Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 B 15 Norræna húsinu og mun hún standa til 9. desember. Á sýning- unni eru 50 myndir unnar á þessu ári út frá Ijóðum í nýrri Ijóöabók eftir Sigvalda Hjálmarsson, en bók þessi nefnist Víöáttur. Sýningin er 4. einkasýning Snorra Sveins. Ljóöabók Sigvalda er gefin út í 300 tölusettum eintökum. Sýningin er opin frá kl. 17—23 virka daga og frá kl. 15—23 um helgar. Listmunahúsið: Jóiasýning Ellefu listamenn opna í dag jóla- sýningu í Listmunahúsinu viö Lækjargötu. Á sýningunni veröa leirverk, tauþrykk og myndverk unnin með ýmissi tækni. Lista- mennirnir ellefu eru: Aöalheiöur Skarphóöinsdóttir, Ásrún Krist- jánsdóttir, Borghildur Óskarsdótt- ir, Eyjólfur Einarsson, Helgi Þorgils Friöjónsson, Herborg Auöunsdótt- ir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kol- brún Kjarval, Lísbet Sveinsdóttir, Ólöf Einarsdóttir og Siguröur Ör- lygsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18, en lokaö er á mánudögum. Hún stendur til jóla. Gallerí Grjót: Ófeigur Bjömsson Ófeigur Björnsson, gullsmiöur, heldur nú sýningu á listmunum sínum í Gallerí Grjót aö Skóla- vöröustíg 4a. Á sýningunni eru skartgripir fyrir ýmsa líkamshluta og skúlptúrar og vinnur Ófeigur verk sin m.a. í leöur. Ófeigur hefur haldiö 2 einkasýningar áöur, m.a. í Helsinki í sumar, og tekiö þátt í fjölda samsýninga, heima sem heiman. Sýning hans í Galierí Grjót er opin virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18, en henni lýkur um helgina . Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmyndagaröur Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagaröurinn, sem í eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins, er opinn frá kl. 10—18. Gallerí Gangurinn: Samsýning 12 listamanna j Gallerí Ganginum, Rekagranda 8, stendur yfir samsýning 12 lista- manna frá fjórum löndum og mun sýningunni Ijúka um helgina. Fimm iistamannanna eru frá Sviss, einn frá Þýskalandi, einn frá Hollandi og fimm frá islandi. Nýlístasafnið: Eggert Pétursson Eggert Pétursson opnar í kvöld kl. 20 sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg 3b. Eggert sýnir þar verk frá þessu ári og því síöasta, en hann fékk lista- mannalaun í þrjá mánuöi til aö vinna aö sýningu þessari. Flest eru verk Eggerts málverk og eru þau unnin meö sali Nýlistasafnsins í huga. Sýningin er opin frá kl. 16— 20 virka daga og frá kl. 16—22 um helgar, en henni lýkur á sunnudag. Þjóöleikhúsið: Skugga-Sveinn Þjóöleikhúsió sýnir nú leikrit Matthíasar Jochumssonar, Skugga-Sveín. Leikritió fjallar um mannlíf og þjóötrú á 17. öld. Leikstjóri verksins er Brynja Benediktsdóttir, en Sigurjón Jó- hannsson gerói leikmynd og búninga. Maö aöalhlutverk fara Erlingur Gíslason, Árni Tryggvason, Randver Þorláksson, Borgar Garöarsson, Pétur Einarsson, Hákon Waage, Sigrún Edda Björnsdóttir, Órn Árnason, Ketill Larsen og Ása Svav- arsdóttir. Næstu sýningar veröa í kvöld og annaó kvöld. eftir Jón úr Vör og eru flytjendur þess þau Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jóns- dóttir, Ólafía Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgeir Skag- fjörö, Þórarinn Eyfjörö og Þórdís Arnljótsdóttir. KFUM og KFIIK: Jólaverkstæði Á sunnudag halda KFUM og KFUK jólaverkstæöi í húsnæöi sínu aö Amtmannsstíg 2b. Þar veröur m.a. föndurverkstæöi, þar sem leiöbeint veröur og unniö aö gerö á ýmsum smámunum fyrir jól og aöventu og skreytingarverk- stæöi, þar sem unniö veröur aö skreytingum fyrir félagshúsiö. Kaffisala veröur og fjölskyldu- samkoma veröur haldin kl. 16.30 þar sem Guöni Gunnarsson fer meö hugleiöingu. FERÐIR Ferðafélag íslands: Bláfjallavegur Á sunnudag ætlar Feröafélagiö aö fara í ökuferö um nýja Bláfjalla- veginn. Fyrst verður ekiö upp í Bláfjöll og gengiö á Þríhnúka og síöan í suöur eftir þessum nýja vegi þar til hann samtengist Kefla- víkurvegi. Loks verður ekið um Hafnarfjörð til Reykjavíkur. Vegur þessi, sem opnaöur var í haust, tengist gamla Bláfjallaveginum viö Rauöuhnjúka. SAMKOMUR Hótel Borg: Orator og KIKK Orator, félag laganema, hyggst hleypa nýju lífi í starfsemi Hótel Borgar í vetur. Skref í þá átt veröur dansleikur, sem haldinn verður í kvöld kl. 22—03 og er dansleikur þessi öllum opinn. A miönætti mun hljómsveitin KIKK koma fram og kynna lög af nýrri hljómplötu slnni. Orator heldur dansleiklnn til aö afla fjár, svo unnt veröi aö halda norrænt laganemamót hér á landi í ár, en mót þessi hafa veriö haldin frá 1918. SLF: Jóla- og kökubasar Kvennadeild styrktarfélags lam- aöra og fatlaöra heldur jóla- og kökubasar í húsi félagsins aö Háa- leitisbraut 13 (æfingastöö) kl. 14 á sunnudag. Geröuberg: Menningaraðventa f menningarmiöstööinni Geröu- bergi í Breiöholti stendur til aö halda menningaraöventu og verö- ur fyrsta dagskráin á sunnudag kl. 15.30. Þá munu nemendur Leik- listarskóia islands flytja „Þorpiö“ eftir Jón úr Vör undir stjórn Helgu Bachmann. „Þorpiö“ er safn Ijóöa Kristskirkja: Musica Antiqua Musica Antíqua heídur sína fyrstu tónleika á þessum vetri á sunnudag í Kristskirkju kl. 16. Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri örn Snorrason flytja tónlist frá endurreisnar- og barokktímanum eftir van Eyck, John Dowland, Francesco Marcini o.fl. Hljóöfærin sem þremenn- ingarnir leika á eru blokkflautur, viola da gamba og lúta. fil MrGÖKJ EREENDUM ÍUUMM] AMERÍKA PORT SMOUTH/NORFOLK Ðakkafoss 19. des. City of Perth 2.|an. Bakkafoss 18. Jan. NEW YORK Bakkafoss 17. des. Laxfoss 19. des. City of Perth 31. des. Bakkafoss 16. Jan. HALIFAX Laxfoss 23. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 2. des. Wessel 9. des. Álafoss 16. des. FEUX8TOWE Álafoss 3. des. Vessel 10. des. Álafoss 17. des. ANTWERPEN Álafoss 4. des. Vessel 11. des. Álafoss 18. des. ROTTERDAM Alafoss 5. des. Vessel 12. des. Álafoss 19. des. HAMBORG Alafoss 6. des. Vessel 13. des. Álafoss 20. des. GARSTON Helgey 11. des. USSABON Skeiösfoss 12. des LEIXOES Skeiösfoss 13. des. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 30. nóv. Vessel 7. des. Skógafoss 14. des. Vessel 21. des. KRISTIANSAND Skógafoss 3. des. Vessel 10. des. Skógafoss 4. des. Vessel 24. des. MOSS Skógafoss 4. des. Vessel 7. des. Skógafoss 18. des. Vessel 29. des. HORSENS Skógafoss 6. des. Vessel 12. des. Vessel 29. des. GAUTABORG Skógafoss 5. des. Vessel 11. des. Skógafoss 19. des. Vessel 27. des. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 7. des. Vessel 13. des. Skógafoss 20. des. Vessel 28. des. HELSINGJABORG Skógafoss 7. des. Vessel 14. des. Skógafoss 21. des. Vessel 28. des. HELSINKI Irafoss 21. des. GDYNIA irafoss 24. des. TORSHAVN Skógafoss 15. des. N. KÖPING irafoss 22. des. / / ÍJJ> \ j—Ll A>lST\ rm —- VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram og til baka frá REYKJAVIK alla manudaga frá ISAFIRÐI alla þriójudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.