tekið að belja sem
ekkert vatn átti að vera og í
því var talsverður jakaburður.
Vatnið streymdi fram í mörg
um álum þarna austan öldunn-
ar og mér flaug strax í hug,
að þetta væri byrjunin á Skeið-
arárhlaupi. Ég var því á báðum
áttúm, hvort ég ætti að halda
áfrám, einkum þar sem stúlkan
var með mér, en fannst þó hálf
hart að snúa við, ef þetta væri
nú alls ekkert hlaup, þegar til
kastanna kæmi. Það ^arð því
úr, að við héldum a. am, og
sagði ég stúlkunni ekkert frá
grun mínum, til þess að fara
ekki að hræða hana að óþörfu.
Ferðin austur yfir gekk vel,
þótt ég jiyrfti að gæta mín vel
á jökunum. En þegar austur að
Skeiðará kom, sá ég, að hlaup
myndi örugglega i aðsigi. Er
við vorum komin austur yfir
vestustu álana mættum við
þeim Oddi og Runólfi i Skafta
felli, sem höfðu séð til ferða
okkar og komu á móti okkur.
Því varð ég feginn, og fól öðr-
um þeirra að gæta stúlkunnar
austur yfir, en hinn fór á
undan til að velja leiðina. Ég
fór síðan austur að Svínafelli
með póstinn og fékk Svínfell-
inga til þess að fara með hann
áfram austur, en er ég kom
aftur að Skaftafelli, hafði
vatnið lítið vaxið. Varð iþví úr,
að ég fór út yfir, og réði þar
mestu, að ég gat engum boðum
komið heim, um hvernig mér
hafði reitt af, og bjóst við að
fólkið heima yrði áhyggjufullt,
er það sæi til hlaupsins og ég
væri ókominn. Oddur fylgdi
mér vestur yfir Skeiðará. Er
ég var kominn að vatnsfallinu
nýja austan sæluhússins, stanz-
aði ég aðeins, heyri þá
skruðninga í átt til jökulsins.
Tafði ég þá ekki lengur, en
flýtti mér allt hvað ég gat vest-
ur yfir. Það var farið að
skyggja, en ég held, að ég hafi
séð flóðbylgju æða fram sand-
inn að baki mér, er ég var kom
inn yfir. Fleira bar ekki til tíð-
inda í ferð minni, en sælu-
húsið fór af í þessu hlaupi, og
daginn eftir að ég fór vestur
yfir var engum fært yfir sand
inn, nema fuglinum fljúgandi.
í hlaupinu og gosinu 1934
fór Hannes á Núpstað eina
mestu ofdirfskuför, sem um get
ur á landi hér, þótt sjálfum
finnist honum lítið til koma.
Samvizkusemi hans var svo mik
il að hann vildi heldur leggja
sig i þá hættu að fara yfir
titrandi skriðjökulinn yfir hinu
tryllta hlaupi en missa af vest-
anpóstinum, sem beið á
Klaustri. Hans hógværa lýsing
á þeirri för hljóðar svo:
Svo hafði ég dálitil kynni af
Skeiðarárhlaupinu 1934. Það
hlaup kom á útmánuðum, að ég
held í marzlok. Hlaupið var
að byrja, þegar ég fór austur
yfir, og meðan ég. var fyrir
austan, komst það í algleyming.
Ég átti að hitta vestanpóstinn
á Kirkjubæjarklaustri laugar-
daginn fyrir páska og vildi
helzt ekki láta standa á mér,
var alltaf illa við það.
Það varð því úr, að ég fékk
tvo menn til þess að fylgja
mér út yfir jökuiinn, þá Odd
Magnússon og Jón Stefánsson.
Við urðum að fara inn úr hlíð-
unum til þess að komast að
útfallinu. því hlaupið lónaði
upp um alla aura. Er við kom-
um inn að jöklinum gaf vissu-
lega á að líta. Það var stórkost
leg sjón, sem ekki er hægt að
lýsa með orðum, er jökulflóðið
beljaði fram undan jöklinum
með risastórum ísjökum, sem
rákust saman með geysilegum
hávaða og kaffærðu hvern ann
an og brotnuðu
Færðin var ekki góð á jökl
inum, blotasnjór í miðjan legg.
Ég hafði fengið lánuð skíðj í
Skaftafeili. en var ekki vanur
þeim og því ekki sérlega flink-
ur. Enda notaði ég þau fvrst
í stað til ‘ þess ,að draga dót
mitt á þeim. Talsvert miklar
sprungur urðu á vegi okkar og
er við höfðum reynt að kræku
fyrir þær árangurslaust. hæ!i-
um við við það og reyndum
að komast yfir þær. Urðuj r
við að klifra upp og niður eftir
veggjum sumra þeirra.
Ég get ekki neitað því að
þau voru hálf leiðinleg öskrin
í henni Skeiðará, þar sem hún
byltist fram undir jöklinum, og
oft titraði hann undir fóturo
okkar. En allt fór þetta veV
og þegar við vorum komnir
yfir sprungubeltið lét ég fylgd-
armenn mína snúa við og
spennti á mig skíðin. Eftir um
það bil tveggja stunda skíða-
ferð kom ég í skarðið á Súlu
tindi og var þá búinn að vera
alls um 4 stundir á jökli. Það
var ekki síður stórkostleg sjón
að sjá hlaupið þaðan, ég sá
ekki betur en það breiddist yfir
allan sandinn frá Ingólfshöfða
að Veiðiós.
Hér setjum við punkt. Eins
og í upphafi sagði var aldrei
ætlunin að skrifa merkilega
grein um þetta efni, heldur að-
eins rifja upp nokkur atriði
því viðvíkjandi. Helztu heim-
ildir eru Vatnajökulsbókin áð
urnefnda eftir Jón Eyþórsson.
þjóðsögur Jóns Árnasonar os
frásögur ýmissa kunnugra
mann, lærðra og leikra.
mb
KARTÖFLUR
smásöluáðila gagnvart þeim yf
irvöldum, sem með verðlagsmál
fara á hverjum tíma.
Harma ber að grípa þurfti lil
sölubanns í einhverri mynd til
þess að knýja fram leiðrétting
ar á málefnum og hagsmunum
dreifingaraðila og vonar nefnd
in, að til þess þurfi ekki að
koma í einni eða annarri mynd
aftur við verðlagningu land-
búnaðarafurða eða aðrar að
gerðir.
Nefndin vill benda á, að til
þess að forðast slíka málsmeð
ferð hljóti að teljast bæði rétt
og eðlilegt að smásöludreifing
araðilar fái aðild að þeim nefnd
um, sem með máiefni stéttar
innar fara, t. d. öllum verð
lagsnefndum, þannig að réttur
þeirra hljóti viðurkenningu til
jafns við réttindi annarra, sem
hlut eiga að máli.
Nefndin itrekar, að í því
að taka aftur upp dreifingu
á kartöflum, felst fráleitt nokk
ur viðurkenning á réttmæti á-
lagningar á þessa vörutegund,
og bendir jafnframt á, að
álagning á landbúnaðarvörur
í heild er langt fyrir neðan það,
sem eðlilegt mætti teljast."