Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984
B 13
Ég er nú þannig gerö aö vilja helst
ekki hafa neitt inni hjá mér, “ segir
hún og bætir hlæjandi viö, „ekki
neitt er nú kannski fullsterkt til
oröa tekiö, en sem minnst. Enda,
eins og þú sérö, fer litiö fyrir hús-
gögnunum og hér eru hvorki gólf-
teppi né mikil gluggatjöld til aö
loka birtuna úti. Annars á ég nú
ekki heiöurinn af heimilinu ein. Ég
er gift arkitekt sem hefur líka sínar
skoðanir á þessum málum. “
Guörún stundaöi nám i vefnaöi
á verkstæöi Kim Naver í Kaup-
mannahöfn á árunum 1972—75.
Hún fluttist heim '76 og hetur alla
tíö síðan unnið sem textílhönnuður
hjá Álafossi. Hjá Álafossi hannar
hún einnig mynstur fyrir vélprjón-
aöan ullarfatnaö og handprjónaö-
ar peysur. Samhliða framleiöslu-
hönnuninni hefur hún eigin vinnu-
stofu í Bræðraborgarstig og vefur
þar sjálfstæð myndverk.
„ Vefnaöurinn á vinnustofunni er
ailt annars eölis en þaö sem ég
vinn aö i framleiösluhönnuninni,“
segir Guörún. „Þetta eru tvær ólik-
ar hliöar á vefnaöi. Annars vegar
er unniö fyrir fjöldann og hlns veg-
ar aö ákveðnu verki sem fer á einn
ákveðinn staö.“ Af myndvefnaöi
Guörúnar má nefna verk sem er i
anddyri Regnbogans.
„ Hins vegar lifir enginn á Islandi
af þvi aö vera vefari. Viö konurnar
sem erum í þessu, þvi enn er þetta
kvennastétt, bíðum eftir þeirrl
stóru stund þegar blessaöir arkit-
ektarnir fara að láta okkur skreyta
öll stóru húsin sem þeir teikna. I
skreytingum á t.d. opinberum
stofnunum hefur vefnaöur ekki
skipaö jafnan sess á viö aörar
greinar myndlistar, en viö bíöum
áfram vongóðar." Og talandi um
konur og listir má geta þess aö
Guðrún er i hópi þeirra kvenna
sem stofnuðu og standa að Gallerí
Langbrók.
— Vefur þú myndverkin fyrir al-
mennan markaö?
„Ég vinn sjálf tiltölulega lítiö nú-
orðið í þeim stæröum sem fara á
almennan markað, þ.e. um metri á
kant. Þaö er stærö sem fólk ræöur
viö aö kaupa og viröist henta best
því veggplássi sem þaö hefur.
Þetta eru bæði verk sem fólk
kaupir fyrir sjálft sig og til þess aö
gefa.
Undanfariö hef ég lagt meiri
áherslu á að vefa stærri verk, aöal-
lega fyrir sýningar — síöan lifi ég
auövitaö í voninni um aö vegg-
plássiö i Seölabankanum veröi
gott!“ segir Guörún. Hún tók ný-
veriö, ásamt Þorbjörgu Þóröar-
dóttur, þátt i Norrænni farandsýn-
ingu sem haldin var í Sviþjóö, Nor-
egi og hér heima. Þá á hún einnig
verk á „ Form islands“, farandsýn-
ingu íslenskra listamanna i Finn-
landi.
— Svo viö víkjum aö heimilis-
textilnum. Hvernig veröur gólfteppi
til?
„Þaö er nokkuö föst regla á þvi
hjá okkur i Mosfellssveltlnni. i
fyrsta lagi er ákveðiö á fundi aö
láta hanna ný gólfteppi. Þá er að
setja sig í stellingar, ræða við Ein-
ar Egilsson i teppadeildinni og
hlera hvað fólk spyr mest um. Eins
að skoöa línurnar frá IWS, sem öll
ullarfyrirtæki á vesturlöndum eru
aðilar að. IWS sendir reglulega frá
sér spá um hvað koma skal varð-
andi liti og línur, hvort mynstrin eru
stór eöa lítil og þar fram eftir göt-
unum. Þegar allt þetta er afstaöiö
sest ég niöur viö vinnuboröið og
rissa á blaö ósköpin öll af skissum
og litatillögum. Síöan teikna ég
Á vinnustofunni
skissurnar sem ég er ánægöust
meö á strikaöan pappír og þá er
aö velja. Viö veljum í sameiningu
nokkur mynstur, prufulitum band
og siöan eru ofnar fimm, sex pruf-
ur og af þeim valdar kannski tvær
sem endanlega fara í framleiöslu. “
— Hvernig er að hanna hlut
sem á aö fara inn á eitthvert heimili
„úti i bæ“?
„Þaö er töluveröur munur á því
hvernig óg hugsa bæöi llti og
mynstur á t.d. gólfteppi og glugga-
tjöld sem eiga aö fara inn á heimili
annars vegar og hins vegar á
stofnanir. Þegar ég vinn aö gólf-
teppi fyrir stofnanir set ég mér
mun rýmri skoröur varöandi liti og
mynstur. Nota þá kannski sterka
liti sem liklegast væru of bindandi
inni á heimili en geta gert mikiö til
aö lifga upp á vinnustað og eru
yfirleitt hagkvæmari.
Hönnun á gólfteppum fyrir
heimili ræöst meira af því sem ligg-
ur í loftinu á hverjum tíma. Til
dæmis eru einfaldir pastellitir alls-
ráöandi i þeim efnum núna.
Gluggatjöldin reyni ég yfirleitt aö
setja þannig saman aö þau fari vel
með gólfteppunum sem eru í boöi.
Margs konar áklæöi má einnig fá,
sem passa vel við gólfteppin. Hins
vegar eru íslendingar lítiö farnir að
kaupa þessa hluti í „pakka “ ef svo
má aö oröi komast, þ.e. gólfteppi
og gluggatjöld í sömu litum og
sama stil. gJÍH
Þá er þaö þannig meö ullargólf-
teppin, aö þau eru óskaplega
vönduð og endingargóö, endast í
tuttugu ár, en þau eru aö sama
skapi dýr. Ungt fólk kaupir yfírleitt
ekki vönduð ullarteppi þegar þaö
setur á gólfin hjá sér i fyrsta sinn,
það er einfaldlega of kostnaðar-
samt. Þvi eru margir þeirra sem
kaupa Álafoss-teppin meö Wilt-
on-vefnaöi aö endurnýja ogþáá
heimilum sem fyrir löngu er búið
að innrétta.
Eins hef ég rekiö mig á aö Is-
lendingar eru íhaldssamir i þessum
efnum og hlaupa ekki upp til
handa og fóta eftir nýjum línum.
Viö hjá Álafossi förum reglulega á
sýningar erlendis og fáum fullt af
góðum, nýjum hugmyndum. Síöan ■
kemur á daginn aö íslendingar
þurfa mikiö lengri tima til aö taka
við þessum nýjungum. “
— Hvernig leit fyrsta teppiö út
sem þú hannaöir?
„Fyrsta teppiö? Þaö var annars
vegar köflótt og hins vegar röndótt
og enginn vildi kaupa þaö! Ég
hafði hugsaö mér röndótta
mynstriö á t.d. stiga en kðflótt á
gólf. Þó leit ekki út fyrir aö nokkur
annar gæti hugsaö sér köflótt gólf
og röndóttan stiga, “ segir hún og
hlær. „En þetta með nýjungarnar
er mikiö mál og menn veröa aö
fylgjast grannt meö þvi sem er aö
gerast.
Samkeppnin í fataframleiöski er
mjög hörö, en ég held aö sam-
keppnin í heimilistextíl sé enn
haröari. enda er þar um að ræöa
öltu dýrari hluti,“ segir Guörún. „/
báðum tilvikum er veriö aö vinna
frani í tímann og hönnuöir veröa
að vera búnir aö átta sig á þvi
hvaö veröur í tisku á þeim tíma
sem hlutirnir fara á markaö. I fata-
hönnuninni erum viö yfirleitt aö
vinna ár fram í timann og eins i
heimilistextílnum. Þessi Wilton-
teppi sem voru nýlega aö koma á
markaðinn hannaði ég fyrir heilu
ári. I báöum tilvikum er einnig ver-
iö aö keppa viö erlendan markaö,
innfíutt gólfteppi hér og annan
ullarfatnaö erlendis. “
— Þú hefur ekki oröiö vör viö
ertendar eftirlikingar? \
„Jú, einhvemtíma sá ég peysu,
framleidda i Kanada, með mynstri
sem var nákvæm eftirlíklng af bvi
sem ég haföi hannaö fyrir Ala-
foss."
Stenst islensk hönnun er-
lendan samanburö?
„Já, ég held aö vfð islendingar
megum vel vera sáttir viö það sem
veriö er aö gera hér á landi. is-
lensk hönnun hefur vakiö eftirtekt
eriendis, skrifaö er um hana og
hún kynnt, þannig aö viö getum
veriö stolt afþvi."
— / lokin. Hvaö er liggur á
vinnuboröinu þessa stundina?
„Þaö er eins og áöur þriþætt.
Annars vegar er ég aö hanna
handprjónaöar peysur og vinna aö
vöruþróun almennt fyrir Álafoss,
auk ótal annarra og margvíslegra
verkefna fyrir þaö fyrirtœki. Hins
vegar er ég aö vinna á eigin vinnu-
stofu, þar sem ég er núna að vefa
stórt verk fyrir tiu ára afmælissýn-
ingu Textílfélagsins á næsta ári.
Þar er ég einnig aö vinna að ýms-
um hugmyndum sem ég geng meö
i kollinum þessa dagana. *
TEXTI: VILBORG EINARSDÓTTIR
Setiö á eigin hönnun. Þessi gólfteppi hannsöi Guörún fyrir Álafoss meö Wilton-vefnaöi og voru þau
nýlega sett á markaö.
Æfing, sem er
góö fyrir mittiö
Myndin skýrir sig sjálf, staöiö er
meö fætur saman og efri hlutinn
teygöur til hægri og vinstri á víxl,
eins langt og komist veröur. Mælt
er meö aö æfingin sé gerö fimmt-
án sinnum til hverrar hliðar.
NY SENDING
af dag- og kvöldkjólum,
pilsum, blússum og jökkum
IÐNAÐARHÚSINU
Bladburóarfólk
óskast!
Austurbær Hvassaleiti
Grettisgata frá 18—30.
frá 37—98.
JHtfgnaiMfliMfc