Tíminn - 19.09.1965, Síða 5

Tíminn - 19.09.1965, Síða 5
SUNNUDAGUR 19. september 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgasori og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj,: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323, Auglýsingasimi 19523 AðraT skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. 60 stunda vinnuvika í nýútkomnu fréttabréfi kjararannsóknarnefndar er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar um laun, vinnutíma og fleira á árunum 1963 og 1964. Eru þar crækar tölur um það, hve geysilangan vinnudag þjóðin hefur og verður að vinna til þess að sjá sér farborða. Kemur þar í ljós, að bæði þessi ár hefur vinnuvika helztu verkalýðsstétta, svo sem verkamanna, ófaglærðs iðnað- arfólks og bifreiðarstjóra, verið nær 60 stundir og svipuð bæði árin. Þetta sýnir, gerla, að það er ekki ofmælt, að þjóðin hafi síðustu árin búið við raunverulega vinnuþrælkun, sem beinlínis var innleidd með efnahagsráðstöfunum „viðreisnar“-stjórnarinnar. Þá kjararýrnun, sem dýrtíð- ar- og kjaraskerðingarstefna ríkisstjórnarinnar hafði í för með sér, hefur almenningur orðið að bæta upp með þessum hætti. Efalaust er það, að engin þjóð í Norð- urálfu hefur svona langan vinnudag. Þessi vinnuþrælkun árum saman hlýtur að draga mjög hættulegan dilk á eftir sér og koma niður á þjóðinni síðar. Þessi óhóflega langi vinnudagur hlýtur í senn að valda þreytu, sem styttir starfsaldur manna og dregur úr eðlilegum starfsafköstum. Hann skerðir mjög frí- stundir manna, eihkum þeirra, sem þurfa þeirra með, svo að þeir geta ekki sinnt sem skyldi heimilum sínum og uppeldi barna og hann dregur úr viðhaldsmenntun manna og tómstundaiðju, sem er einstaklingum jafnt sem þjóðinni allri heillavænleg. Af þessu öllu saman mun þjóðin súpa seyðið síðar, og þarf varla að rökstyðja það. Það ætti að vera heppi- legt umhugsunarefni á hvíldardaginn, hvemig unnt sé að snúa við þessari hættulegu öfugþróun. — ef menn eru þá ekki að vinna. Gróðurverndin Um þessar mundir eiga sér stað þáttaskil í land- græðslustarfinu. í þeim málum hefur á liðnum áratugum verið unnið merkilegt starf, að mestu af ósérplægnum hugsjónamönnum með nokkrum stuðningi hins opin- bera. Mikið hefur áunnizt, og stendur þjóðin öll 1 mik- illi þakkarskuld við þessa brautryðjendur, allt frá frum- herjunum í sandgræðslunni og skógræktinni. En stund- um hefur kennt of lítils skipulags í þessu starfi, eins og von er, þar sem vegvísar löggjafans hafa verið strjálir. Nú verða þáttaskil í þessum efnum, og gerzt hefur saga, sem mjög er til fyrirmyndar um stuðning við mestu framtíðarmál landsins. Undir leiðsögn vísinda. manna þjóðarinnar í þessum efnum hafa allir flokkar löggjafarþingsins tekið höndum saman um að koma á hagkvæmu og virkára skipulagi 1 gróðurvernd og land- græðslu. Málið var undirbúið sameiginlega. Nú eru komin til framkvæmda ný lög um landgræðsl- una og breytt skipan í samræmi við þau og hugað betur en fyrr að veigamiklum þætti e.t.v. hinum veigamesta — vemd jarðvegsins og gróðursins. Tveim mönnum, sem þjóðin væntir mikils af og búa bæði yfir mikilli reynslu og kunnáttu, hefur verið falin forsjá þessara mála, Páli Sveinssyni, sandgræðslustjóra, sem nú verð- ur landgræðslustjóri, og Ingva Þorsteinssyni, ágætum sérfræðingi um gróðurfar landsins, sem verður fulltrúi hans og mun sérstaklega verða falinn þáttur gróður- verndunarinnar. Þjóðin á mikið undir starfi þessara ágætismanna og annarra þeirra, sem leggja hönd að með þeim. TÍMINN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Brýn nauðsyn endurbóta á störfum manna og lífsháttum Afkomendum þrælanna verður að tryggja raun verulegt frelsi og gæða stórborgirnar öryggi og menningarblæ. Walter Lippmann hefur gert hlé á ritstörfum um nokk- urt skeið, eins og fram kemur í upphafi greinarinnar, sem hér fer á eftir. Þegar hann hefst að nýju handa að leyfi loknu verður honum fyrst fyrir að ræða óeirðimar í Los Angeles og meinin, sem þær rekja ræt- ur sínar til. Viðhorf Lippmanns eru að sjálfsögðu næ-sta áþekk því, sem fram kom í greininni, sem ný- búið er að birta hér úr brezka ritinu The Economist. Rétt þótti engu að síður að birta greinina, enda fróðlegt að sjá, hverjum augum Bandaríkja- maður lítur á málin. Heima- manni ætti að geta verið ljós- ara en öðmm út í frá, hvar skórinn kreppir. Og Lippmann er hvorki gefinn fyrir úrtölur, né myrkur í máli. Walter Lippmann: ÉG hef ekkert sérstakt haft fyrir stafni undangenginn mán uð, en ekki getað látiS vera að lesa blöðin og fylgjast með því, sem er að gerast. Og allþungar áhyggjur hafa á mig sótt. Áhyggjuefni mitt hefur eink um verið fjöldi og umfang þeirra vandamála, sem úrlausn ar okkar bíða, og hvernig við eigum að fara að því að gefa okkur tíma, athygli og elju til þess að fást við þau. Ég hef ekki einungis hugsað um Viet- nam, sem virðist valda óleysan legum vandræðum eins og sak- ir standa, heldur einnig og öllu fremur um þær miklu og marg- slungnu kröfur, sem óeirðirn- ar í Los Angeles leiddu í ljós að til okkar verða' gerðar í sambandi við lausn negravanda málsins. Við erum neyddir til að finna og koma fram á eigin ábyrgð lausn á samskiptavand- anum milli Asíubúa og Vest- urveldanna í Asíu. Sú lausn mun marka tímamót í mann- kynssögunni. En samtímis verð- ur sami forseti, sama þing og sömu kjósendur neyddir til að móta og framkvæma mun meiri breytingar í þjóðfélaginu en nokkurn tíma var gert ráð fyr- ir, þegar Johnson forseti var að mælast til þjóðareiningar um mótun „hins mikla þjöð- félags." í LOS ANGELES sáum við svart á hvítu, hve eldfim óánægja negranna getur orðið þegar umhverfið er stórborg. Bandaríkjamenn hafa komið mörgu miklu og góðu til leið- ar á liðinni öld. En tvær mjög stórvægilegar skyssur hafa, dreg ið úr framförunum. Önn- ur skyssan er, að láta undir höfuð leggjast að gera niðja leysingjanná, sem leystir voru úr ánauð, að raunverulega frjálsum mönnum. Hin skyssan liggur í þvi, að vanrækja að gæða borgir okkar, sem hljóta óhjákvæmilega að verða heim- kynni megiriþorra bandarísku þjóðarinnar, menningarblæ og öryggi Varla fer á milli mála, aS Lippmann hafi á undanförnum árum boriS mjög af flestum þeim, sem ritaS hafa um heims- málin f heimsblöðin. Hann er nú tekinn mjög að eidast, en heldur þó skýrri dómgreind vel og kryfur til mergjar af hlut- lægri skarpskyggni. Síðustu sex vikurnar hefur Lippmann veriS í sumarfríl, og margir hafa sakn aS álits hans á þeim mörgu ör- lagariku viðburðum, sem gerzt hafa síðustu vikur. En nú er Lippmann byrjaður að skrifa aft ur, og því munu margir fagna. ★ í fátækrahverfum Los Ange- les og annarra stórborga búa fátæklingar negrakj'nþáttarins, ómenntaðir, án þjálfunar til þátttöku í nútíma iðnaði, og hafa með öllu verið eftir skild- ir í menningarframsókn þjóð- arinnar. Þeir eru uppaldir á misheppnuðum, vanmáttugum heimilum og brestur aila for- ustu síns kynþáttar. Þeir hafa engar, samræmdar kröfur fram að bera, en leita sér við og við fróunar í uppþotaæði og brenna þá og brjóta, drepa og hata. SENNILEGT má telja — og raunar nálega fullvíst, — að einhverjir okkar einhvers stað ar búi yfir nægilegri vitneskju til að bæta úr brestunum og lina þjáningarnar. En örlaga- rikt getur orðið, að þessu mikla og víðtæka vérkefni verða ekki gerð viðhlítandi skil í skjótri svipan. Mikil bjart- sýni væri að halda, að unnt sé á einum mannsaldri að bæta úr uppeldis- og félagslegum ágöllum og vanmenntun, sem gerir svo marga að atvinnu- lausum og örvæntandi olnboga- börnum. Heiðarlegar undanfeknmgar eru að vísu alltaf fyrir hendi, en þorri hinna ungu óróseggja er ákaflega næni því að vera of langt leiddur til þess að honum verði bjargað úr þessu. Við hljótum því að taka til úrlausnar þá miklu og erfiðu spurningu, með hverjum hætti eigi að fá þá til að láta sér hægt, meðan verið er að koma fram með hæggengni lýðræðis- ins þeim óhjákvæmilegu um- bótum, sem borgið fái hinum negrunum. Afleiðingar þræla- haldsins og hálffrelsisins, sem fylgdi í kjölfar þess, verða ekki afmáðar með sitjandi sæld inni. HIN stóra skyssa, — að gæða borgirnar efcki menningarblæ og gera þær ekki örugga dvalarstaði fjöldans, sem hefur verið að flytja til þeirra, — knýr okkur til að áætla að nýju og endurbyggja, og end- urskipuleggja meginhlutann af störfum og lífsháttum sístækk- andi hluta þjóðarinnar. Við get um ekki hjá þessu komizt, þó að opinberar stofnanir fylkj- anna, sveitarfélaganna, bæj- arfélaganna og meira að segja samríkisstjórnin sjálf, hlytu sína mótun á átjándu öld, með an megin þorri þjóðarinnar átti heima í sveit eða smáborg- um. Bandaríska stjórnmálakerf ið allt er frá þeim tíma, þegar vandamál borga voru enn ekki orðin til. Endur-gerð stórborganna er miklum mun meira verk en landsmönnum hefur enn skil- izt. En undan því verður ekki komizt að taka til höndum við þetta verk. Þjóð, sem býr í borgum, verður að eiga kost á borgum, sem hæfar eru til bú- setu (og forsetinn hefur látið svo um mælt, að um aldamótin verði fjórir fimmtu hlutar þjóð arinnar búsettir í borgum). ÉG VÍK þá aftur að áhyggj- um mínum og kvíða. Ég hef ekki áhyggjur af þeim feiki mikla kostnaði, sem óhjákvæmi legar aðgerðir hafa í för með sér. Við getum aflað fjárins. Ég hef heldur ekki áhyggjur af truflun á hag manna og hróflun við hefðbundnum hags munum. Slíkt og þvílíkt hlýtur að verða umliðið og yfirstig- ið méðal þjóðar, sem er jafn vel megandi og bandaríska þjóðin er yfirleitt. Ég er áhyggjufullur vegna stjórnmálamannanna, opin- berra starfsmanna og kjósehd- anna, sem verða að fram- kvæma þetta umfangs mikla og margbrotna verk. Allir eru þeir langtum of önnum kafn- ir fyrir og torvelt að gera sér í hugarlund, hvernig þeim eigi að takast að leggja fram ferska orku og eljusemi til lausnar þessa nýja viðfangsefnis. Manni eykst traust og bjart- sýni við að hugsa til þess, hve vel Johnson forseta hefur lán- ast að koma fram áformuðum lagabreytingum. Það sýnir vel, að takast má að láta stjórn- málakerfi okkar starfa. Og þó verður manni Ijóst, þegar litið er yfir nýju löggjöfina, — heil brigðismál, menningarmál og Framhalö á bls. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.