Tíminn - 19.09.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.09.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 19. seplember 1965 TÍMINN Laurence Ollvier að ganga inn í Kreml-leikhúsið í Moskvu, á- samt konu sinni Joan Plowright, Sir Laurence er með leikflokk í Moskvu þessa dagana, sem sýn ir þar Othelló. * John nokkur Gable, sem fæddist fjórum mánuðum eftir lát hins fræga föður síns Clark Gable, fær nú hluta af arfi eft- ir föður sinn. Upphæðin, sem hann fær eftir föður sinn sem hann aldrei sá, nemur um 15 milljónum islenzkra króna. Hvað John ætlar að gera við peningana er ekki vitað og sennilega veit hann það ekki sjálfur, því hann er ekki nema fjögurra ára. Þessar 15 millj. er þó ekki hið eina, sem hann hefur erft eftir föður sinn, því hann erfði hin stóru eyru hans líka og þar að auki hið inni- lega hatur á blaðaljósmynd- urum. Þegar Walt Disney bauð honum eitt sinn að koma og og skoða Disneyland sneri sá stutti upp á sig og sagði, að hann gæti jú vel komið, en þó aðeins með því skilyrði, að hann sæi til þess að engir blaðaljósmyndarar væru til staðar. h Gamanleikarinn frægi úr þöglu kvikmyndunum, Buster Keaton hefur verið ráðinn til þess að leika Nóa í óvenjulegri biblíukvikmynd, sem verður leikin og tekin í Róm j haust. Kvikmyndin kemur ekki til með að líkjast nokkurri ann- arri biblíukvikmynd, sem gerð hefur verið. Mikill hluti af kvikmyndinni verður sambland af teikningum og ljósmyndum og hér verður um að ræða nú- tímabiblíumynd ef hægt er að að segja svo, þar sem persón- urnar og atburðimir gerast á tuttugustu öld. Syndaflóðið er þannig táknað með peninga- kapphlaupi fólks, og Buster Keaton kemur til með að leika elskulega fyllibyttu, sem ekki breytir um svíp, þrátt fyrir rukkunarbréf, vaxandi skuldir og yfirvofandi gjaldþrot- Örkin hans Nóh í þessari mynd er ekki skip, ne'dur gríð arstór peningaskápur, þar sem Nói geymir myntirnar sínar og peningaseðlana til þess að hafa eitthvað. þegar hið fjárhags- lega syndaflóð dyn .r yfi-. * ítalski lögregluhundurinn Dox, sem hefur stuðlað að handtöku 560 afbrotamanna á Ítalíu, er nýdauður 19 ára gam all. Á meðan hann var lög- regluhundur, særðist hann sjö sinnum í starfi, fékk 17 gullorð ur og 11 silfurorður fyrir frammistöðu sína. Hann lætur eftir sig einn erfingja, Dox jr„ sem fetar í fótspor föður síns, en hvort hann erfir orður föður síns vitum við ekki. ★ Hún hét Edna Lee, 32 ára, og var fyrrverandi eiginkona kjarn vísindafrœðings og margmilljón era f Hong Kong, og um daginn fannst hún kyrkt í íbúð sinni þar í borg. Leynllögreglumenn sem eru að rannsaka málið hafa sagt að húri hafi fyrst verið barin, og sfðan kyrkt með nælonsokki. Maður nokkur sem hefur haldið við frúna að undanförnu situr nú inni og er grunaður um verkn- aðlnn. fyrir þátttakendurna að hafa svo fallega stúlku í dómnefnd- inni. ★ að finna út, hvernig hægt væri að gleðja konungshjónin. Jú, nj.ósnararnir, unnu verk sitt vel af hendi og þeir fundu það út að Friðrik hafði mjög gam- an af því að stjórna eimlest og Ingiríður drottning veit ekk ert yndislegra en að fara snemma á fætur. En nú vildi svo heppilega til, að síðast þeg- ar Ingiríður var í heimsókn hjá dóttur sinrii, Önnu Maríu í Grikklandi, var vekjaraklukk- unni hennar stolið. Þess vegna ætla Svisslendingar nú að gefa Ingiríði vekjaraklukku, og það er dýrasta vekjaraklukka, sem hægt er að fá hér í þessum heimi. Friðrik Danakonungur á hins vegar að fá að stjórna lest á svissneskri fjallajárn- braut. ☆ Enska hljómsveitin The Rolling Stones, sem nú ætlar að fara að hefja hijómsveitar- ferð til Vestur-Þýzikalands á ; miklum erfiðleikum með að verða sér úti um hótelherbergi. f Berlín hefur hið mikla Hilton hótel rofið samning þess efn- is, að hljómsveitin fái 15 beztu herbergin á hótelinu til um- ráða, þar sem hótelstjórinn hafði fengið þá vitneskju, að The Rolling Stones væru van- ii því að breyta hótelherbergj um sínum í ruslahauga. Hilton hótelið hafði áður fengið það ráð hjá lögreglu Vestur-Berlínar að verða sér úti um vatnsdælur til þess að verjast ágengum aðdáendum hlj óms veifcarinnar. Stúlkan fremst á myndinni er Iftar um öxl, er ítalska stjarn an Claudia Cardinale, og hér er hún dómari f fegurðarsamkeppni ★ Þekktur kvikmyndafrömuður’ Zefferelii, á ftalíu spáir Maríu OaðQas mikilli framtíð sem kvfkmyndaleikkonu, og líkir hinni skapheitu söngkonu við Gretu Garbo. María Callas mun nú innan sfcamms standa í fyrsta sinn fyrir framan kvikmyndatöku- vélamar í Róm og leika aðal- hhitverkið í kvikmyndinni Tos- ca eftir óperu Puscinis, og María er sannfærð um það, að hún leggi drjúgan skerf til kvikmyndalistarinnar. Zefferelli þessi segir, að María hafi þegar á prjónunum að leika í fleiri myndum en Tosca. — Hún yrði stórkostleg sem nýlega fór fram í Salso maggiore á ítalju. Ein af þessum stúlkum var siðan kjörin Ungfrú ítalfa. Það hlýtur að vera erfitt í hlutverki Önnu Kareninu seg ir hann með miklum ákafa. Kvikmyndin Tosca Vjerði^r ekki bein upptáka af Tosca eins óg hún er á sviðinu. Áð vísu verður hver einasta setn- ing sungin, en markmið Zeff erellis er að fá sönginn til þess að hljóma eins eðlilega og samtöl. ☆ Friðrik Danakonungur og Ingiríður drottning hans hafa nýlega verið í heimsókn í Sviss og þar sem Svisslending- ar eru mjög gjafmildir menn og vilja allt fyrir gesti sína gera, senda þeir nokkra njósnara út af örkinni til þess Hún heitlr Deborah Irene Bry- ant, og er frá Kansasríki \ Banda ríkjunum. og nú um daginn var hún krýnd Ungfrú Ameríka 1965. Myndin er tekin af henni þegar hún tók fyrstu skrefin meS kórónuna á höfði sér og rósavönd í fangi. Athöfnin fór fram í Atlantis City. h Nýlega voru væntanlegir ul London nokkrir afrísKir dans- arar frá Sierra Leone til bess af opna Commonweaith Festi val. Áttu þeir að dansa á Trafalgar Square. En það kom babb í bátinn því konurnar í dansflokknum hafa neitað að hylja efri hluta líkama síns, og þegar flokkurinn kom JJ Lundúna lýsti stjórnandinn því yfir að hann myndi aflysa dans sýningunni frekar en að beygia sig undir bann gegn nektinn;. í þessu tilfelli væri ekkí um að ræða neitt tízkufyrirbx'igði eins og topplausu tízkuna. Þessir dansar væru hluti af aldagam alli menningu þeirra og þeir munu ekki sýna þá öðru vísi en siðvenjan býður. Frá viðeigandi ytirvöl.mm kom síðan yfirlýsing þess efn- is, að það væri munur á sýn- ingu í sal, þar sem áhorfendur hefðu sjálfir ákveðið að vera viðstaddir og opinberu sv.eði þar sem dansararnir geta styggt þá sem þar fara fram hjá af tilviljun. Því miður vit- um við ekki hvernig fór. ★ Nú skömmu fyrir kosning- arnar hefur Der alte Herr, Audenauer lent í áköfum deil- um út af rétti Vestur-Þýzka- lands til þess að vera kjam- orkuveldi eða ekki. Síðasta svar hans í deilunni er: Heldur ónýt ar eldflaugar en engar eld- flaugar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.